Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 54
JP 54 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR JÓNA GÍSLÍNA „ SIGURÐARDÓTTIR „ J. Jóna Gíslína Sig- I urðardóttir fæddist í Reykjavík 2. september 1910. Hdn lést á hjúkrun- arheimilinu Skjóli hinn 6. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sigurð- ur Sigurðsson sjó- maður og kona hans Ambjörg Guðmunds- dóttir húsmóðir. Systkini hennar eru Olafía Sigurðardótt- ir, f. 29.3. 1913, og Guðmundur Valur Sigurðsson, f. 29.3.1921. Hinn 2. ágúst 1930 giftist Jóna fyrri manni sínum, Karli Óskari Sigmundssyni, f. 25.3. 1910, d. 4.8. 1937. Þau eignuðust þijár dætur. Þær era: 1) Guðríður, f. 3.9. 1930, d. 18.5. 1988. Hún gift- ist Agnari Hannessyni, börn þeirra eru fjögur. Þau slitu samvistir. Seinni maður hennar er Ragnar Sigurðs- son. Þau eignuðust einn son. 2) Margrét, Sigríður, f. 27.9. 1931. Maður hennar er Herbert Svavars- son. Þau eiga þrjú böra. 3) Karlotta Ósk, f. 18.2. 1935, d. 8.12. 1935. Hinn 9. maí 1943 giftist Jóna seinni manni sínum, Brynjólfi Magnús- syni, f. 13.8. 1920, d. 25.3. 1994. Þau eignuðust einn son. Hann er: 4) Sigurður Brynj- ólfsson, f. 11.12. 1942. Kona hans er Guðborg Olgeirsdóttir og eiga þau þrjú böm. Utför Jónu fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jóna systir mín kvaddi þetta líf áðfaranótt 6. apríl, tæpra 88 ára að aldri. Langri og erfiðri göngu er lokið. Það fólk sem náð hefur svo háum aldri, hefur lifað miklar '■* breytingar á lífskjörum í þessu landi. A fyrstu áratugum þessarar aldar var lífsbaráttan hörð. At- vinnumöguleikar voru ekki miklir og fátækt mikil. Þegar lokið var venjulegri barnaskólagöngu þurftu unglingar að fara að vinna fyrir sér. Var þá helst um að ræða fyrir ungar stúlkur að ráða sig í „vist“, eins og svo var kallað á þeim tím- um, en nú heitir „heimilishjálp". Það varð hlutskipti Jónu, eins og flestra stúlkna í þá daga. Við slík Hr störf vann hún í nokkur ár. Ung að árum kynntist hún mannsefni sínu, Karli Oskari Sigmundssyni. Það var sannkölluð heppni á þeim tíma að fá gott starf, en Karl var svo lánsamur að hann fékk vinnu hjá Landssíma íslands. Erfitt var á þeim tíma að fá leiguhúsnæði í Reykjavík, en þeim tókst að fá leigt lítið herbergi með aðgangi að eld- húsi. Fyrsta barn þeirra hjóna var Guðríður (Lillý). Hún fæddist hinn 3. september 1930. Ári seinna fæddist þeim önnur dóttir, Mar- grét (Maddý), hinn 27. september 1931. Jóna var þá alvarlega veik af lungnabólgu og lá á Landspítalan- um þegar hún fæddi telpuna. Heilsufar hennar var því slæmt fyrst eftir barnsburðinn. Því var það, að föðurforeldrar Maddýar litlu, þau hjónin Sigmundur og Margrét, tóku hana í fóstur og hjá þeim ólst hún upp allt til unglings- ára. Fyrstu hjúskaparárin voru þeim Karli og Jónu ánægjulegur tími og lífið blasti við þeim. Fljótt skipast veður í lofti og ógæfan dundi yfír. Árið 1935 veikist Karl af lugnaberklum, sem á þeim tíma var hinn mesti vágestur. Hann þurfti því að leggjast inn á Vífils- staði. Eins og gefur að skilja var þeim hjónum það erfítt tímabil. Enn fæddist þeim þriðja dóttirin, Karlotta Ósk, en um það leyti leigðu _þau þá niðurgrafna kjallara- íbúð. I þeirri íbúð bjó Jóna með dætur sínar tvær en Karl var á Víf- ilsstöðum. Á þessum árum voru engir styrkir né stofnanir sem veittu fólki hjálp undir slíkum kringumstæðum. Enn urðu þau hjón fyrir áfalli. Karlotta litla veiktist af lungnabólgu, sem þá var illlæknanleg og af afleiðingum hennar deyr hún aðeins tíu mánaða gömul. Batinn hjá Karli lét á sér standa og berklarnir ágerðust og átti hann ekki afturkvæmt af Víf- ilsstöðum. Árið 1935 lést Karl, að- eins 27 ára gamall. Eftir lát manns síns bjó Jóna með elstu dótturina Lillý í húsnæði sem hún fékk leigt hjá föðurbróður sínum Jóni Sigurðssyni á Hverfís- götu 75 (Blómsturvöllum). Eftir það fór hún að vinna við ræstingar, lengst af í húsi KFUM og K. Stund- aði hún það starf í nokkur ár. Á því tímabili kynnist Jóna seinni manni sínum, Brynjólfi Magnússyni. Þau giftu sig hinn 9. maí 1943 og byrj- uðu búskap á Hverfisgötunni. Þar fæddist þeim sonur sem var gefið nafnið Sigurður, eftir móðurafa sín- um sem þá var látinn. Brynjólfur vann fyrstu árin hjá Olíufélagi ís- lands en seinna keypti hann vörubíl. Mörg ár vann hann sem vörubíl- stjóri, lengst af hjá Reykjavíkur- borg. Af Hverfísgötu fluttu þau á Vesturgötu og leigðu þar í nokkur ár, en í kringum 1950 keyptu þau íbúð á Bústaðavegi 85 þar sem þau áttu mörg góð ár. Á þessum árum voru tímarnir að breytast og fólk farið að fara í siglingar. Árið 1949 fóru þau í sína fyrstu siglingu til Danmerkur. Síðar sigldu þau með ms. Heklu til Skotlands og Noregs. Einnig ferðuðust þau innanlands. Jóna systir reykti ekki og smakk- aði aldrei áfenga drykki en hún gat verið hrókur alls fagnaðar innan um vini og kunningja sem höfðu vín um hönd. Oftast var hún kátust allra í selskapnum, svo skemmtileg var hún, en sannleikurinn var sá að hún smakkaði aldrei neitt sterkara en „sinalco“. Jóna var afar ljóðelsk. Þegar út komu ljóðabækur Davíðs Stefánssonar og Tómasar Guð- mundssonar, en þeir voru uppá- halds skáldin hennar, þá lærði hún öll kvæðin þeirra utan að. Jóna var ekki heilsuhraust og segja má að síðustu 15 árin hafi hún verið meira og minna rúmföst. Það var hennar lán að eiga þann mann sem hún átti. Brynjólfur var henni einstaklega hjálpsamur og umhyggjusamur eiginmaður svo af bar. Síðustu árin sem hann lifði voru honum því erfið, en hann and- aðist fyi'ir fjórum árum. Jóna var þá búin að missa elstu dóttur sína, Lillý, nokkru áður. Fljótlega eftir lát Brynjólfs fluttist Jóna á hjúkr- unarheimilið Skjól, en þá voru kraftar hennar að þrotum komnir. Þó að líkamlegt þrek væri búið var hugsunin og minnið óskert til hinstu stundar. Þess má geta að hún vissi nákvæmlega hvenær sumar starfsstúlkurnar á Skjóli fóru af vöktum og hvenær þær mættu aftur. Sögðu þær stundum að ekki þyrftu þær vaktatöfiu, það væri nóg að spyrja Jónu. Jóna átti barnaláni að fagna, börn hennar tvö sem eftir lifa, þau Mar- grét, Sigurður, makar þeirra og bamaböm, reyndust henni afar vel. Jóna systir var viðkvæm sál, hún þurfti á blíðu og umhyggju að halda og þegar manneskjan er orðin al- gjörlega öðmm háð með eitt og allt þá er dauðinn líkn frá þraut, enda var hún búin að bíða hans lengi. Ég vil þakka séra Ólöfu Ólafsdótt- ur, sem gegnir embætti í Skjóli, sem vitjaði hennar oft og veitti henni andlegan styrk. Starfsfólkinu á 5. hæð sem annaðist hana em einnig færðar þakkir. Sérstaklega vil ég þakka Huldu Sigmundsdóttur, sem var æskuvinkona og mágkona henn- ar frá fyrra hjónabandi, fyrir ein- staklega artarsemi og tryggð öll ár- in, sem urðu 78. Ennfremur þakk- læti til systkina Brynjólfs fyrh' margi-a ára vináttu og heimsóknir þehTa á Skjól. Sömuleiðis þeim Guð- rúnu og Jakobínu, sem vom í heimil- ishjálpinni og stunduðu þau hjón af alúð, svo og öllum vinum og kunn- ingjum í gegnum árin. Við hjónin og okkai' fjölskylda fæmm Maddý, Sigga og fjölskyldum innilegar sam- úðarkveðjur. Jóna var trúuð kona, hún trúði á líf eftir dauðann. Ég bið henni Guðsblessunar í nýjum heim- kynnum. Guðmundur Valur Sigurðsson. Elsku amma, langamma og langalangamma er látin. Við sökn- um hennar svo mikið, hún var alltaf góð við okkur. Við þökkum guði fyr- ir að hún fékk að sjá langa- langömmubarnið sitt, Guðna Sigurð litla. Þegar hún sá hann var hún næstum farin að gráta af gleði. Þetta var fyrsta skipti í langan tíma sem við sáum hana svona glaða og við vorum ánægð. Hún vildi alltaf hafa hreint og fint í kringum sig. Hún var alltaf glöð þegar gestir komu í heimsókn og hafði alltaf gott með kaffinu. Amma fór að veikjast eftir lát dóttur sinnar og var búin að vera rúmliggjandi í mörg ár. Við þökkum hvað þú hefur gert fyrir okkur, elsku amma, langamma og langalangamma. Við þökkum þeim sem sinntu henni á Skjóli. Sigurrós Agnarsdóttir, Jón Kristbergsson, Kristberg, Matthías, íris, Guðbjörg, Ingv- ar og Guðni Iitli. Láttu nú ljósið þitt logaviðrúmiðmitt. Hafðu þar sess og sæti, signaður Jesús mæti. (Höf.ók.) Barnabörn og barnabarnabörn. Nú finn ég angan löngu bleikra blóma, borgina hrundu sé við himin ljóma, og heyri aftur fagra, forna hljóma, finn um mig yl úr brjósti þínu streyma. Eg man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. Brosin þín mig að betra manni gjörðu. Brjóst þitt mér ennþá hvíld og gleði veldur. Þú varst mitt blóm, mín borg, mín harpa og eldur. Sigurrós. Okkur langar til að kveðja móð- ursystur okkar, Jónu frænku, eins og við kölluðum hana. Þökkum allar gleðistundirnar sem hún veitti okk- ur gegnum árin. Það var alltaf sama tilhlökkunin þegar von var á henni í heimsókn. Hlátur, gleði, frásögn og fas voru hennar einstöku kostir. Það er guðsgjöf að sjá broslegu hliðarnar í lífinu og gleðjast með öðrum eins og hún gerði meðan heilsan leyfði. Hvíldu í friði. Við sendum samúðarkveðjur til ættingja og vina. Magnfríður og Sigurbjörg Gústafsdætur. Ég ætla að skrifa nokkrar línur um hana Jónu mína sem er látin efth- erfið veikindi og lélega heilsu í mörg ár heima og síðustu árin á Skjóli. Ég kynntist Jónu þegar ég kom til hennar og eiginmanns hennar fyrh- um sjö árum sem heimilishjálp. Jóna missti manninn sinn íyrir um fjórum árum og stuttu seinna fór hún á Skjól. Brynjólfur eiginmaður Jónu, eða Binni eins og hann var alltaf kallaður, var konu sinni mjög góður. Það var stundum erfitt fyrir Binna er hann fór í bæinn að kaupa hitt og þetta fyrir Jónu og alltaf þurfti hann að vera kominn heim á réttum tíma, því Jóna var ekki róleg fyrr en Binni var kominn inn úr dyr- unum. Ég sagði alltaf við Jónu: „Þetta er allt í lagi, Jóna mín, ég fer ekki fyrr en Binni er kominn.“ Það voru ekki allir sem skildu Jónu, en hún var góð manneskja og mátti ekki vita af neinum sem átti bágt, og alltaf spurði hún mig hvernig Halldóra hefði það, en það var tengdamóðir mín. Jóna hafði gaman af að vita af hinum og þessum sem maður þekkti. Ég vil þakka þeim hjónum fyrir allar samverustundimar á Bústaða- vegi 85. Það vora góðar og eftir- minnilegar stundir og alltaf urðu þau svo ánægð er ég fór að baka fyrir þau pönnukökur, en það mátti ekki setja vanilludropa í þær, bara sítrónudropa, annars vai-ð allt ómþgulegt. Ég vil að lokum senda bömum hennar og tengdabömum og öðram aðstandendum mínar bestu samúð- arkveðjm-. Megi algóður Guð vera með ykk- ur. Guðrún. + Fjóla Vilmund- ardóttir fæddist í Vestmannaeyjum 13. janúar 1917. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. aprfl síðastliðinn. For- jg> eldrar hennar voru hjónin Vilmundur Friðriksson, f. 19. september 1883, d. 20. maí 1923, og Þuríður Pálína Páls- dóttir, f. 23. júlí 1890, d. 17. nóvem- ber 1945. Systkini Fjólu voru Karl, f. 6. des. 1909, d. 2. maí 1983, Kristinn Eyjólfur, f. 2. feb. 1911, d. 24. des. 1945, Skarphéðinn, f. 25. jan. 1912, d. 1971, Laufey, f. 1. júní 1914, d. ^ 21 feb. 1979, Unnur, f. 21 nóv. 1915, Ingibergur, f. 15. nóv. 1918, d. 29. ágúst 1986, Jóhann, f. 24. jan. 1921, d. 4. sept. 1995, og Lilja, f. 21. mars 1922. Einnig Miðvikudaginn 18. mars bárast slæmar fréttir, amma hafði greinst með illkynja mein. I kjölfarið fylgdu enn verri fréttir, meinið orðið það eignuðust þau Vil- mundur og Þuríður börnin Rósu og Hannes sem Iétust á barnsaldri. Hinn 29. nóvem- ber 1944 giftist Fjóla Sveini Helga Sigurðssyni, hús- gagnasmið, f. 7. júní 1918, d. 10. október 1970, þau eignuðust tvö börn. Þau eru Þyri Dóra, f. 18. febrúar 1945, maki Kjartan Ágústsson, f. 26. janúar 1943, og Sigurður Helgi, f. 15. september 1953. Barnabörn Fjólu eru Kristinn, maki Herdís Sigurðardóttir, Sveinn Helgi, Bóas Helgi og Fjóla Rut. Barnabarnabörn hennar eru Thelma Rut, Andrea og Tómas Árni. Útför Fjólu fór fram frá Bú- staðakirkju 16. apríl. útbreitt að ekkert var hægt að gera og aðeins dauðinn framundan, og nú er hún horfín á braut. Skammur tími ekki satt, einn daginn allt í hinu besta lagi, innan mánaðar dauða- dómur og endalok lífs eins og við þekkjum það. Amma Fjóla er farin yfir móð- una miklu til annars og betri heims. Móttökur hennar hinumeg- in verða eflaust í samræmi við líf hennar hérna megin, góðar. Fyrstu minningar mínar um ömmu eru úr Heiðargerðinu, en þar dvaldi ég oft langdvölum, hjá ömmu og afa. Fastur liður á sunnudagsmorgnum var sund með afa og síðan beint heim í Heiðar- gerðið í hrygginn sem amma hafði eldað þá um morguninn. Hryggur- inn hjá ömmu var engum öðrum líkur og þó margir hefðu reynt var hvergi alveg rétta bragðið nema hjá henni, sumir gætu haldið að þarna færi sagan um kjötsúpuna í annari mynd en svo er ekki, enda voru þessir gömlu góðu íslensku réttir hennar sérgrein og allt undir það síðasta var hún innanhandar um magn og hlutföll er elda átti slíka rétti. Nokkrum árum eftir lát afa fluttist amma að Meistaravöllum og bjó þar til æviloka. Þar stóðu dyr hennar ávallt opnar sem fyrr og mikið gladdist hún við að fá okkur barnabörnin í heimsókn svo ekki sé talað um barnabarnabörn- in, en þau trakteraði hún þannig að oft fannst manni nóg um. Sér- staklega eru minnisstæðir hinir fjölmörgu helgaimorgnar er ég leit inn í kaffi og við lásum blöðin og spjölluðum. Oftar en ekki kom upp umræða um Vestmannaeyjar, þar sem hún var fædd og uppalin. Eyjarnar voru henni alltaf kærar og ofarlega í huga og allar fréttir þaðan lét hún sig miklu varða. Sem dæmi má nefna fréttir af gengi Eyjamanna í íþróttum, slíkum fréttum sem og öðrum fréttum frá Eyjum hafði hún mikinn áhuga á og hún studdi þá af heilum hug, þótt hún hefði annars engan áhuga á íþróttum. Já, amma var alltaf Eyjakona og talaði alltaf um Eyj- arnar sem heima. Við þökkum samfylgd á lífsins leið, þar lýsandi stjörnur skína og birtan himneska björt og heið, hún boðar náðina sína en alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. Elsku amma, takk fyrir allt. Kristinn og Sveinn Helgi. Ég vildi minnast Fjólu nú þegar hún kveður okkur hér. Við kynntumst allar saman á ferða- lagi í Rúmeníu fyrir rúmum 20 árum og héldum alltaf sambandi eftir það. Ég var þá á ferðalagi með mömmu minni, Rut Þórðar- dóttur, og Fjóla var með vin- konu sinni Þórdísi Ottesen. Mamma mín og Fjóla höfðu þekkst frá fornu fari, því þær voru báðar frá Vestmannaeyj- um. Mamma og þær Þórdís og Fjóla hittust alltaf reglulega hver hjá annarri. Síðan, þegar tímar liðu fram, var ég meðtekin inn í „kompaníið“. Nú kveðjum við Fjólu, en minn- ingin um hana lifir ennþá meðal okkar. Gáski og hlátur eru mér efst í huga ef ég lít til baka og hugsa til þeirra stunda þegar við hittumst. Oft á dimmum vetrar- kvöldum, einmitt þegar þörf var fyrir að lyfta andanum aðeins upp. Hún kallaði okkur allar alltaf „stelpur" og það var oft íjör hjá okkur. I mínum huga er það mjög sér- stakt að hafa átt vinkonur sem voru næstum því 50 árum eldri en ég og kynslóðabilið hvarf. í þess- um hópi kynntist ég öðru hugar- fari en gerist meðal jafnaldra minna. Er ég mjög þakklát fyrir að hafa fengið að sjá inní þeirra ver- öld, sem var að mínum dómi jafn- vel betri. Nú er sú veröld smám saman að dofna, því að fyrir tæp- um þremur árum missti ég mömmu mína, en á milli okkar rikti alltaf mikil vinátta, þó að ald- ursmunurinn væri yfir 40 ár. Að lokum vona ég að þær hittist hin- um megin og geti tjúttað saman þar. Kveðja, Eygló Rut Óladóttir. FJÓLA VILMUNDARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.