Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 19 LANDIÐ Heilsugæslustöðin í Bolungarvík safnar sýnum um helgina Rannsaka tengsl sýklalyfjanotkunar og þróunar ónæmis ísafirði - Dagana 19. og 20. apríl nk. verður safnað í Bolungarvík sýnum til rannsóknar á tengslum sýklalyfjanotkunar og þróunar ónæmis, algengustu sýkingar- valda í loftvegum barna. Um er að ræða framhald rannsóknar sem gerð var í Bolungarvík og víðar fyrir fimm árum en að þessu sinni mun rannsóknin ná til 70% bama á aldrinum 1-6 ára. Fyrri rannsókn sýndi fram á sterk tengsl milli mikillar sýkla- lyfjanotkunar og aukinnar út- breiðslu ónæmra baktería sem valdið geta eymabólgum hjá börnum, en sýking af völdum ónæmra baktería gerir það að verkum að lyf í mixtúmformi duga ekki og þarf þá að leggja börnin inn á sjúkrahús til með- höndlunar með sýklalyfi í æð. Hefur þetta valdið læknum um allan heim rnikium áhyggjum og velta menn því nú fyrir sér hvort notkun sýklalyfja geti dregið úr ónæmismyndun baktería. Fyrir ári gaf heilbrigðisráðu- neytið út leiðbeiningar um notkun sýklalyfja sem unnar vom í sam- vinnu við heimilislækna, smitsjúk- dómalækna og bamalækna. Þar er mælt með að meðhöndla ekki vægar eymabólgur hjá bömum eldri en eins árs með sýklalyfjum á þeim forsendum að eyi’nabólgur bama á þessum aldri læknist oft- ast af sjálfu sér og án meðferðar. Rannsóknin nú beinist því að því að skoða betur hvaða breytingar hafa orðið síðustu árin varðandi ónæmismyndun baktería og tengsl þeirra við eymabólgur. Leitað verður eftir samþykld forráðamanna bama á aldrinum 1-6 ára sem búa í Bolungarvík um þátttöku í rannsókninni. Beð- ið verður um að stuttur spurn- ingalisti um sýklalyfjanotkun bamsins síðustu tólf mánuði verði útfylltur og í leiðinni gerð viðhorfskönnun um sýklalyfja- notkun almennt. Læknir mun taka strokusýni úr nefi hvers bams sem tekur þátt í rannsókn- inni en hún er algjörlega skað- laus og án teljandi óþæginda. Stefnt er að því að fá börnin á Heilsugæslustöðina í Bolungar- vík síðdegis sunnudaginn 19. apr- íl og verður hverjum og einum sent bréf með nánari upplýsing- um og tímasetningu. Foreldrum tilkynnt um niðurstöðuna Auk framangreindra upplýs- inga verður aflað upplýsinga úr sjúkraskrá um sýklalyfjanotkun bai-nanna sem taka þátt í rann- sókninni. Einnig verða fengnar upplýsingar frá apótekinu um heildarsölu sýklalyfja eftir ald- urshópum. Sýnin verða ræktuð á sýklafræðideild Landspítalans og verður foreldrum og heimilis- lækni tilkynnt um niðurstöðu, komi upp sú staða að slíkt sé nauðsynlegt. Rannsóknin er unnin í sam- vinnu við Heilsugæslustöðina í Bolungarvík og Isafjarðarapótek en rannsóknaraðilar era Vil- hjálmur Ari Arason, heimilis- læknir á Heilsugæslustöðinni Sólvangi í Hafnarfirði, Jóhann Agúst Sigurðsson, prófessor í heimilislæknisfræði við lækna- deild Háskóla íslands, Karl G. Kristinsson sýklafræðingur, Sig- urður Guðmundsson smitsjúk- dómalæknir, Helga Erlendsdótt- ir, meinatæknir á Landspítalan- um, og Aðalsteinn Gunnlaugsson læknanemi. Tölvunefnd ríkisins hefur gefið samþykki fyrir rannsókninni enda verður fyllsta trúnaðar gætt samkvæmt tölvulögum. Vonir framkvæmdaaðila era að þátttakan verði jafn góð og fyrir fimm áram. Grindvíkingur fegurðardrottning Suðurnesja Keflavík - Átján ára Grindavíkur- mær, Bára Karlsdóttir, var valin fegurðardrottning Suðurnesja árið 1998 í Fegurðarsamkeppni Suður- nesja sem fram fór í Félagsbíói í Reykjanesbæ miðvikudaginn fyrir páska. Þetta er í fyrsta sinn sem stúlka úr Grindavík hlýtur þennan titil. Að þessu sinni tóku 4 stúlkur úr Grindavík þátt í keppninni sem nú fór fram í 13. sinn. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég stend fyrir framan myndavélarnar og ég neita því ekki að undirbúningurinn var bæði skemmtilegur, erfiður og lærdómsrikur. Urslitin sjálf voru ekki síður skemmtileg og ég er í sjöunda himni,“ sagði Bára Karls- dóttir fegurðardrottning f samtali við Morgunblaðið. Bára stundar nám við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja þar sem hún er á þriðja ári og kvaðst hún hafa áhuga á að læra fórðun. í frístund- um leikur hún knattspyrnu með 2. deildarliði UMFG þar sem hún leikur framherja og hefúr það hlutverk að gera mörk fyrir lið sitt. Foreldrar Báru eru Karl Guð- mundsson sem er látinn og Hildur Guðmundsdóttir. Fósturfaðir hennar er Jósef Kristinn Ólafsson og á hún þijú systkini. Hún sagðist hafa í hyggju að taka þátt í Feg- urðarsamkeppni Islands, annað væri óráðið og hún héldi væntan- lega áfram náminu og að leika knattspyrnu. Alls tóku tólf stúlkur þátt f keppninni og munu þær sem hrepptu þijú fyrstu sætin taka þátt Morgunblaðið/Bjöm Blöndal BARA Karlsdóttir, átján ára, úr Grindavík sigraði í Fegurðar- samkeppni Suðumesja. í Fegurðarsamkeppni íslands sem fer fram í lok maí. í öðru sæti varð Sigríður Ingadóttir úr Njarðvfk og þriðja Bylgja Dís Erlingsdóttir, einnig úr Njarðvík. Keppt var um fleiri titla: Sú sem þótti hafa feg- urstu fótleggina var Sigríður Inga- dóttir, að vera besta förðunarmód- elið kom í hlut Sólveigar Lilju Jó- hannsdóttur úr Keflavík, besta ljós- myndafyrirsætan var Sonja Rut Jónsdóttir úr Ytri-Njarðvík, vin- sælasta stúlkan varð Þórunn Ósk Haraldsdóttir úr Keflavík og K- sport stúlkan varð fegurðardrottn- ingin Bára Karlsdóttir. Aukasendingin af Hyundai Elantra er komin! Vegna hagstæðra samninga er þessi aukasending nú á ótrúlega góðu verði; kostar aðeins 1.369.000 kr.! Þessi fíni fjölskyldubíll fæst bæði sjálfskiptur og beinskiptur. Gríptu gott tækifæri til að komast áfram. Ármúla 13 Sími 575 1220 g>«| p |q| | Skiptiborð 575 1200 — tilframtiðar Fax 568 3818
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.