Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 17 AKUREYRI Fyrirhugaðar breytingar á atvinnuþróunarstarfí í Eyjafírði Sveitarfélögin jákvæð Ydalir og Glerárkirkja Tónleikar Karlakórs- ins Heimis KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði heldur tvenna tón- leika á Norðurlandi eystra á morgun, laugardag. Fyrri tónleikamir verða haldnir í Ydölum í Aðaldal kl. 16.00 en þeir seinni í Glerár- kirkju um kvöldið, eða kl. 21.00. Kórinn verður með fjöl- breytta söngskrá eftir bæði innlenda og erlenda höfunda. Söngstjóri Karlakórsins Heimis er Stefán R. Gíslason og undirleikarar Thomas Hig- gerson og Jón St. Gíslason. Einsöng, tvísöng og þrísöng með kómum syngja Einar Halldórsson og Alftagerðis- bræðumir Gísh, Óskar, Pétur og Sigfús Péturssynir. Norskur leik- predikari NORSKI leikpredikarinn Gunnar Hamnöy kemur til Akureyrar eftir helgi og talar á samkomum hjá KFUM og K í Sunnuhlíð. Hann hefur í mörg ár verið starfsmaður Kristni- boðssambandsins í Noregi og hefur haft mikil áhrif víðs veg- ar í heimalandi sínu en hann hefur áður komið til Islands. Samkomumar verða á mánu- dags- og þriðjudagskvöld kl. 20.30 bæði kvöldin. Mál hans verður túlkað og eru allir vel- komnir. Síðasta sýn- ingarhelgi SÍÐASTA sýningarhelgi á sýn- ingu Listasafnsins á Akureyri á vatnslitamyndum Asgríms Jónssonar þar sem landslag er meginþemað verður um helg- ina 18. og 19. apríl. Sýningin hefur verið afbragðsvel sótt og á sunnudag verður boðið upp á safnaleiðsögn fyrir almenning kl. 16. A morgun, laugardag kl. 16, verða verðlaun veitt í minja- gripasamkeppni Akureyrar- bæjar. Skíðastaða- ganga SKÍÐASTAÐAGANGA, sem er partur af íslandsgöngunni, fer fram í Hlíðarfjalli á morg- un, laugardaginn 18. aprfl, og hefst kl. 14. Byrjað og endað verður við gönguhús, boðið er upp á 20 km, 10 km og 5, km vegalengd- ir. Nægur snjór er við Hlíðar- fjall og góðar aðstæður til göngunnar. Þingeyskar skáldkonur HELGA Kress prófessor við Háskóla íslands heldur fyrir- lestur í Safnahúsinu á Húsavík sunnudaginn 19. apríl og hefst hann kl. 15. Fyrirlesturinn nefnir hún Þingeyskar skáld- konur. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í Svalbarðskirkju á sunnudag, 19. apríl kl. 11. Kirkjuskóli í Grenivíkurkirkju kl. 13.30 á sunnudag. Kyrrðar- og bænastund í kirkjunni kl. 21 um kvöldið. SKIPAÐUR hefur verið vinnuhóp- ur til að taka við og stýra vinnu við sameiningu Iðnþróunarfélags Eyja- fjarðar, Ferðamálamiðstöðvar Eyjafjarðar á Akureyri og atvinnu- málaskrifstofu Akureyrarbæjar í nýtt og öflugt atvinnuþróunarfélag á Eyjafjarðarsvæðinu. Tveir fulltrúar í vinnuhópnum era skipaðir af Héraðsnefnd Eyja- fjarðar, þeir Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri Svalbarðsstrandar- hrepps, og Rögnvaldur Skíði Frið- bjömsson, bæjarstjóri á Dalvík, og tveh' fulltrúar skipaðir af Akureyr- arbæ, bæjarfulltrúamir Þórarinn E. Sveinsson og Sigurður J. Sig- urðsson. Bjami Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélagsins, sagði að öll sveitarfélögin í Eyjafirði hefðu tekið mjög jákvætt í fyrir- liggjandi hugmyndir en þó hefði ekld borist svar frá einu sveitarfé- lagi. Eins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu lagði starfshópur á veg- um Iðnþróunarfélagsins til að áður- nefndar einingar sameinuðust. Einnig var gert ráð fyrir þátttöku Byggðastofnunar í félaginu, svo og fleiri aðila sem á einn eða annan hátt koma að atvinnuþróun á svæð- inu. Jafnframt er lagt til að stofnað- ur verði sjóður til áhættufjárfest- inga og að hann verði vettvangur þeirra sem vilja leggja atvinnuþró- un í Eyjafirði lið með hlutafjárfram- lögum. Lagt er til að allt samstarf sveitarfélaga í Eyjafirði í atvinnu- málum og sameiginleg stefnumótun fyrir svæðið verði viðfangsefni At- vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og að þannig verði starfið markvissara. Akureyrarbær á tæp 50% í Iðnþró- unarfélaginu, önnur sveitarfélög á svæðinu um 20%, Byggðastofnun um 20% og aðrir minna. Rekstrar- framlag sveitarfélaga til þeirra þriggja eininga sem lagt er til að sameinist er um 30 milljónir króna og alls starfa hjá þeim sex manns. Bjarni sagði erfitt að segja til um hvenær starfi vinnuhópsins lyld. Framundan væru sveitarstjómar- kosningar sem fulltrúar vinnuhóps- ins kæmu flestir að á einn eða ann- an hátt. „Við munum halda máhnu gangandi en ég þori ekki að lofa að þessari vinnu verði lokið fyrir kosn- ingar í vor.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.