Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR KARL ÁSGEIRSSON + Karl Ásgeirsson fæddist á Fróðá á Snæfellsnesi 16. júní 1906. Hann lést á EIli- og hjúkrunar- heimilinu Gnind hinn 6. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ólína Bergljót Guðmunds- dóttir, f. 25.11. 1863, d. 12.7. 1921, og Ás- geir Þórðarson, f. 29.3. 1861, d. 1940. Systkini Karls voru Halldóra, f. 1886, d. 1962, Þórður, f. 1890 Guðmundur, f. 1891, d. 1916, Ólafur, f. 1895, lést í Kanada, Ás- geir, f. 1897, d. 1978, Kristín Þórkatla, f. 1900, d. 1990, Soffía, f. 1901, d. 1905, Magdalena, f. 1903, d. 1992, Súsanna, f. 1908, d. 1986, Soffía, f. 1909, d. 1988. Karl giftist 9. febrúar árið 1929 Maríu S. Sigurðardóttur, f. 2.4. 1907, d. 13.3. 1961. þau eign- uðust sjö börn. Þau eru Ólafur Ragnar, f. 11.1. 1929, kvæntur Hrefnu Einarsdóttur, þau eign- uðust fjögur börn og eru þrjú á lífi, Ólína Bergljót, f. 22.11. 1930, eiginmaður hennar var Finnur Nú er ég kveð tengdaföður minn er margs að minnast, eitt sumar ferðuðumst við saman í heila viku um Snæfellsnes. Þar var hann á heimaslóðum, þekkti hvert kenn- leiti, bæi, kirkjur og hinar ýmsu söguslóðir, allur sá fróðleikur er hann miðlaði í þessari ferð er ógleymanlegur. Karl var um margt mjög sérstakur maður, hann var ótrúlega minnugur og hafði gaman af að segja frá því sem gerðist fyrr á árum, hann var afbragðs handverksmaður enda málarameistari að mennt, hann hafði næmt auga fyrir litum og samsetningu þeirra, ekki er ólík- legt að hann hefði getað orðið góð- ur listmálari. Ég veit að það var tengdapabba mikið áfall þegar hann missti konuna sína Maríu ár- ið 1961, þá voru sex bamanna upp- komin og búin að stofna eigið heimili. Aðeins yngsti drengurinn Sigurður var eftir heima hjá föður sínum aðeins tíu ára gamall. Upp frá því leit karl á það sem skyldu sína að líta eftir yngsta drengnum sínum, sem hann og gerði með sóma. Alla tíð hefur verið mikili kærleikur með þeim feðgum. Ég vil þakka þér, kæri tengdapabbi, fyrir allt sem þú hefur gert fyrir fjölskylduna okkar Sigga, en þú hefur alltaf staðið sem klettur við hlið okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Tengdadóttir. Mig langar að kveðja afa minn (á Stýró) Karl, með örfáum orðum. Ég var engan veginn viðbúinn þessu þótt ég hafi vitað hvert stefhdi. Ég var nýkominn frá þér þegar mamma hringdi og sagði mér að þú værir dáinn. Ótal minningar brutust út um allar þær stundir sem við höfum átt saman. Ég man að frá þeim tíma sem ég fékk að fara einn í strætó var ekkert eins gaman og að fá að koma í heimsókn á Stýrimannastíginn. Oft sátum við tímunum saman, drukkum kók og spjölluðum um heima og geima. f Blómabúðin^N l v/ Fossvogskít'kjwga^ð á xS1SímM 554 0500 y Ingimundarson, er lést árið 1995, eign- uðust þau fjórar dætur og eru þrjár á h'fi, einnig ólu þau ujjp dótturson sinn, Ásgeir, f. 29.1. 1932, sambýliskona Guð- rún Skúladóttir, Ás- geir á þrjú börn með fyrri eiginkonu sinni, Ástu H. Lúð- víksdóttur, Sigrún, f. 30.5.1933, sambýl- ismaður Ármann Ás- mundsson, Sigrún eignaðist sjö börn með fyrrverandi eiginmanni sín- um, Hannesi A. Gunnarssyni, Stefán, f. 19.3. 1935, kvæntur Karenu Karisson, eiga þau tvo syni, Már, f. 29.5. 1937, eigin- kona hans var Guðlaug K. Jó- hannesdóttir er lést árið 1982, eignuðust þau þijár dætur, Sig- urður Karl, f. 4.12. 1950, kvænt- ur Soffíu Árnadóttur og eiga þau fjögur börn. Karl var málarameistari að mennt. Útför Karls fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Oftar en ekki sagðir þú mér sögur frá þínum yngri árum sem eni mér margar mjög minnisstæðar. í góðu veðri áttum við það til að fara sam- an í gönguferð niður i bæ. Eftir að ég fékk bílprófið fórum við stund- um í bíltúr meðan þú hafðir heilsu til. Ég man hvað mér þótti jólin skiýtin þegai’ þú gast ekki verið hjá okkur vegna veikinda þar sem þú varst alltaf vanur að eyða aðfanga- dagskvöldi með okkur. Þrettándinn var ekki síður skemmtilegur því við vorum vön að geyma flugelda til að kveðja jólin með þér og oft héldum við fjölskyldan flugeldasýningu á Stýrimannastígnum. Elsku afi, minningai-nar eru svo ótal margar en takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og gert fyrir mig. Ég mun ávallt varðveita allar samverustundir okkar í hjarta mínu. Guði vil ég þakka fyrir að hafa gefið mér besta afa í heimi. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson) Þór Sigurðsson. Með föðurbróður mínum, Karli Ásgeirssyni málarameistara frá Fróðá, er gengið síðasta barn þeirra hjóna Asgeirs Jóhanns Þórðarsonar óðalsbónda og Ólínu Bergljótar Guðmundsdóttur. Þau bjuggu upprunalega að Hrútsholti í Eyjahreppi en síðan að Fróðá í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi, á ár- unum 1905-21. Böm Ásgeirs og Ólínu urðu ellefu og komust tíu þeirra á legg, flest til hárrar elli, eina dóttur, Soffíu, misstu þau fjögurra ára og sonur þeirra, Guð- mundur, féll á norðurvígstöðvun- um í Frakklandi 1916, tuttugu og fimm ára að aldri. Fyrir utan bræðuma þrjá, sem héldu til Kanada árið 1910, kenndu systkin- in sig meira og minna við æsku- stöðvar sínar og þá helst faðir minn, sem jafnan var nefndur Ás- geir frá Fróðá, en þó stundum Ás- geir á Fróðá, eins og fram kemur í Sjömeistarasögu Halldórs Lax- ness. Hér var um Snæfellinga í húð og hár að ræða, og munu ættir Ás- geirs Þórðar auðraktar frá því nokkra fyrir siðaskipti, skulu af ýmsum ástæðum og til fróðleiks nefndir þrír liðir í föður- og móð- urætt. Að mestu stuðst við saman- tekt séra Friðriks heitins Friðriks- sonar í Húsavík, en æskuheimili hans, Arnarhóll, stóð á bakkanum hinum megin við ána og kallfært yfir. Rauðkollsstaðir í Eyjahreppi koma hér einkum við sögu, en þar bjuggu þau Þórður Jónsson (um 1791-1866) og Kristín Þorleifs- dóttir, sem var alsystir hins landskunna læknis og sjáanda Þorleifs í Bjarnarhöfn. Þórður vakti á sínum tíma á sér mikla at- hygli, en hann breytti rýru koti í stórbýli og gerðist hreppstjóri og sáttanefndarmaður, var auðgjarn en ekki nirfill, hjálpsamur við fá- tæklinga, sagður svo orðheldinn að ef hann synjaði ekki bón mátti jafna því við loforð. Um Þórð get- ur að lesa strax á fyrstu síðu bók- ar Jóns Óskars rithöfundar um Sölva Helgason, Sólon Islandus, en hann skaut skjólhýsi yfir föra- manninn unga haustið 1843, allt þar til honum var það ekki stætt lengur vegna hótana hreppstjór- ans á Rauðamel. Bóndinn var sagður hafa haft góða skemmtun af þessum óvenju vel talandi tutt- ugu og þriggja ára manni og frá- sögnum hans af öðrum héruðum landsins, aldrei fyrr hitt slíkan frásagnarmann sem hafði komið í flestar sýslur landsins fyrir full- tingi skrautlegs, frumsamins reisupassa. Láðist honum að gefa nógu nákvæman gaum að pappír- um piltsins, hirti sennilega ekki um það, taldi það litlu máli skipta. Við réttarhöldin eftir að pilturinn hafði verið tekinn fastur utan við lóðarmörk hans, en innan þeirra hafði hann verið friðhelgur, bar Þórður honum vel söguna, ef til vill sannfærður um að hafa rætt við mikinn vísindamann og nátt- úraskoðara, að minnsta kosti ófús að taka þann mann fastan sem gist hafði á bæ hans og ekki gert annað af sér en vera fólki til upp- lyftingar í fásinninu. Hlaut verð- launapening og Dannebrogsorðu fyrir búsafrek. Sonur þeirra Kristínar var Þórður Þórðarson, bóndi, hrepp- stjóri og alþingismaður. Fyrri kona; Asdís Gísladóttir frá Hraunhöfn í Staðarsveit. Bjuggu að Hítardal og Söðulsholti, en síð- ast og lengst af á Rauðkollsstöð- um, eignuðust fjóra syni og þrjár dætur. Seinni kona, Pálína Hans- dóttir Hjaltalín frá Jörfa í Kol- beinsstaðahreppi, hún hélt til Vesturheims að Þórði látnum með þrjá unga syni þeirra, en hinn yngsti dó á hafi úti. Þórður Þórð- arson var „fræmkvæmdamaður og héraðshöfðingi sem setti svip á umhverfið, kjörinn til allra opin- berra sýslana, sem bónda verða falin, gáfaður maður og háttvís, er vel kunni að stilla metnaði sínum í hóf. Erfði mikið fé úr föðurgarði, bjó stórbúi við fágæta risnu, var dannebrogsmaður að nafnbót“. Næstelstur sonur hans og Ás- dísar var svo Þórður Jóhann bóndi á Fróðá, f. að Hítardal 29.3. 1861, d. 1940. Orðlagður fyrir hjálpsemi, og skal þess getið að séra Friðriki var það ávallt í góðu minni, að er móðir hans flutti með fjögur böm sín frá Akri í Staðarsveit að Arn- arhóli skeður það fyrsta sólskins- daginn eftir þrálátar rigningar, að Ásgeir bóndi brá sér yfir ána með allt sitt lið og sló tún þeirra og lagði í flekki. Vora þeir faðir minn, Ásgeir frá Fróðá, og séra Friðrik Friðriksson nánir vinir til æviloka. Þá var það venja á þeim bæ að búa eldri synina út með mjólk og rjóma til fátækra í sveitinni. Móðurættin; séra Ólafur Guð- mundsson (1796-1887) og Þórkatla Torfadóttir (1804-41) frá Kolviðar- nesi í Eyjahreppi, sem bjuggu að Sveinsstöðum á utanverðu Snæ- fellsnesi. Eftir stúdentspróf frá Bessastaðaskóla var Ólafur eitt ár skrifari hjá Magnúsi Stephensen landsyfirdómara í Viðey. Hélt síð- an heim til Sveinsstaða og varð brátt skrifari hjá sýslumanni Snæ- fellinga, Bonnesen, og fór með sýsluvaíd í utanför hans 1821-22, fróður í lögum og sýnt um slík störf. Vígðist til prests 1824, ári eftir að hann kvæntist Þórkötlu og gerðist aðstoðarprestur í Nesþing- um. Þau eignuðust mörg börn en einungis þrjú þeirra komust upp. Þórkatla var einkabarn og auðug, haldið hefur verið fram að hún hafi verið önnur ríkasta konan á Is- landi. Vitað er að hún var svo hjarathlý og gjafmild, að ekkert mátti hún aumt sjá. Hún var af Bjarnarhafnarætt - hálfsystir Kristínar Þorleifsdóttur, konu Þórðar eldra á Rauðkollsstöðum, en yngri. Andaðist í ársbyrjun 1841. Sama ár var séra Ólafi veitt Hjaltabakkaprestakall norður í Húnavatnssýslu, kvæntist um haustið Bergljótu Jónsdóttur frá Hallsbæ á Snæfellsnesi, en þau eignuðust engin böm. Prestur nyrðra í 21 ár, „sterkur maður, glaðvær, gestrisinn og vinsæll af söfhuði sínum“. Sonur þeirra Þórkötlu var Guð- mundur, sem var ellefu ára er hann kom að Hjaltabakka og ólst þar upp. Lærði söðlasmíði á Akur- eyri og lá leið hans austur í Aðal- dal í S-Þingeyjarsýslu, þar sem hann kvæntist Halldóru Sveins- dóttur, dóttur Sigríðar Skúladótt- ur og Sveins Sveinsssonar að Sleitustöðum í Skagafirði, en afi Halldóra, séra Skúli Tómasson að Múla í Aðaldal, ól hana upp. Að nokkrum árum liðnum fluttu þau hjónin vestur í Húnavatnssýslu og settust að á Ytra-Hóli á Skaga- strönd. Eignuðust fimm dætur og var Ólína Bergljót amma mín þeirra yngst. Þrjár hinar eldri fóru vestur um haf en ein, Þórkatla Júl- íana, varð húsfreyja að Brekku. Halldóra varð skammlíf, en seinni kona Guðmundar var Anna María Friðriksdóttir, ættuð úr Víðidal, og bjuggu þau enn lengi að Ytra- Hóli. En er heilsu hans hrakaði og jafnframt búi fluttust þau til N- Dakóta ásamt dætram sínum þrem. Guðmundur var skáldmælt- ur og liggur eftir hann ljóðakver útgefið í Winnipeg 1916. Ólína Bergljót Guðmundsdóttir, f. að Ytri-Hóli 1863, d. 12.7. 1921, var tekin í fóstur og alin upp á hinu ríkmannlega heimili frænda síns Þórðar Þórðarsonar á Rauð- kollsstöðum, sótti faðir hennar þó um skeið það allfast að hún kæmi vestur um haf á eftir fjölskyldunni. Héraðshöfðinginn hafði miklar mætur á Þórkötlu ömmu Ólínu, móðursystur sinni, og gat hermt stúlkunni margt af líknarlund hennar og örlæti. Ásgeir Þórðar- son og Ólína Bergljót Guðmunds- dóttir voru skyld í annan og þriðja lið. Hún var sögð greind kona, orð- lynd og hjartahlý, fríð sýnum og fyrirmannleg. Það stóðu þannig góðir stofnar að Karli Ásgeirssyni málarameist- ara og þeim systkinum, hann var níundi í röðinni, en er ég lít til baka finnst mér eins og sum þeirra hafi verið rifín upp með rót- um úr heimahögum. Samlöguðust aldrei fullkomlega borgarbragn- um eins og þau væru hér framandi gestir er vildu vera til hlés, geðrík en viðkvæm. Sveitin var alltaf ná- læg í huga þeirra allra og faðir minn, sem var þeirra félags- lyndastur, barðist áratugum sam- an fyrir friðun náttúruminja á Snæfellsnesi, era Búðir og Búða- hraun hér helst til marks um. Annað sem þau áttu erfitt að sætta sig við og fylgdi þeim eins og skugginn, einkum hinum yngri, var voveiflegt andlát móðurinnar, það var sú und er aldrei greri um heilt. Karl Ásgeirsson bjó frá því um 1940, með sinni stóru fjölskyldu, konu og sjö börnum, og seinna barnabörnum, í fallega húsinu að Stýrimannastíg 10. Einnig hélt þar lengstum hús systir hans Sús- anna, prentiðnaðarkona og ein- hleyp, með eindæmum hænd að ungum börnum systkina sinna, sem dáðu og elskuðu hana öll. Var mér tíðum ráðgáta hvernig Karl gat haldið þessu stóra húsi, heilli , d. 1977, hæð hærra en hús föður míns, og jafnvel bætt innviði þess eftir því sem árin liðu, því á stundum var á brattan að sækja. Eðlilega vora samskiptin við föður minn mikil, þeir einu bræðurnir sem ekki héldu til Vesturheims. Urðum við Karl með tíð og tíma einkar hændir hvor að öðrum, í og með fyrir þá sök að báðir umgengumst pensla og liti dags daglega, þótt í ólíkum tilgangi væri. Hér gat hann kennt mér sitthvað í iðn sinni er var ungum manni gott veganesti, einkum hvað snerti að lakka gluggakistur og sólbekki á gamla mátann, en það var sann- kölluð list ef vel átti að vera. Margar góðar minningar fylgja Stýrimannastígnum, þangað sem ég og mitt fólk sótti fagnaði og átti aðskiljanlegustu erindi á ár- um áður, þar ríkti hugarþel og gestrisni forfeðranna og ekki gerður greinarmunur á fólki. Þeg- ar ég skrifa þetta er sú helst, að þar gekk ég snemma á unglings- árum fyrst að bók eftir Sinclair Lewis. Babitt, minnir mig að hún hafi heitið, og þótti mér málfarið býsna hrátt og skrítið, hafði ein- faldlega ekki nægan þroska til að meðtaka það, er nú helst eftirsjá að að hafa ekki sporðrennt henni án tafar. Það var einkum eftir mína fyi’stu sýningu í Lista- mannaskálanum gamla við Kirkjustræti vorið 1955, að sam- skipti okkar Karls urðu drjúg, hann hafði keypt af mér málverk og Súsanna tók upp á því að vegg- fóðra herbergi sitt með grafík og teikningum. Frá þessum árum situr sérstaklega í mér er hann óforvarandis bauð mér á Naustið og skeggræddi heilt kvöld um framtíð mína. Hvernig mögulegt væri að skapa mér varanlega starfsaðstöðu, vildi helst að ég færi strax að reisa mér hús og vinnustofu og skildist mér að hann yrði þá fljótur á staðinn með penslana sína og málningu mér til aðstoðar. Var ég léttur í spori er leiðir skildi, enda hafði enginn mér nákominn utan föður míns talað þannig til mín um dagana. Karl og María kona hans vora afar samrýnd og jafn tilfinninga- ríkur og hann var að eðlisfari tók hann sér afar næni ótímabært andlát hennai’ eftir erfið veikindi, var aldrei samur eftir það. María var hæglát, traust og væn kona. Háttur hans var þó ekki að leggja árar í bát heldur hélt hinu stóra heimili gangandi áfram. Fyrir réttu ári héldu hinir fjöl- mörgu niðjar Karls honum veglega veislu í tilefni níræðisafmælisins. Þar var með sanni margt um mann- inn, hinn aldni halur virðulegur og léttur á brún, þótt nokkuð væri far- inn að láta á sjá, starfsdagurinn langur og strangur. En kannski hefur það lyft huga hans mest er hann fékk að vita að leiði bróður hans, Guðmundar, er féll á frönsku vígstöðvunum fyrir 81 ári, væri fundið eftir mikla og áralanga leit. Reyndust hinir mannskæðu bar- dagar hafa farið fram við þorpið Vi- my á milli borganna Lens og Arras. Vora þar á ferð bróðursonur og al- nafni Guðmundar, heitinn í höfuðið á honum, og franskur tengdasonur hans. Nú heyra öll þessi svipsterku, tilfinninganæmu og skapmiklu systkini liðinni tíð, - en tími og fjarlægðir era afstæð hugtök, lífið sértækt og abstrakt. Bragi Ásgeirsson. Elsku afi minn. Ég mun sakna þín sárt. Ég á svo margar yndisleg- ar minningar af Stýró 10, alveg frá því ég man eftir mér. Það er ómet- anlegt fyrir mig að hafa stofnað mitt fyrsta heimili í húsinu þínu og búið þar með þér, þó í stuttan tíma væri. Ég veit að þú ert í góðum höndum. Guð blessi þig og ástarþakkir fyrir allt. Þín sonardóttir, María Sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.