Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 63 BRÉF TIL BLAÐSINS KIRKJUSTARF Kristur og spíritisminn Frá Pórði Sigurðssyni: ÁSTÆÐA skrifa minna er sú sí- endurtekna umræða í þjóðfélaginu um það hvort Rristur og spíritism- inn eigi samleið. Þegar venjulegur leikmaður útí bæ skoðar málið af einlægni og vill vita sannleikann, um hvort spírit- ismi og kristin trú séu af sama meiði eða ekki, þá hlýt- ur hann að vilja vita hvert er í raun innihald kenninganna, spírit- ismans og kristninnar. Og þegar talað er um kristni hlýtur spurn- ingin að vera: Hver er kenning Jesú Krists? Það sem fyrst ber að athuga og virðist vera mikið ágreiningsefni er hvort sú starf- semi miðla að hafa samband við framliðið fólk samræmist kristinni trú. Ef við lítum á hvað stendur í því lögmáli sem sá Guð sem talað er um í Biblíunni á að hafa gefið fólki er hann talaði við Móse þá stendur þar: „Eigi skal nokkur fínnast hjá þér ... sá er leiti frétta af framliðnum því að hver sá er slíkt gjörir er Drottni andstyggi- legur.“ 5. Mósebók. 18.10-13. Þetta virðist vera mjög skýrt og afdrátt- arlaust og hreint út. En hvað segir Jesús Kristur sjálfur, en um hann hlýtur kristin trá að snúast, um hver hann er, og hver hans kenn- ing er, kom hann til að kenna um þennan Guð, samþykkir hann það sem þarna stendur eða ekki? Lít- um á hvað hann segir sjálfur: „Æt- lið ekki að ég sé kominn til að af- nema lögmálið eða spámennina. Eg kom ekki til að afnema heldur til að uppfylla. Sannanlega segi ég yður: þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu uns allt er komið fram.“ (Matteus.5.17-19). Vissi Kristur ekki hvað stóð í lögmálinu eða hvað? Það er ekki annað að sjá en að þessi yfirlýsing sé algjör og end- anleg. Jesús virðist greinilega vera sammála lögmálinu og spámönnun- um og það sem þarna telst Guði van þóknanlegt, rangt og bannað, þ.e. synd, virðist vera það í augum Krists einnig. Og þó svo að hann hafí komið til að opna leið til fyrir- gefningar synda, þá hafí hann ekki komið til að leyfa syndir. Kristur vitnaði oftar í lögmálið og spá- mennina og þá sérstaklega í Jesaja og einnig í önnur rit, það er greini- legt að hann hefur tekið orðum þeirra sem sannleika. Önnur kenning, sem ági’einingur virðist vera um, er hvort Guð sé persónulegur Guð, alheimsvitund eða orka o.s.frv. Hvort það sé einn Guð sem er sannari en allir hinh- sem tilbeðnir eru í heiminum í dag eða ekki, og hver leiðin til Guðs er. Sú kenning sem virðist vera al- gengust hjá spíritistum, og þeim sem stunda þess háttar sálarrann- sóknir, er að guð sé alheimsvitund eða orka sem birtist á jákvæðan hátt sem hið góða og að hann sé hægt að nálgast hvernig sem hver og einn vill, þó að kenningar spír- itista séu reyndar margs konar eft- ir einstaklingum og hafí ýmis af- brigði, þá virðist þetta vera undir- tónninn í kenningunum. Ef litið er á lögmál fyrrnefnds Móse að þá er þar fyrsta boðorðið kærleiksskylda gagnvart Drottni Guði ísraels og bann við tilbeiðslu og dýrkun á öllum öðrum guðum. Ef litið er á það sem stendur í Jes- ajabók þeirri er Jesús Ki’istur vitn- aði í þá stendur í 44. og 45 kafla: ,;Svo segir Drottinn konungur Israels og frelsari, Drottinn alls- herjar: Ég er hinn fyrsti og hinn síðasti og enginn Guð er til nema ég. Fyrir utan mig er enginn sann- ur Guð og hjálpari til. Snúið yður til mín og látið frelsast, þér endi- mörk jarðarinnar því að ég er Guð og enginn annar.“ Hvað segir síðan Jesús Kiistur sjálfur: „Æðst allra boðorða er þetta: Heyr ísrael, Drottinn einn er Guð og þú skalt elska Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu, öllum huga þínum og öllum mætti þínum. Og annað er þetta: þú skalt elska náungann eins og sjálfan þig.“ Þarna gerir Krist- ur greinarmun á Guði, einstak- lingnum sjálfum, og náunga hans. Sem er augljóslega andstætt kenn- ingu hindúa (sbr. Bagavat gita, helsta trúarrit hindúa), flest allra yogameistara (sbr. bækur eftir yogi Amrit Desai, og kenningar Sai Baba), og sumra spíritista að mað- urinn, hið æðra sjálf í manninum sé í raun Guð, alheimsvitundin eða eins og það heitir á indversku, Bra- hma, það þýðir skaparinn. Þá er einnig frásögn í Matteusarguð- spjalh Biblíunnar þar sem sagt er um þá sem fylgdu Kristi og sáu hann gera kraftaverkin: „Þeir lof- uðu Guð Israels." Það er mjög ólík- legt að þeir sem fylgdu Kristi hafí lofað og tilbeðið einhvern annan Guð en þann sem Kristur kenndi um. Hann var ábyggilega betri kennari en það. Ég held að þama verði varla um villst fyrir nokkurn þenkjandi mann að rannsökuðu máli að það er grundvallarmismun- ur á kenningu spíritista og kenn- ingu Krists varðandi hvort það er til einn Guð sannari en allir hinir, og þar af leiðandi hver leiðin til Guðs er. Það sést einna best á hans eigin orðum þar sem hann segir: En það er hið eilífa líf að þekkja hinn eina sanna Guð og þann sem hann sendi, Jesú Krist. Að lokum vil ég skoða spurning- una um líf eftir dauðann, skoðanir spíritista, og hvað Kristur sagði. Spíritistar virðast aðallega halda á lofti, annars vegar kenningunni um endurholdgun, að sálin fari úr ein- um líkama í annan, og hins vegar um hin ýmsu tilvistarstig á þroska- brautinni í andlegum víddum. Að það fari eftir andlegum þroska hvers og eins, hversu nálægt hann verður ljósinu handan við móðuna miklu. Éf skoðað er hvað Jesús Kristur sagði beint um málið, sem hann gerði mjög oft, þá talaði hann undantekningalaust um himnaríki og helvíti sem algera staðreynd varðandi líf eftir dauðann, eitt af fjölmörgum dæmum er í Matteus- arguðspjalli, 13. kafla: „Mannsson- urinn mun senda engla sína, og þeir munu safna úr ríki hans öllum sem hneykslunum valda og rang- læti fremja, og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður gi’átur og gnístran tanna. Þá munu réttlátir skína sem sól í ríki föður þeirra.“ Lærisveinn Jesú skrifar svo einnig í Hebreabréfínu: Það liggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja og eftir það að fá sinn dóm. Þegar bú- ið er að skoða allar upplýsingar þá er bersýnilega alger grundvallar- munur á kenningum spíritista og kenningum Krists. Það er ein- kennilegt, ef íslenska þjóðin sem telur sig kristna og lifir á upplýs- ingaöld veit ekki muninn. Kristur talaði beint út um flest allt, þó að hann hafi einnig sagt dæmisögur, sem hann síðan útskýrði. Ef menn ætla að kalla sig kristna þá hljóta þeir að þurfa að trúa á Jesú Krist og þá hljóta þeir líka að tráa að það sem hann sagði sé satt. ÞÓRÐUR SIGURÐSSON, Karlagötu 17, Reykjavík. Þdrður Sigurðsson Heilsuþula Frá Steingiimi St.Th. Sigurðssyni: MIÐUR morgunn í henni Reykja- vík. Eða með öðrum orðum klukk- an er nákvæmlega sex. Það er al- gengur fótaferðatími meðal þjóða úti um allan heim, en ekki hér á ís- landi, meðal þjóðar, sem kennir sig við víkinga (!!!). Fegursti tími sól- arhringsins er oft morgunninn snemmendis. Það er gott til þess að vita, að Hótel Esja, sem nú hefur vinninginn, hvað glæsileik og að- búnað snertir, skuli bjóða upp á heilsurækt, sem er engri líkams- rækt lík, svonefnt Planet Pulse. Þetta er skipuleg líkamsþjálfun, sem stuðlar að og viðheldur lík- amsstyrk. Einn vinur greinarhöf- undar til sextíu ára og bekkjar- bróðir spyi- hann jafnan, þegar þeir hittast: „Ertu ekki hraustur sem dauðinn, Grímur?“ Þegar greinar- höfundur kvaddi Dionysos með virktum að viðbættu reyktóbakinu fyrir átján árum og síðan neftóbak- inu tveim árum síðar eða fyrir sextán árum, þá byrjaði hann að trimma af lífs- og sálarkröftum. Hugsaði sem svo: „Fyrst ég hafði lífsorku til að stunda og lifa af hel- vítið hann Bakkus - því skyldi ég þá ekki geta lagt mig allan fram í ástundun hreyfíngar og líkams- þjálfunar?“ Og nú byi’juðu sprettir og skokk í fjönmni á Stokkseyri, vegna oce- an-loftsins sem amerískir milljóna- mæringar geyma í tönkum inni í svefnherbergjum sínum - og el- ektrónanna, sem eru svo magnaðar á svæðinu. Stundum ók ég austur upp á líf og dauða, þegar fíknin herjaði á og ætlaði að æra mann gjörsamlega. Og alltaf hafði ég er- indi sem erfíði. Eða á Seltjarnar- nesinu í fjörunni við Seltjörn, þar voru Mullers-æfingarnar stundað- ar eins og heræfingai’. Þessar katt- ar-teygjuæfingar. Eftir tiltölulega stuttan tíma var árans tóbaksfíkn- in „borte með blæsten". Nú byrjaði nýtt líf með nýjum signim og nýjum vinningum, og nú gat ekkert annarlegt né óhugnan- legt haft lengur vald yfir manni. Því fylgdi frelsiskennd og tak- markalaus ást á lífínu - lífsnautnin frjóa. Hvað er líka skemmtilegra en að lifa og finna til hreysti? Menn ráða nefnilega ótrálega mikið yfír því sjálfir, hvernig þeim líður, og menn geta sjálfir haft ótrúlega mikil áhrif á heilsu sína. Ég ætla ekki að lýsa því, hversu gaman er að bæta við sig í úthaldi til líkama og sálar. Það er út af fyrir sig dul- arfullt. Eftir fjögur skipti í Planet Pulse hjá Jónínu Ben, þessari makalausu lærimóður í heilsurækt, orkaði það skapandi á sálina í manni eins og guðs gjöf. Ég fullyrði að svokölluð menntamannastétt og listamanna- stétt (það er í sjálfu sér ekkert fínna að vera listamaður en stræt- isvagnabílstjóri eða járnsmiður) séu gagnslausar, nema þær ástundi líkamlega árejmslu. Eftir vissan tíma í alhliða lík- amsrækt, var andi minn loksins orðinn alfrjáls og óháður. Það er dýnamíkin, sem er aðalatriðið í allri listrænni sköpun - sprengi- krafturinn. í hverju málverki verð- ur að ríkja kyrrlát spenna, sem fæst betur fram við alhliða heilsu- og líkamsrækt listamannsins. Ann- að sem skipti mestu máli í lífinu hafði gagntekið mann eftir Planet Pulse: Það var þessi tilfinning að hlakka til hvers nýs dags. Þá fyrst er heilsan orðin góð. STEINGRÍMUR ST.TH. SIGURÐSSON, listmálari og rithöfundur. Safnaðarstarf Orgeltónleikar í Askirkju BANDARÍSKI organistinn Lawi’ence S. Goering heldur tón- leika föstudaginn 17. apríl í Ás- kirkju í Reykjavík. Á dagskránni eru verk eftir Johann Sebastian Bach, Frescobaldi, Felix Mandels- sohn, Marcel Dupré og Jean Langlais. Lawrence S. Goering er organisti og söngstjóri við Kirkju góða hirðis- ins í Rocky Mount, Norður-Kar- ólínu í Bandaríkjunum, auk þess að starfa við Austur-Karólínu-háskól- ann í Greenville. Hann hefur lokið B.M. námi í kirkjutónlist og orgel- leik og stundar nú framhaldsnám í orgelleik hjá dr. Janette Fishell. Tónleikarnir á föstudaginn hefj- ast kl. 19 og eru allir velkomnir. Langholtskirkja. Opið hús kl. 11-16. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12.10. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða djákna. Súpa og brauð á eftir. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra laugardag kl. 15. Skoðunarferð inn með Sundum. Kaffíveitingar í Gullöldinni. Þátttaka tilkynnist í síma 551 6783 kl. 16-18. Allir vel- komnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Fríkirkjan Vegurinn: Morgunverð- arfundur karla laugardag kl. 10-12. Fjallað verður um efnið „kristið sið- ferði í viðskiptum". Allir karlmenn velkomnir. Sjöunda dags aðventistar á Islandi: Á laugardag: Aðventkirkjan, Ing- ólfsstræti 19. Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík. Söfnuðurinn fer í heimsókn í Loftsalinn í Hafnarfirði. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi. Söfnuðurinn fer í heimsókn í Loftsalinn í Hafnarfírði. Aðventkirkjan, Brekastfg 17, Vest- mannaeyjum. Hvíldardagsskóli kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Jón Hjörleifur Jónsson. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði. Biblíufræðsla kl. 11. Ræðu- maður Peter Roennfeldt. Námskeið fyrir aðstandendur alkóhólista og aðra meðvirka hefst þann 21. apríl nk. Á námskeiðinu verður fræðsla um samskipti, tilfinningar, mörk og vamir. ♦ Fyrirlestrar ♦ Hugleiðsla ♦ Hópvinna ♦ Samskiptaæfingar Nánari uppl. veitir Ragnheiður Óladóttir í símum 897 7225 og 552 4428. Finndu rétta litinn fyrir varir þínar Eiga þær að vera mattar? Glansandi? Mjúkar og náttúrulegar? Eða áberandi litaðar? Líttu inn og láttu ráðgjafa frá Estée Lauder finna litinn og áferðina sem hentar þér best, f Lyfju Lágmúla og Lyfju Setbergi í dag frá kl. 13—18. Til gamans getur þú fengið að vita hvað varir þínar segja til um persónuleika þinn. Varablýantur fylgir kaupum á varalit frá Estée Lauder Lágmúla 5 sími 533 2300 Setbergi Haf nartiröi sími 555 2306 ESTEE LAUDER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.