Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Miðborgarsamtökin kynna framtfðarsýn Reykjavfkurborgar Háhýsabyggð á upp fyllingu við Akurey 25 þúsund manna byggð í 30-40 hæða há- hýsum á uppfyllingu vestur í Akurey, lægri húsum í í Vatnsmýrinni og Reykjavíkur- flugvöllur í miðjum Skerjafírði hljómar kannski ósennilega. Þetta eru hugmyndir um uppbyggingu miðborgar Reykjavíkur sem Guðjón Guðmundsson fræddist um í samtali við Örn Sigurðsson arkitekt. REYKJAVÍK er strjálbýlasta borg í Evrópu og borgaryfirvöld hafa und- anfama áratugi flotið sofandi að feigðarósi. Þetta kemur fram í máli Arnar Sigurðssonar arkitekts sem kynnir í nafni Miðborgarsamtaka Reykjavíkur sýn til framtíðar um þéttingu byggðar og byggingar 25 þúsund manna hverfis á uppfyllingu í vesturhluta borgarinnar á ráð- stefnu um miðborgarmál á Hótel Borg nk. sunnudag. Einnig er gert ráð fyrir í hugmyndunum að fyllt verði upp í grynningar í Skerjafirði og Reykjavíkurflugvöllur flytjist þangað en stofnbraut og íbúðabyggð rísi í Vatnsmýrinni. Öm segir að upphaf þessarar óheillaþróunar í sídpulagsmálum borgarinnar og lægðar í þróun mið- borgarinnar megi rekja til bygging- ar Reykjavíkurflugvallar árið 1941-1942. Mikil vandamál hafi steðjað að miðborginni sem borgar- yfirvöld hafi ekki séð. Flugvöllurinn kijúfi miðborgarsvæðið í tvennt og nái yfir meira en helming af nesinu sem miðborgin stendur á. Flugvöll- urinn kemur í veg fyrir að hægt sé að leggja stofnbrautir vestur eftir nesinu til að þjóna vaxandi miðborg. Umferðarstreymi til miðborgarinnar er því stíflað. Bmgðist er við því með því að reisa nýjan miðbæ í Kringl- unni sem Örn segir að hafi verið gert af vanefnum og illa granduðu máli. „Reykjavík verður stöðugt strjál- býlli. I aðalskipulagi sem var sam- þykkt síðastliðið sumar kemur fram að allt byggingarland innan borgar- marka Reykjavíkur verði á þrotum á skipulagstímabilinu. Það verður því ekki hægt að byggja meira í Reykja- vík og m.a. af þeim sökum var sóst eftir sameiningu við Kjalames. Með íbúðabyggð á Kjalamesi verður út- þynning borgarinnar enn meiri og Reykjavík fjarlægist stöðugt þá skil- greiningu að vera borg. Byggð í borginni er orðin mjög óarðbær. Borgarbúar verða helst allir að eiga marga bíla og eyða löngum tíma í Hy vi&liorl • Hy miiborp - Nýll Ulond Morgunblaðið/RAX HORFT í vestur eftir uppfyllingunni út í Akurey. Sæbrautin á brú yfir gömlu höfnina. KORTIÐ sýnir með grænum lit núverandi land. Hvfti liturinn táknar uppfyllingar þar sem gert er ráð fyrir að rísi tugþús- unda manna íbúðabyggð og flugvöllur í Skerjafirði. bílum. Bíllinn er farinn að stjóma okkur, heimta fleiri mislæg gatna- mót og meira rými og þar með geng- ur á það svæði sem ætlað er undir íbúðabyggð," segir Örn. Hágæðaborg við Sundin Hann segir að borgin sé komin í vítahring sem verði ekki rofinn nema með miklu átaki. Markmið Miðborg- arsamtakanna sé að snúa þessari þróun við og knýja á um að öll orka næstu 20 ára verði sett í að byggja upp vestast á miðborgarsvæðinu. Þetta verði gert með sjófyllingum. Við Seltjarnarnes, í Skerjafirði og víðar sé kjörið land rétt fyrir neðan sjávarmál sem sé tiltölulega ódýrt að fylla upp. „I kringum Akurey og þar fyrir norðan fæst ódýrt land með þessum hætti sem við viljum að verði gjör- nýtt til að byggja hágæðaborg. Við geram ráð fyrir þéttri byggð þar, allt að 30-40 hæða hús, og skapa vandað umhverfi innan um þessa miklu nýt- ingu,“ segir Öm. Hann bendir á að tíðkast hafi hér- lendis að halda því fram að há nýting sé slæm en hún hafi ekki annað í för með sér en að það þurfi að vanda mjög til skipulagsvinnunnar, hönn- unar og stjómunar á framkvæmd- um. „Með þessu fæst þétt umhverfi þar sem margir búa og starfa. Mikl- ar fjárfestingar á hverja flatarein- ingu réttlæta fullkomin umferðar- kerfi, t.d. neðanjarðargötur og bíla- geymslur. Með þessu má skapa mjög vandað borgaramhverfi sem Islend- ingar hafa aldrei þekkt nema af af- spum,“ sagði Örn. Tillagan er byggð á sjókortum og fylgt þar dýptarlínum þar sem tahð er hagkvæmt að fýlla upp í. Þar er miðað við allt að 10 metra dýpi og fimm metra uppfyllingu upp fyrir það sem talið er nægja til að það verði byggingarhæft land. Tillagan gerir ráð fyrir uppfyllingu hálfan km vestur fyrir Akurey. Þarna fengjust um 400 hektarar lands og þar er m.a. gert ráð fyrir að rísi háhýsi fyrir Reykvíkinga, ferðaþjónustu, eða jafnvel tíl að selja efnuðum útlend- ingum dvalarstað. Kostnaður við uppfyllingar 12-16 milljarðar kr. Samtökin telja að í norðurkanti þessarar nýju uppfyllingar, þ.e. í sundinu norðanverðu milli Akureyj- ar og Engeyjar, sé kjörið svæði fyrir stórskipahöfn. Þessi höfn gæti kom- ið í stað hafnar í Geldinganesi og leitt til þess að hægt verði að þétta byggð við gömlu höfnina. „Aðalatriðið er að þama væri kominn mjög vandaður hluti af mið- borg framtíðarinnar. Við færum rök fyrir því að þetta sé fjárhagslega fýsilegt. Við vitum hvað það kostar að fylla hvem hektara lands miðað við ákveðið dýpi og það fæst úr þessu lóðarverð sem er mun lægra en gengur og gerist yfirhöfuð í borg- inni, ekki síst ef það er byggt mjög þétt. Miðað við 10-12 metra uppfyll- ingarþörf kosti hver rúmmetri 300-400 krónur. Hver hektari kost- aði því milli 30-40 milljónir kr.,“ segir Öm. Kostnaður við uppfyll- ingu 400 hektara svæðis yrði sam- kvæmt þessu nálægt 12-16 milljarð- ar kr. Þarna kæmist fyrir mikil at- vinnustarfsemi og tugir þúsunda íbúa. í tillögunni er gert ráð fyrir að flugvöllurinn verði fluttur á uppfyll- ingu á grynningar í Skerjafirði. Þar mætti með tíð og tíma skapa skilyrði fyrir millilandaflug. Ný stofnbraut yrði lögð frá Kringlumýrarbraut um Vatnsmýrina og vestur fyrir mið- borgina. Vatnsmýrin er 140 hektara svæði og þar væri hægt að koma fyrir 10-15 þúsund manna byggð. Einnig er lagt til að Sæbrautin verði lengd og lögð yfir eða undir gömlu höfnina og þessar tvær brautir teng- ist á nýju uppfyllingunni á Akurey. Þá verði einnig vegartenging frá nýja flugvellinum á brú suður í Álftanes. Með þessu móti næðist hringtenging frá Reykjavík til Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Bessastaðahrepps. Geir H. Haarde tekinn við embætti fjármálaráðherra af Friðriki Sophussyni Viss auð- mýkt gegn starfinu of- arlega í huga RÁÐHERRASKIPTI fóru fram á ríkisráðs- fúndi sem haldinn var á Bessastöðum kl. 11 í gærmorgun og tók Geir H. Haarde þá við embætti Ijánnálaráðherra af Friðriki Sophussyni. Þegar Geir hafði tekið við lyklavöldum í Qármálaráðuneytinu eftir hádegið í gær sagði hann í samtali við Morgunblaðið að honum væri efst í huga þakklæti til Frið- riks Sophussonar, fráfarandi Qármálaráð- herra, fyrir það sem hann hefði gert á þeim sjö árum sem hann hefði verið fjár- málaráðherra. „Mér er Iíka ofarlega í huga viss auð- mýkt gagnvart þessu starfí. Ég geng til þess með fullri vitneskju um það hversu ábyrgðin er mikil og þann vanda sem fylg- ir þessari vegsemd. Síðan hlakka ég auð- vitað til að takast á við þetta, en ég þekki hér margt af starfsfólkinu mjög vel og veit að við eigum eftir að geta unnið mjög vel saman héma,“ sagði Geir, en hann starfaði i ráðuneytinu þegar hann var aðstoðar- maður fjármálaráðherra frá 1983 til 1987 þjá þeim Albert Guðmundssyni og Þor- steini Pálssyni. Geir sagði aðspurður að engin sérstök verkefni biðu hans í fjármálaráðuneytinu öðrum fremur, en verkefnin væru mörg af ýmsu tagi enda ráðuneytið mjög umfangs- mikið. sem formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins og einnig sem formaður utanríkismálanefnd- ar. _ „I þingflokksformennskunni hefur maður auðvitað haft mjög náið samstarf við sína sam- flokksmenn og það hefur veitt mér heilmikla ánægju. Það hef- ur gengið ljómandi vel að starfa með þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins, en þetta er samhent- ur hópur og það hefur ekki veri neitt nema ánægjulegt að vinna fyrir hann og með. Sama er að segja um utanríkismálanefnd, en það er auðvitað annars eðlis. Ég verð að segja að mér hefur fundist það einna skemmtileg- ast af því sem ég hef haft með höndum í þinginu. Ég sat í ýms- um nefndum hér á fyrri árum, en þetta eru vissulega spenn- andi mál og þarna er um að ræða öll málefni íslands út á við sem vissulega er gaman að takast á við. En þingmaður skiptir um verkefni og það ligg- ur í hlutarins eðli að menn sitja ekki alltaf í því sama,“ sagði Geir. Morgunblaðið/Golli RÍKISSTJÓRN Davíðs Oddssonar ásamt forseta íslands á ríkisráðsfundi sem haldinn var á Bessastöðum eftir ráðherraskiptin í gær. „Það er ekkert eitt sérstakt sem ég vil taka út úr nema þá glúnan við ríkisfjár- málin sjálf og það að halda vel utan um það jafnvægi sem nú hefur skapast í ríkis- fjármálunum og reyna að treysta það. Éinnig að reyna að tryggja það að ríkis- fjármálin bæði í ár og á næsta ári verði að minnsta kosti í jafnvægi og helst með ein- hveijum afgangi. Það er stóra málið,“ sagði Geir. Eftirsjá að trúnaðarstörfum á Alþingi Starfsfólkið með hýrri há Friðrik Sopliusson sagði þeg- ar hann afhenti Geir lyklavöldin að Qármálaráðuneytinu að það væri honum ánægja ekki einungis vegna þess að þeir væru flokksbræður og vinir heldur líka vegna þess að Geir væri sá maður í þingflokki sjálfstæðismanna sem til hefði verið horft til að taka við embætti Hann sagði að vissulega fylgdi því viss eftírsjá að hverfa úr þeim trúnaðarstörfúmfifrmálaráðherra, og hann vissi að starfs- sem hann hefur gegnt á alþingi, en hann félkið væri með injög hým há eftír að það hefði haft mikla ánægju af störfúm sfnum v'ss' hver tæki við ráðherraembættinu. í 1 I I I I I I I I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.