Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR KOSNINGAR ’98 Sveiflujöfnim í hagkerfínu SVEIFLUJOFN- UN er jafnan ofarlega á baugi í tali stjóm- málamanna um efna- hagsmál hér ó landi. Oftast er fjallað um hagsveiflur eins og þær séu náttúrafyrir- bæri sem maðurinn fær ekki ráðið við frekar en jarðskjálfta eða eldgos og að eina ráðið til að verjast þeim sé að búa til sér- staka sjóði sem þá sé hægt að ganga á þegar illa árar. Hér á íslandi hafa slíkir sjóðir verið sérstaklega vinsælir í gegnum tíð- ina. Reynslan af þeim sem hag- stjómartæki hefur aftur á móti ver- ið slæm. Sannleikurinn er sá að hagsveiflur era alls engin óviðráð- anleg náttúrafyrirbæri. Á síðustu áratugum hefur þekking manna á því hvernig hægt er að koma i veg fyrir hagsveiflur aukist hröðum skrefum. Og þar sem hagstjórn hef- ur notað sér þessa Jsekkingu sjást þess glögg merki. Á íslandi hefur hagstjóm til dæmis breyst það mik- ið til hins betra á síðustu 15 árum að fullyrða má að ekki verði nærri þvf eins miklar sveiflur í þjóðarbú- skapnum á næstu áratugum. Heistu breytingarnar era tvær. Annars vegar sáu menn að tak- marka þurfti aðgang að auðlindum lands og sjávar til þess að koma mætti í veg fyrir ofnýtingu þeirra. Helsta dæmið er auðvitað sjávarút- vegurinn, þar sem komið var á kvótakerfi um miðjan siðasta áratug og síðan mótaðar reglur sem tryggja viðunandi vöxt fiskistofn- anna. Þetta fyrirkomulag á að koma í veg fyrir hagsveiflur af völdum aflabrests. Á síðustu árum hafa menn síðan áttað sig betur á því að hagkvæmasta leiðin til að takmarka aðgang að auðlindum er að eignarréttur að þeim sé vel skilgreindur. Það hefur hins vegar enn ekki skapast sátt um það í þjóðfélaginu hvort hér eigi að ríkja sér- eignarfyrirkomulag eða þá að auðlindir þjóðar- innar eigi að vera þjóð- nýttar. Hin helsta breytingin á hagstjórn hér á landi sem gerir það að verk- um að hagsveiflur verða líklega minni í framtíð- inni er sú að skilningur á yfirstjórn peninga- mála hefur aukist til muna. Hér vantar þó nokkuð á. Það er hlutverk seðlabanka að sjá hagkerfi fyrir hæfílega miklum peningum til þess Það er ljóst, segir Jón Steinsson, að ákvarðan- ir Seðlabanka Islands um peningamál eru af- skaplega mikilvægar fyrir þrón efnahags- ---------------7-------------- mála á Islandi. að hagvöxtur þess verði sem mest- ur, þ.e. eins miklum peningum og mögulega samrýmist verðstöðug- leika. Þetta getur hann gert með markaðsaðgerðum sem hafa áhrif á vaxtastigið og einhliða vaxtaákvörð- unum. Þegar atvinnuleysi eykst og útht er fyrir kreppu dælir seðla- bankinn peningum inn í hagkerfíð og kemur hjólum atvinnulífsins í gang á ný með lægri vöxtum. Þegar hins vegar hámarks vexti hefur ver- ið náð og það lítur út fyrir að hag- Jón Steinsson kerfið sé að ofhitna er það hlutverk seðlabankans að stíga á bremsuna og koma í veg fyrir þenslu. í hag- kerfi þar sem seðlabankinn sinnir þessu hlutverki sínu vel er ekki þörf fyrir sérstaka sjóði til þess að jafna sveiflur. Fyrr á þessari öld var vin- sælt að nota ríkissjóði sem slíka sjóði sem jöfnuðu sveiflur í hagkerf- inu en fjótlega kom í ljós að auð- veldara reyndist að auka útgjöld þegar illa áraði en að skera þau nið- ur þegar gott var í ári. Afleiðingin var gríðarleg skuldasöfnun hjá rík- issjóðum sem hafði á endanum þær afleiðingar að halda uppi vaxtastigi þessara janda með slæmum afleið- ingum. Á sama tíma hefur skilning- ur manna á peningamálum aukist hröðum skrefum og í dag hníga flest rök að því að besta leiðin til að stjórna hagkerfí sé með virkri pen- ingamálastefnu af hálfu seðlabanka og aðhaldi í ríkisútgjöldum. Það er því ljóst að ákvarðanir Seðlabanka Islands um peningamál eru afskap- lega mikilvægar fyrir þróun efna- hagsmála á Islandi. En til þess að tryggt sé að þær séu teknar án til- lits til pólitísks þrýstings vegna kosninga, kjarasamninga eða ein- hvers annars en stöðu hagkerfisins er mikilvægt að sjálfstæði Seðla- bankans sé tryggt með lögum. Hverjum sem til þekkir er einnig Ijóst að ákvarðanir um peningamál eru ákaflega flóknar og ekki á færi nema færustu sérfræðinga í pen- ingahagfræði. Það er því ekki viðun- andi að stjórnunarhæfileikar og góð dómgreind séu hæfniskröfur fyrir seðlabankastjóra eins og verið hef- ur hér á Islandi. Það er oft sagt að nóg sé af fagfólki innan Seðlabank- ans sem bankastjórarnir geti leitað til og að þess vegna þurfi þeir ekki að vera sérfræðingar í peningahag- fræði sjálfír. Með sömu rökum mætti auðvitað segja að hæstarétt- ardómarar þyrftu ekki að vera lög- fræðingar þar sem þeir gætu bara ráðið lögfræðinga til réttarins og stuðst við þá. Það er sjálfsagt að vel sé gert við stjórnmálamenn þegar þeir Ijúka þingstörfum, en Seðla- bankinn er ekki rétti vettvangurinn til þess. Höfundur er hagfræðinemi. Ærin elliglöp ENN eina ferðina ræðst Herdís Þor- valdsdóttir fram á rit- völlinn til að rægja fjáreigendur í Grinda- vík. Stórorð er hún að vanda og bendir hún landsmönnum á tillits- og siðleysi þessara manna. Enn er það fjáreign okkar Grind- víkinga sem kemur í veg fyrir að þessi mikla athafnakona geti hafist handa við upp- græðslu Reykja- nesskagans. En þess- ari ágætu konu gleym- ist jafnan að geta þess í skrifum sínum að fyrir hartnær tuttugu og fímm árum var Reykja- nesskagi vestan Grindavíkurvegar friðaður fyrir beit. Þetta er stórt og mikið landsvæði, sem mjög víða er illa farið, ekki af völdum ofbeitar, heldur hafa náttúruöflin átt þar. stærstan hlut að máli. Ég fer æði oft um þennan hluta „Skagans" en aldrei hef ég rekist þar á Herdísi við uppgræðslustörf. Undarlegt! Það sem hefur verið gert í land- græðslu á þessum hluta „Skagans" er á Vogastapa. íslenskir aðalverk- takar létu af hendi fjármagn til kaupa á áburði og grasfræi, sem flugvél Landgræðslunnar dreifði síð- an á viðkomandi svæði. Ef til vill hafa verktakamir verið að friða sam- viskuna, því ekki er það af völdum sauðkindarinnar að Stapafellið er nærri horfið og stór hluti af Súlum. Herdís segir að Grindvíkingar einir manna beiti afréttinn hér á Reykjanesinu. Af hverju sækja menn úr Keflavík, Garði, Njarðvík og Vatnsleysuströnd fé sitt í Þór- kötlustaðarétt í Grindavík á haustin? Einfaldlega vegna þess, að þeir nýta af- réttinn. Garðbæingar hafa í aldanna rás sleppt sínu fé á afrétt hér á Reykjanesskag- anum og gera enn. Það er líka, Herdís, siðlaust háttalag að fara vísvitandi með rangt mál, eins og þú hefur oft gert í skrifum þínum. Ég las fyrir nokkuð löngu grein sem bar fyrirsögnina „Hérdís, hvar hefur þú alið manninn öll þín æviár?“ Þessi grein var eftir Dag- rúnu Kristjánsdóttur, fyi'rv. hús- Það er ekki ofbeit held- ur náttúruöfiin, segir Kristinn Þórhallsson, sem farið hafa illa með landsvæðið vestan Grindavíkurvegar. mæðrakennara. Dagrúnu ofbauð greinilega hvernig Herdís í skrifum sínum veittist, ekki aðeins að okkur fjáreigendum í Grindavík, heldur bændum almennt. Dagrúnu tókst með orðum sínum að flengja Her- dísi svo eftirminnilega, að ekki hef- ur komið stafkrókur frá henni á prenti fyrr en nú. Kannske hefur hún núna talið óhætt að byrja upp á nýtt í trausti þess að enginn myndi svara. En svo gerist það, að verð- Kristinn Þórhallsson launaskáld okkar íslendinga, Guð- bergur Bergsson, skrifar grein í DV. Þar gerir hann púra grín að skrifum hennar og segist meðal annars hafa lesið grein Herdísar fyrir grindvískar rollur og þær orð- ið alveg orðlausar af undmn. Þú getur þess, Herdís, að roll- umar okkar éti upp allan nýgræð- inginn í Krýsuvík, sem Land- græðslan hafi sáð þar í sárin. En þú lætur þess ógetið, að stærstu sárin í Krýsuvíkurlandi eru sennilega af völdum Landgræðslunnar, þegar rutt var fyrir girðingarstæði, sem aldrei verður að neinu. En þetta sést ekki þegar ekið er þarna um og þess vegna ástæða til að þegja. Það hefur verið gert undanfarin haust, að auglýsa Þórkötlustaða- rétt. Hingað hefur fólki verið boðið að koma, svo börn og unglingar geti komist í snertingu við sauðkindina, sem í aldanna rás hélt lífinu í ís- lendingum. Og það verð ég að segja, kæra Herdís, að þegar við „hobby“karlar stöndum á réttar- veggnum og sjáum hvernig börnin njóta sín í réttinni innan um rollurn- ar, þá nagar samviskan okkur ekki. Ég hefði ekki nennt að elta ólar við þessi skrif þín nema vegna rangfærslnanna. Ég hef bara stikl- að á stóru. Af mörgu fleira er að taka. Ég vil að endingu segja við þig, Herdís, beindu nú kröftum þín- um að þeim hluta Reykjanesskag- ans sem friðaður er. Þegar þetta svæði er orðið að slíku blómahafi, sem þú talar um, og við getum legið í skugga trjánna, þá verður fjárbú- skapur kannske aflagður í Grinda- vík og þú getur snúið þér að hinun hluta „Skagans". En farðu að ráð- um Dagrúnar Kristjánsdóttur og krjúptu á kné og biddu Guð almátt- ugan um gott veður á þetta allt saman. Höfundur er rafvirki og búsettur í Grindavík. Framtíðarbyggð í Reykjavík ÞEIR einstaklingar, sem gefa kost á sér til setu í borgarstjórn Reykjavíkur á næsta kjörtímabili, verða að svara því á hvern hátt sldpuleggja eigi sam- göngur, umhverfi og framtíðarbyggð í Reykjavík og að öðru leyti standa að stjórn borgarinnar í næstu framtíð. Skynsamleg stefnumörkun og fram- kvæmd hennar getur ráðið úrslitum um það hvort Reykjavík gegni áfram forystuhlutverki sínu. Stefnuleysi og stöðugar sjón- hverfingar duga skammt. Veralegur munur er á stefnu D- lista sjálfstæðismanna og R-listans undir forystu Alþýðubandalagsins í mörgum mikilvægum málaflokkum. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á skýra framtíðarsýn í hagsmunamál- um Reykvíkinga. Með þeirri stefnu- skrá sem frambjóðendur D-listans kynntu almenningi nýlega er borgar- búum gerð rækilega grein fyrir því hvað við ætlum að gera til að efla Reykjavik og gera hana að öruggari borg. Fyrir framtíð Reykjavíkur skiptir skýr stefnumörkun í helstu hagsmunamálum borgarbúa mestu máli en ekki stundarvinsældir ein- staki-a stjómmálaforingja. Komum í veg fyrir lóðaskort Við viljum gjörbreyta stefnunni í skipulags-, umferðar- og lóðamálum. I dag skortir íbúða- og atvinnulóðir og ástandið minnir á stöðuna eins og hún var í tíð vinstri meirihlutans í Reykjavík árin 1978-1982 þegar lóða- skortur var æpandi og íbúar borgar- innar og atvinnufyrirtæki hröktust út úr borginni þar sem hér var einungis unnt að mæta óskum þriðjungs þeirra sem sóttu um lóðir. Táknrænt fyiTr ástandið í Reykja- vík nú er næturlöng biðröð eftir þeim fáu lóðum sem nýlega var úthlutað. Stöðnun í skipulags- og lóðamálum á sér nú stað í borginni og þessu verður að breyta. R-list- inn verður að svara því hvers vegna engin ný íbúða- og atvinnuhverfi hafa verið skipulögð á kjörtímabilinu, sem jafnframt era tilbúin til úthlutunar. Ný íbúðar- og at- vinnusvæði Frambjóðendur D- lista sjálfstæðismanna ætla sér að standa vörð um öfiuga þróun fram- tíðarbyggðar í Reykjavík og tryggja að áfram verði byggt íbúðarhúsnæði meðfram ströndinni. Það felst meðal annars í því að Geldinganesið verður gert að íbúðarsvæði og samgöngur stórbættar með flýtingu Sundabraut- Verulegur munur er á stefnu D-lista sjálf- stæðismanna, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, og R-list- ans undir forystu Al- þýðubandalagsins. ar. Við ætlum þegar á þessu ári að skipuleggja rúmlega 30 hektara nýtt atvinnusvæði að Höllum við Vestur- landsveg. Það svæði gæti orðið tilbú- ið til úthlutunar þegar á næsta ári og gæti svarað brýnustu óskum margra fyrirtækja um heppilegar atvinnulóð- ir. Stefna sjálfstæðismanna mun tryggja það að öllum Reykvíkingum sem þess óska verður gert kleift að byggja íbúðar- eða atvinnusvæði í Reykjavík. Höfundur er borgarfulltrúi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Hin húmaníska bylting Humanistaflokkurinn setur fram mynd af því þjóðfélagi sem getur opnað framtíð fyrir mannveruna sem nú liggur við köfnun vegna þess kverkataks sem minnihlutinn heldur fjöldanum í. Þetta er heilleg mynd sem tekur til félagslegra aðstæðna, grundvallarþarfa sér- hverrar mannvera fyrir fæði, heilbrigði, mennt- un, húsaskjól og fyrir að geta skapað sér og sín- um framtíð. Þetta þjóð- félagslíkan byggist á þeim ótakmörkuðu hæfi- leikum sem hver einasta manneskja er gædd séu henni gefnar þær að- stæður sem eru henni verðar. Við Húmanistaflokkurinn, segir Júlíus Valdimars- son, býður fram í borgarstj órnar- kosningunum nú. getum skapað þetta þjóðfélag og við skulum hefjast handa nú þegar. Fólkið mun gera þessar breytingar Fólkið mun gera þessar breyting- ar, en upphafsmiðið þarf að vera rétt. Okkar framtíðarflaug þarf að fljúga langt, langt fram í aldir. Næsta öld verður öld húmanismans, upphafsöld nýrrar framtíðar þar sem mannveran verður ætíð æðsta gild- ið. Æðra framleiðslu- þáttunum, peningum, æðra allri félagslegid skipan. Þessir þættir ættu eingöngu að þjóna mannverunni og fram- tíð hennar. Allir ættu að vera jafnsettir gagn- vart lögunum og allir ættu að hafa jöfn tæki- færi. Þetta er lágmark þess sem hægt er að ætlast til, sá grunnur sem sköpunin og fjöl- breytileikinn þarf að byggjast á. Allt annað en þetta er firring. Húmanistar hafna öllu því sem hindrar þessa húmanísku umbyltingu, þeir leggja fram krafta sína til að byggja þessa framtíð hlið við hlið með öðram sem deila sömu hugsjón. Mannveran er ekki maur, ekki litilsgilt tannhjól í neyslumask- ínu peningavaldsins. Mannveran er guð í hlekkjum og þessa hlekki þarf hún að brjóta af sér. Hefjumst handa nú þegar Húmanistaflokkurinn býður fram í borgarstjórnarkosningum nú. Þeir sem finna samhljóm með þessari stefnu munu örugglega geta tekið undir stefnumál Húmanistaflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Stefnumálin snúast um tilveru fólks- ins í borginni. Tefjum ekki þessa byltingu, hefj- umst handa nú þegar. Höfundur er frambjóðandi fyrir Húmanistaflokkinn í borgarstjórn- arkosningum. Júlíus Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.