Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 47 HESTAR Fæðingarstaður og fólkið í þéttbýlinu MIKLAR iramfarir hafa orðið í öllu er víkur að skýrsluhaldi kynbótahrossa undanfarin ár sem miðar að því að auka öryggi og tryggja að sem bestar upplýsingar séu fyiirliggjandi um hvert og eitt hross sem skráð er. Fæðingarstaður er eitt mildlvægt atriði í upplýsingum um hrossið og ljóst að endurskoða þarf vinnureglur um það hvemig fæðingar- staður er skráðui’ eða undir hvaða for- merkjum það er gert. Hér áður og fyrr voru það bændur á skráðum lögbýlum sem ræktuðu hrossin og þau kennd við þann bæ sem eigandinn bjó á. Nú hefur orðið breyt- ing á. Fjölcíi þéttbýlinga er nú farinn að rækta hross og sömuleiðis er nokk- uð um að útlendingar eigi hryssur hér á landi og láti þær eiga folöld sem þeir síðan taka út. Ekki er hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að fæðingarstaður hrossa er í mörgum tilfellum það sem kallað er skrásett vörumerki í við- skiptalífinu. Það er þegar menn heyra minnst á að hross sé til dæmis frá Tor- funesi þá vekur það athygli af þeirri einfóldu ástæðu að hross frá Torfimesi hafa vakið athygli fyrir góða frammi- stöðu víða. Það að hross sé frá Torfu- nesi, Kirkjubæ, Hafsteinsstöðum eða Flugumýri gefur vísbendingu um að hér sé á ferðinni hross sem ætti að vera gott hross. Fæðingarstaður hrossins er sem sé gæðastimpill. Þennan möguleika hafa þéttbýlisbúar ekki eins og kerfið er í dag. Reglan er sú að hrossið er skráð frá þeim stað sem er lögheimili fyrsta eiganda. Allir liggur þétt ofan á hryggtindunum er líklegt að hún geti orsakað eymsli,“ segir Catrin með áherslu- þunga en tekur fram að þetta séu fyrst og fremst vangaveltur en ekki sönnuð vísindi sem hún setji hér fram. Hún bendir hins vegar á að til séu svokallaðar prolite-dýnur sem haíi það framyfir aðrar gel- dýnur að vera léttar og gataðar svo loft leikur um bakið og svo væru þær tvískiptar og liggja því ekki á hryggtindunum. Voðvabólga oft orsök undarlegrar hegðunar Catrin segir að oft fari hestar, sem annars hafi verið í góðu lagi, að haga sér á ýmsan hátt undar- lega. Nefnir hún viðkvæmni ýmis- konar, þeir séu ókyrrir þegar stigið er á bak þeim, sjónhræðsluein- kenni og jafnvel rokur. Astæðum- ar séu í langflestum tilvikum ein- hver líkamleg óþægindi sem fara að verða óbærileg. I slíkum tilvik- um segir Catrin að fara verði yfir ýmsa þætti og þá sé gott að byrja á að athuga hvort um vöðvabólgu sé að ræða. Astæður vöðvaspennu geta verið margvíslegar og nefnir Catrin of- reynslu eða stöðuga áreynslu án hvíldar eða slökunar. Þá geti ein- hliða hreyfingar eða þjálfun valdið vöðvaspennu og sömuleiðis snögg- ar óviðbúnar hreyfingar. Þá geti beinn áverki á vöðva eða bein vald- ið bólgu í vöðvum og sama gildir um innvortis verki. „Svo er langvarandi taugaspenna mjög slæm fyrir hross eins og önnur dýr,“ segir Catrin. „Við vöðvaspennu klessast vöðvatrefjar saman, sem hindrar eðlilegt blóðstreymi. Vöðvanudd örvar blóðrásina og með því eykst súrefnisupptaka og hreinsun úr- gangsefna. Nuddið hefur einnig áhrif á ósjálfráða taugakerfið og þar með hjarta og meltingarveg. Þá leysir nuddið úr læðingi slak- andi taugahormón sem hefur áhrif á og styrkir ónæmiskerfi hestsins," segir Catrin og hún undirstrikar að nudd sé ekki skaðlegt hestinum. Og svo sé einnig rétt að benda á að hestanudd leysi aldrei dýralækn- inn af hólmi. sem eiga lögheimili í Reykjavík og rækta hross fá hrossin sín skráð frá Reykjavík. Fjöldi manna býr í Reykja- vík og ræktar hross og þar af leiðandi segir það lítið um hrossin sem hver og einn ræktar frá Reykjavík. Hvað viðkemur útlendingum er þar í flestum ef ekki ölium tilvikum um að ræða menn sem hafa fengið víðtæka ræktun á erlendri grund og hafa þá sitt ræktunamafn. Þeim er ekki heim- ilt samkvæmt núgOdandi kerfi að kenna þau hross sem fædd eru þeim hér á landi við það ræktunamafn sem þeir nota erlendis. Hrossið telst ís- lensk ræktun þótt þeir eigi hryssuna og velji stóðhestinn á hana. Hér er úrbóta þörf að margra mati. I fyrsta lagi þyrfti að tryggja að þétt- býlisbúar gætu tekið upp eitthvert ræktunamafn til að kenna hross sín við og sömuleiðis þykir mörgum eðli- legt að útlendingar fái að skrá hross sem þeim era fædd hérlendis við þeirra ræktunamafn í uppranavott- orð. Nú þegar hafa komið fram margvís- legai' óskir manna um að fá að kenna ræktun sína við einhveija staði eða jafnvel fyrirtæki. Sitt sýnist hverjum um hið síðamefnda enda væri með því verið að gera mjög róttæka breytingu á núverandi hefð þ.e. að kenna hesta við bæjamöfn eða kaupstaða- og borg- amöfn. Hvemig hljómar til dæmis „Sörli frá Raftækjaverslun íslands" eða „Irpa frá Reiðsport“ eða jafnvel „Skjóni frá Vátryggingafélagi ís- lands“? Ætla má að þetta muni falla í grýttan jarðveg hjá hestamönnum. Sjálfsagt munu allir sammála um að halda sig við nöfn sem gætu talist not- hæft nafh á sveitabæ. Þar er um mjög grösugan garð að ræða í íslensku máli því flest ef ekki öll ömefhi lúta sömu lögmálum. Mætti þá hugsa fyrirkomu- lagið þannig að samdar yrðu reglur þar sem fram kæmi hvaða iögmálum val á ræktunamafni yrði að lúta. Þriggja manna nefnd afgreiddi um- sóknir efltir þessum reglum og þéttbýl- isbúar fengju sitt ræktunamafn á sama hátt og lögbýlisbúar. Hvað reglunum viðkæmi mætti telja eðlilegt að ekki yrðu veitt leyfi fyrir sömu nöfhum og em á skráðum lög- býlum í ábúð. Með því væri komið í veg fyrir að menn tækju sér nöfh í þeim tálgangi að auðvelda sér sölu á hrossum eða hækka verð þeirra með til dæmis ræktunamöfnum eins og Kirkjubær, Stóra-Hof eða Kjamholt. Kosturinn við fyrirkomulag eins og hér er lagt til að tekið verði upp er sá að hann fylgir ræktandanum þótt hann flytji frá Reykjavík á Akranes svo dæmi sé tekið. Ætla má að ef þeir Kirkjubæjarbræður Agúst og Guðjón þyrftu af einhveijum ástæðum að flytja stóð sitt yfir á aðra jörð myndu þeir áfram kenna hross sín við Kirkju- bæ ættu þeir þess kost. Að kenna hross við ákveðinn bæ var í upphafi gert til aðgreiningar, því oft vora og em hross með sömu nöfn, en í dag get- ur það einnig verið tengt hagsmunum og svo er að sjálfsögðu í því fólgið mik- ið upplýsingagildi þegar fæðingarstað- ur hrossins fylgir með í frásögnum af mótum. Enginn fæðmg-ar staður - engin úrslit NÚ ÞEGAR keppnistímabil hestamanna er hafið þykir rétt að minna á þá reglu hestaþátt- ar Morgunblaðsins að birta ekki úrslit frá þeim mótum þar sem ekki er getið um fæðingar- stað hrossanna sem um ræðir. Það er afar hvimleitt að lesa upptalningu úrslita þar sem aðeins kemur fram nafn hests sem eitt og sér segir lítið. Sé hins vegar fæðingarstaður hestsins með er strax komið auðkenni og upplýsingar sem gefur fréttinni aukið gildi. Nú þegar hafa borist úrslit frá mótum þar sem ekki var getið um fæðingarstaði og í einu tilviki var ekki einu sinni getið um nafn hrossanna held- ur talið merkilegra að geta um í hvaða gervi knapinn var í. En þar var um að ræða svokallað grímutölt þar sem knapar klæddust ýmsum gervum. Nú eins og fyrr mun Morg- unblaðið reyna eftir fóngum að birta úrslit hestamóta ársins í hestaþættinum. Undan hafa verið skilin firmamót félaga og er sú vinnuregla enn í fullu gildi. Hægt er að senda úrslitin með símbréfi á ritstjórn Morg- unblaðsins í síma 569 1181 og skulu þau hafa borist fyrir klukkan 18 á sunnudögum. Að öðrum kosti getur bragðið til beggja vona með birtingu. Fasleignalán fyrir eldri borgara Fasteignalán Handsals hf. eru fyrir þá eldri borgara sem vilja innleysa að hluta uppsafhaðan spamað í húseign. Kostir Fasteignaláns Handsals hf. em meðal annars að með því má lækka eignarskatt, greiða upp óhagstæðari lán eða auðvelda framfærslu. Lánið er til allt að 25 ára og fyrstu 10-15 árin eru aðeins vaxtagjalddagar. Skilyrði fyrir lánveitingu er: Undir 50% heildarveðsetning á fasteign Gildir aðeins fyrir Stór-Reykjavíkurssvæðið Vextir á bili 6,75-7,50% eftir veðsetningarhlutfalli HANDSALíú ------- æiVSQNVH / Dæmí um vaxtagreiðslur á milljón króna lán*: Vextir á láni Vaxtagreiðsla á 3 mán. fresti Vaxtagreiðsla á mánuði 6,75% 16.875 kr. 5.625 kr. 7,00% 17.500 kr. 5.833 kr. 7,50% 18.750 kr. 6.250 kr. * án verðbóta Hringdu i síma 5101600 og pantaðu tíma hjá ráðgjafa Persónuleg oggóð þjónusta PASKA- LAMBIÐ hjá okkur í apríl Gæddu þér á ljúffengu lambakjöti um páskana. Á veitingahúsum okkar verður ferskt og ófrosið lambakjöt í sérstöku öndvegi dagana 7.-26. apríl. Njóttu þess að borða betra lambakjöt í hlýlegu umhverfi. Borðapan t a n i r Argentína 55* 9555 Hótel Saga 552 9900 Lækjarbrekka 55« 4430 Óðinsvé 552 5090 Perlan 962 0203 ÓÐINSVÉ P E R L A N -II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.