Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 59 I I I I I ( I I I I < I I < I I I I I I i ( ( ( ( FRÉTTIR Framboðslisti félagshyggju- fólks á Hvammstanga kynntur FRAMBOÐSLISTI félagshyggju- fólks og óháðra til sveitarstjórnar- kosninga í vor var birtur 2. aprfl sl. Heiti listans er Húnaþingslistinn og er hann sem hér segir: 1. Guðmundur Haukur Sigurðs- son, Hvammstanga, 2. Heimir Agústsson, Sauðdalsá, 3. Ólafur Hallur Stefánsson, Reykjum, Hrút- afirði, 4. Elín Ása Ólafsdóttir, Víði- gerði, 5. Guðrán Elín Benónýsdótt- ir, Hvammstanga, 6. Konráð Jóns- son, Böðvarshólum, 7. Regína Þór- arinsdóttir, Laugarbakka, 8. Guð- rán Ragnarsdóttir, Hvammstanga, 9. Ragnar Sigurjónsson, Hvamms- tanga, 10. Elísabet Bjarnadóttir, Hvammstanga, 11. Lára Jónsdóttir, Vesturhópshólum, 12. Björn Ingi Þorgrímsson, Hvammstanga, 13. Arinbjörn Jóhannsson, Brekkulæk, 14. Herdís Brynjólfsdóttir, Laugar- bakka. Framboðslistinn mun óska eftir bókstafnum H. Stjórn framboðsins skipa Björn I. Þorgrímsson, Haraldur Péturs- son og Helena Svanlaug Sigurðar- dóttir. Málefnavinna listans stend- ur yfir. Opið hús í leikskól- anum í Grafar- vogi BÖRN og starfsfólk leikskól- anna í Grafarvogi verða með opið hús laugardaginn 18. aprfl nk. kl. 10.30-12.30. „Á þessum degi bjóða börnin foreldrum, öfum, ömmum, frændfólki, vinum og öllum sem vilja kynna sér starfsemi og menningu leikskólanna f heim- sókn. Hröð uppbygging hefur verið á Ieikskólum í Grafarvogi frá því að hverfíð byrjaði að byggj- ast upp. Fyrsti leikskólinn hóf starfsemi sína árið 1986 og nú í haust var nýjasti leikskólinn opnaður, Hulduheimar við Vættaborgir, og eru þeir nú orðnir níu talsins og þeim á eftir að íjölga með nýjum hverfum. Það er ósk okkar í leikskól- unum að sem flestir sjái sér fært að koma og kynna sér starfsemina sem þar fer fram,“ segir í fréttatilkynningu. Leikskólarnir eru: Brekku- borg við Hlíðarhús, Engjaborg við Reyrengi, Fífuborg við Fífu- rima, Foldaborg við Frostafold, Foldakot við Logafold, Funa- borg við Funafold, Hulduheim- ar við Vættaborgir, Klettaborg við Dyrhamra og Laufskálar við Laufrima. Fyrirlestur um íslenska þjóðernis- vitund - t FYRIRLESTUR á vegum Holl; vinafélags heimspekideildar HÍ verður haldinn laugardaginn 18. aprfl í stofu 101 í Odda og hefst kl. 14. Þá talar Gunnar Karlsson pró- fessor og nefnir hann erindi sitt „ís- lensk þjóðemisvitund á óþjóðlegum öldum“. „I um það bil fimm aldir, um 1300-1800, bjuggu íslendingar við erlenda konungsstjórn án þess að sýna verulega óánægju með það fyrirkomulag. í fyrirlestrinum verð- ur kannað hvaða hugmyndir þeir höfðu um þjóðerni sitt á þeim tím- um. Töldu þeir sig Norðmenn eða kannski Dani? Af hvaða hvötum spratt krafan um íslenska sýslu- menn? Er Jón Arason réttnefndur síðasti Islendingurinn?,“ segir m.a. um efni fyrirlestursins. Tveir síðustu fyrirlestrarnir verða 23. og 25. apríl í Hátíðasal Háskólans. Þann 23. apríl á afmæl- isdegi Nóbelsskáldsins flytur Vé- steinn Ólason prófessor fyrirlestur um Halldór Laxness og forn-ís- lenska sagnahefð. 25. apríl. flytur Anna Agnai-sdótt- ir dósent fyrirlestur sem nefnist „Byltingin 1809??“. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. Hollvinafélag heimspekideildar var stofnað 21. marz sl. I stjórn fé- lagsins eru: Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi formaður, Ármánn Jakobsson íslenskufræðingur ritari og Auður Hauksdóttir lektor gjald- keri. Meðstjórnendur eru Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti íslands og Pétur Gunnarsson rit- höfundur. * Fyrsti sendiherra Is- lands með búsetu í Kína í GREIN Morgunblaðsins sunnu- daginn 5. apríl sl. er missagt að Hjálmar W. Hannesson hafi verið fyrsti sendiherra Islands í Kína. Hið rétta er að hann var fyrsti íslenski sendiherrann sem hafði búsetu í Kína. Fyrsti sendiherra Islands í Kína var Sigurður Bjarnason, sem þá hafði búsetu í Kaupmannahöfn og var sendiherra þar. Annar sendi- herra í Kína var Pétur J. Thorsteins- son með búsetu í Reykjavík. Þriðji var Benedikt Gröndal með búsetu í Kaupmannahöfn og Reykjavík. Hjálmar W. Hannesson var fimmti sendiherra íslands í Kína en sá fyrsti með búsetu í Peking. Opið hús hjá fræðslumiðstöð iðnaðarins FÉLAGS- og fræðslumiðstöð iðnað- arins í Húsi iðnaðarins á Hallveigar- stíg 1 hefur opið hús laugardaginn 18. aprfl frá kl. 13-17. Þar verður kynning á starfsemi og viðfangsefnum þeirra er þar stai’fa, sem eru: Fræðsluráð málmiðnaðar- ins, Menntafélag byggingariðnaðar- ins, Prenttæknistofnun, Félag pípu- lagningameistara, Midas, Ljósmynd- arafélag íslands, Hárgreiðslumeist- arafélag íslands, Félag íslenskra gullsmiða, Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík og Landssamband bak- arameistara. Þarna verður hægt að fá upplýsingar um nám í þeim iðn- greinum sem eru í FFI. Iðnirnar verða kynntar í máli og myndum. Félag pípulagningameistara kynn- ir sýnishorn úr kaldavatnskerfum úr galvaniseruðum rörum, teknum víðs- vegar á höfuðborgarsvæðinu, en sú umræða er ofarlega á baugi hvað eigi til bragðs að taka vegna þess hve víða sést ryðlitur á köldu krana- vatni. Gullsmiður verður við vinnu sína, margskonar fatnaður sýndur og hárgreiðsla. Grunn- og endur- menntun kynnt í málmiðnaði, prent- iðna- og byggingai-iðngreinum. Þarna verður hægt að kynnast margmiðlun, Interneti, fatahönnun og ryðguðum kaldavatnsrörum þannig að þarna verður fjölbreytt að skoða. Kl. 15 á laugardaginn verður m.a. fyrirlestur um hvernig skila eigi tölvutæku efni til prentfyrirtækja. Aðalfundur Bygg- ingafræðinga- félags Islands BYGGINGAFRÆÐINGAFÉLAG Islands efnir til aðalfundar í Litlu- Brekku í Bankastræti laugardaginn 18. apríl. Fundurinn hefst kl. 16. Byggingafræðingafélag íslands var stofnað 6. janúar 1968 og er því 30 ára á þessu ári. Markmið félags- ins skyldi fyrst og fremst vera að standa vörð um hagsmuni félags- manna og réttindi. í tilefni af 30 ára afmæli BFÍ í ár verður margt sér til gamans gert. Sú nýbreytni verður tekin upp að fá gestalesara til að halda erindi og mun Illugi Jökulsson fyrstur mæta af því tilefni og flytja hugleiðingar um byggingalist. ------♦“♦-•---- Kynningarfyrir- lestur um tantra jðga JÓGAKENNARI á vegum Ananda Marga heldur ókeypis kynningarfyr- irlestur um tantra jóga laugardaginn 18. apríl kl. 20 á Hafnarbraut 12, Kópavogi. „Lögð verður áhersla á nokkur hagnýt meginatriði tantra-viskunnai' og áhrif iðkunarinnar til heildræns þroska, sannrar gleði og heilbrigði. Tíunduð verða andleg mai'kmið tantra jóga og hugleiðslu til vituridar- vakningai- fyrir bættu umhverfi og beti-i heimi,“ segh' í fi'éttatilkynningu. Hvað námið ' Framtíðarbörn og Landssíminn hófu í vetur samstarf um að styrkja æsku landsins til náms í tölvu- og upplýsingatækni. Framtíðarböm eru alþjóðlegur tölvuskóli fyrir börn á aldrinum 4 -14 ára. Námsefnið byggist á þemavinnu þar sem bömin vinna með tölvur og fræðast um tölvutengt efni á skemmtilegan og skapandi hátt. Útibú skólans eru í Reykjavík, Keflavík, íséifirði, Vestmannaeyjum, Akureyri, Selfossi, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Hafnarfirði, Akranesi, Dalvík og Sandgerði. Nýskráningu fylgir: Tveggja mánaða áskrift hjá Inter- neti Landssimans, Framtíðarbarna- bolur og ••• Upplýsiagar og skráaiag er í síma 553 3322 LANDS SÍHINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.