Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 28
28' FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 MÓ'RÖÚftBLÁÖÍÐ LISTIR Myndir og minningar Huldu Hákon Morgunblaðið/Ásdís EITT verkanna á svningu Huldu Hákon í Galleríi Sævars Karls. MY]\PL1ST Sjónþing Goróubergs LÁGMYNDIR HULDA HÁKON Opid virka daga frá 9.00 til 21.00; föstudaga frá 9.00 til 19.00, laugar- daga og sunnudaga 12.00 til 16.00. Aðangur ókeypis. Til 17. maí. EFTIR nokkurt hlé hafa Sjón- þing Gerðubergs aftur hafið göngu sína, með sama sniði og áður. Nú er það Islenska menningarsamsteyp- an art.is, sem stendur fyrir sjón- þingum í samvinnu við Gerðuberg, en potturinn og pannan á bak við sjónþingin er sem fyrr Hannes Sig- urðsson. Að þessu sinni er sjónum beint að Huldu Hákon og þinginu var fylgt úr hlaði með yfirlitssýn- ingu í Gerðubergi og einkasýningu með nýjum verkum í Galleríi Sæv- ars Karls. Sjónþingin hafa aðallega gengið út á það að listamaður rekur sína eigin sögu með aðstoð Hannes- ar og tveggja aðstoðarmanna sem stinga inn athugasemdum. Að þessu sinni voru það Halldór Bjöm Runólfsson og Egill Helgason sem uppfylltu það hlutverk og gerðu vel. Sjónþingin eru að mörgu leyti gott framtak, þar sem markmiðið er að skoða feril þekktra íslenskra mynd- listarmanna með hliðsjón af lífs- hlaupi þeirra, viðhorfum og áhrifa- völdum. Það kemur því ekki á óvart, eins og við er að búast af okkur Islendingum, að áherslan verður á persónu listamannsins og nánasta umhverfi og oft verður minna úr umfjöliun um myndlist- ina. Þama kemur þó ýmislegt fram inn á milli sem vert er að halda til haga og getur varpað ljósi, ekki að- eins á feril listamannsins heldur einnig samferðamanna. I tilefni af sjónþinginu er svo stofnað til yfirlitssýningar á verk- um Huldu Hákon, og vekur sá þáttur þessarar framkvæmdar meiri efasemdir. Vettvangur fyrir sýninguna er anddyri í kjallara Gerðubergs, í kringum stigagang og fyrir framan almenningssalemi. Lágt er til lofts og lítið samfellt veggpláss. Þetta dugar engan veg- inn sem aðstaða fyrir sýningu af þessu tagi. Fyrir þá sem þekkja vel til verka Huldu þá er þetta lítið annað en upprifjun, eða sýnidæmi íyrir þá sem vom á þinginu. En íyrir aðra þá gefur sýningin alls ekki sanngjama mynd af ferli Huldu. Vegna plássleysis fæst ekki yfirsýn yfir ýmis skeið á ferlinum, né heldur samhengi og þróun á milli þeirra. Eg get ekki ímyndað mér að það hafi verið sérstaklega auðvelt hlutverk, né heldur örvandi fyrir Huldu, að velja verk inn í skúmaskot Gerðubergs. Ef það á að vera áframhald á sýningum í tengslum við sjónþing á þessum stað er ljóst að art.is verður að velja listamenn sem gera verk sem hugsanlega passa inn í þennan þrönga ramma, og vandast þá val- ið. Hulda Hákon er í hópi bestu listamanna þjóðarinnar frá þessu tímabili. Verk hennar eru persónu- leg, hún hefur farið eigin leiðir og haldið sínu striki. Verkin em mjög aðgengileg; fígúratívar myndir, lit- ríkar, með oft á tíðum glettnum og absúrd textum. Mig gmnar að svo- lítil tilhneiging hafi verið til að taka þeim sem augljósum og frekar ein- földum. Eg hef til dæmis aldrei verið fyllilega sáttur við þá túlkun á verkum hennar að þau séu frá- sagnarleg, að hlutverk þeirra sé fyrst og fremst lýsandi, eins og kemur fram í kynningu, að hún hafi leitað „fanga í íslenskum frá- sagnarheimi og skapað nýjar goð- sögur og ævintýri“. Þetta virðist vera nokkuð útbreidd skoðun. Á sjónþinginu kom hins vegar fram að hún hefði, á námsámm sínum í New York í byrjun níunda áratug- arins, heillast af sýningu á suður- amerískri alþýðulist, þar sem áber- andi var hið sérkennilega samspil mynda og texta, sem hefur verið einkennandi fyrir verk hennar. Einnig benti Halldór Bjöm Run- ólfsson á skyldleika við íslenska al- þýðulist frá fyrri öldum, heimatil- búnar altaristöflur og útskurð. En það er ekki sagnaheimur alþýðu- listar sem skiptir mestu hér heldur það hlutverk sem myndir gegna í lífi fólks, t.d. fyrir trúarlíf, hjátrú, tilbeiðslu og minningar. Eg held að Huldu hafi verið of- arlega í huga vanmáttur mynda og orða þegar kemur að því að lýsa persónulegri reynslu. Þeir hlutir sem líta út fyrir að vera yfirborðs- kenndir gegna ekki endilega yfir- borðskenndu hlutverki í lífi fólks. Það er ekkert auðvelt eða einfalt við að lýsa því sem skiptir einstak- ling máli. Og kannski geta myndir lítið gert annað en að staðfesta það sem býr innra með manni, vera vís- bending um trú, vilja eða kenndir gagnvart því sem er manni kært. Þess vegna er það hugurinn sem íylgir máli, sem er svo mikilvægur í alþýðulist, frekar en nákvæmni og dýpt lýsingarinnar. Mannamyndir hennar eru oft eins og líkneski og vúdú-dúkkur, og manni dettur í hug postularnir og englamir, sem standa stífir eins og herfylking á stöllum utan á got- neskum dómkirkjum. Staðgenglar hugsana og minninga mætti kalla þessar líflausu grímur. Verk Huldu eru oft á tíðum eins og minningarskildir með áletrun- um, brjóstmyndir af fólki og dýr- um. Það er yfirleitt einkenni á minningarskjöldum að mynd og texta er ekki endilega ætlað að lýsa því sem minnast skal, heldur tengja þá sem eiga minninguna sterkar við uppruna þeirra, og tengja fólk saman um minninguna. Þess vegna geta verið undarleg eða handahófskennd tengsl milli mynd- ar og texta, og myndar og minning- ar, sem hafa enga þýðingu fyrir aðra en þá sem þekkja tilefnið. Fyrsta verkið þar sem Huldu fannst að hún staðfesti sig sem sjálfstæðan myndlistarmann er einfaldlega mynd af íslenskri rollu úti á túni með íslenska fánann uppi á grasigrónum hól í bakgrunni. Það er varla hægt að hugsa sér klisju- kenndara myndefni. En ég held að með þessari mynd og mörgum fleiri, þar sem þjóðleg minni koma fyrir, sé Hulda ekki að gera gys að klisjum í íslenskum sagnaheimi. Þegar öllu er á botninn hvolft, hvemig á þá að lýsa heimþrá, söknuði, ættjarðarást nú á dögum, öðruvísi en það verði klisjukennt? Og eigum við að hafa samviskubit vegna þess, og bæla hana með okk- ur því við getum ekki fundið nógu trúverðuga tjáningu á henni? Oft liggur einhver tvíræðni í loftinu í rnyndum Huldu, sem gerir þær stundum kuldalegar. Nema að þetta sé skyldara því æðruleysi sem er að finna í alþýðulist þar sem ekki þykir við hæfi að bera til- finningar sínar á torg með látum. Rauði þráðurinn í verkum Huldu er ef til vill sá að við séum fangar eða fómai-lömb orða og mynda, sem færa hugsanir og kenndir sem búa að baki oft í fáránlegan búning. Leikmað- ur nr. 3 Gallerí Sævars Karls LÁGMYNDIR HULDA HÁKON Opið á verslunartíma. Aðgangur ókeypis. Til 12. maí. BÚNINGUR var síðasta orðið í umsögninni hér að ofan og búning- ur ætti líklega að vera fyrsta orðið sem notað er um þessa sýningu. Á einkasýningu Huldu Hákon í Gall- eríi Sævars Karls, sem haldin er á sama tíma, er íslenski íþróttabún- ingurinn í hávegum hafður. Þar gefur að líta röð brjóstmynda af föngulegum íþróttaköppum í hin- um ýmsu búningum íslenskra íþróttafélaga. Hér em ekki á ferðinni portrett af einstökum íþróttahetjum heldur er það öllu fremur manngerðin „íþróttamennið“, ímynd karl- mennsku, hreysti og hugdirfsku nú á tímum, sem er viðfangsefnið. Iþróttamenn em átrúnaðargoð (sumir hverjir a.m.k.), og sem átrúnaðargoð em þeir lifandi mynd einhvers sem menn líta upp til og dá. I þessari sýningu gætir aftur- hvarfs til mannamyndanna, sem Hulda er þekkt fyrir. Nema að hér fylgja engar áletranir, aðrar en þær sem tilheyra búningunum. Það liggur við að íþróttamenn í dag séu jafn skrautlegir og riddarar á mið- öldum, sem sóttu munstur og merki sinna búninga til flókins kerfis skjaldarmerkjafræði, sem átti rætur að rekja til lénsskipu- lags, þar sem menn bára utan á sér merki um þjóðfélagstign og holl- ustueiða. Þannig má segja að íþróttamenn sæki fyrirmyndir að búningum sínum til lénsskipulags miðalda, og það sama má kannski segja um keppnisandann, dreng- skapinn og hollustuna. Hér er sama látleysið í fram- setningu á lágmyndunum sem ein- kennir verk Huldu, íþróttamenn- irnir era hvorki hafnir á stall né ýktir eða afskræmdir. Þannig er áhorfandanum gefinn kostur á því að líta á hlutleysið ýmist sem kald- hæðni eða aðdáun. Þetta er fín sýn- ing hjá Huldu Hákon, einfóld en samt svo tvíræð, eins og við er að búast af henni. Gunnar J. Árnason Morgunblaðið/Silli INGVAR Þorvaldsson við eitt verka sinna. Ingvar sýnir á Húsavík Húsavík. Morgunblaðið. INGVAR Þorvaldsson listmálari hélt sína 27. einkasýningu í Safna- húsinu á Húsavík um páskahelg- ina og sýndi þar 46 verk, unnin með vatnslitum og oliu. Mikil aðsókn var að sýningunni og sáu hana um sjö hundruð manns, eða fjórðungur bæjarbúa. Vottur þess hve vel listamann- inum var tekið er það að hann seldi helming þeirra verka, sem á sýningunni voru. Fagott og píanó á flakk FRAMUNDAN era fernir tónleik- ar hjá Rúnari H. Vilbergssyni fagottleikara og Guðríði St. Sigurð- ardóttur píanóleikara. Fyrstu tónleikarnir verða laugar- daginn 18. april kl. 16 í Stykkis- hólmskirkju. Sunnudaginn 19. apríl kl. 16 verða þau með tónleika í Reykholtskirkju. Á sumardaginn fyrsta, hinn 23. apríl, verða þau í Isafjarðarkirkju og hefjast þeir tón- leikar kl. 20.30. Fjórðu og síðustu tónleikamir að sinni verða í Lista- safni íslands sunnudagskvöldið 26. apríl kl. 20.30. Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt. Þau flytja sónötur eftir Tel- emann og Ríkarð Ö. Pálsson, en sónata þess síðamefnda er samin fyrir þau Rúnar og Guðríði. Auk þess leikur Rúnar einleiksverk fyrir fagott sem Jónas Tómasson samdi fyrir hann. Þá verður Fantasíu- stykki eftir Robert Schumann á efnisskránni og nokkur íslensk sönglög þar sem fagottið kemur í stað einsöngvara. Að lokum flytja þau Solo de concert eftir franska tónskáldið Gabriel Pierné. Rúnar stundaði nám í fagottleik hjá Sigurði Markússyni við Tónlist- arskólann í Reykjavík og lauk það- an einleikaraprófi vorið 1979. Síðan hélt hann til Hollands þar sem hann var við Sweelinck Conservatorium í Amsterdam hjá Joep Terwey. Rún- ar hefur starfað á íslandi síðan 1983 með ýmsum hljómsveitum og hljóð- færahópum, m.a. Kammersveit Reykjavíkur og Hljómsveit ís- lensku óperannar. Hann hefur verið meðlimur Sinfóníuhljómsveitar ís- lands frá 1988. Guðríður lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1978 og hlaut meistaragráðu í píanóleik frá tónlistardeild háskól- ans í Ann Arborg í Michigan árið 1980. Síðar sótti hún einkatíma í pí- anóleik hjá Giinter Ludwig, pró- fessor við Tónlistarháskólann í Köln. Guðríður hefur haldið fjölda tónleika bæði hér heima og erlend- is ýmist sem einleikari eða með öðra tónlistarfólki. Hér á landi hef- ur hún verið einleikari með Sinfón- íuhljómsveit íslands og leikið m.a. á vegum Tónlistarfélagsins, Kammersveitar Reykjavíkur og Gerðubergs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.