Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998 39 fum til hennar Viðhorf til heimilda lögreglu til að kaupa upplýsingar og til húsleita? Einn mesti fj öldamor ðingi aldarinnar fallinn frá 80% 60% 40% 20% 0% Til að kaupa upplýsingar 1 83% 77/ húsleita ■Hi 1 bb^iíi ism Pol Pot, fyrrverandi leið- togi skæruliðahreyfíngar Rauðu khmeranna í Kambódíu, er talinn hafa borið ábyrgð á dauða vel yfír einnar milljónar landsmanna sinna þau fjögur ár sem hann var við völd á áttunda ára- tugnum. Með andláti sínu komst hann undan því að svara til saka fyrir glæpi sína. hvaða þættir helst hefðu áhrif á að fólk leiddist út í glæpi. I öllum könn- ununum þremur var áfengis- og fíkniefnaneysla nefnd sem aðal- ástæða. 55% svarenda nefndu hana árið 1989, 54% árið 1994 og 63% árið 1997. Næstar komu heimilisástæður, þá slæmur félagsskapur, síðan fjár- hagsvandræði og síðast vægar refs- ingar. Helgi segir þessar niðurstöð- ur einnig sýna hvað fíkniefna- og vímuefnavandinn sé talinn djúpstæð- ur á íslandi. „Flestir telja fíkniefna- glæpi alvarlegustu brotin og einnig telja flestir að fólk leiðist út í afbrot vegna áfengis- og fíkniefnaneyslu.“ I norrænu könnuninni var spurt að því hvort fólk teldi fíkniefna- eða áfengisneyslu stærri vanda og spurði Helgi að því einnig. 51% að- spurðra á Islandi nefndi fíkniefni og 30% áfengi. Aðeins í Finnlandi og Noregi töldu fleíri áfengisneyslu vera alvarlegra vandamál en fíkni- efnanotkun. Mikill meirihluti fyrir heimild til upplýsingakaupa í norrænu könnuninni var spurt um viðhorf fólks til óhefðbundinna löggæsluaðferða, þ.e.a.s. um heim- ildir lögreglunnar til síma- og her- bergishlerana. Helgi bætti við spurningum í íslensku könnunina um það hvort veita ætti lögreglu heim- ildir til að kaupa upplýsingar í því skyni að upplýsa mál og til heimilda hennar til húsleita í sama skyni. „Þessar óhefðbundnu aðferðir hafa verið mikið í umræðunni hjá okkur, hversu langt megi seilast til að uppræta vandann og nú er t.d. starfandi stjórnskipuð nefnd til að kanna hvað hægt sé að gera. I ljós kemur að þessar aðferðir njóta mik- ils fylgis meðal almennings á Norð- urlöndum. íslendingar virðast þó vera heldur skeptískari gagnvart þessu en munurinn er ekki tölfræði- lega marktækur nema gagnvart her- bergjahlerunum. Þær njóta minnsts stuðnings hér eða meðal 61% svar- enda en mests í Svíþjóð eða meðal 75% svarenda. Engu að síður er skýr meirihluti fyrir því að lögregla eigi að fá möguleika á að hlera herbergi. Það sýnir skýrt hvað fíkniefnavand- inn er skynjaður sem alvarlegt vandamál hjá almenningi að í barátt- unni gegn honum eigi lögreglunni að _________ vera heimilað að nýta sér luti vill ýmsar óhefðbundnar ipplýs- vinnuaðferðir sem geta kauD genf?ið gegn friðhelgi einkalífs,“ segir Helgi. Afgerandi stuðningur var við að lögreglu yrðu veittar heimildir til símahlerana í öllum löndunum eða frá 73-82%. A Islandi var einnig spurt um viðhorf til heim- ilda lögreglu til að kaupa upplýsing- ar og til húsleita. 53% töldu að upp- lýsingakaup ættu að vera heimil, 30% töldu að þau ættu að vera óheimil. 83% voru fylgjandi húsleit- um og aðeins 9% andvíg þeim. J... Sa-Ngam í Tælandi, Phnom Penh. Reuters. ÆLENZKIR hermálafúU- trúar greindu frá því seint á miðvikudagskvöld að Pol Pot, fyrrverandi leiðtogi Rauðu khmeranna í Kambódíu, hefði fundizt látinn í afskekktu fjallaþorpi í frumskóginum, um þrjá km frá tæ- lenzku landamærunum. Eiginkona Pots er sögð hafa komið að honum örendum, en svo virðist sem hann hafí fengið hjartaslag í svefni. Hann var 73 ára, að því er næst verður komizt. Pol Pot var útskúfað úr Rauðu khmerunum í fyn-a og dæmdur í lífs- tíðarfangelsi af dómstól sem þeir settu upp. Bandaríkjamenn höfðu í sam- vinnu við önnur ríki verið að vinna að því að handsama Pot og draga hann fyrir alþjóðlegan dómstól, þar sem hann fengi að svara fyrir glæpi gegn mannkyninu. Hin kommúníska byltingarhreyfíng Pol Pots, Rauðu khmeramir, var við völd í Kambódíu á árunum 1975 tO 1979. Hún drap hvem þann, sem álit- inn var standa í vegi fyrir því að kamb- ódísku þjóðfélagi yrði breytt í marxískt landbúnaðarsamfélag. A að gizka fimmti hver íbúi landsins lét lífíð úr hungri, sjúkdómum eða með aftöku. Norodom Sihanouk konungui-, sem khmeramir boluðu frá völdum á sínum tíma, lýsti Pol Pot nýlega sem „einu máttugasta skrímsli sem mannkynið hefur nokkru sinni alið“. Samheijum Pots ekki sorg í hug „Dauði hans er góður fyrir Rauðu khmerana. Eg vona að óorðið sem fylgdi honum muni hverfa með dauða hans,“ tjáði talsmaður skæraliðasam- takanna fréttamönnum á landamæram Kambódiu og Tælands. í útvarpi Rauðu khmeranna, sem sent er út með leynilegum sendi, var í gær gefin út stutt yfírlýsing um að Pol Pot hefði látizt úr sjúkdómi. Útvarps- stöðinni stýra menn hliðhollir Ta Mok, herstjóra Rauðu khmeranna, sem bol- aði Pot úr leiðtogasæti skæraliðasam- takanna í júní í fyrra. Stjómvöld í Phnom Penh kváðust vilja sjá líkið til staðfestingar andláts- fregninni. En talsmaður khmeranna, sem titlaði sig Noun No hershöfðingja, sagði að ekki hefði enn borist nein formleg beiðni frá Phnom Penh-stjóm- inni um að fá lík Pots afhent. No sagði að lík Pol Pots yrði látið standa uppi áður en jarðarfórin færi fram að hefðbundnum hætti Kambód- íumanna. Gremja yfír því að Pot skyldi komast undan réttvísinni Dauði Pol Pots hefur kallað fram sársaukafullar endurminningar hjá íbúum Kambódíu um hvarf ástvina á valdatíma einræðisherrans. Margir era gramir yfir því að mað- urinn sem breytti landi þeirra í risa- vaxnar vinnubúðir sem stýrt var af takmarkalausri grimmd, skyldi takast að komast undan réttvísinni. „Ég leið þjáningar. Faðir minn, bróðir og mágur vora drepnir á valda- Reuters POL POT, hinn alræmdi leiðtogi Rauðu khmeranna, gengur hér í broddi fylkingar fylgismanna sinna í kambódískri sveit árið sem hann hraktist frá völdum, 1979. FERILL POL POTS 1940-48: Námsár. Á þessu tímabili gerist hann mikill þjóðernissinni. Hlýtur styrk til námsdvalar í Frakklandi. 1954-63: Gengur í lið með neðanjarðar- hreyfingu andstæðinga nýlendustjómar Frakka. Kennir sögu og landafræði í Phnom Penh. Pol Pot, fyrrverandi leiðtogi Rauðu khmeranna í Kambódíu og einn grimmilegasti harðstjóri aldarinnar, dó á miðvikudag úr hjartaslagi. Hann var í felum á afskekktu þorpi til fjalla í norðurhluta landsins, milli borgarinnar Anlong Veng og landamæranna við Tæland. 1928: Fæddur undir nafninu Saloth Sar inn í velmegandi bændafjölskyldu í Kompong Thom-héraði. Á uppvaxtarárunum vann hann á ökrum heimahaganna en gekk ungur í Búddamunkaklaustur. 1963: Verður aðalritari kommúnistaflokksins. 1968: Skæruliðar hans, sem Norodom Sihanouk prins, þáverandi valdhafi, gaf nafnið „Rauðir khmerar", gera fyrstu árásir sínar á her og lögreglu. 1969: Kambódía blandast í Víetnam-stríðið. Útbreiddir bardagar kambódískra stjómar- hermanna, sem njóta stuðnings Bandaríkja- manna, og Rauðu khmeranna, sem njóta stuðnings Norður-Víetnama og Kínverja. 1975-79: Rauðu khmerarnir eru við völd í Kambódíu. Vel yfir ein milljón landsmanna lætur lífið er Pot reynir að útrýma öllum sem hann taldi ógna byltingarstjóm sinni. 1978: Her Víetnams gerir innrás í Kambódíu og hrekur stjórn Pots frá völdum ári síðar. 1985: Pol Pot lýsir formlega yfir valdaafsali. 1996: Fregnir af slæmu heilsufari Pol Pots og jafnvel andláti ganga í Phnom Penh. 1997: Innbyrðis átök Rauðu khmeranna og liðhlaup úr síðasta vígi þeirra við Anlong Veng. Pol Pot steypt sem leiðtoga en aldrei framseldur stjórnvöldum. Tælandsflói 100 km Pol Pot, leiðtogi Rauðu khmeranna. Vel yfir ein milljón Kambódíumanna dó í stjómartíð hans 1975-1979. VÍETNAM tíma Pol Pots. Ef Pol Pot er raunvera- lega dauður þá mun hann svara fyrir glæpi sína í helvíti," sagði Chey Sophe- ara, forstöðumaður Toul Sleng-safns- ins í Phnom Penh, sem helgað er minn- ingunni um þjóðarmorðið. Talsmenn alþjóðlegu mannréttinda- samtakanna Amnesty International í Lundúnum sögðu í gær að dauða Pol Pots beri ekki að skilja sem endalok „Rauðu khmera-kaflans í sögu Kam- bódíu“. Sárin eftir þjóðarmorðið myndu haldast ógróin þar til allir þeir sem bára ábyrgð á voðaverkunum hefðu verið látnir svara til saka fyrir þau. „Að það skyldi mistakast að færa Pol Pot og félaga hans í forystusveit Rauðu khmeranna fyrir rétt endurspeglast í áframhaldandi mannréttindabrotum í Kambódíu nútímans,“ segir í yfirlýs- ingu samtakanna. Enn séu pólitísk morð algeng í landinu og menn sem brjóti á mannréttindum annarra kom- ist upp með athæfi sitt og margt fólk lifi enn í ótta. „Unz sannleikurinn og réttvísin ná fótfestu og verða að vera- leika í Kambódíu er landið fast í órjúf- anlegum öi-væntingarhring,“ segir í yf- irlýsingunni. Loks minnir Amnesty á að Pol Pot var ekki eini upphafsmaður- inn að þjóðarmorðinu á sínum tíma. Þótt hann sé látinn þá séu enn margir aðrir forsprakkar Rauðu khmeranna frjálsir ferða sinna og utan seilingar réttvísinnar. Slíkt eigi þeir ekki að fá að komast upp með. Háttsettur herforingi í stjómarher Kambódíu hét því opinberlega í gær, að herinn myndi uppræta leifarnar af Rauðu khmerunum. Menntun hjá munkum og Frökkum Ýmislegt úr ævi Pots hefur ætíð ver- ið hulið þoku. I viðtali við blaðamann Far Eastern Economic Review í fyrra- haust sagðist hann hafa fæðzt 1925, en það er óstaðfest og fram að því hafði fæðingarár hans verið allnokkuð á reiki. Hann fæddist undir nafninu Sal- oth Sar - Pol Pot var dulnefni hans sem byltingarforingja - inn í allvel stæða bændafjölskyldu í Kompong Thong-héraði, kjarnalandi hinnar þá- verandi frönsku nýlendu. Einn bræðra hans, Saloth Neap, lýsti því eitt sinn að Pol Pot hefði verið blíðlyndur í æsku. Kvaðst þessi bróðir mannsins sem síðar varð harðstjóri ennfremur ekki hafa haft hugmynd um að Pol Pot væri bróðir sinn fyrr en hann sá veggmynd hengda upp af byltingarleiðtoganum í samyrkjubú- inu sem hann vann í. Pot hlaut grunnmenntun sína í Búddamunkaklaustri og í rómversk- kaþólskum skóla. 1949 hlaut hann styrk til háskólanáms í Frakklandi og lagði stund á rafmagnsverkfræði í París. Þar sökkti hann sér í róttæk stúdentastjómmál og marxisma. Að því kom að hann var sviptur náms- styrknum og hann sneri heim til Kam- bódíu 1953. Þar gekk hann í lið með neðanjarðarhreyfingu kommúnista- flokks landsins, sem var bannaður, og gerðist aðalritari hans 1962. Hann gat, að sögn, þakkað skjótan frama ein- stæðum persónutöfram, sem hann bjó yfir, og óseðjandi löngun til mann- drájia. Arið 1963 flúðu Pot og fylgismenn hans ofsóknir öryggissveita Sihanouks prins, þáverandi valdhafa, til fjalla. í fjallahéraðunum í NA-Kambódíu, þar sem hann kom upp bækistöðvum sín- um, heillaðist Pot af einfóldu lífi hinna innfæddu, sem notuðust ekki við pen- inga og vora „óflekkaðir“ af sambandi við búddisma. Frá þessum bækistöðv- um sínum háði hann stríð gegn stjóm- völdum í Phnom Penh, sem nutu stuðnings Bandaríkjanna. Borgirnar tæmdar Þegar hann komst til valda 1975 beið hann ekld boðanna með að hrinda í framkvæmd byltingaráformum sín- um. Hann tæmdi borgir landsins, lagði niður peninga, einkaeign og trúar- brögð, og lét stofna samyrkjubú sem öllum íbúum landsins var ætlað að búa í, hvort sem þeim líkaði betur eða verr. Allir sem settu sig upp á móti þessari umbyltingu þjóðfélagsskipan- innar greiddu fyrir með lífinu. Svipað og í menningarbyltingu Maós í Kína vora allir sem álitnir vora mennta- menn líflátnir. I mörgum tilvikum nægði að menn notuðu gleraugu eða kynnu eitthvað fyiir sér í erlendu tungumáli til að hljóta þessi örlög. Eftir fall stjómar Rauðu khmer- anna 1979 og fregnir af voðaverkum hennar bárast um heimsbyggðina flúði Pol Pot á ný með lið sitt tíl fjalla. En jafnvel þótt heimsbyggðin fylltist hryllingi og hneysklun á Pot eftir að Hollywood-myndin Vígvellir (The Kill- ing Fields) var sýnd nutu Rauðu khmerarnir stuðnings frá Bandaríkj- unum og nokkram Asíuríkjum vegna fjandskapar þeirra við kommúnista- stjómina í Víetnam, óvin Bandaríkj- anna. Engin iðrun Allt til síðasta dags sýndi Pot engin merki iðrunar né viðurkenningar á því hörmungarástandi sem hann skapaði. „Samvizka mín er hrein,“ tjáði hann Nate Thayer, blaðamanni Washington Post, fyrsta vestræna blaðamannin- um, sem gafst færi á að eiga viðtal við einræðisherrann fyrrverandi í 18 ár, í október i fyrra. Þá var leiðtoginn fyrrverandi sjálf- ur orðinn fórnarlamb eigin félaga, sem höfðu dæmt hann til að sæta stofu- fangelsi til æviloka. Svokallaður „þjóð- dómstóll“, sem skæraliðarnir • settu upp í búðum sínum í júlí í fyrra, dæmdi Pot fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal morð á „varnarmálaráðherra11 Rauðu khmeranna til margra ára, Son Sen, og fjölskyldu hans. Þau morð vora framin er samtökin vora sjálf komin í dauðateygjumar, er fjöldaliðhlaup var hafið úr þeim 1996. „Ég vil að þið vitið, að allt sem ég gerði gerði ég fyrir þjóð mína,“ var haft eftir Pot í hinzta viðtalinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.