Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 25 ERLENT Vopnaeftirlitsnefnd SÞ Segja Saddam munu brjóta sammngmn Washington. The Daily Telegraph. HATTSETTUR starfsmaður vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna hefur varað við því, að Saddam Hussein, forseti Iraks, hyggist brjóta tæplega tveggja mánaða gamalt samkomulag við samtökin og koma aftur í veg fyrir leit að efna- og lífefnavopnum Irakshers. Charles Duelfer, aðstoðaryfir- maður Unscom, vopnaeftirlits- nefndar SÞ, sagði í Washington í fyrradag, að íraskir embættismenn ætluðu aftur að banna aðgang að forsetahöllunum. Komi til þess munu deilur rísa með SÞ og Iraks- stjóm í þriðja sinn og Saddam mun þá fá enn eitt tækifærið til að fela vopnabirgðirnar. Trent Lott, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, gagnrýndi samninga Kofis Annans, framkvæmdastjóra SÞ, við Saddam sem „eftirgjöf ‘ og Bill Richardson, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, var andvígur Bagdadför Annans. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, var hins veg- ar á öðru máli en reynist Duelfer hafa rétt fyrir sér, þá mun koma á daginn, að gagnrýnin var réttmæt. I skýrslu til öryggisráðsins segir Duelfer og hefur eftir Amir Mo- hammed Rashid hershöfðingja, fulltrúa Iraksstjórnar gagnvart vopnaeftirlitsnefndinni, að leit í forsetahöllunum sé takmörkuð við eina skoðun og hugsanlega eina stutta eftirskoðun. Að því búnu verði bannað að leita í þeim. Miða við tímamörk sem Annan hafnaði Rashid lýsti þessu yfír þegar Duelfer vildi fá það skriflegt, að engu yrði raskað á leitarstöðum nema með sólarhringsfyrirvara. Sagði Rashid þá, að það væri ekki í samræmi við þá skoðun Iraks- stjórnar, að þegar fulltrúar SÞ hefðu skoðað svæðin ættu þeir ekkert erindi þangað framar. I viðræðum Annans við Iraks- stjórn hafnaði hann þeirri tillögu hennar, að leit í öllum höllunum yrði lokið innan 60 daga en nú virð- ist sem Rashid miði við þau tíma- mörk. Iraksstjórn krafðist þess í gær, að SÞ aflétti strax refsiaðgerðum gegn landinu. Sagði í yfirlýsingu frá henni, að það væru aðeins ,411- menni“, sem héldu því fram, að Irakar geymdu vopn í forsetahöll- unum og varaði við nýjum deilum síðar. SPD óskiptur að baki Schröder GERHARD Schröder, kanzl- araefni þýzka Jafnaðarmanna- flokksins í komandi þingkosn- ingum, sat aukaflokksþing SPD í Leipzig í gær. Þingið staðfesti formlega útnefningu Schröders sem kanzlaraefni flokksins. Schröder lýsti því yfir að hann og fulltrúar vinstrivængs- ins í flokknum hefðu náð sam- komulagi um að leggja niður allan ágreining sín í milli. Per- sónutöfrar og miðjustefnuleg sjónarmið hans hafa hjálpað SPD til að ná vænu forskoti á Helmut Kohl kanzlara og flokk hans, CDU, í skoðanakönnun- um fyrir Sambandsþingkosn- ingarnar í september. En margir áhangendur hefðbundn- ari stefnumiða flokksins hafa álitið Schröder nokkurs konar tækifærissinna. Sagði Schröder vinstrivængsmenn hafa komið til móts við hann og hann til móts við þá, og nú stæði flokk- urinn óskiptur að baki sér. Yilmaz kennir Kohl um útilokun Tyrkja Bonn. Reuters. MESUT Yilmaz, forsætisráðherra Tyrklands, lýsir því yfir í nýju blaðaviðtali að Helmut Kohl Þýzkalandskanzl- ara sé fyrst og fremst um að kenna, að Tyrkjum skyldi ekki hafa verið boðið til við- ræðna um aðild að Evrópusam- bandinu (ESB), er ákvörðun um stækkun ESB var tekin á leiðtoga- fundi í Lúxemborg í desember sl. Yilmaz segir í viðtali við þýzka vikublaðið Die Zeit að hann sé ekki í nokkrum vafa um að Tyrkland væri meðal tilvonandi ESB-aðild- arríkja ef Kohl hefði tekið aðra af- stöðu. „Eftir því sem við vitum bezt, þá framkvæmdi þáverandi forseti [ráðherraráðs] ESB, [Jean- Claude] Juncker [forsætisráð- herra Lúxemborgar] aðeins skip- anir þýzka kanzlarans," er haft eftir Yilmaz. Þær ástæður sem tilgreindar voru þegar ákvörðun var tekin í Lúxem- borg um að Tyrklandi yrði ekki boðið í hóp tilvonandi aðildarríkja að sinni, voru mannréttindamál, átökin við Kúrda og milliríkjadeilur Tyrkja og Grikkja, sem eru í ESB. Yilmaz sakaði Kohl ennfremur um að svíkja loforð sem hann hefði gefið sér fyrir Lúxemborgarfund- inn, um stuðning við ESB-aðildar- umsókn Tyrklands. „í Lúxemborg gerði ég mér grein fyrir að hann vildi slá aðild okkar á varanlegan frest,“ sagði Yilmaz. Tyrkneskir ráðamenn hafa oftsinnis gagnrýnt þýzku stjórnina eftir Lúxemborgarfund- inn, en þetta er í fyrsta sinn sem forsætisráðherrann kenndi Kohl persónulega um hver niðurstöðan varð. EVROPA^ ^rsla BYKO O' & ! BOSCH PSB 570 RE - Höggborvél BYGGINGAVÖRUTILBOÐ MÁNAÐARINS Apríl Ariston eme 145 Kæliskápur RB Metabo - Slípirokkur 25.650,- 13.799,- sN, ABur: 17.300,- Aöur: 34.200,- BYKO - Grunnviöarvörn (5 Itr.) 1.820,- Aður: 2.275,- Huffy Storm - 26“ fjallahjól 15.900,- Wolf 22 - Greinaklippur ’stk. 1.995,-s Ariston - Baökar (170 cm) 11.189,- Aður: 13.987,- %590,- Bjálkaklæöning - Greni (10,5x300) 154.- pr. nieter Áöur: 192,- EITT MESTA ÚRVAL R AFM AGNSH AN DVERKFÆR A Á ÍSLANDI BOSCH (jjj) Meiabo UiakitcL AFGREIÐSLUTIMI I BYKO AEG EinKelf Komdu og skoöaðu nýjar og glæsilegar deildir meö rafmagnshandverkfæri í öllum verslunum BYKO. Vönduö verkfæri frá þekktum framleiöendum. Virkir dagar Laugard. Sunnud. Breiddin 8-18 Sími: 515 4001 10-16 Hólf&Gólf 8-18 Slmi: 515 4001 10-16 13-17 Hringbraut 8-18 Sími: 562 9400 10-16 11-15 Hafnarf]. 8-18 Slmi: 555 4411 9-13 Suðurnes 8-18 Sími: 421 7000 9-13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.