Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 68
68 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga spennumyndina Red Corner. í aðalhlutverkum eru Richard Gere, sem leikur lögfræðing sem kemst í kast við kínverska réttarkerfið, og kínverska leikkonan Bai Ling. Leikstjóri er Jon Avnet. JACK (Richard Gere) í höndunum á harkalegum löggæslumönnum kínverska alræðisins. LÖGFRÆÐINGUR hans (Bai Ling) fylgir honum í réttinn og lendir upp á kant við yfirvöld. I kínversku fangelsi Frumsýning RICHARD Gere leikur Jack Moore, lögfræðing banda- rísks sjónvarpsfyrirtækis, sem er á ferðalagi til Kína í því skyni að ganga frá risastórum samningi um sjónvarpsréttindi. Pegar hann er að halda upp á vel- gengni sína við samningaborðið í lok ferðarinnar hittir hann gullfal- lega, unga, kínverska konu og morguninn eftir vaknar hann upp við hlið hennar látinnar. Hann er sakaður um nauðgun og morð. Jack Moore situr fastur í gildru réttarkerfis þar sem menn njóta ekki þess réttar að teljast saklausir uns sekt er sönnuð og á sér enga von aðra en þá að kín- verski lögfræðingurinn, sem trúir á sakleysi hans (Lin Bai), geti forðað honum frá dauðadómi. Asamt henni verður Moore að komast að rótum þess samsæris sem hefur fangað hann í vef sinn. Leikstjórinn Jon Avnet, sem áð- ur hefur m.a. leikstýrt Fried Green Tomatoes, Up Close and Personal og Risky Business, lenti í vanda- málum í Beijing þegar hann var að kynna sér aðstæður með kvik- myndatökur á staðnum í huga. Vopnaðir verðir komu í veg fyrir að hann tæki ljósmyndir í dómhúsi í borginni. Avnet segist hafa verið hlutlaus gagnvart málefnum Kína þegar hann kom til landsins en eftir dvöl- ina var hann sannfærður baráttu- maður gegn alræðisstjórninni. I Red Corner eru meðal annars notaðar fréttamyndir frá opinberri aftöku í Kína og myndir af fram- ferði stjórnarhersins á Torgi hins himneska friðar þar sem 1.000 ung- menni voru skotin til bana og kramin undir beltum skriðdreka. í nýlegri umfjöllun í bandaríska tímaritinu Business Week er því haldið fram að kínversk stjórnvöld hafi tekið við af Sovétríkjunum sem óvinur Hollywood nr. 1. Þá er vísað til allra myndanna sem gerð- ar hafa verið um hernám Tíbets undanfarið, mynda á borð við Seven Years in Tibet og Kundun. Pað fer vel á því að færa í tal Tíbet og Kína þar sem Richard Gere er annars vegar. Gere er op- inber talsmaður Dalai Lama, hins útlæga leiðtoga andlegs samfélags Tíbeta, í Bandaríkjunum. Árið 1993 vakti Gere heimsat- hygli þegar hann mis- notaði tækifæri það sem honum gafst til að afhenda Óskars- verðlaun í beinni út- sendingu til milljarðs manna og notaði það tilefni til að vekja at- hygli á hernámi Kín- verja í Tíbet og hvetja fólk til þess að sjá í gegnum tilraunir kín- versku alræðisstjórn- arinnar til að koma sér í mjúkinn hjá bandarískum stjórn- völdum. A sínum tíma var talið að Gere yrði útskúfað fyrir uppátækið en síðan hafa hlutirnir þróast honum í hag og nú er mál- staður Tíbeta í mikilli tísku í Hollywood. I Red Corner er hvergi minnst á Tíbet en Richard Gere segir að engu að síður séu tengslin augljós og að hann hafi leikið í myndinni til að vekja athygli á málstaðnum. „Þetta er nýtt sjónarhorn á Tí- bet-málið,“ sagði hann í viðtali við Boston Herald. „Þegar menn eru að segja sögu af réttarkerfinu í Kína er um leið verið að segja sögu af ástandinu í nýlendum Kínverja. Ef ástandið er svona slæmt í Kína, ímyndaðu þér þá hvernig það er í Tíbet.“ Gere, sem iðkar innhverfa íhug- un að hætti búddista a.m.k. tvisvar sinnum á dag í fjörutíu og fimm mínútur í hvort skipti, talar einnig um að það hafi verið sér andleg reynsla að sitja tímunum saman nakinn í fangaklefa meðan á tökum stóð. „Það voru þau atriði sem ég naut einna mest að vinna við þrátt fyrir allt. Mér leið vel, þetta var eins og að dvelja í kytru munks,“ segir leikarinn, sem alla marsmánuði dvelst í Indlandi við andlega iðkan undir leiðsögn Dalai Lama. „Þetta er það sem ég hef verið að reyna í minni andlegu ástund- un, að afklæðast venj- um, varpa af mér eins og klæðnaði frægðinni og öllum þessum ytri táknum, sem skipta engu máli.“ Gere, sem er stjama kvikmynda á borð við An Officer and a Gentleman, American Gigolo, Pretty Woman og slðast Jackal, segist vera búddisti fyrst og leikari síðan. Búddisminn og mál- staður Tíbeta sé köllun hans í lífinu en leiklistin lifibrauð, sem færi honum það vald og þá opinberu at- hygli sem hann þarf til að sinna köllun sinni af krafti. Með hlutverk verjanda hins nauðstadda banda- ríska lögfræðings í myndinni fer hin kínverska Bai Ling, lítið þekkt leikkona, sem er sögð hafa verið ein mótmælendanna á Torgi hins himneska friðar. Hún er nú sögð súpa seyðið af þátttöku sinni í myndinni og í við- tölum sem tekin voru við frumsýn- ingu myndarinnar segist hún búast við því að verða gerð brottræk úr heimalandi sínu fyrir aðild að henni. Jon Avnet leikstýrir Red Corner. NONAME ' COSMETICS----------- Snyrtivörukynning í dag kl. 14-18. Silla förðunarfræðingur kynnir HoSame andiit ársins og gefur ráðleggingar. SPES, HÁALEITISBRAUT 58-60, SÍMI 581 3525 AFFL Stórdansleikur um helgina Hljómsveitin Svartur ís leikur með aðalsöngvara Platters í broddi fylkingar fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld. Missið ekki af þessu tækifæri. Sigrún Eva, Þórir og Þröstur halda uppi fjörinu á sunnudagskvöld. Heitasti staðurinn í bænum! KVIKMYNDIR/STJÖRNUBÍÓ hefur tekið til sýninga spennandi gaman- mynd, 8 Heads in a Duffelbag með Joe Pesci, Kristy Swanson, David Spade, Andy Comeau, Dyan Cannon og George Hamilton í aðalhlutverkum. Höfuðlausn leigumorð- ingjans Atvinnuglæpamaðurinn og leigumorðinginn Tommy Spinelli (Joe Pesci) þarf að vinna rútínuverk. Hann þarf að mæta til guðföðurins síns með sönn- unargögn um að hann hafí lokið við átta síðustu verkefnin sem hann tók að sér. Venju samkvæmt pakkar hann höfðum fórnarlambanna niður í poka og kaupir sér flugfar. Hann segist ekki vera með neinn farang- ur, aðeins handfarangur en starfs- fólk flugfélagsins heimtar að hann skilji pokann við sig. Þá byrja vandræðin. Sessunautur Tommys í flugvélinni er skólastrák- urinn Charlie (Andy Comeau), sem talar og talar á leiðinni. Þegar vélin lendir í San Diego gerist það svo að Charlie tekur pokann með hausun- um í misgripum og heldur með hann í farangrinum til móts við kærustuna sína (Kristy Swanson) og foreldra hennar (Dyan Cannon og George Hamilton) en með þeim ætlar hann í frí til Mexíkó. Nú er Tommy í vondum málum en hann hefur upp á herbergisfélög- um Charlies (David Spade) og heimtar það sem honum ber, annars fái fleiri hausar að fjúka. Leikstjóri og handritshöfundur- myndarinnar heitir Tom Sehulman. Aðalleikendurnir eru góðkunnir. Joe Pesci hefur slegið í gegn í TOMMY (Joe Pesci) pakkar niður fyrir flugferðina örlagaríku til San Diego. HERBERGISFÉLAGAR Charlies, David Spade og Todd Louiso lenda í vondum málum þegar Tommy leitar að Charlie og týndu hausunum. myndum á borð við My Cousin Vinny, Private Eye og GoodFellas. David Spade lék í Sex, lies and vid- eotape og White Palace svo eitthvað sé nefnt. Gömlu brýnunum Dyan Cannon og George Hamilton bregð- ur þarna einnig fyrir ásamt smá- stiminu Kristy Swanson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.