Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska r Vagur t/erður 'i OuH fá.þcnnan. Sa/p/l'- ^ Éq ro/ux, 6qra aZ han/t ha-ft nogu rríikiösjáífstnoMsb tii 'I Ferdinand Og hættu að öskra! Ég var ekki að öskra ... ég Hættu að segja aldrei orð! sagði aldrei orð ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Bráðabirgðaleikskóli við Seljaveg Frá Guðmundi Kr. Oddssyni: SVO virðist sem komandi sveitar- stjórnarkosningar séu famar að rugla borgarstjómarmeirihlutann í Reykjavík svolítið í ríminu. Það er nú ekki óalgengt að kosningar legg- ist illa í stjómmálamenn og brengli hugsunina, en hér virðist um frem- ur svæsið tilfelli að ræða. Þannig er mál með vexti að fyrir- hugað er að byggja nokkurs konar leikskóla fyrir neðan Seljaveg í vesturhluta Reykjavíkur. Leikskól- inn á að vera byggður til bráða- birgða, standa á einhverjum stöpl- um og þjóna þar til alvöru hús verð- ur reist, hvenær sem það á að verða. Hugmyndirnar vom unnar í flýti. Daginn fyrir prófkjör R-list- ans mætti formaður Dagvistar barna með færanlega fánaborg, nokkur lánsböm af leikskóla í grenndinni og þyrsta fréttamenn til þess að stinga niður skóflu, svo verkið teldist nú byrjað. Síðan auðvitað leið og beið án þess að nokkuð gerðist. En í byrjun mars fengu íbúðareigendur við Seljaveg sendar upplýsingar um hvemig staðið skyldi að bygging- unni. Þar kom í ljós að foreldrum er ætlað að leggja bílum sinum við Seljaveg hvem morgun til að koma bömum sínum í skólann. Seljavegur er þröng einstefnu- gata þar sem nær hvert stæði er upptekið hverja nótt. Það er því ljóst að mikið óhagræði yrði í því ef fólk ætlaði sér að leggja við götuna vegna leikskólans. Líklega kæmist það hvergi að. Máske er ætlunin sú að láta fólkið stöðva bíl sinn á miðri götu, sem myndi auðvitað skapa mikið öngþveiti. Það er í raun sama hvemig er. Þó svo að stæði fengjust, þá stæði um- ferðin líklega fóst hvem morgun og hvert síðdegi. Fyrirtaks aðkeyrslu væri hægt að fá ef keyrt væri inn frá Ananaustum, en sá möguleiki virðist hafa gleymst í fátinu. Einnig er það hálfundarlegt að vera að reisa leikskóla til bráða- birgða. Annaðhvort á að reisa var- anlegan leikskóla eða þá einfaldlega að sleppa því! Þetta leikskólamál virðist eiga að vera eitthvert útspil R-listans til að láta svo líta út að unnið sé að krafti í leikskólamálun- um. En þetta útspil er illa ígmndað. íbúar við Seljaveg hafa gengist fyrir undirskriftasöfnun til þess að reyna að koma í veg fyrir það slys sem hér virðist vera í uppsiglingn eigi sér stað. Það er vonandi að á málinu verði tekið. Og helst frestað þar til framyfir kosningar svo að hugsun borgarfulltrúanna geti náð að skýrast á nýjan leik en sé ekki brengluð af darraðadansi kosning- anna. GUÐMUNDUR KR. ODDSSON, Seljavegi 9 Reykjavík. Kappakstur er stórhættulegur Frá Hópum 55 á Isafirði og 56: VIÐ emm tveir hópar sem sóttu námskeið ungra ökumanna hjá Sjó- vá-Almennum í febrúar. Við fjölluð- um sérstaklega um kappakstur og búnað ökutækis. Við viljum deila nokkram punktum með þér. Kappakstur Kappakstur er stórhættu- legur og bein- línis asnaleg- ur og má alls ekki stunda hann í þétt- býli. Við skul- um ekki mana neinn til kappaksturs. og sýnum sjálf gott fordæmi í umferðinni. Munum að það er ekki okkar einkamál að aka hratt, því að aðrir geta slasast vegna hraðaksturs. Vilji fólk stunda hraðaksturs er best að gera það á þar til gerðum svæðum. Notum alltaf bílbelti. Það eykur alltaf ör- yggi okkar. Ef bensínfóturinn ætlar að stríða okkur væri ráð að setja spítukubb undir bensíngjöfina. Búnaður ökutækis Mikilvægt er að búnaður bílsins sé í lagi. Við viljum benda á eftirfar- andi: Veram viss um að öll ljós virki. Hafa bremsur í góðu lagi. Nota bílbeltin og nota barnabíl- stól ef barn er með í for eða púða sé það nógu stórt til að hafa af honum fullt gagn. Hafa hæfilegt loft í hjólbörðum og hafa þá vel búna, einkum á veturna. Hafa öll stjórntæki í lagi. Veram viss uma að eftir- farandi búnað- ur sé í bilnum: Viðvörunar- þríhymingur, tjakkur, vara- dekk, slökkvi- tæki, sjúkra- kassi, vasaljós eða aðra vönd- uð lukt. Þá geta start- kaplar komið sér vel. Hafa rúðu- þurrkur í góðu lagi og rúðuvökva. Rúðusköfu og kúst til að hreinsa rúður. Huga að rafgeymi, bensíni, olíu, frostlegi og viftureim. I vetrarferðum og fjallaferðum ætti að hafa skóflu, keðjur og kaðal. Góðan galla með endurskini ef eitt- hvað ber útaf. Staðsetningartæki er til bóta. Gerið áætlanir og látið vita um þær. Verið aldrei á ferð að nauðsynja- lausu í tvisýnu veðri. EINAR GUÐMUNDSSON, forvarnafulltrúi Sjóvár-Almennra EF ÞÚ veldur tjóni í kappakstri, er það metið sem stórkostlegt gáleysi og þú verður sjálf(ur) að greiða tjónið sem þú veldur. Tryggingin gildir ekki í kappakstri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.