Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 49
MÓRfetÍNBLAðrÐ FÖSTUDAGUR17. APRÍL 11)98 49 4 níræðisafmæli sínu. Er þar kominn ! vísir að minjasafni um dýralækn- | ingar sem vert væri að hlúa frekar að. Við skoðun á þessum munum og lestur á samviskusamlega færðum dagbókum Asgeirs má vel gera sér í hugarlund að það hefur ekki verið heiglum hent að stunda dýralækn- ingar hér á landi á árum áður og aðeins á færi hraustustu manna. Slíkur maður var Asgeir. Hafi hann <| þökk fyrir það sem hann hefur ver- A ið starfsgrein okkar. Fyiir hönd ís- . lenskra dýralækna og maka þeirra f votta ég Asgeiri Ó. Einarssyni virð- ingu mína og aðstandendum samúð. Eggert Gunnarsson, formaður Dýralæknafélags íslands. Kveðja frá Glímufélaginu Ármanni Ásgeir kynntist ungur að árum ^ íþróttum. Bani að aldri dvaldi hann j á heimili föðurbróður síns að Syðri- . Gröf sem er á félagssvæði Ung- f mennasambands Kjalarnessþings. Innan þess eru til að mynda Umf. Drengur í Kjós og Umf. Aftureld- ing í Mosfellssveit. Þessi félög efndu árlega til íþróttamóta sín á milli. Annað árið var mótið háð á Hvalfjarðareyri eða að Meðalfelli á vegum Drengs en hitt árið á hinum foma mótsstað Kollafjarðareyri og í| sá þá Afturelding um framkvæmd- 4 ir- g Störf að iðkun og keppni í frjáls- " íþróttum, sundi og glímu voru að- dáunarverð virk. Af þessu íþrótta- lífi hreifst Ásgeir og slóst í hóp íþróttaiðkendanna. Hann varð lið- tækur í mörgum greinum og komu þá fram eigindi sem lengi ein- kenndu hann: mýkt, þrek, snerpa og styrkur. Félagslyndi hans og j, glaðværð öfluðu honum^ margra * íþróttavina. Besta afrek Ásgeirs á 4 móti Drengs og Aftui'eldingar, sem A háð var 1926 í Kjós, var í spjótkasti, * 44,07 m. Frá 1923 hafði íslenskt met verið í gildi, sett af Hallgrími Jónssyni, Akureyri, 41,94. Afrek Ásgeirs fékkst ekki staðfest. í 4 \ Q 4 l i 1 4 4 4 haustmóti í Reykjavík þetta sama ár náði Ásgeir að kasta spjótinu 45,90 m, sem var staðfest met. Að loknu stúdentsprófi 1927 frá Menntaskólanum í Reykjavík hélt Ásgeir til Þýskalands til náms í dýralækningum. Hann hélt áfram iðkun íþrótta, en róður stundaði hann sérstaklega, því að þeir sem réðu íþróttum háskólans sáu í Ás- geiri þrek- og tápmenni, sem lið þeirra hafði vantað. Efnt var 1929 til alþýðumóts KFUM í Kaup- mannahöfn. Var Ásgeir fenginn til að keppa ásamt sjö öðrum sund- og frjálsíþróttamönnum. Hann náði aðeins að kasta spjótinu einu sinni, því að hann tognaði. Kastið reynd- ist 42 m. Sá er sigraði náði 51,35 m. Ásgeir dvaldi hérlendis í eitt ár, sem aðstoðarmaður héraðsdýra- læknisins í Gullbringu- og Kjósar- sýslu. Á þessu dvalartímabili tók Ásgeir þátt í mótum (1931) og náði að færa metið í spjótkasti í 52,41 m. Til þess að ljúka námi í dýralækn- ingum dvaldi Ásgeir í rúm þrjú ár erlendis. Þá keppti hann í Vín í spjótkasti og náði 51,04. Met Ás- geirs stóð til 1936. Árið 1934 lauk Ásgeir námi og sneri heim til starfa. í sex ár var Ásgeir héraðs- dýralæknir á Austurlandi. Stjórn ISI hafði komið á því stjórnkerfi að starfrækja íþróttaráð. Slíkt var stofnað fyrir Austurland 1932 og var Ásgeir formaður þess um skeið. Stjómamefnd Olympíuleikanna 1936 í Berlín bauð íþróttakennur- um til dvalar sem áhorfendum og þátttakendum í námskeiðum og var Ásgeir kjörinn fararstjóri hópsins. Ásgeir dýi'alæknir 0. Einarsson var valmenni og sannur íþrótta- maður, Vinahót hans og glaðlyndi gerði hann vinsælan félaga. Starfs- fús var hann svo af bar. Búinn að ná háum aldri mætti hann tíðum meðal aldraðra og hélt uppi hópsöng og auðveldaði afnot þeirra af bókasöfnum. Glímufélagið Armann þakkar Ás- geiri félagslyndi og afrek. Eiginkonu og nánum ættingjum er tjáð innileg samúð. Þorsteinn Einarsson. __________MINNINGAR SIGRÚN BENEDIKTSDÓTTIR + Sigrún Bene- diktsdóttir, fæddist í Fjósatungu í Fnjóskadal 11. maí 1906. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 2. aprfl síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Bene- dikt Sigurðsson, f. 30.7. 1848, d. 15.10. 1931, bóndi í Hjalta- dal í Fnjóskadal, og Kristín Kristjáns- dóttir, f. 2.5. 1858, d. 26.5. 1935. Sigrún átti fjórtán systkini, þar af íjögur alsystkini, þau vom: Guðný Sigríður, f. 27.3. 1897, Jón, f. 15.6. 1898, Þorsteinn, f. 17.10. 1899, Helga, f. 17.10. 1899, d. 31.10.1899. Systkini Sigrúnar sammæðra: Rannveig, f. 31.12. 1877, Guðrún Elísabet, f. 2.8. 1879, Skafti, f. 1.10. 1881, Þóra Fanney, f. 24.6. 1885, Magnús, f. 2.9. 1887, Þorgrímur Sofanías, f. 29.1. 1891, Unnur, f. 15.10. 1893. Systkini Sigrúnar samfeðra: Sig- ríður, f. 1.8. 1880, Stefán, f. 15.10. 1883, Þóra, f. 22.1. 1886. Hinn 16. júní 1926 giftist Sig- rún Sigurði Gissuri Jóhannssyni, pípulagningarmeistara frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, for- eldrar hans voru Jóhann Guð- mundsson, útvegsbóndi og sela- skytta á Gamla-Hrauni, f. 29.6. 1872, d. 22.11. 1952, og fyrri konu hans Guðrúnar Runólfsdóttur frá Arnkötlustöðum i Holtum, f. 21.12. 1865, d. 22.6. 1905. Börn Sigrúnar og Sigurðar em: Jó- Það er svalur en undurfagur morgunn í Reykjavík, sólin sendir geisla sína yfir borgina og veitir okk- ur yl, ég hraða mér í gegnum um- ferðina að Hjúkrunarheimilinu Eir og segi stöðugt við sjálfa mig, elsku mamma mín, ég veit að þú bíður eftir mér. Og það var líka svo, að ég gat haldið í hönd þína og ég veit að þú vissir að við Erla vomm hjá þér þeg- ar þú kvaddir þennan heim, Kolla var því miður nýfarin og Jóhann rétt ókominn, en svona átti þetta að verða. Við sátum hljóð hjá þér allt kvöldið áður og þá fóra minningarn- ar að hrannast upp. Það er þakklæti og söknuður sem fer gegnum hugann, þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem við átt- um saman, allar okkar útilegur, veiðiferðir og síðast en ekki síst allar ferðirnar okkar norður. Þá var ætíð farið beint í Þórunnarstrætið til Jóns bróður þíns og Guðnýjar, ég man enn hvað kjötsúpan hennar var góð, eða í Helgamagrastrætið til Þor- steins og Guðrúnar. Ef við voram seint á ferð var gist á Akureyri, ann- ars var haldið beint austur yfir Vaðlaheiði og við stoppuðum ætíð á sama stað til að líta þennan fagra dal augum, Fnjóskadalinn, sem þú unnir svo mjög og haldið heim að Ytra- Hóli, þai' sem Kai'l mágur þinn og frændi bjó ásamt börnum sínum og tveimm' systram. Eg lít á það sem mikið lán að hafa fengið að dvelja hjá þessu yndislega frændfólki á sumrin og kynnast sögu ykkar. Eg fann best hvað böndin voru sterk, því daginn sem pabbi dó var ég með mína fjöl- skyldu fyrir norðan og við vorum á leið út á Flateyjardal þegar okkur barst fregnin um að gamli maðurinn væri dáinn. Við gátum ekki verið á betri stað til að minnast hans en úti á Flateyjai'dal á fallegum sumardegi, með Benna frænda sem sýndi okkur eftirlætis veiðistaðina hans í Dalsánni. Það var eins og hann væri með okkur á dalnum. Þegar ég minnist þín á yngri árum kemur í hugann kraftur þinn og at- orka og hvað þú gekkst rösklega til allra verka. Þegar Óháði söfnuður- inn var stofnaður tókstu þátt í því starfi frá upphafi og varðst um tíma varaformaður kvenfélagsins. Það var mikil vinna sem þið konurnar lögðuð af mörkum við fjáröflun svo unnt væri að reisa kirkju og félagsheimil- ið Kirkjubæ og þar vannst þú af heil- um hug. Þannig vai' það líka heima á hann Eyrbekk, f. 15.10. 1928, raf- virkjameistari, k.h. Laufey Bjarnadóttir, þeirra börn: Sigurð- ur Bjarni k.h. Ólöf Jenný Eyland og eiga þau tvö börn. Bára, m.h. Stefán Magnússon og eiga þau þijú börn. Bene- dikt Eyfjörð, f. 2.12. 1929, k.h. Auður Lella Eiríksdóttir, þeirra börn: Jón Gestur, k.h. var Heiða Ármannsdóttir og áttu þau tvö börn. Jón lést 4. ágúst 1990 aðeins 37 ára. Sigrún Eyfjörð, Eiríkur Eyfjörð og Þor- steinn Eyfjörð. Erla Guðrún, f. 19.5. 1931, umsjónarmaður skóla, m.h. Magnús Gísli Þórðarson, f. 25.6. 1929, d. 1.6. 1979, þeirra böm: Sigurður Rúnar, k.h. Ingi- björg Kr. Einarsdóttir og eiga Jjau tvö böm. Guðrún Þóra, m.h. Örn ísleifsson og eiga þau tvö börn. Þórður Axel. Guðni Karl, k.h. Auður Benediktsdóttir og eiga þau þrjú börn. Kolbrún Kristín, f. 26.1. 1936, bankamaður, m.h. Höskuldur Elíasson, þeirra börn: Sigrún, h.m. Antonio og eiga þau tvö börn. Elías og Sigurður og á hann eitt barn. Hrefna, f. 30.7. 1948, fulltrúi, m.h. Ólafur Björn Bjömsson, þeirra börn: Fjóla, í sambúð með Pétri Bjarna Guð- mundssyni, og Ólafur Haukur. Utför Sigrúnar fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Langholtsveginum, þar varð allt að ganga með sama krafti, og ég lærði snemma að gera hlutina strax, því leti var ekki að þínu skapi. Um- hyggja þín fyrir okkur öllum var mikil og þegar ég átti mín börn fann ég hvað þið pabbi vorað stolt af þeim og hvað þið bárað mikla umhyggju fyrir þeim. í dag þakka þau ykkur fyrir allar þær góðu stundir sem þið áttuð saman. Og nú hefur þú kvatt okkur í bili og það er mikill léttir að þjáningum þínum sé lokið. I þau fimm ár sem þú dvaldist á Eir naustu þeirrar bestu umönnunar sem hægt er að hugsa sér. Allt starfsfólkið á 3. hæð norður gerði allt til að þér gæti liðið vel og viljum við færa því öllu okkar bestu þakkir fyrir þá miklu umhyggju sem það sýndi þér. En þú varst líka ein- stök, því með blíðu þinni og elsku gafstu okkur öllum þá minningu sem ekki gleymist. Þó svo að minnið hafi verið farið að gefa sig þá hélstu þinni reisn og komst okkur á óvart með skemmtilegum tilsvörum þínum. Eða þegar við sátum tvær saman og ég las ljóðin hans Davíðs Stefánsson- ar, þá varst þú svo sannarlega með á nótunum og þuldir heilu kvæðin fyrir mig, en þessar ljóðlínur úr Dalakof- anum voru þér einkai' hugleiknar: Svo vef ég okkur klæði, en stakk þú úr því sníður; til strandarinnar ríð ég og kaupi mjöl og fisk; svo ríf ég hrís í eldinn; þú bakar brauð og sýður; svo borðum við með velþóknun af sama hörpudisk. (Davíð Stefánsson.) Elsku mamma, hvað ég þakka þér og pabba fyrir alla þá ást og um- hyggju sem þið veittuð okkur Ola og börnunum okkar, Fjólu og Ólafi Hauki. Það er nokkuð sem enginn getur tekið frá okkur og ekki gleym- ist. Guð blessi þig, þín dóttir Hrefna. Fnjóskadalur, fegurstur sveita á íslandi, sem á sumrum skartai' sínu víðfeðma bjarkarskrúði, grónum mó- um og hvanngrænum grundum og silfurlituð Fnjóská liðast bugðótt og lygn milli hárra fjalla. Bæirnir kúi-a undir hlíðum fjallanna eða eins og hanga utan í þeim, aðrir eru á efstu hjöllum nánast við snjólínu með gjöf- ula beit ef til næst. Veturnir oft harðir og stormasamir og snjór fyllir hvert gil, gjótu og skor. Dalurinn setur upp nýtt andlit, grímu harð- neskju og ofsa, en samt fagur í öllum sínum mikilleik. Það er á miðri góu, árið 1906, bærinn Hjaltadalur fremst í Fnjóskadal, afskekktur mjög, stendur undir háu fjalli og beinir tveimur burstum sínum í austur að árbakkanum. Neðanundir bæjarhólnum era slétt tún, umgirt voldugum grjót- garði, sem bóndi hlóð einn síns liðs og dró hvern stein á sleða á sjálfum sér. Á hlaðinu stendur jarpur hestur, og í söðlinum situr vel dúðuð kona, piltur teymir hestinn af stað en kon- an snýr sér við í söðlinum og brosir til bónda síns og barnanna þeirra þriggja, því hún veit að hún mun ekki sjá þau fyrr en eftir margar vik- ur. Ferðinni er heitið heim að Fjósa- tungu þar sem hún ætlar að fæða sitt yngsta barn. Bóndi grípur ósjálfrátt þéttingsfast utanum litla hópinn sinn, augu hjónanna mætast. Hér þarf engin orð, augun segja allt, ást- úð og hlýju. Saga almúgafólks á Is- landi í 1000 ár. Bæði höfðu upplifað sorgina, misst maka og börn. Þau kvöddust þegjandi og hesturinn hvarf ofan af bæjarhólnum. Þannig hófst lífssaga hennar önnu minnai' blessaðrar. Hún fæddist í Fjósatungu í Fnjóskadal 11. maí 1906 í skjóli bændahöfðingjans Ing- ólfs Bjarnasonar, síðar alþingis- manns Suður-Þingeyinga. Ingólfur hafði sent vinnumann fram að Hjaltadal til að sækja húsfreyju, svo hún mætti komast í öruggt atlæti höfuðbólsins óháð veðri og sam- gönguleysi afdalsins. 1908 flutti fjöl- skyldan til Akureyrar og settist þar að og þar ólst amma mín upp til full- orðinsára. Hún var samt alltaf Fnjóskdælingur. Hún þroskaðist í unga og fallega stúlku, sem bar með sér drottningarlegan glæsileika er íylgdi henni alla tíð síðan. Á Akur- eyi'i kveikti hún bál S hjarta ungs pilts, vélstjóra sunnan af Eyrar- bakka, Sigurðar G. Jóhannssonar, og ekki leið á löngu þar til hjörtu þeirra loguðu jafn heitt, sækjandi eldsmat sinn í þann funa sem aðeins hin full- komna ást getur kveikt. Amma og afi gengu í hjónaband hinn 16. júní 1926 og settu saman heimili sitt í Reykjavík og saman gengu þau hönd í hönd í 64 ár, eða þar til afi lést 88 ára gamall 11. ágúst 1990. Og nú hefur hún elsku amma mín fengið hvíldina langþráðu eftir erfið veikindi undanfarið ár. Ég veit að hann afi minn hefur tekið á móti henni með opnum örmum og saman hafa þau leiðst á móti ljósinu, aftur orðin ung og hann hallar sér að henni, kyssir mjúkt hárið, en hún brosir með augunum, sem segja að eldar, sem kveikth' eru af raunveru- legri ást, logi að eilífu. Minningabrotin sækja að sem leiftur úr fortíðinni. Það er sumar í Fnjóskadal, afi að veiða í Fnjóská og amma úti á túni með hrífu, svo falleg að jafnvel í vinnufötunum var hún eins og álfkona. Ég man ferðalag fram í Hjaltadal í gömlu Karólínu hans Benna frænda á Hóli og hvar amma stóð við bæjartóftirnar, hún benti okkur á fallegan grjótgarð sem umlykur túnið og sagði: Þennan garð hlóð pabbi minn. Þá hafði hún ekki komið á þennan stað frá þvi hún var barn. Síðan hefur Hjaltadalur verið heilagur staður í mínum huga. Stóra húsið á Langholtsveginum, þar sem amma mín bjó fjölskyldu sinni glæsilegt heimili. Húsið sem var svo stórt, að það var sem höll, með sínum hátimbraðu stofum, svöl- unum á efri hæðinni, sem vora svo háar að við börnin fengum ekki að stíga þai- út. Dularfulli kjallarinn undir eldhúsinu, þaðan sem á haustin barst unaðslegur ilmur af nýsoðnu slátri. Og um helgar og á hátíðum fylltist þetta hús af lífi, börn hlupu um ganga og stiga með kæti og hlátrasköllum, en fullorðnir sátu í stofu og ræddu málin eða dásömuðu nýjasta meðlim fjölskyldunnar. Þó að mikið hafi verið að gera á þessum stundum, gaf hún sér ætíð tíma til að sinna okkur börnunum, þurrka tárin eða setja niður deilur sem upp komu hjá okkur. Hún var sterk kona, at- orkusöm og drífandi og ég man varla efth' að hafa séð hana verklausa, enda var mikill gestagangur á heim- ilinu. Jafnframt andlegum styrk sínum hafði hún amma mín til að bera óum- deilanlega mikla hlýju og ástúð, sem Erla móðir mín fékk ríkulega að njóta, þegar pabbi lést aðeins 49 ára gamall. Þá umvafði hún dóttur sína og okkur öll börnin hennar kærleika sínum og studdi okkur yfir erfiðustu hjallana. Fyrir það verðum við henni að eilífu þakklát. Að lokum vil ég biðja algóðan Guð að blessa alla fjöl- skyldu ömmu minnar og styrkja hana í sorg hennar, en við skulum jafnframt minnast þess með þakk- læti, að þreyttir fái hvílst. Ömmu minni blessaðri þakka ég samfylgdina og allt og allt. Guð blessi ömmu mína, Sigrúnu Bene- diktsdóttur frá Hjaltadal. Sigurður Rúnar Magnússon. Elsku amma mín. Ég sit hér í þessu yndislega veðri og hoi-fi á Esj- una sem ég veit að þér þótti svo fal- leg. Það rifjast upp fyrir mér svo mai'gar góðar stundir sem ég átti með þér. Fyrstu skýra minningarnar um okkur saman era síðan ég var fimm eða sex ára og var hjá þér í Hátúninu. Ég man hvernig við sát- um saman hlið við hlið og þú last fyr- ir mig heilu bækurnar og tíminn flaug áfram án þess að við tækjum eftir því. Stundum spiluðum við löngu vitleysu heilan dag eða lögðum kapal. Og þú kenndir mér á klukku og þú sagðir mér að jólasveinarnir væra ekki til. Ég lærði sko margt af þér, amma mín! Þegar ég var orðin eldri fór ég stundum beint úr skólan- um til þín og borðaði áður en ég fór á æfingu. Það var svo gott að geta sest aðeins niður hjá þér og slappað af. Þú sýndir mér svo mikla umhyggju og hlýju og alltaf þegar ég fór út úr dyranum hjá þér baðstu mig að fara varlega. Þú áttir svo auðvelt með að sýna væntumþykju. Ég man að þú sagðir oft að þú ætlaðir að lifa það lengi að þú sæir mig með stúdents- húfuna. Það tókst þér og gott betur, það munaði bara rúmum mánuði að þú sæir mig klára háskólann. Amma mín, þú varst búin að vera mikið veik nokkuð lengi en þú sýndir samt svo ótrúlegan styi-k. Þú varst svo sterk, hraust og ákveðin að upp- lagi. Þegar mamma hringdi og sagði mér að nú hefði þér versnað mikið var ég rétt búin að merkja í dagbók- ina mína við afmælisdaginn þinn 11. maí. Afmælisdagui’inn þinn og síð- asti prófdagurinn minn. Tveimur dögum seinna varstu dáin. Elsku amma mín. Ég held að ég geti aldrei komið orðum að því hversu vænt mér þykir um þig en ég vU þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér og allt sem þú kenndir mér. Þú varst mér svo dýrmæt og þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Guð geymi þig, þín Fjúla. Sigrún Benediktsdóttir fæddist og ólst upp í einum af fegurstu dölum íslands, Fnjóskadal, komin af sterk- um og fjölmennum þingeyskum ætt- um. Ung kynntist hún manni sínum, Sigui'ði Jóhannssyni. Hann var af hinni landskunnu Bergsætt. Þau bjuggu í Reykjavík, en oft var farið norður og dvalið þar. Átthagaböndin vora sterk og tengslin við fjölskyld- una nyrðra mjög náin. Sigrún og Sigurður áttu fallegt heimili í Hátúni. Þeim lét vel að taka á móti gestum, þannig að það gleymdist ekki. Og það var líka gam- an að fá þau í heimsókn, ekki síst í sveitina. Þar var fylgst með upp- byggingu af áhuga og þekkingu. Liðnai' stundir eru rifjaðar upp við þessi tímamót með virðingu og þakk- læti. Hún sem nú er horfin sjónum heimt á æðra þroskaskeið, lifir sæl í Ijóssins sölum laus við jarðneskt böl og neyð. Hún viU segja: „Hjartans vinir, hryggist ei - því lofar jörð andinn flýgur, fóður hæða færið lof og þakkargjörð. (Tómas R. Jónsson) Afkomendum Signinar og Sigurð- ar og fjölskyldum þeirra era fluttar kærar kveðjur. Kristfn B. Túmasdóttir, Einar Kristjánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.