Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞORRI þjóðarinnar veit ekkert um svokallaðan Schengen-samning því allt of lítið hefur verið um innihald hans rætt. Samningurinn ber þetta heiti vegna smábæjarins Schengen sem er í Lúxemborg en þar var sam- komulagið fyrst gert 1985. Samningurinn Það hefur verið heldur hljótt um þennan dapra samning svonefnda hérlendis að undanfórnu að undan- skildu því sem Halldór nokkur As- gn'msson utanríkisráðheiTa hefur verið að vesenast í nú nýverið. Þetta þýðir á mannamáli að troða okkur inn í ESB (Evrópusambandið) en Schengen-samkomulagið er stór áfangi þar inn að mínu mati. Nýlega var Halldór úti í Brussel og átti sam- tal við utanríkisráðherra Belgíu og ekki stóð á ráðherranum að bjóða okkur íslendinga velkomna í Evr- ópusambandið en á hans orðum mátti skilja að því væri hann mjög hlynntur og ef tií vill gæti það gengið bráðlega eftir. A sínum tíma var miklu til kostað af Islands hálfu að hengja land okkur aftan í þennan hliðarvagn Evrópusambandsins. Sérstakur „samstarfssamningur" var undirritaður milli íslands og Noregs annars vegar og Schengen- ríkja hins vegar í ái-slok 1996. Al- þingi hefur enn ekki fengið samning- inn til umfjöllunar og því hefur Is- land ekki staðfest hann. Fullyrt er þó af talsmönnum ríkisstjórnarinnar að til þess komi, þó í eitthvað breyttu formi verði. Það gerðist nefnilega sl. sumar að Evrópusambandið breytti sumum grundvallarreglum sínum með svonefndum Amserdam-sátt- mála og af þeim sökum þarf að end- urskoða „samstarfssamning-inn“ sem kenndur er við Schengen. Hvað út úr því kemur veit enginn þessa stundina, en ekki mun málið batna við þá meðferð að því er Is- land áhrærir. Hér á eft- ir er varpað ljósi á nokkra þætti Schengen-samningsins, eins og hann leit út 1996 þegar Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra undirritaði „sam- starfssamning" fyrir Is- lands hönd. Evrópusambandið hefm- á stefnuskrá sinni að styrkja samband ríkj- anna, leggja af landamæravörslu á innrí landamær- um sínum en styrkja hana mikið út á við. Til þess að ná þessu markmiði hefur Schengen-sáttmálinn verið gerðm-. Þetta kemur fram í formála sáttmálans. Ef ríkisstjórnin undirrit> ar sáttmálann sem samstarfsaðili tek- ur Island að sér landamæravörslu fyrir Evrópusambandið út á við og land okkar með þvi orðið enn flækt> ara en nú er í neti ESB. Ríkisstjórnir Norðurlanda hafa kynnt Schengen-sáttmálann sem hagnýtan samning um vegabréfa- frelsi. Norska ríkisstjórnin heldur því fram að Noregi sé nauðsynlegt að vera þáttakandi í Schengen-sam- komulaginu til þess að varðveita nor- ræna vegabréfafrelsið, en sam- kvæmt því er Norðurlandabúum heimilt að ferðast um öll Norðurlönd án vegabréfa. Norræna vegabréfa- frelsið er jákvæð skipan sem menn hafa áhuga á að varðveita. Sannleik- urinn er hins vegar sá að ekki verður hægt að halda uppi hlið- stæðu ferðafrelsi innan Norðurlandanna ef við skrifum undir Schengen-sáttmálann. Sáttmálinn kveður á um nýtt og flókið eftirlits- kerfi sem á að koma í stað^ vegabréfaskoðun- ar. I stað landamæra- gæslu tekur við viða- mikið eftirlit innan sam- félagsins. Innleiða á ný persónuskilríki sem m.a. þarf að framvísa á gistihúsum. Gestgjöfum verður gert skylt að sjá til þess að allir útlend- ingar, einnig frá öðrum Sehengen-löndum, framvísi persónuskilríkjum og útfylli sérstakt eyðublað. Þesssi eyðublöð skal síðan senda til stjórnvalda þar sem þau verða geymd ef svo vill til að grípa þurfi til þeirra. Þetta á við um hvers konar næturgistingu, jafnt tjaldstæði, húsvagna og snekkjur. Þess konar kerfi höfum við ekki á hinum vegabréfalausu Norðurlönd- um. Mér er óskiljanlegt hvers vegna menn vilja slíkt kerfí en veigra sér á hinn bóginn við að framvísa vega- bréfum. Vímuefni, glæpir og dýrasjúkdómar Vegabréfaskoðun á landamærum verður afnumin. Það þýðir óheftan flutning fólks frá landsvæðum með yfir 300 milljóna íbúa þar sem menn eiga við vaxandi vímuefnavanda að stríða, aukna glæpastarfsemi og alls konar dýrasjúkdóma. Svíar hafa þegar orðið að súpa seyðið af þessu. Þeh- hafa dregið úr landamæra- vörslu og samtímis hefur eiturlyfja- smygl aukist stórkostlega. Þegar tekið er mið af að nokkur Evrópu- sambandslönd hafa leyft ákveðin eit- urlyf er skiljanlegt að þau geti ekki brugðist við þessum vanda. Verði landamæravarsla aflögð mun inn- flutningur eiturlyfja aukast að mun til Norðurlanda og leiða til tíðari glæpa. Samkvæmt sáttmálanum skal stofnuð sérstök framkvæmdanefnd. Hún skal tryggja rétta túlkun sátt- málans. Hún hefur einnig vald til þess að setja reglur á vissim sviðum. Um er að ræða reglur um ferðir fólks frá löndum utan Evrópusam- bandsins og fyrirmæli um landamæraviðskipti. Þá er gert ráð fyrh’ að nefndin semji reglur um siglingai’ lystibáta og fískveiðiskipa. Schengen-sáttmálinn hefur í fór með sér strangar reglur um sam- Stöndum vörð um norrænt vegabréfafrelsi, segir Matthías Björnsson, og neitum að samþykkja Schengen-sáttmálann. skipti við lönd utan sambandsins. Reglur um flóttafólk og pólitísk hæli verða samræmdar. Reglur um vega- bi’éfsáritun verða samræmdar og strangt eftirlit verður haft með ferð- um „útlendinga" inn og út af svæð- inu. í rauninni verður það Evrópu- sambandsins að ákveða hverjh’ verða útilokaðir frá að ferðast til Islands. Komið skal til landsins um vissa staði og á ákveðnum tímum sólar- hringsins. Rrafíst verður vegabréfs- áritunar frá mun fleiri löndum en nú er. Fólk frá ríkjum utan Evrópusam- bandsins verður að leggja fram skil- ríki um tilgang ferða þess til Islands og eins og áður er getið um eftirlit með því á meðan á dvölinni stendur. Ég hélt að slíkt eftirlitskerfí heyrði sögunni til í Evrópu. Ef við takmörkum þegna annaiTa landa með þessum hætti hljóta önnui’ ríki að setja sams konar reglur hvað okk- ur vai’ðar. Hver er sá sem stuðlar að einangrun? Hve mikinn áhuga hafa menn á alþjóðlegu samstarfí og sam- skiptum? Viljum við verða þátttak- endur í að mynda blokk sem skerðir skilyrði til alþjóðlegrar samvinnu? Gert er ráð fyrir að breytingar verði gerðai’ á Schengen-sáttmálan- um eftir því sem samruna Evrópu- sambandsins vex fískur um hrygg. Það gerðist til dæmis á ríkjaráð- stefnunni í Amsterdam í fyira. Is- lendingar verða að samþykkja sátt- málann í heild (gi’. 142) og ekki er gert ráð fyrir sérstökum ívilnunum (gr. 137). Því er haldið fram að Is- lendingar og Norðmenn fái „einung- is“ áheyrnai’aðild. Það breytir í raun engu. Allan sáttmálann verður að samþykkja án undantekninga. Það voru skilyrði þess að gengið yrði til samninga. Ef við síðan getum ekki fellt okkur við breytingar á samn- ingnum er okkur vísað á dyr! Illur arfur Vegna eðlis Schengens-sáttmálans og sökum þess hvað ákvæði hans eru óljós er hætta á að með „samstarfsað- ild“ væri verið að innleiða róttækar breytingar á samfélagi okkai’. Þar sem umræðan um sáttmálann hefur verið takmörkuð er ekki víst að fólk geri sér grein fyrir um hversu stórt mál er hér að tefla, og ekki síst vegna þess að höfuðpaurarnir, sem með málið hafa að gera vita sára lítið um hvað það snýst og hversu hættulegt það er þjóðhagslega séð og þá á ég við ráðherra ásamt fjölda þingmanna. Stöndum vörð um norrænt vega- bréfafrelsi og neitum um leið að sam- þykkja Schengen-sáttmálann ásamt þeim breytingum á samfélagi okkai’ sem hann mun leiða af sér. Slíkt sam- félag væri illur arfur til handa kom- andi kynslóðum. Líkt og EES-samn- ingurinn er nú þegar, ásamt öllum sínum frelsissviptingum. Höfundur er loftskeytamaður. Schengen-sáttmálinn óæskilegur fyrir Island ............... Matthías Björnsson Islenzka alþjóðlega skípaskráningin FYRIR um tveimur árum ritaði ég tvær greinar í Morgunblaðið um frekar bágborna stöðu íslenska kaup- skipaflotans og far- mannastéttarinnar á þeim tíma. Þessar greinar hrundu af stað þó nokkurri umræðu í fjölmiðlum og manna á milli í þó nokkurn tíma á eftir, og var ég ánægður með það, enda voru þær til þess ætlaðar. En þessi um- ræða reyndist þó því miður aðeins vera stormur í vatnsglasi, því orðum og blaðagreinum fylgdu engar athafnir og enn er allt við það sama hvað varðar íslenska kaupskipaskráningu. Nei og þó, þetta er ekki rétt hjá mér, því enn hefur fækkað skipum skráðum und- ir íslensku flaggi úr fjórum í þrjú, ef mínar tölur eru réttar. Ég hef oft verið að velta því fyrir mér hvað veldur þessu að því er virðist algjöra áhugaleysi nánast flestra sem að þessu eiga að standa og hagsmuna eiga þama að gæta. Getur það verið að stjórnmála- mennirnir og almenningur í landinu átti sig hreinlega ekki á því að flest þeirra kaupskipa sem í dag sigla til og frá Islandi eru nú komin undir erlendan þjóðfána? Getur það verið að viðskiptamenn skipafélaganna, inn- og útflutningsaðilar, viti ekki að stærstur hluti þeiiTa vöru, til og frá íslandi, er í dag fluttur með er- lendum kaupskipum? Er hugsan- legt að þeim og flestum öðrum sé hreinlega alveg sama, svo lengi sem farmgjöldin riðlast ekki of mikið? Eftir því sem ég velti þessu meira fyrir mér held ég að þetta geti vel yerið meginskýringin. A meðan formenn stéttarfélaga sjómanna gera ekkert til að vekja athygli lög- gjafans og almennings á þeim ólestri sem þessi skráningarmál eru komin í, þá mun bæði skipum og far- mönnum fækka að sama skapi. Því miður hefur félagsleg sam- staða sjómanna aldrei verið mikil, sem orsakast kannski af eðli starfsins, þar sem erfítt er að ná mönnum saman, þannig að þrýstingur úr þeirra röðum hefur verið hverfandi. Eins og ástandið er Á meðan félög sjómanna gera ekki neitt, segir Sigurður Sigurgeirsson, mun skipum og farmönnum fækka. á þessum málum á Islandi í dag má eiginlega segja að siglingamálum landsins, hvað varðar kaupskipaút- gerð, sé nánast stjórnað frá skrif- stofum stóru skipafélaganna, kannski ómeðvitað af þeirra hálfu, en svona er þetta nú því miður. A meðan stjómvöld hunsa þennan málaflokk algjörlega munu skipafé- lögin auðvitað haga þessum málum eins og þeim hentar og skrá sín skip þar sem það er þeim ódýrast og hagstæðast hverju sinni. Undirritaður sótti í fyrrasumar skipakaupstefnuna frægu Posidon- ia í Píreus í Grikklandi. Þessari sýningu svipar um margt til sjávar- útvegssýningarinnar okkar heima á Islandi, nema hvað þarna gengur allt út á kaupskipaútgerð, sem sagt alls konar fyrirtæki sem kynna þarna þjónustu sína. Þarna voru einnig margar rótgrónar siglinga- þjóðir, svo sem Norðmenn (NIS), Danir (DIS), Grikkir og Kýpurbú- ar, með sína kynningarbása, og all- ir á fullu við að selja þjónustu sína og kynna mönnum kosti sinnar aukaskráningar (off-shore reg- isters). Mér varð einhvern veginn hugsað heim til Islands og fannst að þetta skref, að opna fyrir auka- skráningu kaupskipa á Islandi, hefðum við átt að stíga fyrir mörg- um ámm. Kannski værum við ekki í jafnslæmum málum í dag ef það hefði verið framkvæmt. Litla ey- ríkið í miðju Atlantshafinu, sigl- ingaþjóðin Island, sem á allt sitt undir siglingum og samgöngum komið, ætti sannarlega að eiga sinn bás á slíkri sýningu og kynna þar af fullum krafti hina íslensku al- þjóðlegu skipaskráningu (IIS). Ég tel að það hljóti aðeins að vera tímaspursmál hvenær augu ráða- manna opnast fyrir vandamálinu og slík skráning skipa á Islandi verður að veruleika. Menn hafa sannarlega engu að tapa og allt að vinna með slíkri aðgerð. Höfundur er skipamiðlari í London. Sigurður Sigurgeirsson Til hamingju, stúdentar í DAG, fóstudag, verður formlega opnuð ný og glæsileg atvinnu- miðstöð fyrir okkur stúdenta. Atvinnumið- stöðin verður rekin sem ein af rekstrarein- ingum Félagsstofnunar stúdenta, fyrirtæki okkar stúdenta. Með opnun Atvinnumið- stöðvar-innar er stigið stórt framfaraskref í atvinnumálum stúd- enta. Þarna er allt sem viðkemur atvinnumál- unum á einum stað - fagleg atvinnuráðgjöf, miðlun sumarstarfa, hlutastarfa og framtíð- arstarfa, Nýsköpunarsjóður náms- manna og lokaverkefnaskrá. Ég vil hvetja stúdenta og fyrirtæki til að nýta sér þjónustu Atvinnumiðstöðv- arinnar svo styrkja megi tengsl námsmanna og atvinnuh'fs enn frek- ar. Tengsl stúdenta og atvinnulífs efld Tengsl okkar stúdenta við at- vinnulífið er mjög mikilvægur þátt- ur menntunar. Einangrun námsins frá faglegri reynslu og þekkingu verður að forðast. Nýsköpunarsjóð- ur námsmanna hefur verið mikil- vægur hlekkur í þessari tengingu á undanfórnum árum. Hundruð námsmanna hafa unnið verkefni á vegum sjóðsins sem tengjast ný- sköpun á einhvern hátt og oft at- vinnulífinu beint. í gegnum Ný- sköpunarsjóðinn hefur námsmönn- um áunnist dýrmæt reynsla auk þess sem verkefnin hafa nýst at- vinnulífinu á margvíslegan hátt. Opnun Atvinnumiðstöðvarinnar er enn eitt skrefíð í átt að því að styrkja tengslin milli námsmanna og at- vinnulífs. Atvinnumið- stöðin verður opin allan ársins hring, sem er mikill styrkur fyrir at- vinnumál stúdenta. Ný sóknarfæri Með opnun Atvinnu- miðstöðvarinnar kem- ur þekking og reynsla til með að safnast á einn stað sem mun skapa ný sóknarfæri í atvinnumálum stúd- enta sem mikilvægt er að nýta vel. Fagleg tengsl milli Háskólans og atvinnulífsins er Með opnun Atvinnu- miðstöðvarinnar er, að mati Katrínar Júlíus- dóttur, framtíð at- vinnumála stúdenta treyst til muna. mikilvægt að efla enn frekar. At- vinnumiðstöðin kemur til með að vera mikilvægur hlekkur í þeirri tengingu á komar di árum. Hún get- ur auðveldað aðgengi fyrirtækja að sértækri þekkingu innan Háskólans þar sem íyrirtæki geta nálgast stúdenta allan ársins hring. Þannig geta stúdentar átt þess kost að vinna raunhæf verkefni fyrir at- vinnulífið á meðan á námi stendur. Vinna er dýrmæt reynsla fyrir námsmennina um leið og þekkingin skilar sér út í þjóðfélagið. Höfundur er framkvæmdastjóri Stúdentaráðs. Katrín Júlíusdóttir I i I í i: L. í i i; t: ! I i i i i i i i 4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.