Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 21 © © Apple enn með hagnað Cupertino, Kaliforníu. Reuters. APPLE -tölvufyrirtækið hefur skýrt frá meiri hagn- aði en búizt var við á öðrum fjórðungi fjárhagsárs þess og hefur því kunngert hagnað tvo ársfjórðunga í röð eftir tap í tvö ár. Hagnaðurinn nam 55 milljónum dollara á þremur mámnuðum til marzloka - sem er yfirleitt daufur tími hjá fyrirtækinu - eða 38 sentum á hlutabréf, miðað við tap upp á 708 milljónir dollara, eða 5,64 dollara á hlutabréf, á sama tíma í fyrra. „Apple átti góðan árs- fjórðung, á því er enginn vafi,“ sagði Steve Jobs, starfandi aðalframkvæmda- stjóri. „Við erum mjög ánægðir með mikla eftir- spurn eftir Power Macint- osh G3-tölvum okkar.“ Sérfræðingar í Wall Street höfðu búizt við að hagnaður á hlutabréf yrði 16 sent. Síðan Steve Jobs skýrði frá 47 milljóna dollara hagnaði á þremur mánuð- um til desemberloka hefur verð hlutabréfa í Apple rúmlega tvöfaldazt. Verðið hækkaði um 50 sent í 27,44 dollara þegar skýrt hafði verið frá afkomunni. Rússar smíða risafar- þegaþotu Moskvu. Reuters. RÚSSNESKA Sukhoi-hönnunar- íyrirtækið vinnur að hönnun nýrrar risafarþegaþotu, þeirrar stærstu sem smíðuð hefur verið, að sögn ráðamanna fyrirtækisins. Nýja vélin, KR-860, mun taka allt að 1.000 farþega, að sögn Gennady Yanpolsky, annars helzta hönnuðar fyrirtækisins. „Hún verður svar okkar við A-33XX vél Airbus Industrie," sagði hann. Flugþol KR-860 verður 14.000 km. Farþegaflugvél af þeirri gerð mun taka 860-1.000 farþega og flutningavél mun geta flutt um 200 tonn af flugfarmi. Yanpolsky sagði að fyrirtækið hefði flutt út þotur fyrir 5 milljarða dollara 1991-1997. Yfirhönnuður Sukhoi, Míkhaíl Simonov, sagði að Kínverjar kynnu að kaupa 50 Su-30MK orrustuþotur. -kjarnimálsins! Krónan styrk- ist aftur GENGI íslensku krónunnar styrktist heldur í gær eftir að það hafði lækkað í nokkrum stökkum í fyrradag. Talið er að spákaup- mennska eigi þátt í breytingunni. Síðdegis í gær virtist gengið vera í jafnvægi á nýjan leik. Seinni hluta þriðjudags veiktist gengi krónunnar, vísitalan fór úr 112,75 í 113,28. Gerðist þetta í nokkrum stökkum yfír daginn. I Vikutíðindum Búnaðarbankans Verðbréfa kemur fram að ekki hafi verið gerlegt að rekja þessa breytingu til einhverra sérstakra atburða eða fjármagnshreyfinga, enda vel innan þeirra marka sem sett hafi verið. Friðrik Halldórsson, forstöðu- maður fjárstýringar hjá Búnaðar- bankanum Verðbréfum, telur að hluta breytinganna megi rekja til þess að spákaupmenn hafi verið að festa sér þá vaxtalækkun sem orðið hafí enda segir hann að ákveðið samband sé á milli gengis krónunnar og vaxtaþróunar. Þetta segir hann að gerist til dæmis með því að menn sem tekið hafi erlend lán til að fjárfesta í skuldabréfum hafi nú verið að selja skuldabréf og greiða upp lán. I gær styrktist krónan aftur og var vísitala hennar komin 113,17 um hádegisbilið og í 112,93 síð- degis. Taldi Friðrik að ákveðið jafnvægi væri aftur komið á. I Allir kæliskápar meö allt aö 30% AFSLÆTTI * Samskip hrepptu IS- flutninga eftir útboð ÍSLENSKAR sjávarafurðir munu ganga tO samninga við Samskip um flutninga á frystum sjávarafui’ðum að loknu lokuðu útboði þar sem Sam- skip og Eimskip börðust um hituna. Samkvæmt upplýsingum frá ís- lensku sjávarafurðum hf. tók stjórn félagsins þá ákvörðun í byrjun þessa árs að bjóða út hluta af þeim flutn- ingum á frystum sjávarafurðum sem fyi’irtækið hefur til sölumeðferðar. Boðnir voru út til tveggja ára flutn- ingar á um 30 til 40 þúsund tonnum frá framleiðendum á íslandi til helstu markaðssvæða í Evrópu og Asíu. Útboðið var lokað sem fyrr segir og útboðsgögn send til tveggja til- boðsgjafa, Eimskips og Samskipa í byrjun febrúar. Bæði félög skiluðu inn tilboðum sínum hinn 16. mars sl. Reyndist tilboð Samskipa lægra en tOboð Eimskips og samkvæmt frétt Islenska sjávarafurða mun fyrirtæk- ið því ganga samninga við Samskip hf. um flutninga á umræddu magni. AÐALFUNDUR LYFJAVERSLUNARISLANDS HF. VERÐUR HALDINN í SÚLNASAL HÓTEL SÖGU, LAUGARDAGINN 25. APRÍL1998, KL. 13.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga stjórnar um að félaginu sé heimilt að kaupa allt að 5% eigin hluti samkvæmt55. grein laga um hlutafélög. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, þurfa að vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins Borgartúni 7, á 2. hæð, dagana 20. - 24. apríl, kl. 9-16. Hluthöfum er vinsamlegast bent á að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 16, föstudaginn 24. apríl. Stjórn Lyfjaverslunar íslands hf. >—Yerðdæmi: 1 Philco kæliskápur (139x55x60) 9.500 kr. afsláttur. Verö nú: 35.990 kr. stgr. Philco kæliskápur (180x60x60) 14.200 kr. afsláttur. Verö nú: 65.645 kr. stgr. Whirlpooi kæliskápur (85x46x60) 8.500 kr. afsláttur. Verð nú: 19.900 kr. stgr. Whirlpool kæliskápur (140x60x60) 10.500 kr. afsláttur. Verö nú: 42.650 kr. stgr. Whirlpool kæliskápur (159x55x60) 9.500 kr. afsláttur. Verö nú: 42.655 kr. stgr. PHILCOI Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 www.ht.is Umboðsmenn um land allt Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! Microsoft h e i I d a r . lausmr Tæknival \a/ va/ ia/ t a o I/ n i i/ a I i c
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.