Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Kyrrstaðan rofin? Kjarni málsins er sá ad stjórnmála- jlokkar á Islandi hafa á síðustu ára- tugum smíðað kerfi sem kallað hefur fram slík viðhorf gagnvart almenningi og getið hefur afsér heldur lítilmótleg- ar hugmyndir um forréttindi. S ISLAND er kyrrstöðusam- félag; hér á landi leika ekki sviptivindar um þjóð- félagið í sama mæli og þekkist víðast hvar er- lendis. A þessu eru ýmsar skýr- ingar: í slíkum dvergríkjum ráða leikreglur kunningjasamfélagsins auk sameinandi hagsmuna fá- mennrar valdastéttar. Með uppsögnum þriggja bankastjóra Landsbankans vakn- ar sú spuming hvort kyrrstaðan hafí verið rofín og hvort vænta megi þess að hafíst verði handa við að vinda ofan af því kerfí póli- tískra embættisveitinga og gagn- kvæmrar hags- UinUHDE munavörslu vitmunr sem íslenskir Eftir Ásgeir stjórnmála- Sverrisson flokkar hafa byggt upp í þessu landi á síðustu áratugum. Jafnframt gerist sú spurning áleitin hvort fólkið í landinu geti nú gert sér vonir um að nýjar leikreglur verði innleiddar, ekki aðeins í bankakerfínu heldur einnig í ráðuneytum og stofnun- um, til að tryggja að fjármunum skattborgaranna sé ekki á glæ kastað eða þeim varið til að standa undir skemmtunum þeirra sem fengin hafa verið há embætti, oft á undarlegum for- sendum. Þessum spumingum verður ekki svarað fyrr en unnt verður að meta hvort orð og efndir hafí farið saman hvað varðar viðbrögð stjórnmálaafl- anna í landinu. Þau harkalegu viðbrögð, sem upplýsingar um laxveiðikostnað ráðamanna í Landsbankanum hafa vakið, hafa um flest verið ágætlega þjóðleg. Athyglinni hef- ur verið beint að upphæðum þeim sem fjallað er um í skýrslu Ríkis- endurskoðunar en ekki þeim við- horfum sem réðu því að pening- um skattborgaranna var varið með þessum hætti. Og enn á ný hefur komið í ijós að menn vega þyngra en málefni á íslandi. Vitanlega skiptir upphæðin engu höfuðmáli því hún ein og sér getur aldrei ráðið úrslitum þegar lagt er siðferðislegt mat á þetta athæfí stjómenda Landsbank- ans. Gerist menn sekir um mis- notkun á almannafé er gjörðin söm hvort sem þar ræðir um þús- undir króna eða milljónir. Hugur- inn að baki verknaðinum er hinn sami; hann felur í sér virðingar- leysi fyrir fólkinu í iandinu og heldur dapurlega upphafningu eigin mikilvægis í samfélaginu. Líkt og svo oft áður í opinber- um umræðum á íslandi beinist athygiin nú að tilteknum mönn- um, að þessu sinni stjórnendum Landsbankans. Ekki verður unnt að leggja endanlegt mat á fram- göngu þeirra fyrr en sams konar könnun hefur verið gerð í öðrum ríkisbönkum. Slík könnun þarf og að taka til fleiri þátta en laxveiða enda má auðveldlega hlunnfara skattborgarana með öðrum hætti, líkt og alkunna er. Menn sem telja sjálfsagt að almenning- ur greiði kostnaðinn þannig að þeir geti stundað áhugamál sín eru augljóslega ekki hæfir til að gegna ábyrgðarstörfum. Þá skiptir engu máli hvort viðkom- andi hafa sent skattborgurunum reikningana vegna veiðitúra sinna, áfengiskaupa eða vegna öldungis ástæðulausra ferðalaga erlendis svo nærtæk dæmi séu tekin. Almenningur spyi’ sig eðlilega að því hvernig menn á ofurlaun- um í háum embættum í þjóðfé- laginu geti gerst sekir um slíkan dómgreindarbrest. Skýringin er nærtæk og hennar er að leita í því kerfí pólitískra embættisveit- inga sem stjórnmálaflokkar á Is- landi hafa komið upp og bera nú ábyrgð á. Abyrgðarleysi er inni- byggt í það kerfí vegna þess að þeir sem ráðnir hafa verið á slík- um forsendum geta ekki þakkað það eigin hæfni eða verðleikum að þeir skuli hafa verið hafnir upp til að gegna þessum embætt- um. Þá upphefð eiga þeir að þakka pólitískum tengslum sín- um, stjórnmálaflokkunum, sem öllu hafa ráðið í þessu landi og allir hafa komið nálægt ákvörð- unum, sem tengjast þessum lax- veiðum íslensku forréttindastétt- arinnar. Þannig hafa margir menn í æðstu stöðum á íslandi verið undanþegnir kröfum „verðleika- þjóðfélagsins" sem flestar siðaðai- þjóðir telja verðugt og háleitt markmið í samfélagsþróuninni. I ljósi þessa má ef til vill heita eðli- legt að hinir útvöldu fulltrúar stjórnmálaflokkanna telji sig fýr- ir ofan og handan samfélagið og siðareglur þess. Kerfíð er smíðað fyrir þá en ekki til þess að tryggja hagsmuni skattborgar- anna. Líkast til má halda þessari greiningu áfram og komast að þeirri niðurstöðu að það sé fólkið í landinu sem á endanum beri ábyrgð á því að ráðamenn Lands- bankans og hugsanlega annarra ríkisfyrirtækja og stofnana hafí komist upp með að láta skatt- borgarana borga skemmtanir sínar. Alltjent hefur fólkið í land- inu haldið áfram að kjósa stjórn- málaflokkana og sýnilega látið sér í léttu rúmi liggja að þessi sömu samtök tilnefni í besta falli misjafnlega hæfa menn og á afar hæpnum forsendum til að gegna slíkum embættum á ofurlaunum með þeim óeðlilegu fríðindum sem þeim hafa íylgt og öllum hef- ur verið fullkunnugt um. Siðvæðingarkrafan er ekki ný af nálinni á Islandi. Hana hefur hins vegar jafnan tekist að kæfa ekki síst vegna þagnar, doða og áhugaleysis almennings í landinu. Verði nú breyting þar á verður það með réttu talið til sögulegra tímamóta þegar fram líða stundir. Sá vandi sem laxveiðar Lands- bankamanna hefur leitt í ljós er engan veginn bundinn við þá stofnun. Kjami málsins er sá að stjórnmálaflokkar á íslandi hafa á síðustu áratugum smíðað kerfí sem kallað hefur fram slík við- horf gagnvart almenningi og get- ið hefur af sér heldur lítilmótleg- ar hugmyndir um forréttindi. Viðhorf sem þessi eru tíma- skekkja en verða áfram ráðandi á meðan að íslenskir valdamenn slá um þau skjaldborg. Spennandi kosn- ingar í Reykjanes- kjördæmi í vor ÞAÐ verður sameig- inlegt framboð í öllum sveitarfélögum í Reykjaneskjördæmi, nema Hafnarfirði, í sveitarstj órnarkosn- ingunum í vor. Fáir hefðu búist við svo breiðri samstöðu um framboðsmál í kjör- dæminu fyrir ári og sýnir það best hve sameiningarhugmynd- inni hefur vaxið fískur um hrygg. Æ fleiri skynja að nú er lag, að það er jarðvegur fyrir uppstokkun í stjórn- málum. Stuðningur við sameiginleg framboð í anda jafnað- arstefnu og félagshyggju er víð- tækur og á mörgum stöðum hefur Kvennalistinn skipað sér í þessa sveit. Fólk er orðið langþreytt á því hvað bilið breikkar stöðugt í þjóðfé- laginu á milli þeirra sem hafa lítið handa á milli og hinna sem hafa mikið. Þessu verður að breyta og til þess þarf sameinaðan pólitískan kraft. Gömul ágreiningsmál lögð að baki Sums staðar er gömul hefð fyrir sameiginlegu framboði. Það á við í Garðinum, í Sandgerði, Vogunum og Bessastaðahreppi, auk þess sem sameiginlegur listi hefur verið á Seltjarnarnesi, en þar er Fram- sóknarflokkurinn með eins og í Reykjavík. Annars staðar er um nýtt framboð að ræða. Reykjanes- bær og Kópavogur riðu á vaðið síð- stliðið haust og hægt og sígandi íylgdu fleiri í kjölfarið. Á mörgum stöðum er brotið blað með þessari samvinnu þar sem menn leggja að baki áratuga sundrungu og rótgró- inn ágreining. Það sem hrífur mest þegar fólk fer að vinna saman er hve auðveldlega menn finna tóninn og hvað það er raunverulega margt sem sameinar. 011 framboðin eiga það sameiginlegt að sam- hent lið karla og kvenna trúir að tími breytinga í íslenskri pólitík sé runninn upp. Það verður ekki aftur snúið I umræðunni um sameiginlegt framboð á landsvísu heyrist stundum að það sé bú- ið að tala of mikið um sameiningu en lítið gerist. Þetta er rangt. Það má ekki gleyma því að aðlögun þarf sinn tíma, en boltinn rúllar og samstað- an eykst. I öllum sveitarfélögum í Boltinn rúllar, segir Rannveig Guð- mundsdóttir, og samstaðan eykst. Reykjanesi starfa nú sérstök bæj- armálafélög sem tekið hafa við því hlutverki sem áður var hjá félögum stjórnmálaflokkanna. Þama mæta menn til skrafs og ráðagerða og leggja línumar í kosningabarátt- unni. Fólk ætlar að breyta for- gangsröðun í sveitarfélaginu sínu SAMAN, skapa pólitískar áherslur SAMAN og síðast en ekld síst NÁ ÁRANGRI SAMAN. Bæjarstjóraefni Kópavogslist- ans, Valþór Hlöðversson, segir í viðtali við málgagn listans í Kópa- vogi að „ef vel gangi með sjálft hug- takið um sameiningu í kosningun- um 23. maí, þá verði sú þróun ekki stöðvuð fyrir þingkosningarnar 1999“. Hann bendir líka á að höfuð- ástæða þess að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur verið fjöldahreyfing ára- tugum saman er sú að almenningi hefur ekki verið boðið upp á al- mennilegan stórpólitískan valkost á móti. Margir deila þessu viðhorfí Valþórs. Þess vegna hefur hug- myndin um sameiginlegt framboð í sveitarstjórnarkosningum farið eins og bylgja um landið. Þess vegna verður sameiginlegt framboð á landsvísu sá valkostur sem fram að þessu hefur skort. Konur hlusta Konurnar sem vinna að samein- ingarmálum í flokkunum þremur fóru saman í fundaherferð. Þær heimsóttu marga staði á landinu undir yfíi'skriftinni ,Konur hlusta". Með því var undirstrikað að ekki var um hefðbundna stjórnmála- fundi að ræða heldur kallað eftir viðhorfum og sótt í þekkingar- bnmn kvenna um land allt, líka þeirra kvenna sem hingað til hafa ekki sótt stjórnmálafundi. Þetta voru áhrifaríkir fundir þar sem drepið var á flest það sem skapar farsæla umgjörð um líf og starf fjölskyldu. Það var alveg sérlega skemmtilegt að fínna hve sameig- inlegt framboð á mikinn hljóm- grunn og að margar konur telja að nú sé sú breyting í farvatninu sem þær hefur lengi dreymt um og skila muni árangri. Við eigum að halda áfram á þess- ari braut. Það er fólkið í landinu sem ráða mun ferð í næstu kosn- ingum. Þeim kosningum verður ekki stjórnað ofan frá að þessu sinni. Boltinn rúllar, bylgjan vex og hrífur fólk með sér - það er það sem skiptir máli. Höfundur er formnöur þingflokks jafnaðarmanna. Rannveig Guðmundsdóttir Atvinnumiðstöðin í DAG verða veru- legar umbætur í at- vinnumálum náms- manna þegar Bjöm Bjarnason mennta- málaráðherra opnar formlega Atvinnumið- stöðina, sem Félags- stofnun stúdenta mun reka í Stúdentaheimil- inu við Hringbraut. At- vinnumiðstöðin verður sjálfstæð rekstrarein- ing innan FS, sú sjötta í röðinni, en fyrir rekur Félagsstofnun 360 íbúðir í 12 stúdenta- görðum, fimm kaffi- stofur, tvo leikskóla, bóksölu og ferðaskrifstofu. Auk Félagsstofnunar stúdenta eru Stúdentaráð Háskóla íslands, Bandalag íslenskra sérskólanema, Iðnnemasamband Islands og Félag framhaldsskóla aðilar að Atvinnu- miðstöðinni. Samstarfsaðilar eru Coopers & Lybrand - Hagvangur hf. og Nýsköpunarsjóður náms- manna en einnig koma mennta- málaráðuneytið, iðnaðar- og við- skiptaráðuneytið, Reykjavíkur- borg, Háskóli Islands og ýmis fyr- irtæki að miðstöðinni. Með Atvinnumiðstöðinni verða samræmd undir einni stjóm þau fjölmörgu úrræði sem boðið hefur verið upp á í atvinnumálum náms- manna á undanfömum ámm. Markmiðið er að fjölga atvinnu- tækifærum með námi og eftir að Guðjón Ólafur Jónsson því lýkur, auðvelda námsmönnum leit að störfum sem tengjast námi þeiri-a og at- vinnurekendum að finna fólk með rétta faglega og fræðilega þekkingu. Undanfarin ár hafa námsmenn getað leit- að eftir störfum hjá Stúdentaráði Háskóla Islands sem rekið hef- ur Atvinnumiðlun námsmanna á sumrin í samvinnu við aðrar námsmannahreyfing- ar og hlutastarfamiðl- un á veturna. Þá hefur SHÍ enn- fremur séð um rekstur Nýsköpun- arsjóðs námsmanna. Félagsstofn- un stúdenta hefur starfrækt at- vinnuráðgjöf fyrir verðandi kandídata í samvinnu við Hagvang hf. og loks má nefna að nemenda- fyrirtækið Hástoð, sem er sjálf- stætt fyrirtæki, hefur verið rekið innan Háskólans síðastliðin þrjú ár. Atvinnumiðstöðin tekur við rekstri Atvinnumiðlunar náms- manna og Hlutastarfamiðlunar námsmanna og mun auk þess hýsa Nýsköpunarsjóð námsmanna. Hún mun ennfremur bjóða upp á at- vinnuráðgjöf, starfrækja lokaverk- efnabanka og styrkja tengsl stúd- énta við einstök fyrirtæki og stofn- anir í atvinnulífinu. í framtíðinni verður lögð áhersla á eflingu starfa Markmiðið, segir Guð- jón Olafur Jdnsson, er fjölgun atvinnutæki- færa í námi og eftir. og starfsnáms erlendis. Undirbúningur að stofnun At- vinnumiðstöðvarinnar hefur staðið í nokkra mánuði. Sérhæft starfs- fólk á sviði starfsmanna- og vinnu- markaðsmála og vandaður hugbún- aður mun skipta meginmáli í starf- seminni og skráning mun öll fara fram í gegnum Netið og geta námsmenn því sett sig á skrá hvar sem þeir eru staddir. Lögð verður áherslu á hraða og góða þjónustu fyrir alla námsmenn. Félagsstofnun stúdenta var sett á fót með lögum nr. 33, 1968 og tók formlega til starfa 1. júní það ár. Stofnunin á því 30 ára afmæli í ár. Það er gleðiefni að menntamála- ráðherra, sem sat í fyrstu stjórn stofnunarinnar og hefur æ síðan sýnt henni velvilja og áhuga, skuli nú opna Atvinnumiðstöðina fonn- lega. Frá upphafi hefur Félags- stofnun stúdenta lagt áherslu á ódýra og góða þjónustu við stúd- enta. Með opnun Atvinnumiðstöðv- ar mun þjónusta FS við námsmenn enn halda áfram að aukast og batna. Höfundur er stjórnnrformaður Fé- lagsstofnunar stúdentn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.