Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 53
I MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 53 i i i i i 1 i 1 d i \ 5 i : i í i I í 5 I I I ANNA HULDA EINARSDÓTTIR + Anna Hulda Ein- arsdóttir frá Borg fæddist í Njarðvík 26. nóvem- ber 1921. Hún lést á St. Jósefsspítala 7. apríl síðastliðinn. Forcldrar hennar voru Ólafía Sigríður Ögmundsdóttir frá Tjamarkoti, f. 31. júlí 1894, d. 6. júlí 1959, dóttir Helgu Arinbjamardóttur frá Tjarnarkoti og Ögmundar Sigurðs- sonar frá Barkastöðum í Fljóts- hlíð, og Einar Jónasson frá Stapakoti, f. 29. febrúar 1894, d. 8. apríl 1969, sonur Oddbjargar Þorsteinsdóttur frá Stapakoti og Jónasar Illuga Jónassonar frá Gili í Svartárdal. Systir Huldu er Sigrún, f. 9. janúar 1924. Hinn 29. maí 1943 giftist Hulda Jóni Ingiberssyni, út- gerðarmanni og fiskverkanda Þegar ég fékk fréttimar um að amma væri dáin rifjuðust upp í einu vetfangi minningamar um ömmu og afa í Björk. Spennan hjá okkur Gæsa að fá að fara með þeim upp í bústað um helgar, og hitta þar fyrir Diddu og Friðrik og kannski líka Sigrúnu Öldu og Hafdísi, var mikil, og ekki var hún síðri á heimleiðinni, en þá var stoppað í Eden og amma keypti ís handa okkur og blóm til að gefa þegar heim væri komið, amma naut þess nefnilega að gefa og hjálpa öðrum. Stærstu stundimar vom samt þegar hún og afi komu frá útlönd- um, þá biðum við bræðumir uppi í Björk eftir að þau kæmu heim, fær- andi hendi með eitthvað spennandi frá Brasilíu, Grikklandi eða Ítalíu, því þau ferðuðust um víða veröld meðan afi lifði. Þótt fjarstýrðu bílarnir, talstöðv- arnar og annað spennandi dót fyrir litla gutta hafi verið mest spenn- andi á þessum árum, ásamt því að eiga ömmu og afa sem áttu heima við hliðina á íþróttahúsinu og skól- anum, og hægt að bjóða vinunum, oft heilu körfuboltaliði í kakó og ristað brauð í löngu frímínútunum, þá var ekki síður spennandi hin síð- ari ár að fá bréf og símtöl, að ekki sé minnst á pakkana frá henni með öllu góðgætinu í til Spánar eða Ástralíu. Hún kunni svo vel að segja frá, hafði ákveðnar skoðanir á hlutun- um, bæði mönnum og málefnum, og lá ekki á skoðunum sínum ef henni mislíkuðu hlutirnir. Að sama skapi gladdist hún þegar vel gekk, og virtist þá ekki skipta máli hvort hún þekkti til þess fólks sem hlut átti að máli eður ei. Amma var alltaf mikill Njarðvík- ingur, enda fædd þar og uppalin. Hún fylgdist vel með því sem var að gerast í Njarðvíkinni og hefði verið ánægð með gengi Njarðvík- urliðsins í körfunni í ár. Þá fylgdist hún grannt með þeim sem áttu ættir að rekja í Njarðvíkurnar eða höfðu búið þar, hún klippti gjarnan út myndir eða greinar þar sem þeirra var getið og safnaði í möppu. Amma flutti úr Björkinni ofar á Brekkustíginn fyrir um tíu árum, og síðustu árin var fátt skemmtilegra en að kíkja í heimsókn til hennar, fá sér eitthvað gott að borða og heyra hvað henni fannst um málefni líð- andi stundar. Amma var alltaf kát, bjartsýn og í góðu skapi, þótt ekki gengi hún heil til skógar síðstu árin. Nú er amma í Björk farin frá okkur og erfitt til þess að hugsa að samverustundirnar með henni verða ekki fleiri að sinni. Mig langar að ljúka þessum orð- um á lítilli bæn sem þú fórst oft með fyrir okkur Gæsa í gamla daga, þeg- ar við fengum að sofa í litla her- berginu í Björkinni. frá Keflavík, f. 14. mars 1920, d. 19. október 1983. Hann var sonur Marínar Jónsdóttur og Ingi- bers Ólafssonar út- gerðarmanns í Keflavík. Hulda og Jón eignuðust einn son, Einar, f. 15. júlí 1947. Maki hans er Hafdís Garðars- dóttir frá Rafnkels- stöðum í Garði, f. 11. september 1950. Börn þeirra eru: Jón Jó- hann, f. 20. desember 1970, Garðar, f. 23. júlí 1972, sam- býliskona hans er Vilborg Sævarsdóttir, f. 7. nóvember 1972, Anna Hulda, f. 15. apríl 1977, og Víðir, f. 2. febrúar 1988. títför Huldu fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Vertu, guð faðir, faðir minn, ifrelsarans Jesújafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Guð geymi minningu Huldu Einarsdóttur. Jón Einarsson. Hún amma mín er dáin. Þessi orð koma sífellt upp í huga mér. Það er erfitt að hugsa sér lífið án þín, amma mín, þú sem hefur verið fast- ur punktur í tilverunni og stór hluti af mínu lífi. Æskuminningar mínar eru tengdar þér og Björkinni þinni, litla fallega húsinu þínu, þar sem við áttum svo endalaust margar falleg- ar og góðar minningar saman. Það var alltaf svo gott að koma til þín enda var alltaf fullt hús af góðu fólki í mat og kaffi. Það voru allir vel- komnir og alltaf nóg til af öllu. Seinna fluttir þú ofar í götuna í bjarta og fallega íbúð þar sem þú undir þér vel síðustu árin. Mér leið alltaf svo vel í kringum þig enda hafðir þú þá hæfleika að láta fólki líða vel hjá þér. Þú varst svo miklu meira en bara amma mín, þú varst líka besta vinkonan mín og varst alltaf til staðar þegar ég þurfti á þér að halda. Þú varst dugleg að stappa í mig stálinu þegar eitthvað bjátaði á. Þú varst ánægð með allt sem við systkinin gerðum, sama hvaða ákvörðun við tókum. Þú fylgdist vel með þínu fólki og vildir fá að vita hvað við vorum að gera. Það var sama hvort það snerti skólann, vinnuna, vinina, áhugamálin eða bara lífið sjálft, þú vildir fá að fylgj- ast með öllu. Þú áttir svo auðvelt með að samgleðjast fólki og þú vild- ir líka hjálpa þeim sem áttu erfitt. Allir menn voru jafnir í þínum huga enda varstu svo óeigingjörn og gafst svo mikið af þér. Það var sama hvert við fórum, þú varst alltaf að hugsa um að kaupa eitthvað til að gleðja aðra. Hún amma mín var virðuleg og falleg kona með stórt og hlýtt hjarta og fallegt bros sem hún var örlát á. Amma bar höfuðið hátt og var tíguleg að sjá, hún hélt reisn sinni fram á síðasta dag. Amma elskaði blómin og vorið, það er sárt að hugsa til þess að þú verðir ekki með okkur í vor, þú sem hlakkaðir svo til því það er svo margt að ger- ast í fjölskyldunni. Það er líka sárt að hugsa til þess að þú fáir ekki að sjá fyrsta langömmubarnið þitt en það kemur í heiminn á næstu dög- um. Ég veit að þú munt fylgjast með okkur og þú munt alltaf eiga stóran sess í hjörtum okkar allra því þú gafst okkur alla fegurð þíns hjarta. Elsku amma mín, það er svo margt sem mig langar til þess að segja um þig en orðin eru svo fá- tækleg miðað við þá persónu sem þú hafðir að geyma, þú varst ein- MINNINGAR stök og ég er þakklát fyrir hverja mínútu sem við áttum saman. Það er ómetanlegt að hafa átt þig að í þessi rúmlega tuttugu ár sem við vorum saman og ég ætla að geyma minningarnar um þig í hjarta mínu og þær munu búa með mér alla ævi. Það er ekki hægt að hugsa sér betra veganesti fyrir lífið. Eg trúi því að þú, amma mín, sért komin á góðan og fallegan stað þar sem þér líður vel, í faðmi ástvina þinna sem munu taka á móti þér. Ég ætla að ljúka þessum orðum mínum á bæn sem þú kenndir mér. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni (Sig. Jónsson frá Presthólum) Guð blessi þig, amma mín, Þín Hulda. Með nokkrum orðum vil ég kveðja mágkonu mína og þakka samfylgdina í meira en 50 ár og þá vinsemd og hlýhug í minn garð frá því að ég kom í Njarðvík „sem föru- sveinn að vestan" og tengdist ætt hennar þegar ég gekk að eiga syst- ur hennar, Sigrúnu. Þær systur hafa alltaf verið mjög samrýndar og fjölskyldur þeirra sem ein sameinuð fjölskylda, og aldrei hefur borið þar skugga á. Hulda var sterkur persónuleiki og var alltaf glæsileg hvar sem hún kom. Það brennur oft á mörgum, ekki síst þegar dauðinn sækir okkur heim og heggur sín þungu og mis- kunnarlausu skörð í hópinn sem stendur okkur sjálfum allra næstur. Þá verður mörgum svo dimmt fyrir hugskotssjónum að þeir eiga erfitt með að eygja nokkuð sem heitið gæti tilgangur í þeirri framvindu sem lífið virðist leggja þeim í fang. Hér sjáum við fyrir okkur æviferil, sem segja má að ofinn hafi verið úr geislum hins fómandi kærleika. Hér var gæfan fundin og gæfunnar notið við að hugga og gleðja, hjálpa og bæta. Slíkur er máttur hins fóm- andi kærleika til þess að fækka þeim támm sem falla svo oft á veg- ferð okkar. Hún Hulda, konan sem við kveðjum í dag, var í ríkum mæli gædd þeim eiginleika. Það er því margs að minnast og margt að þakka þegar við virðum fyrir okkur þær dýrðarbjörtu myndir sem minningin vekur frá vegferð hennar hér í heimi. Það má óhikað segja að yndisfógur og ilm- rík blóm vaxa í hverju hennar spori. - Slíkur var máttur hins fómandi kærleika, sem var aflgjafinn, uppi- staðan og rauði þráðurinn í öllu lífi hennar. Guð ætlast til þess að við leitumst við að líf okkar verði öðr- um til blessunar. Það var hennar aðalsmerki og þannig lifði hún og starfaði. Hulda ólst upp í Njarðvík hjá for- eldrum sínum og naut hún í ríkum mæli alls þess sem góðir og ástríkir foreldrar geta framast veitt bami sínu. Foreldrar hennar vom virt og vel metin, enda mikilhæf og valin- kunn sæmdarhjón af ættstofni sem búið hefur og byggt Njarðvík í aldir. Þau litu bæði á það sem sitt hæsta og helgasta hlutverk að veita dætram sínum þá vegsögn út í lífið sem þau sjálf vissu af reynslu að væri hald- best, farsælust og blessunarríkust fyrir þær. Þess vegna leituðust þau við með orðum og eftirbreytni að inn- ræta þeim ungum jákvætt lífsviðhorf, göfuga hugsun, góðvild í annarra garð, trúmennsku í smáu og stóra og öragga trú á góðan Guð. Þannig liðu bemsku- og æskuárin í björtum og fogram friðar- og kærleiksrann. Hinn 29. maí 1943 giftist Hulda Jóni Ingiberssyni, frá Keflavík, og byrjuðu þau búskap þar. Þau byggðu sér hús í Ytri-Njarðvík sem þau nefndu Björk og fluttu í það ár- ið 1946. Saman byggðu þau sér heimili sem var alla tíð mikið og fagurt kærleiksheimili fyrir frá- bæra reisn á öllum sviðum. Sólar- geislinn í lífi þeirra var þegar Einar sonur þeirra fæddist og hún naut þess að búa að þeim feðgum sem allra best. Jón hafði um tíma umfangsmik- inn atvinnurekstur í útgerð og fisk- vinnslu. Hann lést árið 1983. Eftir að Jón féll frá seldi Hulda Björkina og flutti að Brekkustíg 35 í Njarð- vík og bjó hún sér þar yndislegt heimili. Ég kveð þig, kæra mágkona, með bænarmál og ástarþökk í huga og hjarta. Þú varst vorsins barn og unnandi þeirri fegurð sem íslensk náttúra býr yfir í svo ríkum mæli, og við biðjum þess af heilum hug að nú bíði þar vinir í varpa og að þú megir leidd verða traustri og hlýrri vinarhendi inn í hina eilífu náttlausu veröld, þar sem víðsýnið skín. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar allra. Hvíl þú í friði. Friðrik Valdimarsson. Ástkær móðursystir okkar, Anna Hulda Einarsdóttir, er látin eftir stutta en stranga sjúkralegu. Henn- ar einskæra æðraleysi og kjarkur mörkuðu hinstu spor hennar, sem og allt hennar líf. Gagga, eins og við systurnar vor- um vanar að kalla hana, var okkur ákaflega kær. Hún átti stóran þátt í að móta okkur sem einstaklinga og þær vora ófáar stundirnar sem við systumar dvöldum í faðmi fjöl- skyldunnar í Björk. Þar áttum við í raun okkar annað heimili á yngri áram og sannarlega var notalegt þangað að koma. Með þakklæti minnumst við þessara samvera- stunda þar sem Gagga, með dagfar- sprýði sinni og glæsileik, naut þess að gleðja okkur og aðra. GUÐMUNDUR (GUMBUR) KRISTJÁNSSON Guðmundur Kristjánsson, fv. skipamiðlari, fædd- ist á Flateyri við Ön- undarfjörð 26. nóv- ember 1909. Hann Iést á Landspítalan- um 29. mars síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Há- teigskirkju 8. aprfl Að eiga góða að er mikilvægt í lífinu. Gumbur, ömmubróðir minn í föðurætt, var mér mikils virði og ég var ekki há í loftinu þegar ég spurði hann og Gróu' hvort ég mætti ekki kalla þau afa og ömmu. Síðustu daga hef ég yljað mér við ljúfar minningar lið- inna ára, ég minnist ferðarinnar góðu til Flateyrar sumarið 1992 þar sem afí Gumbur skipu- lagði hópferð. Þar sýndi hann okkur húsið sem hann fæddist í og við, krakkamir, fengum að upplifa með honum æskustöðvarnar á nýj- an leik. Við fórum á sveitaball í félagsheim- ilinu og afi dansaði við okkur allar stelpumar. Afi Gumbur fylgdist vel með því hvað maður var að gera, bæði í skól- anum og sumarvinn- unni og það var gaman að tala við hann um hvað sem var, ættfræði, sögur lið- inna tíma eða það sem var að ger- ast í landinu hverju sinni. Afi Gumbur var einstakur maður í einu og öllu. Kvöldið sem hann dó skoðaði ég ljóðabók Einars Bene- diktssonar og fann þar ljóð sem Gagga gat verið gamansöm og glettin og atburðir hversdagsins urðu henni iðulega tilefni skemmti- legra athugasemda um menn og máleftii. Gagga var í senn hefðarkona og heimsborgari. Hún myndaði sér sjálfstæðar skoðanir á flestum hlut- um og hafði hún unun af að ferðast um framandi slóðir. Meðan Nonna naut við ferðuðust þau hjónin um öll heimsins höf. Þrátt fyrir að dauðinn sé það eina sem við öll eigum víst kemur hann alltaf að óvörum. Andlát Göggu bar snöggt að og eftir stöndum við og finnum vanmátt okkar gagnvart ör- lögunum. Minningar hrannast upp og sem aldrei fyrr gerum við okkur grein fyrir dýrmæti þeirra. Við systurnar og fjölskyldur okk- ar kveðjum Göggu með virðingu og þökk. Gagga mun alltaf eiga sinn stað í hjarta okkar. Blessuð sé minning hennar. Anna Ilulda, Oddbjörg, Þórunn, Ólafía Sigríður. Mig langar að minnast með örfá- um orðum ömmusystur minnar, Önnu Huldu Einarsdóttur, eða Göggu eins og hún var ávallt kölluð okkar á milli. Þegar ég hugsa um hana sem ömmusystur þá finnst mér það vera eitthvað svo fjarlægt því hún var mér svo miklu nánari en það orð bendir til. Hún hefur alla tíð • verið hluti af mínu daglega lífi. Sem stelpa minnist ég Göggu í Björkinni, það var svo gott að koma þangað, næsta hús við skólann og þangað fór ég svo oft í frímínútum og matarhléum. Ég tala nú ekki um ef maður fékk að gista og þurfti ekki að hlaupa út fyrr en bjallan hringdi. Og allar stundirnar í sum- arbústaðnum. Man ég sérstaklega eftir þegar við héldum upp á 17. júní þar, þá fór Gagga með okkur systurnar, mig og Hafdísi, í skrúð- JP göngu um allan skóg með blöðrur, fána og allt tilheyrandi. Sérstök era árin sem við vorum nágrannar á Brekkustígnum. Kom hún svo oft við á kvöldin þegar hún var á heimleið og við fengum okkur virkilega gott kaffi saman og spjöll- uðum, síðan kvaddi hún mig með þeim orðum að þessar stundir væra Guðsgjöf. Mun ég sakna heimsókn- anna og allra símtalanna sem við áttum saman, þau vora hvorki fá né stutt. Minnist ég þess hve gott var að vera í návist hennar og hve rausnarleg og gjafmild hún var. Hugurinn reikar um allar Ijúfu minningamar og þær mun ég ætíð geyma í hjarta mínu. Ég er þakklát -v fyrir þann tíma sem við áttum sam- ‘ an. Gagga var elskuð og virt, hún lifði ; fyrir fjölskyldu sína, sem nú hefur misst svo mikið. Guð blessi hana Göggu mína. Sigrún Alda. mér fannst eiga vel við afa Gumb Orka þér entist aldur tveggja manna að vinna stórt og vinna rétt. Vitur og vinsæll varstu til heiðurs í þinni byggð og þinni stétt. Mjúklega dauðinn drottins til þig leiddi. Ljómandi vor varð þá lífs þíns haust. Eilifðar æskan ellihvarm þinn skreytti, þín öldungsrödd varð engils raust. Höfðingi héraðs, hátt þín minning standi, ávaxtist hjá oss þitt ævistarf. Þjóðrækni, manndáð, þol og tryggð í raunum þitt dæmi gefi oss í arf. (Einar Ben.) Ég votta ömmu Gróu, Þorbjörgu, Möggu, Siggu Björg og fjölskyld- um þeirra samúð mína. Guð blessi minningu afa Gumbs. Ásta Camilla Gylfadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.