Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 33 LISTIR Vortónleikaröð Karlakórs Selfoss Selfossi. Morgnnblaðið. ÞAÐ ER mikið starf framundan hjá Karlakór Selfoss, sem er um þessar mundir að heíja sína ár- legu vortónleikaröð, og verða tónleikar kórsins á eftirtöldum stöðum: Fjölbrautaskóla Suður- lands á Selfossi fimmtudaginn 23. apríl kl. 20.30, Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, sunnudaginn 26. apríl kl. 16.00, Selfosskirkju föstudaginn 1. maí kl. 20.30, fé- lagsheimilinu Flúðum laugardag- inn 2. maí, þar sem Karlakór Hreppamanna kemur einnig fram og syngur nokkur lög. Síð- ustu tónleikarnir verða síðan í Vestmannaeyjum laugardaginn 13. maí. Söngstjóri kórsins er Ólafur Sigurjónsson og undirleikari Hel- ena Káradóttir. Einsöngvarar á tónleikunum eru Helgi Helgason, Gylfi Þ. Gíslason og Þorvaldur Guðmundsson. Tvísöngur er í höndum þeirra Sigurðar Karls- sonar og Jónasar Lillendahl ann- ars vegar og Sigurdórs Karlsson- ar og Ölafs Björnssonar hins veg- ar. A efnisskrá tónleikanna eru m.a. lög eftir Björjgvin Þ. Valdi- marsson, Sigurð Agústsson, Loft S. Loftsson, Pálmar Þ. Eyjólfs- son, Ólaf „Labba“ Þórarinsson og Asbjörn „Bubba“ Morthens. í haust er síðan fyrirhuguð tónleikaferð til Þýskalands og mun kórinn dvelja þar í níu daga við tónleika- og skemmtanahald. Morgunblaðið/Sig. Fannar KARLAKÓR Selfoss ásamt Ólafi Sigurjónssyni stjórnanda og Helenu Káradóttur undirleikara. Að elska guð sinn herra VALDIMAR Leifsson kvikmyndagerðarmaður og Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur. Alþjóðleg kvikmyndahátíð á Ítalíu Þórsmörk - í skjóli jökla valin til sýningar MYND Valdimars Leifssonar kvik- myndagerðarmanns Þórsmörk - í skjóli jökla hefur verið valin til sýn- ingar á alþjóðlegri kvikmyndahátíð á Italíu. Hátíðin nefnist International Filmfestival of Mountains, Ex- ploration and Adventure „Citta di Trento" og er nú haldin í 46. skipti í borginni Trento, dagana 24. apríl til 2. maí. Myndirnar sem sýndar eru á há- tíðinni eru eftir kvikmyndagerðar- menn hvaðanæva úr heiminum og er keppt um bestu myndina. Það var fjrir atbeina vinafélags Ítalíu og íslands, Associazione Amici Dell’Islanda, sem Valdimar var boðið að senda mynd í keppnina. Hann valdi nýjustu náttúrulífs- mynd sína, myndina um Þórsmörk, en handrit hennar og texta vann Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðing- ur. Þórsmörk - í skjóli jökla var frumsýnd í Sjónvarpinu á pálma- sunnudag. ERLENDAR BÆKUR Spennusaga MAÐURINN SEM ELSKAÐI GUÐ William X. Kienzle: „The Man Who Loved God“. Ballantine Books 1998. 304 sfður. FAÐIR Koesler er aðalpersónan í næstum því tveimur tugum spennusagna eftir bandaríska rit- höfundinn William X. Kienzle. Sú nýjasta heitir Maðurinn sem elskaði guð eða „The Man Who Loved God“. í þessari bók fer faðir Koesler, sem er kaþólskur prestur með sérstakan áhuga á einkaspæj- arastörfum, illu heilli í frí og það má vel vera ástæðan fyrir því að sagan er með öllu óspennandi og lang- dregin. Sá sem leysir hann af í sókninni er faðir Zaehary Tully, hálfbróðir Aionzo Tullys, lögreglu- mannsins sem Koesler er vanur að aðstoða. Er nýi presturinn með öllu óspennandi persóna og málið sem hann rannsakar með bróður sínum svo útflatt að það verður lítt áhuga- vert. William X. Kienzle er fyrrum prestur sem snúið hefur sér að sakamálskrifum og nýtir mjög þekkingu sína á biblíusögunum og störfum presta í bókum sínum lík- lega á svipaða vegu og John Gris- ham notfærir sér þekkingu á lög- fræði í bókaskrifum sínum; Kienzle fmnur reyndar fyrirmynd þessarar sögu sinnar í frásögnum um Davíð konung. Presturinn er nú hættur að þjóna fyrir altari og hefur alfarið snúið sér að bókaskrifum en fyrsta sagan sem hann reit vakti talverða athygli. Hún hét „The Rosary Murders" og var kvikmynduð á sín- um tíma með að mig minnir Donald Sutherland í aðalhlutverki. Síðan hefur hver sagan komið frá honum á fætur annarri og sumar orðið met- sölubækur. Hann býr í bílaborginni Detroit þar sem aðalpersóna hans, faðir Koesler, er prestur. I Manninum sem elskaði guð seg- ir frá þvf þegar Zachary Tully leysir föður Koesler af hólmi og kynnist vinalegum bankaeiganda, sem hann skrýðir þakklætisorðu kirkjunnar fyrir góðgerðarstarfsemi. Við það sama tækifæri tekur hann eftir því þegar gullfalleg kona læðir litlum pappírsmiðum til bankaeigandans og þríggja af framkvæmdastjórun- um í bankanum hans en lesendur hafa fengið að vita að á miðunum stendur að konan sé ólétt eftir ein- hvern af þessum fjórum mönnum. Hún hefur haldið framhjá eigin- manni sínum, enn einum starfs- manni bankans, með þeim öllum og hyggst nú konan láta hvern og einn halda sér uppi ríkulega eftir að barnið er fætt. Skömmu síðar er eiginmaður hennar myrtur og hún sjálf lent í nokkurri hættu og berast böndin vitanlega að eiganda bank- ans og framkvæmdastjórunum hans. Kannski helsti gallinn við söguna sé sá að hin nýja aðalpersóna Kienzle er ákaflega lítilfjörlegur og meinlaus prestur sem hefur yndi af að láta bjóða sér í mat og sitja og skrafa fram eftir öllu. Því miður finnst Kienzle eins og hann þui’fi endilega að skrifa allt það niður sem fram á varir hans kemur og það verður heldur' leiðinlegur lestur þegar til lengdar lætur ef ekki hrút- leiðinlegur. Bókin er nær eingöngu byggð upp á samtölum sem eru ekki sérlega skemmtileg, næstum alfarið laus við húmor og dragast óþarflega mikið á langinn á kostnað fram- vindu sögunnar. Aðrar persónur sögunnar eru svo sem ekki mikið áhugaverðari og þegar við bætist að Kienzle hefur ekki lagt nokkra áherslu á að búa til spennu af neinni sort er fátt eftir sem gleður lesandann. Arnaldur Indriðason STOLT O K l< A R ALLRA HOFUÐBORG NORÐUR ATLANDSHAFSINS ^ ^REYKJAVIK Nýtt byggingarsvæði á uppfyllingu fró Granda út að Akurey í vestur Nýtt hafnarsvæði A' Hótel Borg Sunnudaginn 19 apríl MfÐBORGAR RAÐSTEFNA DAGSKRA Hótelturnar á uppfyllingum norðan Sæbrautar 12:30 Aðalfúndur Miðborgarsamtaka Reykjavíkur. Samkeppni í verslun, markaðssetning, umferð, bílastæðamál og fleira. Kl. 12:30- 13:00 Matarhlé. Kl. 13:00 - 13:45 Skipulag höíúðborgarsvæðisins og miðborgarinnar, nýtt 25.000 manna miðborgarhverfi, nýtt stofnbrautakerfi, nýr nútímalegur miðborgarhluti. - Öm Sigurðsson, arkitekt - Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur - Þorsteinn Þorsteinsson, lektor og verkfræðingur “A strategy for Reykjavík city centre” Bemard Engle archit. and planners - Edda Sverrisdóttir, varaformaður Miðborgarsamtaka Reykjavíkur Kaffihlé. Stefna Miðborgarsamtaka Reykjavíkur. - Guðmundur G. Kristinsson, formaður Miðborgarsamtaka Reykjavíkur. Framboðslistar í Reykjavík kynna stefnu sína í miðborgarmálum. Þróunarfélag Reykjavíkur -Jóhann J. Olafsson, kaupmaður. Opnar umræður og fyrirspumir. Ráðstefnustjóri Kl. 13:45-14:05 Kl. 13:55-14:05 Kl. 14:05 - 14:25 Kl. 14:25 - 15:05 Kl. 15:05-15:12 Kl. 15:12-15:55 Kl. 15:55-16:00 Ráðstefhulok. Ágústina Ingvarsdóftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.