Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 86. TBL. 86. ÁRG. FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kosningaherferð hafín fyrir samþykkt friðarsamkomulags á N-Irlandi Kosningabar- áttan haíln Belfast. Reuters. FYLGJENDUR friðarsamkoniu- lagsins á N-írlandi hófu kosninga- herferð í gær fyrir saniþykkt þess í þjóðaratkvæðagreiðslunni 22. maí, degi eftir að Ian Paisley hóf herferð gegn samþykkt þess. John Ald- erdice, leiðtogi samstöðuflokks kaþ- ólikka og mótmælenda (Alliance), sem fer fyrir herferðinni, skoraði á Paisley að mæta sér í opinberum umræðum um samninginn. Mo Mowlam, N-írlandsmálaráð- herra bresku ríkisstjórnarinnar, hvatti almenning í gær til að sam- þykkja samkomulagið og sagði val- kostinn vera áframhaldandi ódæðis- verk og morð sem varla nokkur mað- ur gæti óskað sér. „Neikvæðni til- heyrir fortíðinni. Við þurfum ekki að gleyma fortíðinni en við þurfum ekki heldur að lifa i henni.“ í ummælum sínum, sem höfð voru eftir honum í The Irísh Times, sagði Alderdice lávarður tíma manna eins og Paisleys vera liðinn. „Dr. Paisley segir þennan samning það versta sem fyrir N-írland hefur komið. Hann hefur rangt fyi'ir sér og hann er að reyna að afvegaleiða almenn- ing með málflutningi sínum. Sann- leikurinn er sá að þessi samningur er eitt það besta sem fyrir N-Irland hefur komið lengi.“ Skoðanakönnun, sem birtist sam- tímis í írska dagblaðinu The Irísh Times og breska dagblaðinu The Guardian í gær og sýndi að 73% íbúa N-írlands og 61% íbúa írlands styðja samkomulagið, hefur aukið mjög trú manna á að almenningur samþykki samkomulagið og David Trimble, leiðtogi Sambandsflokks Ulster (UUP), fagnaði niðurstöðun- um mjög í gær. Hann kvaðst sann- færður um að flokkur sinn myndi mæla með samþykkt þess á mikil- vægum fundi um helgina. Trimble kvaðst að vísu sammála þeim sambandssinnum sem vilja að breska ríkisstjórnin útskýri betur hvað gert er ráð fyrir að verði um lögreglulið N-írlands (RUC), en samkvæmt samningnum á að endur- skipuleggja starf þess, og hvernig staðið verði að afvopnun öfgasinna og lausn þeirra úr fangelsum. „En þrátt fyrir annmarka er samkomu- lagið eins gott og það getur orðið.“ Reuters POL Pot á likbörunum. Andlát Pol Pots staðfest Sa-Ngani í Tælandi. Reuters. POL POT, fyrrverandi leiðtogi Rauðu khmeranna í Kambódíu og einn alræmdasti harðstjórí aldar- innar, lést seint í fyrrakvöld í stofufangelsi eigin samherja í fjallaþorpi í norðurhluta landsins, skammt frá landamærunum við Tæland. Banamein hans var hjartaslag. Eftir því sem næst verður komizt var hann 73 ára. Fréttamenn sem höfðu fengið að mynda lík Pots sneru til baka úr frumskóginum í gær og er með- fylgjandi inynd tekin úr sjónvarps- upptöku þeirra af vettvangi. „Það er enginn vafí að þetta er Pol Pot og að hann er látinn,“ sagði Nate Thayer, annar tveggja frétta- manna sem sáu líkið. Thayer, blaðamaður Far Eastern Economic Review, tók viðtal við Pot í fyrrahaust, sem var það fyi'sta sem hann veitti í 18 ár og jafnframt það síðasta á ævinni. í viðtali þessu sagðist Pot hafa hreina samvizku en hann er talinn bera ábyrgð á dauða allt að 1,7 milljóna landsmanna sinna á valda- tíma Rauðu khmeranna í Kambód- íu 1975-1979. ■ Einn mesti/39 Reuters DAVID Trimble, leiðtogi UUP, útskýrir afstöðu flokks síns til friðar- samkomulagsins á N-írlandi á blaðamannafundi í gær. Rannsókn Starrs hvergi nærri lokið Washington. Reuters. KENNETH Starr, sérlegur sak- sóknari í Bandaríkjunum, sagði í gær að umfang rannsóknar sinnar á meintu misferli Bills Clintons, forseta, hefði víkkað mikið og „ekki sæi fyrir endann" á henni. Starr tjáði fréttamönnum að hann hefði afþakkað boð um rekt- orsstöðu við Pepperdine-háskól- ann í Kaliforníu. I fyrra var Starr gagnrýndur harðlega fyrir að taka boðinu, en Pepperdine var stofn- aður með fjárframlögum frá Rich- ai'd Mellon Scaife, einum svarn- asta andstæðingi Clintons forseta. Þess hefur verið vænst að Starr tilkynni þinginu í lok maí um stöðu rannsóknar sinnar á meintu mein- særi og framhjáhaldi forsetans og meintum fjársvikum hans í Arkansas er hann var ríkisstjóri þar. I gær sagði Starr ekkert um það hvenær rannsókn sinni myndi væntanlega verða lokið. Eidesgaard reiðubúinn að styðja dönsku sljórnina FÆREYSKI þingmaðurinn Joannes Eidesgaard segist nú vera reiðubúinn að tryggja meirihluta dönsku stjómarinnar á þingi, telji Færeyingar sig fá viðunandi bætur í Færeyjabankamálinu svokallaða. Þetta kemur fram í viðtali danska blaðsins Aktuelt við Eidesgaard. Hann hefur hingað til sagst munu sitja hjá í atkvæðagreiðslum á danska þinginu er varði ekki Fær- eyjar með beinum hætti. Talsmað- ur jafnaðarmanna, Jacob Buksti, segir yfírlýsingu Eidesgaard „at- hyglisverða". Nú segist Eidesgaard hins vegar reiðubúinn að tryggja að danska stjómin „lendi ekki í vandræðum vegna færeysku fulltrúanna tveggja". Segir Eidesgaard að er kosningar til færeyska lögþingsins verði yfírstaðnar og náðst hafi samkomulag um bætur til Færey- inga, sé staðan breytt. Mun áfram standa utan fylkinga „Náist sanngjöm niðurstaða bankamálsins getum við líklega einnig náð samkomulagi um að at- kvæði Óla Breckmann [hins fær- eyska þingmannsins], sem styður borgaraflokkana, muni ekki ráða úrslitum í fleiri málum.“ Sjálfur segist Eidesgaard eftir sem áður munu standa utan stjórnmálafylk- inga en greiða ekki atkvæði á þann hátt að það ráði úrslitum í tvísýn- um málum. Afstaða Eidesgaards hefur nú þegar valdið stjórninni erfiðleikum með að ná málum sínum fram og vegna þess hafa nokkrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar lagt til að gengið verði að nýju til kosninga á næsta ári, í von um að staðan á þinginu skýrist. Dúman greiðir atkvæði öðru sinni um skipan Kíríjenkos Þingið að einangrast í andstöðu sinni Moskvu. Reuters. Æ FLEIRA bendir til þess að dúm- an, neðri deild rússneska þingsins, sé að einangrast í andstöðu sinni við Sergej Kíríjenko sem Borís Jeltsín Rússlandsforseti hefur tilnefnt for- sætisráðherra landsins. I dag, fóstu- dag, gengur dúman öðru sinni til at> kvæðagi-eiðslu um skipan Kíríjenkos en þingið hafnaði honum í fyrstu um- ferð. Tæpur mánuður er nú liðinn frá því að Jeltsín vék rikisstjórninni frá og skipaði Kíríjenko. Kíríjenko hefur átt fjölda funda með leiðtogum stjórnarandstöðu- flokkanna í dúmunni undanfarna daga til að reyna að telja þá á að greiða atkvæði með skipan sinni. Sagði Oleg Morozov, leiðtogi rúss- neska svæðahópsins í dúmunni, að fleiri þingmenn myndu gi'eiða at- kvæði með Kíríjenko, en í fyi'stu um- ferðinni. Hann kvaðst ekki telja að málinu lyki með atkvæðagreiðslunni í dag en Jeltsín getur borið skipan Kíríjenkos undh- þingið í þrígang. Kommúnistar ítrekuðu í gær andstöðu sína við Kíríjenko. Sagði Gennadí Zjúganov, leiðtogi þeÚTa, að fulltrúi flokksins hefði hringt í Jeltsín og tilkynnt hon- um að þeir myndu hafna Kíríjenko í atkvæðagreiðslunni í dag. Strojev í stað Kíríjenkos? Embættismenn hafa reynt að kveða niður sögusagnh' þess efnis að Jeltsín muni tilnefna nýjan mann, hafni þingið Kíríjenko. Hefur nafn Jegors Sti-ojevs, forseta Sambands- ráðsins, efri deildai' þingsins, verið nefnt í því sambandi. I gær lýsti stjómlagadómstóll landsins því enn- fremur yfir að hann myndi taka sér nokkra mánuði til að leggja mat á kvörtun dúmunnar vegna fyrirkomu- lags atkvæðagreiðslunnar og efri deild þingsins hefur ítrekað að hún muni ekki taka afstöðu, með eða á móti skipan Kíríjenkos. „Þetta lítur ekki svo illa út sem stendur,“ sagði ónefndur embættis- maður í gær. En þó svo virðist sem líkur hafi aukist á því að dúman sam- þykki skipan Kh'íjenkos, fer því fjarri að það sé tryggt og virðast flestir búast við því að gengið verði til atkvæðagreiðslu þriðja sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.