Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÁSGEIR ÓLAFSSON EINARSSON + Ásgeir Ólafsson Einarsson fædd- ist í Reykjavík 21. nóvember 1906. Hann lést á Sjiíkra- húsi Reykjavikur í Fossvogi 4. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þórstína Björg Gunnarsdóttir frá Fögruhlíð á Djúpa- vogi, f. 15.8. 1882, d. 13.1. 1950, og Einar Ólafsson, matsveinn og verkamaður frá Stóru-Fellsöxl í Skil- mannahreppi, f. 8.1. 1884, d. 28.9. 1955. Þórstína og Einar bjuggu í Reykjavík en fluttu 1929 í BorgarQörð, fyrst að Beigalda og siðan í Borgames. Frá 15 ára aldri ólst Ásgeir upp f Bakkabúð við Lindargötu og síð- ar í Norður-Gröf á Kjalarnesi hjá loðurbróður sínum Sigurjóni Ólafssyni, f. 19.2. 1881, d. 14.5. 1961, og konu hans Guðlaugu Sigurðardóttur, f. 13.3. 1888, d. 22.1. 1950. Systkini Ásgeirs vora Lára Jónsdóttir, f. 1904, gift Sig- , urði Grímssyni, Ásgerður, f. 1911, gift Ára Jóhannessyni, Gunnar Björgvin, f. 1909, kvænt- ur Pálu Kristjánsdóttur, Loftur, f. 1916, kvæntur Ásthildi Guð- laugsdóttur, Sigurbjörg, f. 1919, gift Þorsteini Öddssyni, og Þor- steinn, f. 1922, kvæntur Katrínu Hendriksdóttur. Á lífí era Sigur- björg, Ásthildur og Katrín. Fóst- urbræður Ásgeirs voru Bjarni Sigurðsson, f. 1911, og Ólafur Magnússon, f. 1910, báðir Iátnir. Hinn 12. ágúst 1937 kvæntist r Ásgeir eftirlifandi eiginkonu sinni, Kirstínu Láru Sigurbjörns- dóttur, f. 28.3. 1913, handavinnu- kennara. Foreldrar hennar voru Guðrún Lárusdóttir, rithöfundur og alþingismaður (1880-1938), og sr. Sigurbjörn Á. Gíslason, stærðfræðikennari og síðar heimilisprestur á Elliheimilinu Grand (1876-1969). Börn Ásgeirs og Láru eru 1) Guðrún Lára, kennari, f. 14.11. 1940, maki sr. Ágúst Sigurðsson á Prestbakka í Hrútafirði. Þau eiga tvö böra og sex baraabörn. 2) Einar Þor- steinn, arkitekt og hönnuður, f. 17.6. 1942, var kvæntur Auði Sigurðardótt- ur, bókasafnsfræð- ingi. Þau eiga tvö börn. 3) Sigrún Val- gerður, deildar- stjóri, f. 19.10. 1944, maki Pétur Guð- geirsson, héraðs- dómari. Þau eiga þrjú börn. 4) Þórdís, kennari, f. 16.11. 1948, maki Hjörtur Ingólfsson, fram- kvæmdasljóri. Þau eiga þrjú börn. 5) Áslaug Kirstín, kennari, f. 13.2. 1952, maki Hall- dór Bjarnason, forstjóri. Þau eiga þrjú börn. Systkinin Einar, Sigrún, Þórdrs og Áslaug era öll búsett t' Mosfellsbæ. Ásgeir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum t' Reykjavík 1927 og kandídatsprófi t' dýra- lækningum frá dýralæknaskól- anum t' Hannover í Þýskalandi 1934. Hann var héraðsdýralækn- ir í Austfírðingafjórðungsum- dæmi 1934-39, sjálfstætt starf- andi dýralæknir í Reykjavík 1940-50 og héraðsdýralæknir í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1950- 68. Eftir það var hann um hríð héraðsdýralæknir í V-Skafta- fellssýsluumdæmi og síðan heil- brigðisráðunautur við Heilbrigð- iseftirlit rfkisins 1970-76. Síðast gegndi hann starfi bókavarðar á bókasafni Elli- og hjúkrunar- heimilisins Grundar 1983-97. Ásgeir var frá unga aldri og allt til dauðadags rnikill áhuga- maður um frjálsar íþróttir og vann sjálfur nokkur afrek á þvt' sviði. Hann var í stjórn Glímufé- lagsins Ármanns 1927 og í íþróttaráði Austurlands 1935-39. Hann var einn af stofnfélögum Dýralæknafélags íslands 1934 og var lengi í stjórn þess félags og heiðursfélagi frá 1984. Þá var hann í stjórn Sambands dýra- verndunarfélaga. Hann var sæmdur hinni islensku fálkaorðu 1982. Útför Ásgeirs verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Mig langar í fáum orðum að ~y minnast elskulegs afa míns, afa Ás- geirs, sem er nú látinn 91 árs að aldri. Þó að 91 ár sé hár aldur og við höfum lengi vitað að það kæmi að þessari stund í lífi okkar að hann færi frá okkur þá veit ég að nú ríkir söknuður í hjörtum allra sem þekktu hann. Afi minn var mikill íþróttamaður allt fram á síðasta dag og líklega er það því að þakka hve góðri heilsu hann hélt allt þar til örfáum vikum fyrir andlát sitt. Hann var alltaf fullur af lífskrafti og ég dáðist mikið að því hvað hann var kraftmikill, hlýr og bjartsýnn, fylgdist vel með og sérstaklega með íþróttaviðburðum líðandi stundar, og hann var alltaf svo þakklátur TÞ- þegar við heimsóttum hann. Þrátt fyrir háan aldur var rödd hans enn- þá styrk, faðmlag hans hressilegt og ég finn ennþá hrjúfan koss á kinn mér og frísklega rakspíralykt. Þetta var hann afi minn. Allt frá því að ég man fyrst eftir mér hjá ömmu og afa í Ási þá minn- ist ég afa Ásgeirs sitjandi við skrif- borðið sitt inni í norðurstofu og les- andi blöðin. Inni í norðurstofu var oft sérstök meðalalykt vegna þess að afi minn var dýralæknir og geymdi ýmislegt í skápunum sín- ^ um. Hann átti ýmis skrítin tæki í hillunum sínum og sum mátti ég leika mér með, standandi á stól við skápana hans afa, til dæmis vog og lóð sem ég var sannfærð um að væru úr gulli og lóðin hélt ég að væru litlir karlar. Eg fæddist á 64. afmælisdaginn hans afa og þótti alla tíð vænt um að eiga sama af- mælisdag og hann. Þegar amma og afi héldu veislur, þá fengum við börnin að leika okkur inni í norður- stofu og fórum í skipaleik. Þá var klifrað uppi á öllum borðum og hús- gögnum. Þetta voru svo góðir dag- ar. Eftir því sem árin liðu og barna- börnunum fjölgaði breyttust leik- irnir og færðust til í húsinu. Síðustu árin hefur færst meiri ró yfir heim- ilið í Ási þegar barnabörnin eru flest orðin fullorðin og hætt að leika sér. Alltaf er þó jafn yndislegt að koma á þetta bernskuheimili margra kynslóða sömu fjölskyldu °g þiggja góðgerðir hjá ömmu, en nú er afi horfinn frá okkur. Eg hugsa til hans afa míns með mikilli eftirsjá en trúin að hitta hann aftur síðar gerir kveðjuna léttbærari. Sif Einarsdóttir. Ásgeir djralæknir er nú fallinn frá í hárri elli eftir langt og gæfu- ríkt ævistarf. Hann lauk embættis- prófi í Þýskalandi 1934 og hélt að því loknu heim til íslands tilbúinn til starfa. Við heimkomuna var hon- um veitt héraðsiæknisembætti í Austfírðingafjórðungi og var í heimili hjá Bergi Jónssyni á Ketil- stöðum á Völlum, en þeir bræður voru honum báðir innan handar, einkum Pétur á Egilsstöðum. Þetta umdæmi var firna víðlent, talið frá Geirólfsgnúp suður um firði að Austur-Skaftafellssýslu. Asgeir heitinn lét hvorki aftra sér víðáttu héraðsins né frumstæðan og oft erfiðan ferðamáta. Geta má nærri að tæki og taska læknisins var ekki léttavara á langferðum. Mest var treyst á hesta og eigin fætur því bílferðir voru nánast eng- ar. Þar skorti vegi og ökutæki. Ás- geir gegndi þessu embætti í fimm ár en flutti þá til Reykjavíkur og stundaði dýi-alækningar þar næstu tíu árin. Árið 1950 var hann skipaður hér- aðsdýralæknir Gullbringu- og Kjós- arsýslu. Þar var stundaður stórbú- skapur umhverfis hinn ört vaxandi markað fyrir landbúnaðai’vöru í þéttbýlinu í Reykjavík. Ekki var vandalaust að koma til starfa í þetta hérað þar sem á undan hon- um höfðu verið þeir Hannes Jóns- son dýralæknir í Reykjavík og seinna snillingurinn Sigurður Hlíð- ar yfirdýralæknir. Bændur voru góðu vanir og kröfuharðir um öll læknisverk. Ásgeir náði fljótt vinsældum bænda í Kjalarnesþingi, enda við- bragðsfljótur, laginn og röskur við öll læknisverk. Hann var hlýr í við- móti, glaðsinna og vel að manni í erfiðum verkum. Ásgeir var heldur ekki alls kostar ókunnugur í hérað- inu því hann hafði verið til heimilis hjá frænda sínum Sigurjóni í Norð- ur-Gröf á Kjalarnesi á mennta- skólaárunum, en hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1927 með góðum vitnisburði, og hafði þá notið stuðnings Sigurjóns föðurbróður síns. Við yngi-i bændurnir þekktum til Ásgeirs frá fyrri árum er hann var í íþróttum og keppti fyrir Armann. Hann var alhliða maður í frjálsum íþróttum og varð frægur er honum tókst fyrstum íslendinga að kasta spjóti yfir 50 metra og var það landsmet. Stundum gaf hann sér tíma til þess að leiðbeina okkur sem vorum að gutla í íþróttum og hvetja okkur til skipulegra æfinga. Hann brá sér þá út á túnblett og hvatti til dáða, sýndi okkur réttu handtökin og tækni hins þjálfaða manns. Þar fór óhjákvæmilega saman heilbrigð sál í hraustum líkama. Flestir sem þekkja til langferða- aksturs kannast við þann ofur- þunga sem oft leggst á langþreytt- an og svefnvana ökumann. Þá er eitt sem gildir, sagði Ásgeir, en það er að stöðva bílinn, stíga út og hlaupa 100 metra sprett sem dugar næstu 50 kílómetrana. Heilbrigður metnaður ungra manna kom fram á fyrri hluta ald- arinnar í þjálfun hugar og handa, og að þjóna landi sínu og lands- mönnum með hugrekki, bjartsýni og viljaþreki. Það veganesti dugði Ásgeiri vel í vandasömu starfi og samskiptum við bændur og fjöl- skyldur þeirra. Hann var ljúfur og kátur, en lék sér ei úr máta. Hann naut í ríkum mæli virðingar og trausts. Lagvirkur var hann og sjaldan skorti hann afl sem hann fór ætíð varlega með í samskiptum við dýiin, sjúklinga sína. Þétt og örugg handtök skiptu máli þegar háð var barátta upp á líf og dauða. Hlutur eiginkonu dýi’alæknis er hvergi smár í hinu krefjandi starfi læknisins. Heimilið og síminn eina boðleiðin og nánast undirlagt á árs- tíðabundnum annatímum. Að lok- inni hven’i vitjun lágu fyrir ný boð á heimilinu, enda engir farsímar þá tilkomnir eða önnur tækniundur nútímans. Hér er við hæfi að færa frú Láru Sigurbjörnsdóttur þakkir fyrir traust og öruggt viðmót og stuðning hennar við hið erilsama starf eiginmannsins. Á kveðjustund skulu Ásgeiri heitnum færðar þakkir fyrir sam- starfið innt af hendi með ljúf- mennsku og drengskap. Sá maður sem linar þjáningar, bjargar heilsu og jafnvel lífi, hlýtur virðingu og þökk. Hann eignast traustan sess í hugum fólksins í héraðinu. Megi Ásgeir eiga góða heimkomu á fund almættisins og njóta þar ávaxta trúmennsku og vinsælda sem hann ávann sér. Fjölskyldu og öðrum ástvinum eru færðar samúðarkveðjur við frá- fall hans. Jón M. Guðmundsson. Með Ásgeiri Ó. Einarssyni fyrr- verandi héraðsdýralækni er horfinn af sjónarsviði okkar, einstakur dugnaðarmaður sem hvarvetna vildi láta gott af sér leiða, virtur og vinsæll. Ásgeir átti hann ættir að rekja til Borgarfjarðar og til Suð- ur-Múlasýslu. Hann lauk stúdents- prófi 1927 og prófi sem dýralæknir frá dýralæknaháskólanum í Hannover í Þýskalandi 1934. Við nám sem önnur störf var Ásgeir kappsamur enda jafnan í fremstu röð og alla æfi kostaði hann kapps um að auka við þekkingu sína og færni á sérsviði sínu, en var auk þess víðlesinn og stálminnugur. Ás- geir hóf dýralæknisstörf á Austur- landi, lengst af með búsetu að Ket- ilsstöðum á Völlum. Starfaði hann í full sex ár í þessu víðlenda og erfiða héraði. Eigi að síður gafst honum tækifæri til þess að „grúska“ eins og hann orðaði það. Á þessum árum herjuðu sníkjudýr ýmiskonar á sauðfé bænda og ollu víða stórtjóni. Við mjög frumstæðar aðstæður greindi Asgeir meginorsakir þess- ara vanhalda til hlítar og barðist jafnframt fyrir því að teknar voru upp aðferðir til þess að hamla gegn þeim. Lýsti hann m.a. fyrstur manna hér á landi tjóni af völdum hnísla í sauðfé og þeim skaða sem „rauði lungnaonnurinn" er hann nefndi svo, olli og lagði á ráð til varnar og lækninga. Þegar garnaveiki fór að gera vart við sig á Austurlandi, í kjölfar inn- flutnings á erlendum sauðkindum sem reyndust yera heilbrigðir smit- berar, áttaði Ásgeir fyrstur manna sig á því, hvaða voðaveiki hér var á ferð. Síðar átti Ásgeir eftir að leggja á sig ótrúlegt erfiði, þegar honum var falið að kanna út- breiðslu garnaveikinnar á Austur- landi þar sem beitt var sérstöku greiningarprófi. Fór hann þá gang- andi að vetri til, bæ frá bæ allt frá Ósi í Breiðdal norður í Núpasveit, með áhöld og búnað í bakpoka og stormlukt í hendinni þegar birtu þraut. Þrotlaust erfiði í fjárhúsum þar sem velta þurfti hverri kind við þrisvar sinnum áður en fullnaðar- aflestur og svar fékkst. Slík þrekraun var fáum fær. Hörmulegt slys í tengdafjölskyldu Ásgeh’s varð til þess að hann varð að yfir- gefa Austurland 1940. Þá hóf Ás- geir störf í Reykjavík og síðar eða árið 1950 sem héraðsdýralæknir í Reykjavíkurumdæmi. Þá var ennþá mikill búskapur í Gullbringu- og Kjósarsýslu og á götum Reykjavík- ur mátti enn sjá mjólkurkýr reknar í haga. Fjárhús og hesthús voru á dreif um bæinn, jafnvel svínabú. I Reykjavík og nærsveitum starfaði Ásgeir um nær 30 ára skeið og vann sleitulaust, verkafús, vinn- uglaður og viðbragðsfljótur og sparaði sig aldrei. Fljótt varð Ás- geir vinsæll í starfi því skepnueig- endur fundu að hann átti samleið með þeim og forðaðist að standa álengdar fjarri því sem gera þurfti. Þó var hann óragur að gagnrýna það sem honum fannst aðfinnslu- vert og gat þá kveðið fast að orði, en þó af fullri háttvísi. Alla jafnan var Ásgeir hress í framkomu svo fólki þótti gott að fá hann í heim- sókn þegar vanda bar að höndum, því honum fylgdi jafnan kátína og bjartsýni. Á þessum árum barst til landsins mjög hættulegur sjúkdóm- ur, svínapest. Barst hann með mat- arleifum frá hernum sem ngtaðar voru sem svínafóður. Hafði Ásgeir forustu um að greina þennan hættulega sjúkdóm, sem var áður óþekktur hér og koma á samstöðu um varnir gegn honum. Olli sjúk- dómurinn miklu tjóni en að lokum tókst að uppræta hann. Ungur að árum lagði Ásgeir mikla stund á íþróttir og var í fremstu röð í keppnisíþróttum um skeið og tók virkan þátt í félagsmálum íþrótta- manna um árabil. Alla tíð var auð- séð á framkomu Ásgeirs og hreyf- ingum að þar var íþróttamaður á ferð. í vinahópi var Ásgeir jafnan skemmtinn, söngvinn og frásagnar- glaður. Árið 1937 gekk Ásgeir að eiga Kirstínu Láru Sigurbjörnsdóttur, skörulega félagsmálakonu og mikla húsmóður á mjög gestkvæmu heimili. Þau eignuðust fimm börn sem öll hafa látið mikið til sín taka á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Auð- fundið var að þau voru stolt Ásgeirs og gæfa. Við hjónin kveðjum þenn- an háttprúða og hjálpsama starfs- bróður með þökk fyrir langan og farsælan starfsdag og margháttað samstarf fyrr á tíð. Öllum aðstand- endum Ásgeirs sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. Páll A. Pálsson. Ásgeir Ó. Einarsson, fyrrv. hér- aðsdýralæknir, var aldursforseti dýralækna á Islandi er hann lést laugardaginn 4. apríl sl. á 92. ald- ursári. Asgeir var einn af stofn- endum Dýralæknafélags íslands og sat í stjórn félagsins um árabil. Ásgeir var gerður að heiðursfélaga í Dýralæknafélagi íslands á hálfr- ar aldar afmæli félagsins árið 1984. Ásgeir stundaði nám í dýralækn- ingum í Hannover og Vín og út- skrifaðist þaðan 1934, sama ár og Dýralæknafélag íslands var stofn- að. Þá voru einungis starfandi fyrir fjórir dýralæknar á íslandi svo starfsumhverfi dýralækna hérlend- is var með talsvert öðrum hætti þá en nú. Ásgeir var skipaður dýra- læknir í Austfirðingafjórðungi 1934 og gegndi því embætti til ársins 1938 er hann fór til starfa á Rann- sóknastofu Háskólans til rannsókna á mæðiveikinni sem borist hafði hingað til lands með innfluttu karakúlfé 1933. Árið 1939 var Ás- geir settur dýralæknir í Austfirð- ingafjórðungi vegna rannsókna á garnaveiki, enn einum af karakúl- sjúkdómunum svokölluðu. Ásgeir var bæjardýralæknir í Reykjavík frá 1940-1950 en héraðsdýralæknir í Gullbringu- og Kjósarsýslu frá 1950-1972. Síðustu starfsár sín var Ásgeir heilbrigðisfulltrúi í Reykja- vík. Ásgeir var alla tið mjög ötull í störfum sínum sem dýralæknir, ósérhlífinn og kappsamur. Hann var hreystimenni hið mesta enda hafði hann verið góður íþróttamað- ur á sínum yngri árum. Sjálfur var ég strákur í sveit í Mosfellsdalnum á þeim árum sem hann var þar hér- aðsdýralæknir og ég minnist þess að það fylgdi honum ávallt hressi- legur andblær. Og ekki þoldi hann manni nein vettlingatök þegar hann þurfti aðstoð við einhverja aðgerð. En hann tók sjálfan sig aldrei há- tíðlega og talaði til okkar nánast sem jafningja. Hann stríddi okkur seinna meir, strákpjökkunum úr Mosfellssveitinni, sem urðum starfsbræður hans, að við hefðum nú ekki orðið dýralæknar vegna áhuga á faginu heldur vegna þess hvað við öfunduðum hann af bflun- um sem hann ók. Ásgeir koðnaði aldrei niður í dag- legu amstri og erli hefðbundinna dýi’alæknisstarfa. Hugur hans var sívakandi og áhugasamur um allt er viðkom faginu. Hann var alla tíð vísindalega sinnaður og glöggur og hefði eflaust orðið góður vísinda- maður hefði starfsvettvangur hans legið á því sviði. Hann greindi fyrstur manna hér á landi garna- veikina, bakteríusjúkdóm í kúm _og kindum, sem fyiT er á minnst. Ás- geir gi-eindi einnig á sínum tíma fyrstur manna svínapest, veiru- sjúkdóm sem hingað barst 1942. Ásgeir var alla tíð mjög áhugasam- ur um rannsóknir á sníkjudýrum í búfé, einkum í nautgripum og ligg- ur eftir hann ágæt vinna á því sviði. Við dýralæknar og makar okkar minnumst Ásgeirs þó sérstaklega sem góðs og skemmtilegs félaga. Hann sótti nær alla fundi félagsins, allt fram á efri ár. Og þar var hann hrókur alls fagnaðar, sagði skemmtisögur, söng og dansaði af hjartans lyst og slíkum krafti að hann gerði okkur sem yngri erum skömm til. Ásgeir gat því miður ekki verið með okkur á síðasta haustfundi félagsins sem haldinn var í Nesstofu á Seltjarnarnesi. I fundarhléi gafst dýralæknum kost- ur á að skoða sýningu sem sett hafði verið upp í tilefni fundarins á munum, lækningatækjum og dag- bókum, sem Ásgeir gaf safninu á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.