Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 57 MINNINGAR l l < ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( < ( ( ( SIGURÐUR RANDVER SIGURÐSSON + Sigurður Rand- ver Sigurðsson var fæddur í Reykja- vík, 28. febrúar 1951. Hann varð bráðkvaddur við kennslustörf á Sel- fossi 1. aprfl síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Sel- fosskirkju 11. apríl. Það má með sanni segja að vegir Guðs séu órannsakanlegir; þar sem grunnskólakenn- arinn okkar er nú snögglega fallinn frá langar okkur að kveðja hann með nokkrum orðum. Siggi var okkur allt í senn, vinur, kennari og uppalandi. Hann var seinreittur til reiði, en þegar hann byrsti sig hlustuðu allir. Hann var samt ótrúlega laginn við að fá okkur til að hlusta og fylgjast með án þess að grípa til þess. Þolinmæði hans var mikil, hann einsetti sér að hjálpa okkur áfram í náminu og hætti ekki fyrr en allir höfðu skilið það sem glímt var við. Þegar lítil manneskja stóð með sveitta lófa og teygða peysu fyrir framan heilan bekk að þylja marg- fóldunartöflu eða ljóð gat hún lagt traust sitt á Sigga sem stóð til hliðar reiðubúinn að hjálpa ef allt sigldi í strand. Öll þessi barnaskólaár fylgdi Siggi okkur, kenndi okkur námsefn- ið en ekki síður að þroskast og takast á við lífíð og tilveruna. Þegar svo kom að því að fara í gagnfræða- skóla vorum við ekki tilbúin að sleppa hendinni af Sigga og standa ein og óstudd í óvissunni sem okkur var framandi. Við suðuðum mikið í honum að fylgja okkur áfram. Ari síðar kom hann svo og kenndi okkur fáeinar námsgreinar sem var okkur til mikillar ánægju. Siggi áorkaði miklu á ævinni. Hann var duglegur og metnaðarfull- ur baráttumaður sem var ávallt drif- fjöðrin í því sem honum var hjartans mál. Hann skipulagði og tók virkan þátt í félagsstarfi bekkjarins og stuðlaði að mikilli samheldni í hópn- um. Elsku Siggi. Þú hefur átt mikinn þátt í því að við höfum komist til manns. Minningin okkar um þig er okkur mikils virði. Við minnumst þín ætíð sem ómissandi þáttar í upp- vexti okkar. Megi góður Guð geyma þig- Við vottum fjölskyldu Sigga og vinum hans okkar dýpstu samúð. Megi Guð gefa ykkur styrk í sorg- inni. Fyrir hönd 1.-6. bekkjar S.S. (ár- gangur 76), Anna Valgerður, Brynja, Eyþór, Gunnþóra, Guðrún Birna, Jón Gunnar, Ólöf María, Ragna Björk, Skarphéðinn og Þórmundur. Kveðja frá Sólvallaskóla Sú harmafregn barst eins og eld- ur í sinu meðal íbúa hér á Selfossi miðvikudagskvöldið 1. apríl sl. að einn af kennurum Sandvíkurskóla, Sigurður Randver Sigurðsson, hefði orðið bráðkvaddur við störf sín þá síðdegis. Menn setur hljóða er kraft- maður í blóma lífsins er kallaður burt með svo snöggum hætti og nán- ast fyrirvaralaust í miðri dagsönn eins og hér varð. Sigurður gegndi kennslustörfum hér á Selfossi lengst af starfsferils sínum. Fyrir réttum 25 árum kom hann ungur maður til okkar í Sól- vallaskóla, sem þá hét raunar Gagn- fræðaskólinn á Selfossi. Hann leysti þá af í veikindaforföllum að vorlagi og kenndi síðan hjá okkur næstu tvo vetur. Þá þegar kom í ljós að hann var dugmikill kennari sem lagði sig mjög fram um að ná góðum árangri í starfi. Hann varð snemma vinsæll meðal nemenda en þó fylginn sér í hvívetna. Þetta var á þeim ár- um sem þau Málfríður Kolbrún Guðnadóttir aðstoðarskólastjóri, eftirlifandi eiginkona hans, voru að hefja bú- skap. En jafnræði var þá þegar með þeim hjónum og mikil ein- drægni. Þau fluttu síðan tímabundið norður í land og vörðu síðan næstu árum til að auka starfsþekkingu sína og leikni. En komu að því loknu að Selfossi til kennslustarfa að nýju og þá að Sandvíkurskóla, sem þá hét Barna- skóli Selfoss. Sigurður Randver kom síðan öðru sinni til okkar í Sólvallaskóla haustið 1991 og starfaði hjá okkur til vors 1993. En með breytingum sem orðið hafa á grunnskólunum báðum á Sel- fossi hefur nokkuð orðið um það að menn hafa starfað við báða skólana nokkurn tíma í senn. Að þessu sinni kom Sigurður m.a. í tengslum við sérkennslunám sem hann þá hafði lagt úti í og veitti nú forstöðu sér- kennslunni í Sólvallaskóla í nýju húsi og við nýjar aðstæður. Á þessum árum kynntist ég Sig- urði best og sérstaklega þeim mann- kostum sem hann var búinn. Hann var einkar laginn við að aðstoða nemendur sem stóðu höllum fæti eða áttu á einhvem hátt undir högg að sækja og hann naut þess greini- lega. Auk kennslustarfanna helgaði Sigurður Randver sig baráttumál- um fyrir bættum hag kennarastétt- arinnar en þar var hann í fylkingar- brjósti seinustu árin. Þar nutu sín enn eðliskostir hans, skarpskyggni og ákveðni - blandin þeirri hógværð sem árangri skilar. Við í Sólvallaskóla þökkum Sig- urði Randver samstarf liðinna ára. Við sendum eiginkonu hans, bömum og öðrum ástvinum hugheilar sam- úðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í þungbærri þraut. Óli Þ. Guðbjartsson. Það þyrmdi yfir okkur er fréttin af andláti Sigurðar Randvers barst. Við sem störfuðum með honum í nemendaráði hugsuðum með okkur: Hvað verður nú um félagslífið, hvernig fömm við að, hver verður okkur til halds og trausts? Siggi var allt í öllu, hann hafði svörin og lausnimar á reiðum höndum og það mun enginn geta fyllt það stóra skarð er hann skilur eftir sig. En við munum reyna að halda ótrauð áfram starfi okkar í nemendaráði og byggja upp það félagslíf sem hann lagði grunninn að. Hann hafði metn- að fyrir hönd skólans og nemenda sinna og trúði á mátt einstaklings- ins. Þau eru ófá lýsingarorðin sem hægt væri að hafa um Sigga, en já- kvæður, skilningsríkur og atorku- samur em orðin sem okkur em efst í huga, er við minnumst hans. Elsku Kolla og fjölskylda, megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni og þrek til að halda áfram. Guðrún Jóhannsdóttir, kennari, Gunnar Marel, Ragnheiður, Sigríður, Eygló, Sindri og Þórhildur. Hann Siggi er dáinn og ég varð of seinn að þakka honum allt sem hann gerði fyrir mig. Hann kenndi mér nær allan gmnnskólann. Eg naut vináttu hans og stuðnings ásamt ómældri þolinmæði sem hann sýndi mér í baráttunni við lesblindu sem háði mér. Hann var kennari eins og ég held að þeir geti verið bestir. Hann var kennari minn, sálfræðing- ur og vinur. Fyrir allt þetta vil ég þakka nú. Skólinn hefur misst mikið og það er sárt hve fljótt hann fór. Svo margir hefðu átt að fá notið alls þess sem hann gaf nemendum sín- um. Eg minnist líka margi'a skemmti- legra og góðra stunda í skólanum með honum Sigga og bekknum. Allt þetta mun lifa í minningunni. Inni- legar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Árni Hilmar. Að kvöldi 1. apríl bárust okkur nemendum sorgarfréttir, Siggi kennari okkar úr barnaskóla var lát- inn. Siggi kenndi okkur í 6 ár sam- fleytt og hann átti mikinn þátt í því að móta okkur að þeim einstakling- um, sem við erum í dag. Siggi var kennari af lífi og sál, hann hafði yndi af starfi sínu og af honum geislaði mikil orka. Við erum þakklát fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur og minnumst nú þeirra samverustunda, sem við vorum svo lánsöm að eiga. Þessar minningar munum við geyma á vísum stað í hjarta okkar því við vitum að Siggi á eitthvað í okkur öllum. Hann kenndi okkur að hafa trú á okkur sjálfum og að lífið haldi áfram þó að eitthvað bjáti á. Elsku Kolla, Gerður, Katrín, Guð- brandur og Þórhildur, við vottum ykkur dýpstu samúð. Guð styrki ykkur í þessum mikla missi. 2.-7. S.S. (árgangur 78). Því miður stöndum við nú frammi fyrir miklum missi, Sigurður Rand- ver Sigurðsson er látinn. Þetta er erfitt fyrir okkur öll, en erfiðast er þetta fyrir eiginkonu hans og böm, þá sérstaklega erfitt fyrir hana Þór- hildi Eddu. Hann varð bráðkvaddur þegar við áttum síst von á. Þetta er einnig mjög sárt fyrir alla þá nem- endur sem hann hefur kennt, að missa hann burt, það bitnar sérstak- lega mikið á Magnúsi Þóri Bjarnar- syni. Fyrir mig er þetta ekki síður mikill missir, því hann var kennar- inn minn og einnig margra annarra. Hann var skilningsríkur, ráðagóður og hann gerði miklar kröfur til nem- enda sinna. Hann var einnig skemmtilegur, gáfaður, frábær kennari (sá besti sem ég hef haft) og hafði tök á flestöllu í lífinu, allt fram til dauðadags. Þetta sýnir manni hvað það er stutt í dauðann. Því sendi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur til fjölskyldu hans. Ég mun aldrei gleyma Sigurði Randveri Sig- urðssyni svo lengi sem ég lifi. Guð blessi sál hans. Andri Vigfússon, nemandi í 8. S.R.S. Hann Siggi okkar er látinn. Þegar ég hugsa um hann Sigga, sé ég að hann var mjög góður og skilnings- ríkur kennari. Hann var búinn að kenna okkur í tvö ár, þegar hann féll snögglega frá. Núna fyrir páska ætl- uðum við að sýna leikrit á árshátíð skólans, og báðir áttundu bekkirnir ætluðu að leika saman, það hafði verið hans ósk að við sameinuðumst um leikrit svo að við kynntumst bet- ur. Hann var mjög ákveðinn í öllu sem hann gerði og náði vel til okkar allra. Það sem hann sagði okkur fór ekki inn um annað eyrað og út um hitt, heldur hlustuðum við af áhuga á það sem hann sagði. Vonandi get- um við hjálpast að í sorginni og hugsað um hann sem mjög góðan vin og kennara. Kolla og fjölskylda, Guð gefi ykk- ur styrk í sorginni. Margrét Elín Ólafsdóttir, nemandi í 8. S.R.S. Mig langar með nokkrum orðum að minnast kennarans míns hans Sigga. Siggi var frábær kennari, hann var alltaf í góðu skapi og hann hafði mikinn metnað fyrir okkar hönd. Siggi var ráðagóður og hjálp- samur enda sá besti kennari sem hægt var að hafa. Þær eru margar minningarnar sem ég geymi í hjarta mér. Elsku Kolla og fjölskylda, Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar. Með þessum orðum kveð ég uppáhalds kennarann minn. Elísa Guðrún. • Fleirí minningnrgreinar um Sigurð Randver Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, LAUFEY OTTADÓTTIR, Vesturgötu 41, lést á Landakoti miðvikudaginn 15. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Finnur Kolbeinsson, Guðrún Pálsdóttir, Anna Johannessen, Jóhannes Johannessen, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓNA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, áður Eskihlíð 10a, sem lést á elliheimilinu Grund laugardaginn 4. apríl, verður jarðsungin frá Skarðskirkju í Landsveit laugardaginn 18. apríl kl. 14.00 eftir hádegi. Rútuferð verðurfrá Umferðarmiðstöðinni kl. 12.00 Guðný Sigfúsdótttir, Jóhanna Guðmundsdóttir, Gerður Sigfúsdóttir, Helgi Sigfússon, Hjalti Sigfússon, Guðni Sigfússon, Gyða Sigriður Sigfúsdóttir, Ólöf Hulda Sigfúsdóttir, Halldór Þráinn Sigfússon, Guðmundur J. Guðmundsson, Eyjólfur Einarsson, Ragnheiður Þorkelsdóttir, Anna Magnea Jónsdóttir, Edward Stenton, Kristinn Eyjólfsson, Harpa Halldórsdóttir. + Elskulegur sambýlismaður minn, faðir, sonur, bróðir, mágur og tengdasonur, EIRÍKUR ÞÓR GUÐMUNDSSON, Forsæti, Vestur-Landeyjum, er lést að morgni fimmtudagsins 9. apríl, verður jarðsunginn frá Seljakirkju mánudaginn 20. apríl kl. 15.00. Hjördís Helga Ágústsdóttir, Hulda Katrín Eiríksdóttir, Katrín Þórarinsdóttir, Guðmundur Gíslason, Margrét Einarsdóttir, Gísli G. Guðmundsson, Svanhildur Eiríksdóttir, Sigurður Torfi Guðmundsson, Helga Guðmundsdóttir, Rúnar Guðmundsson, Kristln Nathanaelsdóttir, Hulda Sigurðardóttir, Guðmundur Ágúst Pétursson, Sigurður Örn Ágústsson, Ágúst Ágústsson. + Ástkær faðir minn, GfSLI MAGNÚSSON, Brekku, Hvalfjarðarströnd, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju, Saurbæ, á morgun, laugardaginn 18. apríl, kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Bass. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför HÁKONÍU JÓHÖNNU PÁLSDÓTTUR frá Stóra-Laugardal, Tálknafirði. Arnbjörg Guðlaugsdóttir, Guðmundur Guðlaugsson, Þórður Guðlaugsson, Páll Guðlaugsson, Jóna Guðlaugsdóttir, Sigrún H. Guðiaugsdóttir, Margrét Guðlaugsdóttir, Jóhanna Pálsdóttir, Ólöf Þ. Hafliðadóttir, Ásta Torfadóttir, Gunnar Sigurðsson, Bjarni Andrésson, Örn S. Sveinsson. barnabörn og fjölskyidur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.