Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Sjö helstu iðnríki heims þinga Japanskur efnahagur mikið áhyggjuefni Washingfton, Tokýó. Reuters. Stunginn á slæm- um stað Jóhannesarborg. The Daily Telegraph. SEIÐKARLAR hafa tjáð Nel- son Mandela, forseta Suður- Afrfku, að hann skuli búa sig undir það versta eftir að bý- flugnasveimur réðst á hann og stakk hann á leyndum stað. Býflugurnar komust inn um opinn glugga á húsi, sem Mandela á í átthögum sínum í Transkei. Var hann þá að koma úr baði og var að þurrka sér. „Ég gleymdi því, að það er best að standa graf- kyrr eins og myndastytta en greip þess í stað til eiturbrús- ans. Það kunnu þær ekki að meta og stungu mig allar nokkuð fyrir neðan nafla,“ sagði Mandela. Mandela varð raunar ekkert meint af þessu en suður- afrískir seiðkarlar segja, að málið sé grafalvarlegt. Býfl- ugurnar hafi verið fulltrúar forfeðranna og árásin sé ills viti. Því verði hann að grípa til alls konar varúðarráðstafana, slátra kú og geit og konurnar í fjölskyldu hans verði að laga sérstakan bjór. Að því búnu skuli hann hella í sig ýmsum lyfjum til að hreinsa líkama og sál. A FUNDI sjö helstu iðnríkja heims, sem haldinn er í Washington, voru í gær ræddar leiðir til að tryggja að efnahagsvandi Asíuríkja hefði tak- mörkuð áhrif á önnur ríki heimsins. Verð á hlutabréfum í Japan lækkaði nokkuð í gær í kjölfar þess að fund- armenn brugðust vonum japanskra stjórnvalda um að styðja við jap- anska jenið. Á fundi sínum í fyrradag höfðu fjármálaráðherrar Bandaríkjanna, Bretlands, Kanada, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Japans þau skilaboð til japanskra stjórnvalda að þau gætu ekki ætlast til of mikils af öðrum ríkjum heldur yrðu sjálf að grípa þegar í stað til nauðsyn- legra úrbóta til að blása lífí í efna- hag landsins. Ýmsir fjármálasér- fræðingar í Japan sögðu hins vegar í gær að fundarmenn hefðu sagt nægilega mikið til að koma í veg fyrir hrun jensins. „Yfírlýsingar iðnríkjanna varðandi Japan voru í samræmi við væntingar markaðar- ins. Ef ekkert hefði verið minnst á Japan þeim hefði jenið tekið algera dýfu niður á við.“ Japanskir stjórnarerindrekar með aðstoðarfjármálaráðherrans Eisuke Sakakibara í broddi fylking- ar sögðust þrátt fyrir allt ánægðir með yfirlýsingu iðnríkjanna, sem þeir töldu að útilokaði ekki sameig- inlegt átak iðnríkjanna til að að- stoða jenið. Þær yfirlýsingar virðast hins vegar stangast á við orð Rob- erts Rubins, ráðherra í bandaríska fjármálaráðuneytinu, sem sagði á blaðamannafundi að þessi möguleiki hefði ekki einu sinni komið til um- ræðu. I yfírlýsingu iðnríkjanna kom hins vegar fram að þau teldu efna- hagsvandamál Japans alvarleg og að þau hefðu aukist á undanförnum mánuðum. Bæði Rubin og Domin- ique Strauss-Kahn, fjármálaráð- herra Frakklands, lýstu hins vegar vonbrigðum sínum yfir því að hafa ekki séð tillögur Japana um úrbæt- ur. EMU rætt í fyrsta sinn Á fundi iðnríkjanna var drjúgum tíma eytt í að ræða efnahagsvanda- mál Japana. Önnur atriði sem voru á dagskrá mættu afgangi en fundar- menn lýstu þó stuðningi við áætlan- ir til úrbóta á efnahagsvanda Indónesíu og hvöttu indónesísk stjórnvöld til að standa við loforð sín um að hrinda þessum áætlunum í framkvæmd, en þær eru liður í samningi Indónesa við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn (IMF) um efna- hagsaðstoð. Michel Camdessus, framkvæmdastjóri IMF, sagðist á þriðjudag sannfærður um að þessar áætlanir myndu bera tilætlaðan árangur. Fjármálaráðherrarnir lögðu á fundinum sérstaka blessun sína yfir sameiginlegan gjaldmiðil Evrópu- ríkjanna, sem taka á í notkun, og sögðu að myntbandalag Evrópu- ríkja myndi aðstoða í viðleitni þeirra sem vilja ná stöðugleika á fjármálamarkaði. Franski fjármála- ráðherrann Strauss-Kahn sagði við blaðamenn að nú hefði í fyrsta skipti verið rætt að einhverju ráði um tilkomu evrópska gjaldmiðilsins á fundi iðnríkjanna. „Evrópubúar geta þess vegna vera afar ánægð- ir.“ Reuters Fyrrverandi sérsveitarmaður í her Norður-Kóreu Her og yfir- stétt fá matinn Nýtt ráð við bakteríum Washington. Reuters. NÝ AÐFERÐ í baráttunni við bakt- eríusýkingar kann að leiða til þess að hættan af svonefndum „ofurbakter- íum“, sem engin lyf vinna á, verði senn liðin hjá. Naomi Balaban, og samstarfsfólk hennar við Háskólann í Kalifomíu hafa uppgötvað prótein sem stjórnar framleiðslu allra eiturefna er gera klasahnettlubakteríuna hættulega og hafa fundið tvær aðferðir til að hindra starfsemi þessa próteins. Balaban og félagar vænta þess að þetta geti komið í stað sýklalyfja. Klasahnettlubakterían er algengasti sýkingavaldur í Bandaríkjunum og yfirleitt auðviðráðanleg með sýkla- lyfjum. En aíbrigði, er standa af sér lyfin, hafa orðið til og eitt þeirra reynst sterkara en lyfið vankómýsín, sem talið var síðasti möguleikinn á vöm gegn „ofurbakteríum". Balaban sagði unnt að koma í veg fyrir að bakteríumar framleiddu eit- urefnin er gerðu þær hættulegar, og komast þannig hjá því að drepa þær, svo sem gert væri með hefðbundnum sýklalyfjum. Þar af leiðandi myndi bakterían síður stökkbreytast og því ekki mynda ónæmi gegn lyfjunum. Seoul. The Daily Telegraph. FYRRVERÁNDI foringi í her Norður-Kóreu sagði í fyrradag, að herinn og háttsettir embættismenn í kommúnistaflokknum væru látnir sitja fyrir um matvæli, sem alþjóð- legar hjálparstofnanir og einstök ríki sendu til landsins. Fregnir af hungruðum er leggjast á lík Lee Kwang-soo er nú foringi í suður-kóreska sjóhemum en var áður í sérsveitum norður-kóreska heraflans. Segir hann, að þá hafi hann nærst á matvælum og gengið í fatnaði frá erlendum hjálpar- stofnunum. Hins vegar hafi sumir kunningja sinna, sem unnu í skot- færaverksmiðju, verið svo mátt- famir af hungri, að þeir hafi ekki komist til vinnu sinnar. Lee kveðst vera sammála þeim fréttum frá samtökunum Læknum án landamæra, að sums staðar hafi hungrið rekið fólk til að leggjast á lík. „Hjálpin berst ekki til almenn- ings, heldur til embættismanna flokksins og hersins. Stjórnin veit sem er, að fái hermennirnir ekki mat, er öllu lokið fyrir henni.“ Fyrstu eiginlegu viðræður Kóreurikjanna fóm út um þúfur í Peking fyrr í vikunni og strönduðu á þeirri kröfu S-Kóreumanna, að sundmðum fjölskyldum yrði leyft að sameinast. Tilgangur N-Kóreu- manna með viðræðunum var að biðja um meira en 500.000 tonn af áburði frá suðurhlutanum. Hungurs- neyð í Súdan HUNGURSNEYÐ er nú í Afr- íkuríkinu Súdan og beið þetta vannærða barn eftir matarbita í hjálparskýli í fyrradag. Hjálp- arstofnanir segja þúsundir manna í bráðri lífshættu ef ekki komi til aukin aðstoð erlendra ríkja. -----*-*-•--- Fresta rétt- arhöldum yfír Botha George í S-Afríku. Reuters. RÉTTARHÖLDUM yfir P.W. Botha, fyrmm forseta S-Afríku, var frestað í gær til 1. júní næst- komandi en Botha er nú fyrir dómi fyrir að hafa hunsað skipanir um að mæta fyrir Sannleiks- og sátta- nefndinni svokölluðu. Fresturinn kemur í kjölfar vitn- isburðar Paul van Zyls, aðalritara Sannleiks- og sáttanefndarinnar, þar sem hann sagði nefndina vilja láta Botha svara ásökunum þess efnis að ríkisstjórn hans hefði á sínum tíma af ásetningi framið mannréttindabrot til að viðhalda aðskilnaðarstefnunni milli hvítra manna og svartra. „Höldum áfram“ Lögfræðingur Bothas sagði frestinn „algerlega óviðunandi" því yrði til þess að ósannaðar ásakanir á hendur Botha yrðu á allra vömm. Vitni heyrðu Botha segja við Lappe Laubscher, lögfræðing sinn, að réttarhöldin yrðu að halda áfram. „Þetta mál átti aðeins að vera fjóra daga fyrir rétti. Svona nú, höldum áfram.“ Áætlað var að ljúka réttarhöld- unum á fóstudag en þau hafa dreg- ist á langinn og sagði dómarinn, Victor Lugaju, frestun óumflýjan- lega, þrátt fyrir að hún væri afar bagaleg, þar sem fulltrúar réttar- ins og lögaðilar gætu ekki sinnt málinu að fullum krafti fyrr en í júní. Karadzic ekki ábyrgur? FRANSKA dagblaðið Le Monde sagði frá því í gær að lögfræðingar Radovans Karadzic, fyrmm leiðtoga Bosníu-Serba í átökunum á Balkanskaga, væm að íhuga að veija Karadzic fyrir Mann- réttindadómstólnum í Haag með því að halda því fram að hershöfðinginn Ratko Mladic og Slobodan Milosevic, forseti Bosníu, bæm í raun meiri ábyrgð á meintum fjöldamorð- um í Bosníustríðinu. Því er spáð að Karadzic gefi sig brátt fram. Morðvopns leitað í Stokkhólmi KAFARAR munu á mánudag hefja leit í vötnum í miðborg Stokkhólms að byssunni sem sænski forsætisráðherrann Olaf Palme var myrtur með árið 1986. Forsvarsmenn þessa einkaframtaks telja lík- legt að morðingi Palmes hafi fleygt morðvopninu í einhver vatnanna á leið frá morð- staðnum en lögreglan í Stokk- hólmi hefur hingað talið að slík leit væri ólíkleg til að skila árangri. Líkklæðin til sýnis KUFLINN sem lengi hefur verið talinn vera líkklæði Jesú Krists verð- ur til sýnis í dómkirkju Tórínó- borgar á Italíu frá og með 19. apríl næst- komandi. Líkklæðin hafa verið geymd í silfurkistli í kirkjunni síðan 1694 og var naumlega bjargað úr eldsvoða í fyrra. Fyrirsát í Rússlandi FJÓRIR háttsettir foringjar í rússneska hemum, þar af einn hershöfðingi, voru myrtir í fyrirsát skammt frá Mozdok á Kákasussvæðinu í gær en þar ráku Rússar stærstu herbæki- stöðvar sínar í stríðinu við Tsjetsjeníu. Sergej Stepashín, innanrík- isráðherra Rússlands, kvaðst telja að hér væri á ferðinni til- raun róttæks foringja í upp- reisnarher Tsjetsjeníu til að skemma fyrir viðkvæmum friðarviðræðum í Moskvu um framtíð Tsjetjseníu. Sprengja í Svíþjóð SPRENGJA sprakk fyrir ut- an veitingastað í suðurhluta Helsingborgar í Svíþjóð snemma í gærdag og taldi lög- reglan á staðnum að atburður- inn væri þáttur í deilum mót- orhjólagengja sem staðið hafa um nokkurt skeið. Engin meiðsl urðu á mönnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.