Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTJÁN G UÐMUNDSSON •' Kristján Guð- I mundsson fædd- -ist á Hamraendum í Stafholtstungum 8. maí 1905. Hann lést á Dvalarheimili aldr- aðra, Borgarnesi, 4. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Kristjánsson, f. 23. apríl 1862, d. 28. febrúar 1934, póstur í 25 ár, fyrst á milli " ' Akraness og Stykkis- hólms og síðan milli Borgarness og Búð- ardals, og Guðbjörg Ólafsdóttir, f. 5. júní 1871, d. 9. júní 1952. Systk- ini Kristjáns voru: Guðrún, f. 30. ágúst 1896, Steinunn, f. 20. nóv- ember 1897, Ingibjörg, f. 5. janú- ' ar 1900, Kristján, f. 13. september 1901, d. 1902, Gunnhildur, f. 11. desember 1907, Ólafína, f. 30. desember 1909, Ragnheiður, f. 27. september 1911. Eina hálf- systur, samfeðra, átti Kristján, ;j Sigurbjörgu frá Svignaskarði, f. | 6. janúar 1899. Systumar em all- ar látnar, Ragnheiður, sú yngsta, lést í vetur. Fyrstu 12 árin átti C> Blessaður karlinn hann Kristján vinur minn frá Asbjamarstöðum er dáinn og kominn yíir í sælli veröld þar sem án vafa er vel tekið á móti mönnum eins og honum. Kristján var orðinn háaldraður og upp á síðkastið hafði hann þrátt fyrir dugnað sinn og jákvætt lífsviðhorf orðið að lúta í lægra haldi fyrir Elli kerlingu og skæðum sjúkdómi. 'V Þegar ég var ung var ég í kaupa- vinnu á Asbjamarstöðum eins og við fleiri Fljótstungusystur hver fram af annarri. I Fljótstungu var alltaf nóg af stelpum og með skyld- um að skipta, því að við Gunna er- um systkinadætur. Þama var gam- an að vera. Þar var ég meira að segja eingöngu í útiverkum, aðal- lega heyskap, sem var reyndar mín besta skemmtun. Þetta var þjóð- legur heyskapur, enda var öld dráttarvélanna ekki gengin í garð heldur notast við orf og hrífu, hestasláttuvél og -rakstrarvél og -ýtu, sem var dregin af hestum, góðum og vel tömdum eins og vænta mátti. Það var gaman að ~y vinna með Kristjáni. Hann kenndi mér að slá umskæfumar með orfi og ljá, því að sjálfur þoldi hann illa orfasláttinn vegna bakveiki. Hann var einstaklega laginn og þolin- móður að búa í hendumar á mér og þó að teigurinn væri í fyrstunni eins og kýrkropp lagaðist það furðu fljótt og kaupakonan var hin ánægðasta. Henni hentaði vel að ganga að fóstu verki, sem þarfnað- ist engrar sérstakrar hugsunar. Hann kenndi henni líka að binda sátur, sem síðan vom fluttar á hestvagni. Það kunni hún ekki fyr- ir, því að hún átti eldri bræður. Ekki var hægt að hugsa sér ^ betri húsbónda en Kristján. Aldrei vakti hann kaupakonuna á morgn- ana heldur fór sjálfur og sótti kýmar í hagann. Satt að segja kom fyrir að hann væri búinn að mjólka eina eða jafnvel tvær, þegar kaupa- konan drattaðist á fætur. Þegar hún baðst afsökunar sagði Krist- ján: „Mér hefur nú fundist að þegar unglingar sofa á morgnana sé það bara af því að þeir þurfi þess með.“ Svona svar gleymist ekki, enda þótt brátt sé liðinn mannsaldur síð- ^ an. _ Snyrtimennska sat í fyrirrúmi á Asbjarnarstöðum bæði úti og inni og Gunna frænka var og er mynd- arleg húsmóðir - jafnvel einum of að einu leyti - og þetta þarfnast vissulega skýringar. Hún átti nefnilega alltaf eitthvað gott með kaffinu og slíkt ber síst að lasta, enda kunni ég vel að meta það Krislján heima á Hamraendum en fluttist síðan með foreldrum sínum að Brekku í Norðurár- dal þar sem þau voru í eitt ár og fluttu þau þá á Sleggjulæk í Stafholtstungum. Eftirlifandi eigin- kona Kristjáns er Guðrún Halldórs- dóttir frá Ásbjarnar- stöðum í Staf- lioltstungum. Þau giftust 13. maí 1934. Foreldrar hennar voru Halldór Helgason, bóndi og skáld frá Ásbjamarstöðum, f. 19. september 1874, d. 7. maí 1961, og Vigdís Valgerður Jónsdóttir frá Fljótstungu í Hvítársíðu, f. 26. september 1880, d. 24. október 1938. Dóttir Kristjáns og Guðrún- ar er Vigdís Valgerður, f. 17. apr- íl 1935. Kristján og Guðrún bjuggu á Ásbjamarstöðum frá 1934 til 1980, þá fluttu þau í Borgames. títför Kristjáns fer fram frá Borgaraeskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. þangað til áratugum seinna, þegar þetta gloppaðist upp úr henni: „Þegar ég á ekkert með kaffinu fer ég stundum með vísur fyrir gestina í staðinn.“ Stundum fékk ég hvort tveggja, en hún var samt miklu örlátari á kökumar sínar en vísumar sínar, þangað til ég komst í þá skemmtilegu aðstöðu að safna skáldskap eftir borgfirskar konur á bók fyrir nokkrum ámm. Þá gerði ég góða ferð til Gunnu. Hún reynd- ist eiga efni í heila bók af bráð- skemmtilegum kveðskap enda á hún til þeirra að telja í hina ættina, ekki okkar sameiginlegu. Þetta lá í landi á Asbjamarstöðum mann fram af manni, enda greinilega arf- gengur eiginleiki. Kristján var líka með skemmti- legri mönnum og hafði ríkulega kímnigáfu. Hann var hafsjór af fróðleik og kunni m.a. mikið af vís- um. Hann hafði áhuga á öllu mann- legu og var þarafleiðandi svolítið forvitinn í jákvæðri merkingu, því að hann var mikill mannvinur og vildi öllum vel, enda leið öllum vel í návist hans. Hann var traustvekj- andi drengskaparmaður og ærleg- ur fram í fingurgóma, gestrisinn og afskaplega notalegur á heimili, sem sagt hvorki hlaðkaldur né bað- stofukaldur eins og Kiljan skil- greindi mótsetninguna. Hann var afar natinn skepnu- hirðir. Vel hirtar og vel fóðraðar skepnur hlutu að gefa góðan arð og honum búnaðist vel í samræmi við það. Fyrir allmörgum áram fluttu hann og Gunna ásamt dóttur sinni Vigdísi frá Ásbjarnarstöðum og keyptu íbúð á Borgarbraut 18. Jörðin gekk þó ekki úr ættinni. Frændi Gunnu keypti hana og býr þar síðan og situr jörðina vel. Það gladdi gömlu hjónin, því að okkur búandfólki er hreint ekki sama hvað verður um ættaróðul okkar. Guðmundur Böðvarsson kunni að segja frá þeirri tilfinningu: Hér bjó afi og amma einsogpabbiogmamma; eina ævi og skamma eignast hver um sig, stundum þröngan stig. Enþúáttaðmuna alla tilveruna að þetta land á þig. Kristján kunni vel við sig í Borg- amesi. Hann var afar duglegur að fara í gönguferðir þangað sem helst var manna von, því að hann naut þess að blanda geði við fólk, enda þekkti hann flesta Borgfirð- inga meira og minna og var afar vinsæll. Hugurinn leitaði oft upp í sveit- irnar og hann fylgdist ótrúlega vel með öllu, sem þar gerðist. I vetur eftir að heilsu Kristjáns hrakaði veralega fluttu þau hjónin á Dval- arheimili aldraðra í Borgarnesi. Nú, þegar Kristján er allur, er söknuður, virðing og þakklæti efst í huga vina og vandamanna. Við, sem þekktum hann best, mátum hann mest. Það segir mikið um mannkosti hans og slíkt er aðal góðra manna. Blessuð sé minning hans. Ingibjörg Bergþórsdóttir, Fljótstungu. Nú er elsti vinur minn látinn, Kristján á Ásbjamarstöðum, sem ég er búin að þekkja frá því ég man eftir mér. Kristján var giftur móðursystur minni, henni Gunnu frænku, sem alltaf heitir svo. Minningamar streyma fram. Lítil stúlka gengur við hlið hávaxins manns, í bláum samfestingi og stígvélum, smeygir litlum lófa í stóra og trausta hendi. leiðin liggur út götu, það er snemma morguns og dögg enn á grasi þó sólin skíni. Stúlkan talar og hlær og þeim líður vel saman. Nú skal sækja kýmar. Þama er Síðufjall, Stallamir og svo Rauð- hóll, Sleggjulækur, Sandhi-yggur. Það var margt sem litla stúlkan átti eftir að læra um nánasta um- hverfið í sveitinni sinni þar sem mamma hennar og Gunna frænka ólust upp. Kýmar vora við Stekkj- armóann, grasið náði hátt á litlu manneskjunni,. langt upp fyrir stígvélin. „Kristján, sjáðu, ég óð í lærin“. Þetta er setning sem alltaf var rifjuð upp á hverju sumri í rúma hálfa öld, stundum fannst mér þetta asnalegt af mér að hafa sagt þetta, en þegar ég þroskaðist fór ég að líta á þetta með sömu augum og Kristján og fannst þetta skemmtilegt. Einnig var gæluorðið sem hann kallaði mig oft notað fram á okkar síðasta fund, en það var „rýjan mín“, það var sagt hlýtt og brosandi. Kristján var í Reykjavík, litla stúlkan orðin svona átta eða níu ára, fór með rútu frá Hveragerði til að hitta vin sinn. Það var vor, a.m.k. í endurminningunni. Krist- ján í bláteinóttu sparifötunum sín- um og í leðurskóm. Nú var gengið um götur Reykjavíkur, niður að tjöm, í Hljómskálagarðinn, keypt- ur ís í rauðu fallegu garðhúsi, rætt um hitt og þetta og hlegið. Kristján ólst upp í stórum systrahópi og kunni að umgangast stelpur á öll- um aldri. Eftir á að hyggja finnst mér að ég hafi verið í uppáhaldi hjá honum, og mér þótti mjög vænt um hann. Eg varð þeh’rar gæfu aðnjótandi að fá að koma að Asbjamarstöðum á hverju sumri, frá því ég fæddist og þangað til Kristján, Gunna frænka og Vigdís dóttir þeirra fluttu í Borgarnes. Fyrst kom ég alltaf með pabba og mömmu, síðan ein og eftir að ég eignaðist fjöl- skyldu sjálf, kom hún með mér. Síð- asta sumarið mitt í sumardvöl þar var ég 15 ára og með starfsheitið kaupakona. Þó við Kristján höfum alltaf verið mjög góðir vinir voram við ekki alltaf sömu skoðunar um starfsaðferðir, t.d. þegar átti að smala þá gerði ég alltaf allt öðravísi en átti að gera, og skildi ekki af hverju þyrfti að tala svona hvasst við mann. Mér vora fljótlega falin einhver önnur verkefni sem ég gat leyst betur af hendi og þurfti líka að leysa. Það að fara með mjólkina út í Kleifar eða að Sleggjulæk var aldrei eins skemmtilegt og þegar allir hin- ir vora hóandi upp um allt Síðufjall. Kristján lést í svefni, sofnaði og vaknaði ekki aftur hjá okkur. Þetta er sá dauðdagi sem við óskum okk- ur eftir langa ævi. Elsku Gunna frænka og Vigdís, það var gott að Kristján fékk hvíld- ina, samt er söknuður en einnig þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þessum stóra, góða manni. Heiðdis Gunnarsdóttir. + Mikael Þorfinns- son fæddist í Hrísey 27. nóvember 1911. Hann lést á Fjórðungssjúkraliús- inu á Akureyri 9. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Jóhannes- dóttir og Þorfínnur Jónsson. Mikael ólst upp í Hrísey ásamt tveimur systkinum sem bæði eru látin. Mikael var í sam- búð með Hallfríði Gunnarsdóttur sem lést árið 1982. títför Mikaels fer fram frá Akureyrakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elskulegur og kær fjölskylduvin- ur lést nú skömmu fyrir páska, ald- urhniginn, en lengst af léttstígur á ferð sinni í gegnum lífið. Þegar skrifa skal minningargrein, hvað skrifar þá rúmlega fertugur maður um nágranna sinn jafnlengi, vin og gleðigjafa, já, sannan gjafara til hinsta dags? Kannski örfá, fátækleg orð sem í litlu gera góðum manni og hans fjölskyldu sanngjöm skil. Það er lán hverjum einstaklingi að fá gott uppeldi í ákjósanlegu umhverfi. Við systkinin áttum þessari gæfu að fagna, að alast upp í þeirri frómu götu Rauðumýri á Akureyri í sam- félagi við mikið sómafólk af alþýðu- stétt, Mikki og Hallfríður í númer 9 og við í 7 og seinna í 18. Forfeður og ættir Mikaels Þorfinnssonar þekld ég ekkert nema af nokkram frá- sögnum hans sjálfs. Margar þeirra hafa líklega ekki verið sagðar af sagnfræðilegri nákvæmni en höfðu þeim mun ánægjulegra inntak, enda sumar orðnar sígildar í vinahópi. Kynni mín af Mikka hefjast um leið og ég fékk eitthvert vit í haus- inn. Hann hafði ásamt Hallfríði Gunnarsdóttur, sambýliskonu sinni, og Öldu Þorvaldsdóttur, dótt- ur hennar, skapað sér fallegt og snyrtilegt heimili í litlu einbýlishúsi í næsta húsi við okkur. Þetta var farsælt nábýli. Eg held að það hafi verið gæfa Mikka að kynnast þess- ari einstaklega ljúfu og blíðu konu sem nú er reyndar látin fyrir all- mörgum áram. Mér varð snemma ljóst að hann bar traust til Hallfríð- ar og virti hana mikils og hún umb- ar með aðdáun hina dæmigerðu veikleika í fari karlpeningsins. Hún var okkur krökkunum í hverfínu fyrirmynd hins ljúfa og milda valds, það hvarflaði ekki að neinum að brúka sig eða hafa í frammi ofstopa þegar hún var annars vegar. Það var líka algjörlega mislukkað að gera hjá henni bjölluat eða kveikja í saltpétri og sykri fyrir framan úti- dyrnar því það var enginn séns að æsa þar til ófriðar að nokkru gagni, hún tók öllu með ró og fyrirgaf. Garðurinn þeirra var fallegur, vel gróinn og hirtur og við drengirnir í hverfinu gengum um eignir Mika- els og Hallfríðar af tillitssemi. Eg held að segja megi að matjurtareit- urinn í suðausturhorninu hafi feng- ið frið að mestu leyti, en það var frekar undantekning en hitt að gul- rætur og blómkál í hverfinu næði að taka út sumarþroska sinn að fullu því víða vora svangir munnar, hraðar hendur og fljótir fætur. Þótt Mikael væri grandvar búmaður, þá var hann ekki sérlega fyrir garð- vinnu eða blómarækt, þótt hann gerði sín skylduverk eins og til stóð. Hann var fyrst og fremst sjó- maður í anda og verki, enda rak hann á sínum yngri áram um tíma útgerð í Hrísey. Þótt hann stundaði síðar ýmis störf i landi, þá var hann alla tíð nátengdur sjómennskunni. Hann kom t.d. íyrir á lóðinni mynd- arlegu stýrishúsi og notaði sem geymsluskúr fyrir ýmislegt af þeim búnaði sem hann átti og taldi nauð- synlegt að hafa við höndina ef svo bar undir. Þetta þótti mér í æsku minni mik- ið ævintýri, það væri ekki á hvers manns færi að standa fyrir svona mannvirki sem angaði af salti og tjöru langar leiðir. Skúrinn var harðlæstur og að- eins fáir fengu að koma þar inn fyrir og alls ekki krakkaormar. Mikael hugsaði vel um heimili sitt og var eilíft að draga björg í bú, bæði sjávarfang og kjötmeti af öllu tagi. I ski’afi heima í stofu bar oft á góma það sem hann hafði verið að afla til heimilisins, bæði stærð, lögun og staðsetningu bestu bitanna á þeirri skepnu sem um var rætt. Þá brá hann gjaman á það ráð að mæla út og staðsetja á sjálfum sér til skýringar fyrir okkur bjálfana. Þessar mæliaðferðir era enn talsvert mikið notaðar hjá mínu fólki og er þar með tekinn af allur vafi á því hvað um er rætt. „Sælla er að gefa en þiggja." Þetta gamla orðtak á við minn gamla og elskulega vin. I minning- unni var það regla að Mikki kom við á föstudögum í lok vinnuviku hjá Eyþóri vini sínum í súkkulaði- verksmiðjunni Lindu og þeim fé- lögum í Akra og fékk hjá þeim bæði ískex og súkkulaði og Ákra- karamellur og -brjóstsykur sem ekki hafði formast samkvæmt kröfum markaðarins. Þessa feng- um við krakkarnir í hverfinu svo að njóta, enda var bragðið af góð- gætinu það sem skipti máli, skítt með útlitið. Mikki átti alltaf eitthvað til að gefa, hann gaf og gaf. Hann var gleðimaður, söngmaður, dansari og mikil félagsvera. Mikki lét sig ekki vanta ef góður gleðskapur var á döfinni. Myndimar í minningunni era enn ferskar um manninn sem skundar upp götuna í snjáðum vinnugallanum að loknu dagsverki beint úr sútunarverksmiðju Sam- bandsins, hverfur til síns heima. Við leikum okkur áfram í forinni og eftir nokkra stund stígur út um dyrnar á nr. 9 prúðbúinn maður, lá- varður í dökkum fótum, gljáandi skóm, í frakka og með hatt, ilmandi af Williams-rakspíra, tilbúinn í hvaða veislu sem var, söng og gleði. Þau eru ómetanleg þessi minninga- brot sem koma upp í hugann á þessum tímamótum þegar komið er að kveðjustund. Allar eru minning- arnar um Mikka hlýjar og fölskvalausar. Eg leyfi mér að segja að hann hafi stundað verk sín í víngarði drottins af mikilli trú- mennsku. Hann reyndist sínum nánustu vel og rækti sínar skyldur við þá og samfélagið af fyllstu ein- lægni. Það var gæfa beggja að leið- ir hans og Hallfríðar lágu saman á sinni tíð og Alda naut þess án efa í uppeldinu að búa við gott atlæti. Það duldist heldur engum að hon- um þótti afar vænt um hana og síð- ar bamabörnin þegar þau fæddust, enda naut hann mikillar ræktar- semi af þeirra hálfu alla tíð. Yfir höfuð, þá gladdist Mikki með glöðum, naut þein-a stunda sem hann átti í samkvæmum með góðu fólki og naut þess í gleði og kunni að meta að verðleikum hið gullna tár, aldrei í sút. Minn kæri vinur, Mikael Þorfinnsson, við fjölskyldan minn- umst þín með virðingu og finnum enn fyrir þeirri einföldu lífsgleði sem fylgdi þér alltaf, stundirnar með þér voru bætandi og a.m.k. ég er vís með að taka mér si sona eins og eina fingurbjargarfylli af góðu víni í dag þér til heiðurs, þó ekki pennadropa fram yfir, taka hressi- lega í nefið og biðja svo Himna- kónginn að taka vel á móti þér og gefa þér gott svigrúm á dansgólf- inu. Blessuð sé minning þín. Guðjón S. Brjánsson. MIKAEL ÞORFINNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.