Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hollendingur ákærður fyrir fíkniefnasmygl Efnin ætluð til sölu hérlendis EMBÆTTI ríkissaksóknara hefur höfðað mál á hendur þrjátíu og átta ára gömlum Hollendingi fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Akæran var gefm út sjöunda þessa mánaðar og hún birt Hollend- ingnum í fyrradag í Héraðsdómi Reykjavíkur, en maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi hérlendis vegna þessa máls í rúma fjóra mán- uði. Gæsluvarðhaldsúrskurður hans átti að renna út í dag en hefur verið framlengdur þangað til dómur er upp kveðinn. Hollendingnum er gefíð að sök að hafa flutt hingað til lands í ágóða- skyni frá Amsterdam 901 E-töflu, eða MDMA, 376,4 grömm af am- fetamíni og 85,1 gi-amm af kókaíni. Efnin fundust í fórum ákærða við komu hans til Keflavíkur 11. desem- ber síðastliðinn og segir í ákærunni að honum hafí verið ljóst að fíkni- efnin voru að verulegu leyti ætluð til sölu hér á landi. I samtali við Morgunblaðið sagði Ragnheiður Harðardóttir, saksókn- ari hjá embætti Ríkissaksóknara, að það væri gert ráð fyrir að málið yrði tekið fyrir hjá Héraðsdómi Reykja- víkur 29. aprfl næstkomandi. Óskað var eftir gögnum frá Sviss í tengslum við rannsókn málsins og hefur þeirra verið beðið um nokkurt skeið, en er loks vænst fyrir aðal- meðferð málsins. Þau gögn eru talin geta haft áhrif varðandi refsiá- kvörðun þar sem þau fjalli um meint fyrri brot mannsins erlendis. Morgunblaðið/Árni Sæberg FRAMKVÆMDIRNAR á Kjalarnesi sem þrír íbúar hafa kært. Jarðvegsskipti kærð á Kjalarnesi ÞRÍR íbúar á Kjalarnesi hafa kært til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála leyfisveitingu sveitarstjórans á Kjalarnesi við því að verktaki hófst í gær handa við að skipta um jarðveg á svæði þar sem byggingarleyfi hefur ekki ver- ið veitt. Jónas Vigfússon, sveitarstjóri á Kjalarnesi, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær hafa veitt verk- taka leyfi til þess að skipta um jarð- veg á svæðinu en leyfisveitingin næði ekki til neins annars. Hann segir að verktakhm skipti um jarð- veg á svæðinu á eigin ábyrgð og eigin kostnað í trausti þess að bygg- ingarleyfi verði veitt. „Hann hefur mitt munnlega leyfi,“ sagði Jónas. Bærinn hefur úthlutað lóðum undir íbúðir til verktakans en af- greiðsla sveitarstjórnarinnar á deiliskipulagi er nú til staðfesting- ar hjá Skipulagsstofnun. Jónas sagðist hafa fengið vit- neskju um það f gær að til stæði að kæra jarðvegsskiptin og krefjast þess að framkvæmdirnar yrðu stöðvaðar. Jónas sagði að kærend- ur hefðu ekki snúið sér til sín með beiðni um að framkvæmdir yrðu stöðvaðar. Mótmæli íbúanna lúta að því að breytingar séu gerðar á deiliskipu- lagi þannig að vegur og umferð verði færð nær lóðum húsa þeirra en gert hafði verið ráð fyrir sam- kvæmt fyrra skipulagi. Morgunblaðið/Árni Sæberg RANNSÓKNAHÓPURINN fór yfir stöðu mála vegna hitasóttarinnar á Keldum í gær. Fundur um hitasótt í hrossum með sænskum sérfræðingi Rannsóknum á sjúkdómnum verður haldið áfram RANNSÓKNA- HÓPUR sá sem unnið hefur að rannsóknum á hita- sótt i hrossum á undanförnum vik- um átti í gær fund á Keldum með Berndt Klingeborn, yfirmanni veiru- rannsóknastofu dýralæknastofnun- ar sænska ríkisins í Uppsölum, en hann hefur þar yfírum- sjón með fímmtán manna rannsókna- hópi sem vinnur að rannsóknum á hitasóttinni. Berndt Klingeborn sagði í sam- tali við Morgunblaðið að fundin- um loknum að farið hefði verið yfír allt sviðið, gerð grein fyrir smitdreifingu, sjúkdómsein- kennum, rannsóknunum fram að þessu og lagt á ráðin um áframhaldandi rannsóknir, en meðal þess sem stendur til að gera eru sýkingartilraunir. Nú þegar hefur verið prófað íyrir átján mismunandi veiruteg- undum og tveimur bakteríum, sem algengar eru í hestum ann- ars staðar í heiminum, og allt gef- ið neikvæða svönin. Klingebom segir að enn sé eftir að prófa þrjár eða fjórar veirutegundir, sem þó séu afar ólík- legar, þar sem ein- kennin séu ekki þau sömu og í hestunum sem sýkst hafa hér á landi, en allt verði skoðað, rannsóknum og kortlagningu sjúk- dómsins verði haldið áfram þar til niður- staða fáist. Alltaf neikvæð svörun Eggert Gunnars- son, dýralæknir á Keldum, sem veitir íslenska rannsókna- hópnum forystu, segir að ýmsar ólíkar aðferðir hafí verið notaðar við rannsóknimar; svo sem blóð- prófanir, veiruleit og veimrækt- un en allt beri að sama brunni, alltaf sé svörunin neikvæð. „Þannig að þetta virðist ekki vera neinn af þessum hefð- bundnu hrossasjúkdómum sem menn þekkja í nágrannalöndum okkar. Við höldum nú samt enn- þá að þetta sé jafnvel veira sem er til staðar erlendis en menn verða af einhverjum ástæðum ekki varir við,“ segir hann. Egg- ert segir að rannsóknum verði haldið áfram af krafti, hér á landi jafnt sem í Uppsölum, auk þess sem send hafí verið sýni til rann- sóknastofnana í Ástralíu, Sviss, Englandi, Bandaríkjunum og víð- ar. Vonast til að sýkingartilraunir gefi mikilvægar upplýsingar „Nú höldum við að þetta sé veirusýking, en við höfum enn ekki sannað það,“ segir Klinge- born og bætir við að hann vonist til að sýkingartilraunir muni gefa mikilvægar upplýsingar um sjúkdóminn. Sigríður Björns- dóttir, dýralæknir hrossasjúk- dóma, skýrir sýkingartilraunirn- ar þannig: „Við ætlum að taka líffæri eða skít úr veiku hrossi, sem síðan er síað með sérstökum hætti þannig að aðeins veirur komast í gegn, svo er því spraut- að í hross og athugað hvort það veikist." Hún tekur þó fram að slíkar tilraunir muni einungis geta staðfest hvort um veiru sé að ræða, en ekki hver veiran sé. Sigríður segir ennfremur að á miðvikudag hafi verið hafín til- raun sem miðar að því að komast að því hversu lengi hross séu smitberar. Hross sem voru veik fyrir annars vegar tveimur vik- um og hins vegar fjórum vikum voru flutt frá Reykjavík og Hvolsvelli austur í Vík í Mýrdal, þar sem veikin er enn ekki kom- in upp, í þeim tilgangi að finna út hvort þau muni smita út frá sér. Berndt Klingeborn Kynnisferð reykvískra skólastjóra til Singapore lokið Meiri agi og mikil virðing borin fyrir kennurum AGI er mun meiri í gi-unnskólum Singapore en þekkist í grunnskólum Reykjavíkur og mikil virðing er borin fyrir kennuram, að sögn Þorsteins Sæberg, formanns skólastjórafélags Reykjavíkur, en hann var einn þeiiTa skólastjóra sem fóru í kynnisferð til Singapore að kynna sér skólastarf. Þorsteinn sagði jafnframt að mikill keppnisandi ríkti meðal nemenda og að próf og kannanir væni tíð. Ljóst væri að þar stæðu nemendur mun framar í stærðfræði þrátt fyrir jafn margar kennslustundir og í reykvísk- um grunnskólum en kennsla í stærð- fræði væri skipulögð á annan hátt. „Nemendur eru ákaflega agaðir í hegðun og vinnubrögðum í skólunum en rétt er að minna á að með aga á ég ekki við ofbeldi," sagði Þorsteinn. „Börnin sem við hittum að máli voru ekki þvinguð á nokkurn hátt né virt- ust þau vera heft í framkomu." Skólastjórarnir heimsóttu almenna grunnskóla sem valdir voru af menntamálaráðuneytum beggja landa og var leitast við að kynna sem fjölbreyttust sjónarhorn. Sjálfstæð vinnubrögð „Það kom mér á óvart hvað tölvu- væðingin er komin langt í grunnskól- unum,“ sagði Þorsteinn, „og hvað nemendur eru sjálfstæðir í sínum vinnubrögðum. Sem dæmi má nefna að þegar kennari lagði fram verkefni þá voru fyrstu viðbrögð nemendanna ekki þau að leita frekari skýringa hjá kennaranum eins og algengt er að ís- lenskir nemendur geri heldur reyndu þau að leysa verkefnið sjálf áður en leitað var eftir aðstoð.“ Sagði hann að námskrá skólanna væri mjög skýr og allar áætlanir mjög nákvæmar. Námsefnið virtist almennt viðameira og í stærðfræði t.d. væru þau töluvert langt á undan. Ein ástæðan gæti verið að hans mati að töluverð stærðfræðikennsla hæf- ist þegar við upphaf skólagöngu, eða við 6 ára aldur. Eftir tveggja ára nám væru þau komin töluvert fram- Keppnisandi og tíð próf meðal nemenda úr íslenskum börnum og við lok grunnskólanáms væru nemendur í Singapore jafnvel tveimur árum á undan íslenskum jafnöldrum sínum í stærðfræði þrátt fyrir jafn margar kennslustundir. Sama ætti við um önnur fóg eins og tungumál, heimil- isfræði og aðrar námsgreinar, fjöldi kennslustunda væri sá sami. Áhersla á próf og keppni Þorsteinn sagði að sér hefði einnig komið á óvart hversu mikil áhersla er lögð á próf í skólunum og á ýmsa keppni milli nemenda og skóla. „Öll samræmd próf sem tekin eru, eru samin í Cambridge í Englandi,“ sagði Þorsteinn. „Þeir taka bara það besta. Það er því eng- in tilviljun að þau eru hærri en ís- lensk börn í könnunum. Þau eru þjálfuð í keppni og þar ríkir keppn- isandi í öllu sem gert er.“ Sagði Þorsteinn það hafa vakið athygli að verulegur metnaður ríkir í skólun- um um að standa sig vel. Niðurstöð- ur væru birtar og verulegt mark tekið á öllum könnunum sem lagðar væru fyrir bæði nemendur og kenn- ara. „Það eru t.d. tekin samræmd próf í 9 ára bekk og síðan er veru- lega unnið með niðurstöðuna og tekið mið af henni. Nemendum hjálpað eða skipulagi breytt eftir því sem við á,“ sagði hann. „Eg tel að vinna megi mun meira með þær kannanir, sem lagðar eru fyrir ís- lenska nemendur og að stokka megi upp hlutina." Agamál skoðuð Þorsteinn sagði að skólastjórar í Reykjavík kæmu til með að skoða agamál í grunnskólum borgarinnar, sem væru mjög alvarleg. „Ef til vill er þetta spegilmynd foreldranna og agans í þjóðfélaginu, ég veit það ekki, en við verðum að snúa þessu við,“ sagði hann. „Börnin í Singapore eru ekki greindari en íslensk börn en virðing nemendanna þar fyrir kenn- urum, virðing foreldra fyrir skólan- um og virðing almennt í þjóðfélaginu fyrir grunnskólanum stakk mig verulega. Þar segja menn að grunn- skólinn skipti öllu máli fyrir framtíð- ina. Þannig er hugsanagangurinn." Þorsteinn telur að þær upplýsing- ar sem fengust i ferðinni muni án efa koma til með að hafa áhrif á skóla- starfið í skólum borgarinnar og ekki ólíklegt að menn veltu því fyiár sér hvort tíminn í yngstu bekkjum grunnskólans væri nægilega vel nýttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.