Morgunblaðið - 17.04.1998, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 17.04.1998, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 31 LISTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg ATRIÐI úr Ieikritinu Uppstoppaður hundur sem Nemendaleikhúsið frumsýnir á morgun. „Uppstoppaður hundur“ í Lindarbæ NEMENDALEIKHÚSIÐ í Lind- arbæ frumsýnir á laugardag, 18. apríl, leikritið „Uppstoppaður hundur“ eftir Staffan Göthe. Leikstjóri er Hilmar Jónsson. Þetta er nýlegt sænskt gam- andrama sem sýnt hefur verið víða í Svíþjóð. „Leikritið gerist í smábæ í Norður-Svíþjóð og segir frá tveim fjölskylduin, leigjendum þeirra og nágrönnum. Leikurinn gerist á árunum 1955-1988. Ást- ir, afbrýðisemi, framhjáhald, kyn- líf, ofbeldi, dóp, fyriitækjasam- steypur, menn sem leika hunda og hundar sem tala eru einungis smásýnishorn af því sem gerist í verkinu," segir í kynningu. Leikhópnum og leikstjóranum til aðstoðar eru Finnur Árnar Arnarsson leikmyndahönnuður, Egill Ingibergsson ljósahönnuð- ur, Ásta Hafþórsdóttir gerva- hönnuður og Margrét Örnólfs- dóttir hljóðmyndahönnuður. I hópnum sem útskrifast nú eru þau Agnar Jón Egilsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Friðrik Friðriksson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Helga Vala Helga- dóttir, Linda Ásgeirsdóttir, Olaf- ur Darri Ólafsson og Sjöfn Evertsdóttir. Leikritið „Upp- stoppaður hundur“ er síðasta verkefni Nemendaleikhússins þennan veturinn. Einnig má minna á sjónvarps- myndina „Grenjandi baksviðs" sem bekkurinn vann í samvinnu við RUV í vetur. Leikstjóri henn- ar er Óskar Jónasson sem er og höfundur ásamt Einari Kárasyni og hópnum. Stefnt er að frum- sýningu hinn 26. apríl. Uppkast að bók BJORN Roth sýnir uppkast að bók á kaffi- og veitingahúsinu Álafoss- föt bezt í Mosfellsbæ. Á sýningunni eru 11 vatnslita- myndir og teikn- ingar og 23 prent- verk. Björn Roth hef- ur unnið mikið er- lendis við mynd- list og bókagerð sl. tvo áratugi. Kaffi- og veit- ingahúsið Álafoss- föt bezt er í hverfi hinna gömlu ullar- verksmiðja Ála- foss og hóf starf- semi í desember sl. BJÖRN Roth sýn- ir 11 vatnslita- myndir og teikn- ingar og 23 prentverk á kaffí- og veitingahúsinu Alafoss-föt bezt. Sýning Björns Roth er opin á af- greiðslutíma staðarins, sem er frá kl. 17 virka daga og 14 um helgar. Stálætingar í Galleríi Horninu SIGRÚN Ögmundsdóttir og Anna Snædís Sigmarsdóttir opna sýningu á eigin grafíkverkum í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15, laugar- daginn 18. apríl kl. 15-17. Öll verkin eru stálætingar. Anna Snædís útskrifaðist frá grafíkdeild MHÍ 1994 og var jafn- framt gestanemi við Akademíuna í Helsinki 1993. Hún starfar sem kennari við hönnunardeild Iðnskól- ans í Reykjavík. Anna Snædís hefur haldið nokkrar sýningar á verkum sínum. Sigrún Ögmundsdóttir stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykja- vík 1977-1979 og útskrifaðist úr grafíkdeild MHÍ 1985. Þá hélt hún til framhaldsnáms við Det Fjmske Kunstakademi og útskrifaðist það- an 1990. Sigrún hefur haldið nokki'- ar sýningar á verkum sínum. Sýningin stendur til 6. maí. Hár og hitt hættir HINN glæpsamlegi gamanleikur Hár og hitt, sem er búinn að ganga í Borgarleikhúsinu síðan í ágúst 1997, þarf nú að hætta sökum pláss- leysis á stóra sviðinu og verður síð- asta sýningin sunnudaginn 19. apríl kl. 20. Þetta er sýning þar sem áhorf- endur geta tekið þátt í að rannsaka morðmál og greiða síðan atkvæði um það hver sé líklegasti morðing- inn af þeim sem eru grunaðir. Tveir nýir leikarar epu komnir inn í sýninguna, þau Árni Pétur Guðjónsson og Inga María Valdi- ELLERT A. Ingimundarson og Kjartan Bjargmundsson í hlut- verkum sínum. marsdóttir en aðrir leikarar í sýn- ingunni eru sem áður; Edda Björg- vinsdóttir, Ellert A. Ingimundar- son, Kjartan Bjargmundsson og Þórhallur Gunnarsson. Smáratorgi i 200 Kópa\io9' 510 7000 Norðurtanga 3 600 Akureyri 462 6662 Skeifunni 13 108 Reykjavík 568 7499 Hafnaifjftrður I RUMFATALAGERNUM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.