Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 35 Nýir norrænir leikar í breyttri UNDANFARIN ár hefur norræn samvinna breyst mjög. I byrjun þessa áratugar var augljós þörf breytinga í samstariinu. Skipulag- ið var þungt í vöfum og ekki mjög skilvirkt, en einkum voru hinar póli- tísku aðstæður að breytast. Fall Berlínar- múrsins hratt af stað breytingum, sem í eitt skipti fyrir öll bundu enda á hina skörpu tví- skiptingu, sem var þvingað upp á Evrópu með kalda stríðinu. Um leið hefur samband Norðurlandanna við önnur Evrópu- lönd og evrópska samvinnu breyst. Finnland og Svíþjóð hafa fylgt Dan- mörku inn í ESB og Island og Nor- egur hafa með EES-samningnum tengst ESB á allt annan hátt en áð- ur. Þessar breytingar hafa á afger- andi hátt hnikað til sjónarhorni nor- rænnar samvinnu. Tengsl Norður- landa við grannsvæðin og ESB hafa orðið mikilvægari. Norðurlandaráð hefur nú þróað umfangsmikla sam- vinnu við Eystrasaltslöndin, Rúss- land og ESB. Ráðið er í vaxandi mæli samhæfíngarafl norræns framlags, mikilvægur tengiliður þingmanna og hefur frumkvæði í að brydda upp á mikilvægum hags- munamálum þessa heimshluta. ESB stækkar Um þessar mundir er verið að hefja aðildarviðræður við nýja með- limi ESB. Stækkunin framundan er sú viðamesta í sögu Evrópusam- starfsins. Ellefu lönd, þar af tíu, sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum eða áhrifasvæði þeirra, knýja nú dyra í ESB. Viðræðumar og aðild- arundirbúningur mun taka sinn tíma og verð- ur vísast flókið ferh, bæði fyrir umsóknar- löndin og ESB, en lítil ástæða er til að efast um að öll löndin ellefu sleppi ekki inn, þó þau geri það ekki öll um leið. Snemma á næstu öld munu allt að 26 lönd vera meðlimir í ESB og kannski vaknar einnig áhugi hjá fleiri löndum á að gerast að- ilar. Hugsum okkur hvaða áhrif þetta hefði á evrópska og norræna samvinnu. Svo umfangsmiklu ESB verður ekki stjórnað frá einum landfræðilegum punkti. Svo mikill verður fjöldi pólitískra viðfangsefna í hinu nýja ESB að ESB-stofnanirn- ar neyðast til að velja sér viðfangs- efni af harðvítugri nákvæmni, því ella mun ákvarðanaferlið einfald- lega brotna saman. Hið nýja ESB mun um leið bjóða upp á hressilega og heillandi, en einnig yfírþyrmandi fjölbreytni, ekki aðeins pólitískt og efnhagslega, heldur einnig menningar- og félags- lega. Eg álít að það leiði af sér ein- stakt tækifæri fyrir norræna sam- vinnu. í nýju og stærra ESB mun svæðasamstai-fið fá aukna þýðingu. Þörf er á nýrri verkaskiptingu í Evrópu, þar sem meðvitað verður byggt á styrk og sérstöðu svæða- samstarfsins á hverjum stað. Grannsvæðin Norðurlandaráð hefur á síðustu árum lagt áherslu á að þróa áþreif- Berit Brorby Larsen mogu- Evrópu Norræn samvinna, seg- ir Berit Brarby Lar- sen, nýtist heima fyrir og á evrópskum vett- vangi. anlegt samstarf við grannsvæðin á þungvægum sviðum. Mikilvæg for- senda árangurs hefur verið að taka upp samskipti og koma á sambandi við þau. Við höfum einkum beint at- hyglinni að samvinnu um þróun vel- ferðar og félagslegra réttinda. Norðurlandaráð hefur einbeitt sér að aðstæðum barna í pólitískum og efnahagslegum kollsteypum Eystrasaltslandanna og Rússlands. Mörg böm á grannsvæðum okkar búa við skelfilegar aðstæður, eins og grannsvæðanefnd okkar hefur átt þátt í að varpa ljósi á. Vinnuhóp- ur undir stjórn sænska þingmanns- ins Margaretu Israelsson hefur skilað umhugsunarverðri skýrslu, er beinir ljósinu að lífsskilyrðum barna og fjölskyldna á hinu erfíða umbreytingaskeiði í Eystrasalts- löndunum og þar hefur skýrslan vakið miklar umræður. (Áhugasam- ir geta nálgast hana á vefnum: www.baltchild.org). Það hlýtur að vera metnaðarmál, einnig fyrir okk- ur sem búum við forréttindi Norð- urlandanna, að gefa nýjum kynslóð- um kost á mannsæmandi lífi við bætt uppvaxtarskilyrði. Gerum við það, leggjum við okkar af mörkum til að lækna sár kalda stríðsins og græða okkar hluta Evrópu. Sambandið við Rússland er und- irstaða þess að þróa örugga og lýð- ræðislega Evrópu. Rússland er mikilvægasti norðlægi samstarfsað- Hækkun skattleysis- og frítekjumarka Á AÐALFUNDI Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sem haldinn var 1. mars s.l., var samþykkt eftirfarandi tillaga: „Við skorum á stjórn- völd að hækka skatt- leysismörk krónur á mánuði og frí- tely'umark tekjutrygg- ingar almannatrygg- inga í samræmi við það, um 33,63%. Þessi ráðstöfun mundi lækka jaðarskatta og jaðar- áhrif, sem rýra stór- lega greiðslur til ellilíf- eyrisþega í dag.“ Ein áhrifamesta aðferðin til að draga úr jaðarsköttum er að hækka skattleysismörkin, en þau eru nú aðeins 59.867 kr. á mánuði hjá elli- lífeyrisþegum, sem ekki greiða 4% í lífeyrissjóð, því þeir eru hættir að vinna. Skattleysismörkin ættu nú að vera yfír 60.000 kr., en persónuaf- slátturinn var lækkaður í 23.360 kr. um s.l. áramót, um leið og skattpró- sentan lækkaði í 39,02%. Ef skatt- leysismörkin hækka í 80.000 kr., verður persónuafslátturinn 31.216 kr. á mánuði. Frítekjumark er sú upphæð, sem maður má hafa í tekjur að undan- teknum bótum almannatrygginga, án þess að tekjutryggingin skerðist. Sá, sem er með hæsta frítekjumark vegna tekjutryggingar, er einstak- lingur með greiðslu úr lífeyrissjóði, en sú upphæð er 28.093 kr. á mán- uði. Hækki frítekjumarkið um 33,63% eins og skattleysismörkin, verður það 37.541 kr. á mánuði og efri mörkin yrðu 99.372 kr. í stað 89.924 kr. á mánuði nú, en þá er tekjutryggingin komin niður í 0. Bótaþeginn fær þá aðeins 15.123 kr. á mánuði í ellilífeyri, sem er alltof lág upphæð, en það er nú önnur saga. Málið er það, að 45% af tekjum bótaþega, öðrum en trygginga- bótum skerða tekju- trygginguna. Samsvarandi tölur hjá hvoru hjóna, sem fá greiðslur úr lífeyris- sjóði eru: frítekjumark 19.665 kr. á mánuði og efri mörk 81.496 kr. Þessar tölur mundu hækka í 26.278 kr. og 88.109 kr. á mánuði við sömu hækkun - 33,63%. Sjá má, að kröfur okkar eru mjög hógværar, en skerðingarnar eru samverkandi og eru augsýnilega án yfirsýnar ráðamanna. Skerðingar- ákvæði Tryggingastofnunar virðast beinast að því, að fólki sé haldið neðan fátækramarka. Mér er sagt að nefndin, sem er að endurskoða lögin um almanna- tryggingar, hafí ekki komið saman í meira en ár, og hvernig er það með jaðarskattanefndina, er hún hætt störfum? Það virðist því miður satt, sem sagt er, að nefndirnar eru aðeins skipaðar til að róa okkur gamla fólkið, þær eiga ekki að skila nein- um árangri. En Pétur Blöndal og Vilhjálmur Egilsson eru ekki hættir. Nú hafa þeir lagt fram frumvarp til laga á Alþingi um flatan 20% skatt á allar tekjur. Þeir gera ekki ráð fyrir neinum skattleysismörkum. Hækkun skattleysis- marka og frítekju- marks tekjutryggingar er, að mati Margrétar H. Sigurðardóttur, kjörin leið til að verja kjör aldraðs fólks - og draga úr neikvæðum áhrifum jaðarskatta. Hvemig á maður með 60.000 kr. í tekjur á mánuði, sem hefur ekki borgað skatt, að borga 12.000 kr. í skatt á mánuði? Hver treystir sér til að lifa af 48.000 kr. á mánuði? Þetta frum- varp er sniðið fyrir hátekjumenn, því enginn á að greiða nema 20% af tekjum í skatt. Eg vona bara, að þetta frumvarp verði kolfellt á Alþingi. Nær væri að leggja fram framvarp til laga um fleiri skattþrep, þannig að hátekju- menn greiði hærri skatt af hluta tekna sinna eins og tíðkast í ná- grannalöndunum. Við eldri borgarar, sem erum bú- in að leggja stóran skerf í þjóðarbú- ið í gegnum árin, fórum aðeins fram á það að fá að lifa mannsæmandi lífi af okkar litlu eftirlaunum, án þess að það sé sífellt verið að skerða hlut okkar með sköttum og öðrum að- gerðum. Höfundur er viðskiptafræðingur og varaformaður Félags eldri borgara { Reykjavík. Margrét H. Sigurðardóttir ili ESB og mikilvægasta grann- svæði okkar. Öryggispólitísk áskor- un Evrópu, umfangsmikill umhverf- isvandi og síðast en ekki síst réttlát og sjálfbær velferðarþróun allrar Ewópu eru allt liðir, er kreíjast aukinnar samvinnu okkar við Rúss- land. Hér geta Norðurlöndin gegnt lykilhlutverki sem tengiliður, ná- granni og samstarfsaðili. Það verður eitt meginverkefna Norðurlandaráðs að tryggja að hið pólitíska breytingarferli er einkenn- ir Evrópu nái einnig til norðlægustu svæðanna. Heimskautssvæðin, nyrsti hluti Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og Barentshafssamstarf- ið verða hornsteinar framlags okkar á grannsvæðunum. Skynsamleg nýting hinna miklu náttúruauðlinda og umhverfísvandi gera það nauð- synlegt að öll Evrópa láti þessi svæði til sín taka. Norðurlöndin í ESB Samstarf Norðurlandanna stend- ur á traustum grunni og hefur hljómgrunn meðal almennings, sem mikið af alþjóðlegri samvinnu skort- ir. Tungumál okkar gera okkur öll- um kleift að tengjast yfir landa- mæri, óháð aldri, menntun og fé- lagslegum bakgrunni. Norðurlöndin eru nátengd og náin hvert öðru. í norrænu samstarfi höfum við án nokkurs bægslagangs hrint í fram- kvæmd breytingum, sem ESB hefur fyrst nýlega teldst á við. Norræna vegabréfasambandið komst á snemma á sjötta áratugnum. Nú fyrst, 40 árum síðar, er Schengen- samstarfið tilraun til að skapa víð- tæka hliðstæðu þess. Á Norðurlönd- um höfum við tryggt almenningi bú- setu- og atvinnuréttindi að eigin vali í öllum löndunum. Aðfluttur nor- rænn borgari hefur sömu félagslegu réttindi og innfæddur og hefur þar á ofan sjálfkrafa kosningarétt í sveit- arstjómarkosningum. Norræn samstaða og löng sam- starfshefð er okkur mikill akkur á leiðinni inn í hina nýju Evrópu. Bæði okkar vegna og til að þrýsta á um jákvæða þróun Evrópu eigum við að viðhalda nánu samstarfi okk- ar í ESB. Ég álít ESB hafa þörf á „norrænu vítamínunum", eins og Willy Brandt orðaði það. Efid samvinna Eftir að við höfum endurskipu- lagt starf okkar er norræn sam- vinna að mínu mati á nýrri og mikil- vægri braut. Það er að sjálfsögðu opið ferli og engin ástæða til að álíta að endurbótunum sé lokið. En það er trú mín að norrænt samstarf sé mikilvægt og verði æ mikilvægara í tímans rás. Norðurlandaráð á að vera vett- vangur, er með áþreifanlegum póli- tískum aðgerðum leiðir til árangurs, sem löndin geta ekki náð hvert um sig. Það á að vera svið umræðu, þekkingar- og reynslumiðlunar, sem samanlagt stuðlar að betri póli- tískum ákvörðunum en löndin geta tekið hvert fyrir sig. Norðurlanda- ráð á að vera samkomuvettvangur og hafa frumkvæði að samstarfi Norðurlanda, grannsvæðanna og öðru svæðasamstarfi. Verkefni okkar er að tryggja að Norðurlandaráð verði ekki stofnun handan daglegs lífs almennings og pólitísks ferlis raunveruleikans, heldur að okkur takist að flétta þetta saman í eina heild, þar sem forskot hvers og eins okkar á ólík- um sviðum nýtist. Norræn sam- vinna hefur eflst og enduraýjast undanfarin ár og er nú nútímalegri og sterkari en áður. Breytingarferl- in, sem einkenna Evrópu, geta hnikað norrænni samvinnu í brenni- depil þróunarinnar. Höfundur er Stórþingsmaður og forseti Norðurlandaráðs. KFUM lyKFUK Fríks félög fyrir hressa krakka! Einnig er tekið við skráningum í símum 588-8899 og 588-1999. Flokkaskrá sumararins mun birtast í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Hana er einnig að finna á bls. 629 >. í textavarpi sjónvarpsins l og á heimasíðu KFUM og KFUK, ‘ www.kfum.is. Skráning í sumarbúðirnar í Vatnaskógi hefst mánudaginn 20. apríl kl. 8:00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Skráning í sumarbúðirnar Kaldárseli, Vindáshlíð, Ölveri og Hólavatni hefst miðvikudaginn 22. apríl kl. 8:00. WICANDERS GUMMIKORK w í metravís • Besta undirlagið fyrir trégólf og linoleum er hljóðdrepandi, eykur teygjanleika gólfsins. • Stenst hjólastólaprófanir. j rúllum - þykktir 2.00 og 3.2 mm. • Fyrir þreytta fætur. GUMMIK0RK róar gólfin nidur! PP &co fc>. ÞORGRÍMSSON & CO ARMUIA 29 • PÓSTHOLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SIMI 553 8640 568 6100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.