Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SKAGFIRSKA söngsveitín í Reykjavík. Skagfírska söngsveitin í Reykholtskirkju SKAGFIRSKA söngsveitin í Reykjavfk heldur í söngferðalag um helgina. Fyrst er ferðinni heitið til Blönduóss, en þar er kórnum boðið að taka þátt í tón- leikum þar sem fram koma þrír aðrir kórar. Tónleikarnir eru haldnir í Félagsheimilinu á Blönduósi, í dag, föstudaginn 17. apríl kl. 21 ojg eni þeir liður í Húnavöku. A morgun, laugar- daginn 18. april, heldur kórinn svo sjálfstæða tónleika í Reyk- holtskirkju í Borgarfirði kl. 14. Efnisskráin er fjölbreytt, ýmis innlend og erlend kórlög, ein- söngs- og tvísöngslög, m.a. flytur kórinn Hallelúja-kórinn úr Messí- asi eftir F.G. Handel. Einsöngv- arar eru þau Guðmundur Sig- urðsson tenór og Kristín Sigurð- ardóttir sópran. Starf Skagfírsku söngsveitar- innar hefur verið öflugt í vetur. I kórnum eru um það bil 80 fé- lagar. I haust hélt kórinn tvenna tónleika á Suðurlandi. Framund- an er auk söngferðalagsins hinir árlegu vortónleikar kórsins sem eru að venju haldnir í Lang- holtskirkju á sumardaginn fyrsta og laugardaginn þar á eftir. Stjórnandi kórsins er Björgvin Þ. Valdimarsson og undirleikari er Ingunn Hildur Hauksdóttir. Morgunblaðið/Silli TÓNLISTARMENNIRNIR sem héldu tónleika í Safnahúsinu á Húsavík á páskadag. Kammertónleikar á Húsavík Hiísavík. Morgunblaðið. KAMMERTÓNLEIKA héldu sex Tónleikar Lúðrasveit- ar verka- lýðsins LÚÐRAVEIT verkalýðsins heldur vortónleika í Tjamar- bíói laugardaginn 18. apríl kl. 15. A efnisskránni eru m.a. verk eftir Arna Björnsson, Reinhold Gliére, Germaine Ta- illeferre, Julius Fucik, Gustaf Holst og William Walton. Alls leika um 40 hljóðfæra- leikarar með Lúðrasveit verka- lýðsins. Stjómandi sveitarinn- ar er Tryggvi M. Baldvinsson. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Tónleikar í Gerðubergi falla niður FYRIRHUGAÐIR ljóðatón- leikar Gerðubergs með Alinu Dubik altsöngkonu og Gerrit Schuil píanóleikara, sem áttu að vera núna á laugardaginn, falla niður vegna veikinda. Er tónleikunum frestað fram á haust. hljómlistarmenn í Safnahúsinu á Húsavík á páskadag. Þar komu fram listamennimir Edward Frederiksen básúnuleikari, Guðrún Sigurðardótt- ir sellóleikari, Herdís Jónsdóttir sem lék á víólu, Laufey Sigurðardóttir sem lék á fiðlu og Steef van Ooster- hout sem lék á marimba. Efnisskráin var fjölbreytt, meðal annars verk eftir Roger Boutry, Pi- erre Max Dubois, Ai-am Katsaturian, Mozart og frumflutt var verkið Vor- tré eftir Jónas Tómasson. Tónleikunum lauk með flutningi kvennanna fjögurra, sem allar em af þingeyskum ættum á Píanókvartett í Es-dúr KV 493 eftir Mozart. Aðsókn var góð og tilheyrendur þökkuðu ákaft góða skemmtun. Allir fyrir einn KVIKMYJMPIR lláskólabíó og Laugarásbíð MAÐURINN MEÐ JÁRNGRÍMUNA „The Man in the Iron Mask“ ★ ★ Leikstjórn og handrit: Randall Waliace. Aðalhlutverk: Leonardo DiCaprio, Jeremy Irons, Gérard Depardieu, John Malkovich, Gabriel Byrne. 1998. ENDRUM og sinnum minnast menn gullaldarinnar í Hollywood með því að búa til bíómyndir úr sí- gildu ævintýrunum. Það vom mynd- irnar sem gerðu stjörnur úr Douglas Fairbanks og Errol Flynn í gamla daga; sannar hetjudáðir og sverða- glamur fóm einstaklega vel saman. Ymislegt bendir til þess að sverðin séu að komast aftur í tísku. Ein af sumarmyndunum er Merki Zorros, Skyttumar þrjár var fmmsýnd fyrir ekki svo löngu, gerð eftir sögu Alex- andre Dumas, og nú kemur Maður- inn með járngrímuna, einskonar framhald af Skyttunum. í sönnum anda gömlu Hollywood tjaldar hún öllu sem til er í leikara- vali en leikhópurinn í myndinni er mjög alþjóðlegur. Aþos, Portos og Aramis eru leiknir af John Mal- kovich, sem einatt er kallaður til þeg- ar á að setja saman ábúðarmikinn leikhóp, franska leikaranum Gérard Depardieu og Bretanum Jeremy Irons, en D’Artagnan er leikinn af ír- anum Gabriel Byrne. Óþokkinn Loð- vík 14. Frakkakonungur er leikinn af nýjasta æðinu, Leonardo DiCaprio, og hann leikur einnig bróður hans í jámgrímunni; tvöfold ánægja fyrir hina ungu aðdáendur hans. Höfundur myndarinnar er svo handritshöfund- ur „Braveheart”, Randall Wallace. Sumsé frábærar pakkningar. Innvolsið mætti því vera skarpara. Myndin er æði löng og hefði þurft rösklegri klippingar við. Þetta er fyrsta mynd Wallace og hann hefur ekki sérstaklega sterk tök á leik- stjórninni. Stundum verður vart við- vaningsbragarins. Á einum stað er myndin óskiljanleg þegar skytturnar era skotnar allar sem ein í svona „Butch Cassidy and the Sundance Kid“ endi án þess að þær fái skrámu. Hvað var nú það? Handritið hefur ekki sama drifkraftinn í samtölunum og „Braveheart"; slagorðið Einn fyr- ir alla og allir fyrir einn er ofnotað. Wallace lætur sér nægja að búa til venjulegt þrjúbíó með öllum þessum efnivið en maður finnur að hann er að reyna að gera eitthvað stærra og meira án þess að ná því takmarki. Það eru fyrst og fremst leikararnir sem halda myndinni uppi. Malkovich er brúnaþungur og alvarlegur faðir sem missir son sinn fyrir gerðir kon- ungs og leitar hefnda; Gabriel Byrne er einnig brúnaþungur sem D’Artagnan, sem er í andstöðu við sína gömlu félaga þar sem hann er lífvörður konungs; Depardieu er gamanleikarinn í hópnum sem fylli- byttan Portos; Irons er skynsemin uppmáluð sem Aramis; DiCaprio er frábærlega siðlaus sem konungurinn og skemmtilega ráðlaus sem bróðir hans. Eitt af því sem fær notið sín í myndinni er aldur skyttnanna. Það er ljóst að hér era á ferð hetjur sem mega muna sinn fífil fegri og hafa einhvern tíma riðið um héruð gigtar- lausir. Tekið er að kvölda í lífi þeirra og það er ákveðin jákvæð væmni bundin við það. Tíminn er óvinur sem jafnvel skytturnar fá ekki sigrað. Arnaldur Indriðason Fjögur glerlistaverk vígð á Suðureyri ísaflrdi. Morgunbiaðið. VIÐ hátíðarguðsþjónustu á páskadag voru vígð fjögur gler- listaverk í kórgluggum Suður- eyrarkirkju. Gefendur verkanna era börn hjónanna Kristeyjar Hallbjörnsdóttur og Sturlu Jóns- sonar hreppstjóra, en þau hjón settu mikinn svip á mannlíf og menningu við Súgandafjörð um langt skeið og höfðu forystu um mörg þau mál er til framfara gátu tahst. Verkin voru gefin í tilefni 60 ára vígsluafmælis Suðureyrar- kirkju sem var á síðasta ári. Þrjú systkinanna voru viðstödd at- höfnina sem var hin hátíðlegasta. Fylgdi höfundur listaverkanna, Benedikt Gunnarsson listmálari, þeim úr hlaði við guðsþjónustuna og greindi frá listrænu og trúar- legu táknrófi þeirra og tjáningu. Benedikt Gunnarsson, sem er ættaður frá Súgandafirði, hefur meðal annars sérhæft sig á sviði ldrkjulistar og á þekkt verk í mörgum kirkjum landsins. í máli hans við vígslu verkanna kom fram að hann hefur sterkar taug- ar til Súgandafjarðar og Suður- eyrar og gætir þess í verkunum en myndefni þeirra sækir lista- maðurinn í texta biblíunnar. í verkunum sameinast á glæsileg- an hátt listrænt skyn og hand- bragð sem og viðamikil þekking á tálnmáli kirkjunnar í gegnum aldirnar. Suðureyrarkirkja hefur ávallt notið hlýhugs og vinsemdar Súg- firðinga, hvar sem þeir era staddir og á það ekki síður við í dag. Kirkjunni hefur verið gert margt til góða í tilefni 60 ára vígsluafmælisins og borist fjöldi veglegra gjafa. Háskóla- fyrirlestur FRANCO Andreucci, prófessor í nútímasögu við háskólann í Písa, flytur opinberan fyrirlestur á vegum heimspekideildar Háskóla Islands mánudaginn 20. apríl 1998 kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist Between Dogma and Utopia: The birth of the Italian communist identity after the Second World War, og verður fluttur á ensku. Franco Andreucci er sérfræð- ingur í pólitískri sögu og hefur sérhæft sig í sögu sósíalisma og marxisma á Ítalíu. Hann hefur skrifað fjölda greina og bóka um efnið á undanfórnum árum og haldið fyrirlestra bæði austan hafs og vestan. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Tónleikar Tónlistar- skóla Garðabæjar „Við byggjum skóla“ SÍÐASTLIÐIÐ vor var tekin ákvörðun um byggingu nýs skólahúsnæðis fyrir Tónlistar- skóla Garða- bæjar sem verður tekið í notkmyhaustið 1999. í vetur hafa kennarar skólans staðið fyrir tónleik- um í Kirkju- hvoli til þess að lýsa á tákn- rænan hátt yf- ir stuðningi við framtakið og jafnframt til þess að vekja athygli á því mikilvæga uppeldis- og fræðslustarfi sem unnið er á vegum skólans. Kenn- aramir og gestir þeirra gefa vinnu sína við tónleikana og rennur aðgangseyririnn óskertur í sjóð sem nýttur verður til tækjakaupa fyrir skólann. Sjöttu og síðustu tónleikarnir f tónleikaröð þessa skólaárs verða haldnir í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju sunnudaginn 19. apríl kl. 16.00 og eru þeir í um- sjá Péturs Jónassonar gítarleik- ara. Ásamt honum verður Hrafnhildur Hagalín gítarleik- ari. Á efnisskránni eru einleiks- og samleiksverk fyrir gítar eftir John Dowland, Francisco Tár- rega, Erik Satie og Mauro Giuli- ani. Eftir tónleikana gefst kostur á að sjá fullnaðarteikningar af skólanum og rabba saman yfir kaffibolla og meðlæti. Einleikara- próf í Fella- og Hóla- kirkju TÓNLEIKAR verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykja- vík í Fella- og Hólakirkju sunnu- daginn 19. apríl kl. 20.30. Tón- leikamir eru síðari hluti ein- leikaraprófs Johanne Kettu- nen, flautuleik- ara frá skólan- um. Píanóleik- ari er Lára S. Rafnsdóttir. Á efnisskrá eru Sónata í E-dúr, BWV 1035 eftir J. S. Bach, Sumarleik- ur fyrir flautu og engisprettur eftir Usko Meriláinen, Fantaisie brillante sur Carmen eftir Francois Borne, Sónata eftir Francis Poulenc, Næturljóð eft- ir Jean Sibelius og Ballaða eftir Frank Martin. Samsöngur í Seltjarnar- neskirkju KÓR Fjölbrautaskólans við Ár- múla og kór Kvennaskólans í Reykjavík halda sameiginlega tónleika í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 19. apríl kl. 20.30. Á efnisskrá kóranna eru, auk annars, kirkjuleg verk, þjóðlög, auk sönglaga eftir innlenda og erlenda höfunda. Stjómandi kórs Fjölbrauta- skólans við Ánnúla er Sigvaldi Snær Kaldalóns, en Sigurður Bragason er stjórnandi kórs Kvennaskólans í Reykjavík. Pí- anóleik með kórunum annast Jón Sigurðsson. Aðgangur að tónleikunum er 500 kr. Ljóð og saga með vorfagnað KVÖLDVÖKUFÉLAGIÐ Ljóð og saga heldur árlegan vorfagn- að laugardaginn 18. apríl i Húna- búð, Skeifunni 11, kl. 21. Margt verður þar til skemmt- unar. M.a. mun Húnakórinn syngja og taka þátt í vorfagnað- inum. Nánari upplýsingar hjá Hrafn- hildi Kristinsdóttur, formanni fé- lagsins. Allir velkomnir. Pétur Jónasson, gítarleikari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.