Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Helgi S. Guðmundsson segir reglur spurningu um traust Telur að Björgvin og Sverrir geti skýrt útgjöld # Morgunblaðið/Kristinn BANKARAÐ Landsbankans, frá vinstri: Jdhann Ágústsson aðstoðarbankastjóri, ritari ráðsins, Kjartan Gunn- arsson, Anna Margrét Guðmundsdóttir, Helgi S. Guðmundsson, Jóhann Ársælsson og Birgir Þór Runólfsson. HELGI S. Guðmundsson, formað- ur bankaráðs Landsbanka ís- lands, sagði í gær að hann hefði trú á að Björgvin Vilmundarson og Sverrir Hermannsson, fyrrver- andi bankastjórar Landsbankans, gætu skýrt þau útgjöld, sem fram komi í greinargerð ríkisendur- skoðunar um kostnað bankans vegna veiðiferða og risnu og ekki hafi verið gerð fullnægjandi grein fyrir. Bankaráð Landsbankans átti í gær fund þar sem Halldór J. Krist- jánsson, nýráðinn bankastjóri bankans, greindi frá framtíðar- áformum sínum. Helgi sagði að til- efni fundarins hefði verið gleðilegt. Hann sagði að þar hefði ekki verið rætt um það, sem kom fram í bréfi ráðsins til Finns Ingólfssonar, ið- anaðar- og viðskiptaráðherra, á miðvikudag þar sem sagt er að Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni hafi verið falið að kanna réttarstöðu banka- stjóranna þriggja, sem sögðu af sér á mánudag. Eðlilegur þáttur að kanna réttarstöðu „Það var ekki rætt og er í sjálfu sér útrætt mál,“ sagði hann. „Bankaráðið sem slíkt verður nátt- úrulega að afgreiða málið með ein- hverjum hætti. Þetta er mjög eðli- legur þáttur, að við biðjum Jón Steinar Gunnlaugsson að kanna réttarstöðu þessara manna, og ég hef lýst því yfir að ég hafi trú á því að þeim tveimur mönnum, sem eiga eftir að útskýra ákveðna hluti þama, Sverri Hermannssyni og Björgvini Vilmundarsyni, muni takast það. Ég hef einfaldlega trú á því.“ Helgi sagði að ekki mætti gleyma því að Björgvin væri veikur og hefði ekki fengið tækifæri til að veita skýringar. I bréfi bankaráðsins til við- skiptaráðherra segir að Jóni Stein- ari hafi verið falið að kanna réttar- stöðu bankastjóranna þriggja, Björgvins, Sverris og Halldórs Guðbjamasonar, gagnvart bankan- um að því er varði „hugsanlegar endurkröfur bankans á þeirra hendur og starfslokakjör þeirra að öðra leyti“. Bankaráð gagnrýnt Sverrir Hermannsson sagði í viðtali í Morgunblaðinu í gær að hann væri þramu lostinn yfir þess- um málatilbúnaði bankaráðsins: „Ég hef ekkert brotið af mér og þess vegna geta þeir reynt að fara þessa lögsóknarleið ef þeim sýnist. Ætla þeir í bankaráðinu að fara að lögsækja okkur fyrir framkvæmd á reglum, sem þeir þykjast nú ekki kannast við og vita ekki hverjar eru.“ Sverrir sagði einnig að bankaráðið væri að reyna að bjarga sínu pólitíska skinni. „Eg held að Sverrir hafi á sinn hátt misst þetta út úr sér,“ sagði Helgi. „Ég hef góðan hug til hans og held hann hafi sett þetta fram með þessum hætti í hita leiksins. Ég er ekki að gera lítið úr þessu, en ég tek þetta ekki alvarlega. Ég hef trú á því að honum takist að finna skýringar á þessu.“ Sverrir gagnrýndi einnig Sigurð Þórðarson ríkisendurskoðanda í viðtahnu og sagði að nú byggi hann allt í einu til nýjar reglur, sem skyndilega ætti að fara eftir. Sveirir hefði hins vegar alla tíð fylgt þeim risnureglum, sem gilt hefðu í Landsbankanum frá því hann hefði komið þangað til starfa. Helgi sagði að þegar hann hefði komið inn í bankann árið 1995 hefðu verið þrír bankastjórar í vinnu, aðstoðarbankastjórar og framkvæmdastjórar. Akveðnar hefðir hefðu verið við lýði og ákveðin risna. Kem ekki þarna inn og læt þá liafa borðorðin tíu „Ég hafði allan tímann þann skilning að risnukostnaður og með- ferð þeirrar risnu byggðist upp á trausti,“ sagði hann. „Ég kem ekki þarna inn og læt þá hafa boðorðin tíu. Þetta era fullorðnir menn og þeim er treyst fyrir milljörðum króna. Ég fer ekki að segja við þessa menn: „Þið megið ekki nota þetta í eigin þágu!“ Umræðan má ekki vera á þessu stigi. Þetta bygg- ist á trausti milli aðila. Þegar við eram að tala um risnu Landsbanka Islands í heild sinni í fjögur eða fimm ár er þetta auðvitað há tala. En risna á vegum Landsbankans er eitt prósent af rekstrarkostnaði bankans á ársgrandvelli og það era smámunir, sem gefa bankaráði ekkert tilefni til að kafa ofan í þá. En það sem okkur bregður hins vegar við er hvernig hún var notuð. Það er málið.“ Helgi kvaðst ekki vilja tjá sig um þau ummæli Sverris að ríkisendur- skoðandi gæti ekki komið „eftir dúk og disk, eftir að hafa verið ábyrgð- armaður að reikningum Lands- bankans í öll þessi ár og sagt, svona áttu reglumar að vera“. Gott samstarf við ríkisendur- skoðanda Helgi kvaðst aðeins vilja segja, þar sem verið væri að persónugera Sigurð Þórðarson ríkisendurskoð- anda, að hann hefði átt við hann gott samstarf. Sigurður hefði hjálpað sér að undirbúa reglur vegna risnu og ferðalaga á fundum haustið 1997 þegar Helgi hefði tek- ið við sem formaður stjómar Landsbanka íslands hf. „Bankaráðið fól mér að ganga frá þessu og við gengum frá risnu, samningum, erindisbréfi fyrir bankastjóra og innri endurskoðun og svo framvegis," sagði hann. „Hann hjálpaði mér mikið og ég blanda mér ekki í þessa umræðu.“ Formaður bankaráðs sagði að reglur væra að sínu viti aðeins spurning um traust og að farið væri vel með fjármuni. „Þessum mönnum er treyst fyrir miklu og það er það, sem skiptir máli,“ sagði hann. „Ef það er ekki traust og ef það er ekki trúnaður duga engar reglur. Ég er ekki með þessu að fella neinn dóm. Síðan verður að vera inni í umræðunni að ekki hefur verið gerð nein athuga- semd við meðferð eins bankastjór- ans, Halldórs Guðbjarnasonar, á risnu.“ Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi Ekki nornaveiðar gagn- vart Sverri Hermannssyni SIGURÐUR Þórðarson ríkisend- urskoðandi sagði í gær að það væri ósanngjamt af Sverri Hermanns- syni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, að gefa í skyn að við yfirferð stofnunarinnar á risnu- reikningum hefði verið um að ræða nomaveiðar gagnvart sér. Óskað hefði verið eftir að Sverrir sýndi fram á að ákveðin útgjöld tengdust starfsemi bankans og Ríkisendur- skoðun hefði ekki talið svör hans sannfærandi. Sverrir bar ríkisendurskoðanda þungum sökum í Morgunblaðinu í gær og sagði að maðurinn, sem undirritað hefði alla reikninga Landsbankans, hefði skyndilega búið til nýjar reglur um risnu- kostnað. Sigurður vísaði ásökunum Sverris á bug í gær og sagði að við yfirferð risnureikninga hefði ein- faldlega verið horft til þess hvort viðkomandi reikningar væru á veg- um bankans eða ekki. Þegar ekki hefði verið ljóst að svo væri hefði verið farið fram á skýringar. Ekki samband milli áritunar reikninga og Landsbankamálsins Sigurður sagði að ekki væri rétt að blanda saman þessu máli og áritun reiknings. „Það er ekkert samband á milli þess,“ sagði Sigurður. „Reikning- urinn er vottaður og hefði ekki fengið aðra meðferð hjá mér eða okkur, löggiltum endurskoðendum, hvort sem þessi útgjöld vora inni eða ekki. Það byggist fyrst og fremst á því að þarna er um að ræða fjárhæðir, sem ekki valda breytingum í heildarmynd og efna- hag bankans.“ Hann sagði að athuga yrði að ekki væri verið að fara út í ein- staka kostnaðarliði og réttlætingu þeirra, en vildu menn horfa til þess hvort kostnaður, sem birtist í árs- reikningum, tilheyrði bankanum og hefði fengið rétta meðhöndlum í því verklagi, sem þar væri, mætti segja að eftirlitsaðilar í bankanum ættu að gæta þess að form reikn- inga væri í lagi og sá kostnaður, sem bókfærður væri sem gjöld bankans, tilheyrði honum og þar væri fyrst og fremst innra eftirlit bankans. Hann sagði að tveir aðilar sæju um ytri endurskoðun, ríkisendur- skoðun og löggiltur endurskoðandi skipaður af ráðherra. „Það sem raunverulega hefur gerst í þeirri sameiginlegu ábyrgð, sem þarna er, er að lög- gilti endurskoðandinn, sem við- skiptaráðherra skipar, hefur nán- ast unnið verkið,“ sagði Sigurður. „Ég hef treyst á þá vinnu. Hann á meðal annars að kanna bókhalds- kerfi, innra eftirlitskerfið, þó að hann athugi ekki öll fylgiskjölin heldur geri stikkprufur. Hins veg- ar breytir það ekki því að ég hef auðvitað átt þess kost að kanna hlutina, en gerði það ekki fyrr en Sveri-ir Hermannsson fór fram á það. Þá fórum við starfsmenn rík- isendurskoðunar og skoðuðum þetta miðað við það verklag, sem við vinnum eftir.“ Afrakstur þeirrar skoðunar var greinargerð til bankaráðs Lands- banka Islands hf. um kostnað bankans vegna veiðiferða, risnu og fleira, sem kynnt var á Alþingi á miðvikudag. I greinargerðinni seg- ir að Ríkisendurskoðun telji, eftir að hafa yfirfarið skýringar Sverris, að ekki hafi verið gerð fullnægj- andi grein fyrir útgjöldum að fjár- hæð 2.813.012 kr. Þar af hafi Sverrir endurgreitt bankanum 853.950 kr., en eftir standi þá 1.959.062 kr. Sverrir sagði í viðtalinu við Morgunblaðið að bankaráðið hefði tekið hráar allar meiningar ríkis- endurskoðanda, sem athuga- semdalaust hefði skrifað upp á alla reikninga Landsbankans og þar hefðu umræddar tölur komið fram: „Nú býr ríkisendurskoðandi allt í einu til nýjar reglur, að sín- um smekk og segir: Eftir þessum reglum dæmum við nú. Lands- bankinn og stjórnendur hans hafa í áratugi farið eftir allt öðram reglum ... [Ríkisendurskoðandi] hrúgar allri risnu bankaráðsins, hátíðahöldum þeirra og dansiböll- um inn á minn einkarisnureikning og fer þannig upp í einhverjar sex milljónir króna. Hann neitar að taka mínar skýringar góðar og gildar nema að hluta. Mig varðar ekkert um það, vegna þess að ég hef alla tíð fylgt þeim risnureglum sem gilt hafa í Landsbankanum frá því að ég kom þangað til starfa. Hann getur ekki komið hér eftir dúk og disk, eftir að hafa ver- ið ábyrgðarmaður að reikningum Landsbankans í öll þessi ár og sagt, svona áttu reglurnar að vera. Af hverju sagði hann það ekki fyrr?“ Sigurður sagði að Svemr hefði ekki verið krafinn skýringa á nein- um reikningum, sem gerð hefði verið fullnægjandi grein fyrir. Rangt að krafist hafi verið skýringa á reikningum vegna stúdenta „Það er rangt hjá Sverri Her- mannssyni að segja að reikningar vegna háskólastúdenta og veislna, sem hann stóð fyrir, hafi verið hluti af því, sem ég óskaði eftir að hann gæfi á skýringar," sagði Sig- urður. „Þetta var aldrei rekið und- ir nefið á honum. Það var ein- göngu verið að spyrja hann um reikninga þar sem engar skýi'ing- ar vora fyrir hendi. Reikningar eins og þessi með háskólastúd- enta, bankaráð og fleira höfðu sín- ar skýringar og við létum það gilda. Þannig að þetta var ekki hluti af því, sem Sverrir Her- mannsson var spurður um.“ Sigurður sagði að hvað reglur áhrærði hefði ekki verið um neitt slíkt að ræða í Landsbankanum. Engar skrifaðar reglur „Það voru engar skrifaðar reglur til í Landsbankanum," sagði hann. „Endurskoðandi gat því ekki geng- ið að því á blaði hvaða reglur menn hefðu til að vinna eftir. Það er auð- vitað vont fyrir eftirlitsaðila að hafa það ekki.“ Sigurður sagði að slíkar reglur hefðu ekki orðið til fyrr en Lands- bankinn var gerður að hlutafélagi og aðstoðaði hann Helga S. Guð- mundsson, formann bankaráðs bankans, við að setja þær saman á liðnu hausti. Númmer eitt að sanna að tengdust starfsemi bankans „Síðan má spyrja hvaða grund- vallaratriði ég hafi haft sem við- miðun þegar ég fór að meta það hvort við gætum fallist á skýring- ar Sverris Hermannssonar," sagði hann. „Þá var það númer eitt að hann sannaði fyrir okkur að þessi útgjöld tengdust starfsemi Lands- banka íslands. Þær skýringar, sem hann gaf, sannfærðu okkur ekki um það. Og ég tel það mjög ósanngjarnt hjá Sverri að tala um að það hafi verið einhverjar nornaveiðar gagnvart honum við það mat.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.