Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 13 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir Borgarbókasafn Reykjavíkur 75 ára ORGARBÓKASAFN Reykjavíkur, upphaflega nefnt Alþýðubókasafn og síð- ar Bæjarbókasafn Reykjavíkur, er ein elsta menningarstofnun borgar- innar. Það hóf starfsemi 19. apríl 1923, sem það ár bar upp á sumar- daginn fyrsta. Á safnið því 75 ára afmæli um þessar mundir og verður afmælisins minnst með margvísleg- um hætti. Aðdragandann að stofnun bóka- safnsins má að hluta rekja til sölu á botnvörpungum í eigu Reykvíkinga sem seldir voru til Frakklands árið 1917. Landstjómin setti það sem skilyrði fyrir sölunni að hluti and- virðisins, 135.600 krónur, skyldi renna til að bæta atvinnutap og ann- að hugsanlegt tjón sem orðið hefði við sölu skipanna úr Reykjavík, eftir nánari ráðstöfun bæjarstjómar. Bæjarstjóm ráðstafaði fénu til að mynda styrktarsjóð fyrir sjómanna- og verkamannafélög karla og kvenna í Reykjavík, til styrktar Sjúkrasam- lagi Reykjavíkur og „... til að stofna alþýðubókasafn í Reykjavík, undir stjóm bæjarstjórnar. Starfsmenn eru 93 Þegar safnið hóf starfsemi voru starfsmenn yfirbókavörður og tvær unglingsstúlkur. Nú eru auk aðal- safns sex útibú og tveir bókabílar, en viðkomustaðir þeirra em um fjörutíu víðs vegar um borgina. Starfsmenn eru nú 93 í 70,5 árs- verkum. í fyrstu reglugerð fyrir safnið frá 1923 segir m.a.: „Tilgangur safnsins er að efla al- menna menntun með því, fyrst og fremst að veita mönnum kost á að lesa góðar bækur, svo og á ýmsan hátt annan eftir því, sem ástæður leyfa. Safnið stendur öllum opið til notkunar..." Borgarbókasafn starfar eftir Lögum um almenningsbókasöfn nr. 36/1997 og hefur auk þess Yfirlýs- ingu Menningar- og vísindastofnun- ar Sameinuðu þjóðanna (Unesco) um almenningsbókasöfn frá 1994 að leiðarljósi ásamt eigin markmiðum frá 1996 en þar segir m.a.: „Markmið Borgarbókasafns er að efla lýðræði, jafnrétti, athafnafrelsi og velferð borgai'anna. Þjónusta safnsins skal ná til þeirra allra, án tillits til aldurs, kyns, kynþáttar, stjórnmálaskoðana, trúar, þjóðernis eða þjóðfélagsstöðu. Markmið Borgarbókasafns er að auðga skilning á íslenskri tungu, bókmenntum og menningu, hvetja til lesturs, styðja nám og símenntun. Markmið Borgarbókasafns er að jafna aðgang að upplýsingum, þekk- ingu og afþreyingu og koma þar með í veg fyrir ójöfnuð meðal borg- aranna. Þess skal gætt að gjaldtaka verði ekki til hindrunar.“ Ýmis sérþjónusta í boði Auk hefðbundinna útlána er ýmis sérþjónusta i boði t.d. fyrir þá sem ekki komast sjálfir í safnið. Má þar nefna útlán til skipa, sem hófust ár- ið eftir að safnið hóf starfsemi sína, útlán í stofnanir, t.d. í fangelsi, til félagssamtaka og til aldraðra og sjúkra, „Bókina heim“. Sívinsælar eru sögustundir fyrir 3-6 ára börn og safnkynningar fyrir skólanema eru fastur liður í starfsemi safnsins. Aðstaða er í safninu til að lesa dag- blöð og tímarit, hlusta á tónlist og einnig er boðið upp á aðgang að Netinu. „Safnið hefur haldið sínu striki, viðhaldið hefðinni en fylgist stöðugt með nýjungum og býður þjónustu sem stenst samjöfnuð við nágranna- þjóðir okkar. Safnkostur er fjöl- breyttari en marga grunar. Bækur og þá sérstaklega íslenskar bækur skipa eftir sem áður heiðurssess en safnkosturinn verður æ fjölbreytt- ari. Má þar nefna dagblöð, tímarit, nótur, geisladiska, hljóðbækur, myndbönd og margmiðlunarefni og er um að ræða bæði íslenskt og er- lent efni,“ segir í frétt frá safninu í tilefni afmælisins. Afmælisdagskrá í Tjarnarsal í tilefni af afmælisdagskrá í Tjamarsal ráðhússins sunnudaginn 19. apríl kl. 13.00 Júlíkvartettinn leikur. Ávörp Anna Torfadóttir borgarbókavörður og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Reykjavík í bók- menntum. Rithöfundarnir Steinunn Sigurðardóttir, Ulugi Jökulsson, Ingibjörg Haraldsdóttir og Ólafur Gunnarsson lesa úr verkum sínum. Stúlknakór Reykjavíkur syngur. Smásagna- og ljóðasamkeppni barna og unglinga. Áfhending verð- launa Borgarbókasafns. Borgara- fundur. „Hvernig vil ég hafa bóka- safnið mitt?“ Börn og unglingar segja álit sitt og sitja fyrir svörum ásamt starfsmönnum safnsins um það hvemig bókasafn þau vilja. Aðalsafn, Borgarbókasafnið í Gerðubergi, Bústaðasafn, Foldasafn og Sólheimasafn verða opin frá 15.00-17.00. í tilefni dagsins bjóða söfnin upp á veitingar, skírteini eru endurgjaldslaus fyrir alla og dagur- inn sá fyrsti í sektalausri viku. Frá og með afmælisdeginum hækkar aldursmark barna- og unglingaskír- teina þannig að þeir sem eru yngri en 18 ára fá þau ókeypis. Tæplega 7 þúsund karlar á aldr- inum 36-45 ára munu fá sent gjafa- bréf fyrir bókasafnsskírteini ásamt kynningarbæklingi. „Konum á sama aldri verður í haust boðið upp á ókeypis Net-kynningu. Ástæðan fyrir þessum tilboðum er sú að sam- kvæmt nýlegri könnun sækja fleiri konur en karlar Borgarbókasafn og auk þess dregur úr aðsókn með hækkandi aldri. Þá hefur komið í ljós að konur sem koma í Borgar- bókasafn hætta sér miklu síður en karlar út á Netið í upplýsingaleit,“ segir í frétt frá safninu. Atak til hollara og fj ölbreyttara mataræðis AF BESTU LYST er nýr heilsu- og matreiðsluklúbbur sem Vaka-Helgafell hefur hleypt af stokkunum. Mark- mið klúbbsins er að veita al- menningi aðgang að fjöl- breyttu og hollu mataræði sem jafnframt geti stuðlað að því að draga úr tíðni þeirra hjartasjúkdóma og krabba- meins sem rekja megi til mataræðis. Á blaðamannafundi sem Vaka- helgaféll hélt kom fram að um væri að ræða eitt stærsta átak sem einkaaðili hafi staðið fyrir hér á iandi til að færa mataræði þjóðarinnar til betri vegar. Kynningarbæk- lingur hefur verið sendur á 80 þúsund heimili í landinu og á þriðja tug milljóna hefur verið varið í undirbúningsvinnu og kynningu á klúbbnum. Hollt, næringarríkt og gott mataræði „Grunnhugmyndin að klúbbnum er útgáfa bókarinn- ar „Af bestu lyst“ sem kom út árið 1993 og hefur selst alveg einstaklega vel og verið end- urútgefin nokkrum sinnum. Við vi(jum vekja fólk til um- hugsunar um lifnaðarhætti og lífsmynstur og bjóðum að- gengilegar uppskriftir og upplýsingar að hollu, fjöl- breyttu og góðu mataræði,“ sagði Ólafur Ragnarsson út- gefandi hjá Vöku-Helgafelli. Bryndís Eva Birgisdóttir næringarfræðingur klúbbsins segir að klúbburinn miði að því að bjóða upp á næringar- ríkar og hollar uppskriftir, fremur en að stfla inn á svo- kallað megrunarfæði: „Við reynum að hafa sem mest af næringarefnum í uppskriftun- um og minna af fitumagni og óhollustu. Við viljum kenna fólki að nota nýjar afurðir, t.d. ávexti og grænmeti og að skipta út fitumeiri afurðum á móti þeim fituminni. Upp- skriftirnar eru úr íslensku hráefni sem auðvelt er að nálgast í verslunum. Þær ættu einnig að henta ágæt- lega þeim sem þjást af sykur- sýki eða of miklu kólesteróli í blóði.“ Heilhveiti í stað hveitis „Mitt starf felst í að gera uppskriftirnar eins hollar og mögulegt er eins og til dæmis Morgunblaðið/Þorkell AÐSTANDENDUR heilsu- og matreiðsluklúbbsins „Af bestu lyst“ kynntu klúbbinn á blaðamannafundi. Frá vinstri eru Bryndís Eva Birgisdóttir næringarráðgjafi og næringarfræðingur, Guðmundur Ingólfs- son ljósmyndari, Björg Sigurðardóttir ritstjóri uppskrifta, Hörður Héðinsson matreiðslumeistari, Krist- ján Guy Burgess umsjónarmaður heilsufréttabréfsins Líf og heilsa og Margrét Þóra Þorláksdóttir um- sjónarmaður og verkefnisstjóri klúbbsins. GIRNILEGT og bragðgott epla- og döðlumarengspæ, en eigi að síður dísætt og fltusnautt. að setja heilhveiti í staðinn fyrir hvítt hveiti eða stinga upp á að nota fitusnauðan sýrðan rjóma í stað majóness. Uppskriftirnar eru svo alltaf prófaðar eftir að einhverju hefur verið breytt, því númer eitt, tvö og þijú er að matur- inn verði bragðgóður," sagði Bryndís Eva. Við inngöngu í klúbbinn fá áskrifendur meðal annars sendar mataruppskriftir mán- aðarlega, fræðsluritið Líf og heilsu og eintak af fslensku handbókinni um næringar- gildi matvæla auk þess sem þeim býðst ókeypis ráðgjöf hjá næringarfræðingi klúbbs- ins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.