Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR JÓHANN JÓNSSON Halldór Jóhann I Jónsson fæddist á Kálfanesi við Steingrímsfjörð 29. október 1908. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti, 2. apríl siðastliðinn. Hann var sonur Jóns Jó- hannssonar og Guðrúnar Halldórs- dóttur. Tveggja ára flutti hann með for- * eldrum sínum að Goðdal og síðan að Víðivöllum í Stað- ardai við Steingrímsfjörð, þá fjögurra ára gamall. Halldór var elstur fimm systkina en honum eldri var hálfbróðir, Karl Jónsson. Alsystkin Hall- dórs voru: Katrín, Svanborg, Þor- steinn, látinn 14. mars 1994, og Laufey. Á heimili foreldra Halldórs ólst upp fóstur- bróðir, Þórhallur Halldórsson. Halldór bjó á Víðivöllum til árs- ins 1948, en þá flutti hann ásamt móður sinni og systkinum að Stað í sömu sveit þar sem þau bjuggu til árs- ins 1956, þegar fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur. Útför Halldórs fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal; í hreiðrum fuglar hvfla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. Nú saman leggja blómin blöð, er breiddu faðm mót sólu glöð, **~i í brekkum fjalla hvfla hljótt, þau hafa boðið góða nótt Nú hverfúr sól við segulskaut og signir geisli hæð og laut en aftanskinið hverfur hljótt, það hefur boðið góða nótt (Magnús Gíslason) Eg kynntist Dóra frænda eigin- lega upp á nýtt sumarið 1993. Að- ur höfðum við ekki haft mikið af hvort öðru að segja en það breytt- ist allt umrætt sumar, við urðum 'y góðir vinir. Eg byrjaði þá að vinna hjá þeim Dóra og Kötu sem heim- ilishjálp og kom til þeirra þrisvar í viku. Hann Dóri var án efa einn sá hógværasti maður sem ég hef um ævina kynnst en með frekari og nánari kynnum komst ég fljótt að því að hann leyndi á sér og var óborganlegur húmoristi. Hann var aldrei að reyna að vera fyndinn heldur var þessi hárbeittti húmor hans honum eðlislægur og hitti alltaf í mark. Hann fylgdist vel með þjóðmálunum og áttum við oft miklar umræður um þau og í raun allt milli himins og jarðar. Ekki vorum við alltaf á sama máli enda alin upp við gerólíkar aðstæður. En þrátt fyrir þetta kynslóðarbil þá náðum við samt að mynda með okkur vináttubönd sem voru enn til staðar þó að ég hafi hætt í heim- ilishjálpinni haustið 1995 en þá byrjaði ég í háskólanum. Dóra fannst það vera heldur furðulegt uppátæki og þegar ég var að segja þeim systkinum frá öllu sem ég var að gera þar hristi hann höfuðið og sagði „þú drepur þig á þessu“. Samt veit ég að hann var stoltur af mér og þessi uppreisn gegn há- skólanum og „prófessorunum þar“ var bara á yfirborðinu því hann skynjaði það vel að þjóðfélagið var MINNINGAR að breytast og að góð menntun skiptir öllu máli. Til dæmis keypti hann alltaf miða í happadrætti Há- skólans og ef hann komst ekki sjálfur til að endurnýja þá lét hann mömmu lofa sér að sjá um það. Þetta gerði hann ekki í þeirri von að verða ríkur því peningar skiptu hann aldrei miklu máli. Þegar maður er í samvistum við mann eins og Dóra er nauðsyn- legt að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd að kynslóð hans hefur upplifað einar mestu þjóðfélags- breytingar sem nokkur kynslóð annars staðar hefur gengið í gegnum. Hann Dóri upplifði þess- ar breytingar sérstaklega sterkt því hann var bóndi sem flutti til borgarinnar þegar búskapurinn gekk ekki lengur. Hann náði mjög vel að aðlagast lífinu í borginni og skipti samhentur systkinahópur þar áreiðanlega miklu máli sem og vinnusemi hans og heiðarleiki bæði gagnvart öðrum og sjálfum sér, því Dóri reyndi aldrei að þykjast vera annar en hann var. Hann náði oft ótrúlega góðu sam- bandi við fólk og til dæmis þekkti hann alla vel í hverfisbúðinni á meðan flestir hlaupa inn og út án þess að segja góðan daginn. Hann var samt ekki mikið fyrir mann- margar veislur en þó tókst okkur mömmu að draga hann nokkrum sinnum í jólaboð hjá Simma og Helgu og hann kom í stúdenta- veisluna mína. En það furðulega var að þegar hann var kominn á staðinn var hann oftar en ekki hrókur alls fagnaðar enda eins og minnst var á áðan mikill húmoristi. Hann sá spaugilegu hliðarnar á málunum og kom þeim oft til skila í einungis einni setningu, það var nóg til að fá alla til að skella upp úr. Hann sagði alltaf það sem honum fannst og oftar en ekki spurði hann mig eft- ir á hvort hann hefði nokkuð móðgað einhvern. Það var nátt- úrulega aldrei og gerði ég mitt besta við að sannfæra hann um það. Þegar ég heimsótti Dóra á Landakot var greinilega mikið af honum dregið og það hvarflaði að mér að þetta gæti verið í síðasta sinn sem myndum hittast, héma megin að minnsta kosti. En þrátt fyi-ir að hann væri orðin svona veik- burða glitti í kímnina og tóbaksbox- ið var heldur ekki langt undan. Elsku Dóri minn, ég veit að þú varst orðin þreyttur og þér líður örugglega betur núna. Eg vona að þú hafir vitað hvað mér þótti vænt um þig og ég mun alltaf hugsa til þín með virðingu og væntumþykju. Þín frænka og vinkona Þórdís. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Eg er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp til ljóssins. Ver- ið glöð og þakklát fyrir allt sem líf- ið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu." (Ókunnur höfundur.) Til moldar er borinn í dag 17. apríl frændi minn Halldór Jóhann Jónsson. Dóri eins og við ávallt kölluðum hann var elstur fimm systkina frá Víðivöllum í Stein- grímsfirði. Næst honum er Katrírí, þá Svanborg og Þorsteinn sem nú er látinn, yngst er Laufey. Einnig átti Dóri eldri samfeðra bróður er Karl hét, og fósturbróður sem ólst upp með þeim systkinum, Harald Bjamason. Það eru blendnar tilfinningar sem sækja á hugann þegar við kveðjum vin og lífsfélaga, þakklæti fyrir að líkamlegum þrautum skuli vera lokið og söknuður eftir góðan félaga og vin. Minningar bemsk- unnar um Dóra eru sveipaðar dulúð. Þessi hægláti maður sem lét ekki mikið á sér bera, átti herbergi uppi á lofti hjá ömmu á Fossvogs- bletti 31. Efst er í huga minningin um Dóra að koma heim úr vinnu sinni og hverfa upp í herbergið sitt eða dunda sér við smíðar úti í skúr sem stóð við húsið. En þegar ég fullorðnaðist kynntist ég Dóra upp á nýtt og hann varð minn nánasti vinur. Þegar ég opnaði hárgreiðslu- stofu í hverfinu hans, kom Dóri á hverjum morgni við á stofunni í kaffi þegar hann fór í sínar daglegu morgungöngur. Kom þá í ljós þeg- ar við spjölluðum um lífið og tilver- una að Dóri fylgdist vel með þó lítið bæri á. Hann vildi vita allt um syst- urböm sín og böm þeirra og vissi ávallt hvað hvert þeirra hafði fyrir stafni. Dóri var vel inni í málefnum líðandi stundar og oft ræddum við um stjómmál og þá hitnaði honum gjaman í hamsi, en hann var alla sína tíð mikill framsóknarmaður og studdi samvinnuhreyfinguna, einnig átti bændastéttin allan hans huga. Dóri var mikill bóndi og það vom honum erfið spor að flytja til Reykjavíkur og byrja þar nýtt líf. Það var erfitt að kveðja sveitina sína og aðlagast erli borgarinnar. Samviskusemi og snyrtimennska var honum í blóð borin. Hann hafði unun af vinnu í garðinum og að snurfusa í kringum húsið. Seinustu árin bjó Dóri í Breiðagerði 10 með Katrínu systur sinni og Þorsteini bróður sínum, sem lést fyrir fjómm ámm. Öll vom þau systkinin miklir dýravinii-, þá sérstaklega kattavin- ir, og hændust ferfætlingar úr hverfinu til þeirra og allh- fengu alltaf eitthvað í svanginn. Stundum þegar ég hringdi til þeirra í Breiða- gerði og spurði þau systkinin hvort ég ætti að skreppa í búðina fyrir þau á leiðinni heim, var oft svarið „okkur vantar nú ekkert, en það er helst að það vanti fisk fyrir Idsurn- ar“. Þegar ég heimsótti Dóra í hinsta sinn á sjúkrahúsið, var mjög af honum di-egið en þegar talið barst að því að grái kötturinn hefði komið í heimsókn um morguninn og fengið fisk, glaðnaði yfír Dóra og hann brosti sínu blíðasta brosi og sagði, „það var gott“. Minningamar litaði hann fógmm litum og gaf mér margar dýrmætar gjafir, ekki ver- aldlegar, heldur gjafir af persónu- leika sínum. Blessuð sé minning Dóra frænda míns. Guðrún B. Hauksdóttir. OLOF KRISTIN ÓLAFSDÓTTIR + Ólöf Kristín Ólafsdóttir fæddist á Kolbeins- stöðum í Miðnes- hreppi 24. mars 1914. Hún lést á Landakotsspítala 3. aprfl síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Ólafs Eyjólfssonar bónda á Kolbeinsstöðum. Ólafur Jést á Hrafn- istu 1969 en Guð- rún móðir hennar úr spönsku veikinni 1918. Ólöf ólst upp á Kolbeins- stöðum hjá föður sínum og föð- urömmu Magdalenu Þorkels- dóttur. Systkini Ólafar eru: Jd- hanna Dagmar, f. 30.1. 1913, búsett í Danmörku, og Hann- esina Þrúður, f. 25.7. 1915, bú- sett í Reykjavík. Ólöf fluttist til Danmerkur 1935 þar sem hún vann ýmis störf. Þar kynntist hún fyrrverandi manni sínum Aðalsteini Richter, f. 31.10. 1912, arkitekt, og eignuðust þau einn son, Kristján Richter, f. 21.7. 1937, forstjdri, kvæntur Kristbjörgu S. Ólafsddttur. Börn þeirra eru: Linda Björk, Aðalsteinn Rafn og Sigrún Heiða. I byrjun stríðsins fdr Ólöf ásamt Kristjáni syni sínum heim til Islands í hinni sögu- legu Petsamöferð. Þegar heim kom leitaði hún á heimaslöðir sínar Suðurnesin, og kynntist þar seinni eiginmanni sínum Sveini R. Jónssyni og eignuðust þau þrjú börn sem eru: 1) Guðrún Sveins- dóttir, f. 26.1. 1943, húsmóðir í Reykja- vík. Maki hennar var Helgi Birgir Magnússon, sem lést 1986. Þau eign- uðust einn son, Sig- urð Helgason. Fyr- ir átti Guðrún Reyni og Ólaf Guðmundssyni. Faðir þeirra er Guðmundur Vignir Þórðarson. 2) Jdn B. Sveinsson, f. 25.1. 1946, framhaldsskólakennari, giftur Dóru Skúladóttur. Börn þeirra eru: Sveinn, Rakel og Ólöf. 3) Pétur R. Sveinsson, f. 9.5. 1957, trésmiður, giftur Eyrúnu Ingu Pétursddttur. Börn þeirra eru: Gerða Björg, Eiríkur Ari, Rebekka Sif og Kristín Inga. Ólöf og Sveinn slitu samvistum og bjó hún lengst af með yngsta syni sín- um, Pétri, og síðan ein eftir að hann stofnaði sitt heimili. Ólöf eignaðist 13 barnabörn og 14 barnabarnabörn. títför dlafar fdr fram frá Bú- staðakirkju 14. aprfl síðastlið- Elsku amma mín, núna ertu búin að kveðja okkur. Ég veit að foreldr- ar þínir hafa tekið vel á móti þér, með mikla umhyggju og ást að gefa þér, því þú fékkst að njóta þeirra í svo stuttan tíma. Elsku amma, ég á eftir að sakna þín. Það var svo gott að koma til þín á yngri árum og þiggja nýbakaðar pönnukökur og ískalda mjólk. Þú varst alltaf svo sterk og áttir svo mörg ráð að gefa. Já, þú gafst mér svo mikla ást, ég vil þakka þér fyrir að hafa gefið mér svona gott vegar- nesti. Elsku amma mín, ég kveð núna með vísu sem er um berjamó og bið guð að geyma þig og gefa börnum þínum styrk. Komum, tínum berin blá. Bjart er norðurfjöllum á. Svanir fljúga sunnan yfír heiði. Hér er laut, og hér er skjól. Hér er fagurt,- móti sól gleðidrukkinn feginsfaðm ég breiði. Sko, hvar litla lóan þaut, langt í geiminn frjáls á braut. Þröstur kveður þama á grænum meiði. Ertu að syngja um ástvin þinn, elsku litli fuglinn minn, eru nýir söngvar enn á seyði? Þú ert ungur eins og ég. Förum seinast saman veg, syngjum, deyjum, þú og ég, litli vin á lágum, grænum meiði, langt uppi á heiði. (Guðm. Guðm.) Rakel Jónsdóttir. Með nokkrum orðum langar mig að minnast Olafar, tengdamóður minnar, sem er látin eftir erfiða sjúkralegu. Við hjónin höfðum skroppið í nokkurra daga ferð til út- landa. Ekki óraði mig fyrir þegar við kvöddum hana að það myndi verða hinsta kveðja í þessu lífi. Kri- stján sonur hennar var að gantast við hana um að hún yrði að fara að drífa sig á fætur svo að hann gæti grillað handa henni í sumar en eng- inn veit hvenær kailið kemur. Eg held að Ólöf hafi verið tilbúin að kveðja þennan heim og mæta sínum Guði. Ólöf var mikil dugnaðarkona. Heimili hennar var alltaf hreint og strokið, fullt af blómum og allskon- ar útsaumi sem hún sjálf hafði saumað og margan sokkinn og vett- lingana prjónaði hún á barnabörnin í gegnum árin. Ég minnist líka glöðu stundanna þegar við sátum við gluggann henn- ar og horfðum á fallega útsýnið yfir höfnina og spiluðum Ólsen eða Manna. Elsku Ólöf, ég veit að vel hefur verið á móti þér tekið og þú situr nú á hvítu skýi og hlærð til okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ég þakka þér samfylgdina, hvíldu í friði. Kristbjörg. Þitt blessað ljós mér bendir á, að blessun öll þér komi frá, að allt, sem lifir, er og hrærist, af ástargæðum þínum nærist, og fyrst að sólin fagurt skín, að fógur muni dýrðin þín. (Páll Jónsson) Elsku amma. Með fáum orðum viljum við kveðja þig og þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem þú gafst okkur. Gleymum við seint þeim tíma þegar þú passaðir okkur á meðan mamma og pabbi ferðuðust. Það var alltaf svo gott að koma til þín er þú bjóst við Meist- aravelli. Við munum vel hve glöð þú varst alltaf og við gleymum því ekki hvernig þú stóðst alltaf í eldhús- glugganum og vinkaðir til okkar þegar við vorum að fara. Það var hins vegar sárt að sjá þig þennan dag. Við systurnar báðum guð að taka á móti þér. Við vissum að hann myndi taka vel á móti þér þar sem þú hugsaðir svo oft til hans og geymdir hann vel í hjarta þínu. Þegar sólin teygði arma sína inn um gluggann hjá þér, snertu og yljuðu þjáðum vöngunum þínum, vissum við að þú værir í góðum höndum. Við systurnar erum svo þakklátar fyrir að hafa fengið að vera hjá þér síð- ustu stundimar, við eram svo þakk- látar fyrir að hafa fengið að kveðja þig og finna friðinn færast yfir þig. Þegar Assi bróðir var á leiðinni til þín til að kveðja þig, færðist þoka yf- ir bæinn og Assa fannst sem einhver væri að sýna honum hve sárt hann syrgði þig. Kveðjum við þig nú, amma, með orðunum þínum; orðunum sem þú notaðir alltaf þegar þú kvaddir okk- ur: Guð geymi þig, elsku amma. Mitt líf og auðnu alla og allt, sem mitt ég kalla, ég fel í þína föður-vöm, ó, Faðir, geym þú öll þín böm. Vor gæti Guð! (Höf. ók.) Linda Björk, Aðalsteinn Rafn og Sigrún Heiða Richter. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.