Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 70
70 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga skuggalega spennumynd, Fallen, með Denzel Washington, John Goodman, Donald Sutherland og Embeth Davidtz í aðalhlutverkum. HIÐ illa er hvarvetna nálægt Hobbes (Denzel Was- hington) og guðfræðiprófessornum (Embeth Dav- idtz), jafnvel í kirkju. DENZEL Washington leikur lögreglumann í bar- JOHN Goodman leikur félaga Denzels Washingtons. áttu við hið illa. Þú færð ekki betra 98% ALOE VERA GEL ^JASON Útsölustaðir: Blómaval Reykjavík og Akureyri, Hagkaup, apótekin, verslanir K.Á. o.fl. Dreifing: NIKO ehf • sími 568 0945 Pappírs- og skjalatætarar bæði fyrir ræmu- og bitaskurð Otto B. Arnar ehf. Ármúla 29, Reykjavík, sími 588 4699, fex 588 4696 Míkiá úrvd df fallegum púmffltnflái SkóiavOrðustfg 21 SímiSSI 4050 Reykfnrilc. Frumsýning VIRTUR og farsæll rann- sóknarlögreglumaður, John Hobbes (Denzel Wash- ington), hefur ásamt félaga sínum, Jonsey (John Goodman), handtekið djöfullegan fjöldamorðingja. Þeir félagar hafa verið viðstaddir réttar- höld yfir manninum og orðið vitni að aftöku hans. Nú standa þeir skyndilega frammi fyrir því að framin eru morð á sama hátt og einkenndi handbragð hins líflátna ómennis. Við rannsókn fínnast gögn sem má túlka á þann hátt að lögreglu- maðurinn sjálfur, John Hobbes, sé viðriðinn málin. Hobbes dregst djúpt inn í þessa flóknu gátu. Rann- sóknin leiðir hann á fund guðfræði- prófessors (Embeth Davidtz) sem hefur yfir að ráða þekkingu á yfir- náttúrulegum efnum, þekkingu sem reynist haldreipi hans í þessu máli. Hobbes neyðist til að taka til skoðunar þær hugmyndir sem hann hefur um gott og illt og skyndilega stendur hann andspænis nánast óbærilegum sannleika; hið illa er til, það er algjört og eilíft og það er mitt á meðal vor. Þessi drungalega spennumynd er gerð eftir handriti Nicholas Kazan. Leikstjórinn er Gregory Hoblit, Hið illa og yf- irnáttúrulega meðal vor leikstjóri Primal Fear og lögreglu- þátta í sjónvarpi á borð við NYPD Blue, LA Law og Hill Street Blues. Hoblit segist hafa heillast af verkeíhinu vegna þess að það var annað og meira en venjuleg löggusaga, sem er hans sér- grein. „Þarna mættust annars vegar athyglis- verð löggu saga en hins vegar saga um hið yf- irnáttúru- lega. Þess vegna er hún ein- SÁ GÓÐKUNNI Donald st-æð.“ mann Denzels Handritshöfundurinn Kazan segir að sagan fjalli um góðan mann sem hitti fyrir uppsprettu hins illa. „Eg tel ekki að myndin fjalli um neitt yfirnátt- úrulegt," segir hann. „Hún fæst við hið eðlilega. Ein persón- an í myndinni segir að það sé fleira sem er hulið en hitt sem sést með berum augum. Ég held að þetta komi heim og sam- an við raun- veruleik- m. I Sutherland leikur yfir- Washingtons. illa hulið. Allt sem skiptir máli er hulið berum augum.“ Svona mynd hefur ekki verið gerð áður en eftir að Denzel Washington hafði fallist á að taka að sér aðalhlut- verkið var létt verk að safna fé til kvikmyndagerðarinnar. Denzel er sennilega stærsta kvikmyndastjarna bandarískra blökkumanna um þess- ar mundir, þekktur úr myndum á borð við Glory, sem færði honum Óskarsverðlaun, Cry Freedom og Spike Lee myndunum Mo’ Better Blues og Malcolm X, að ógleymdum Philadelphia og Crimson Tide. John Goodman, sem leikur á móti Denzel, er þekktastur sem eiginmaður Rosanne í samnefndum sjónvarpsþáttum og sem Fred Flintstone í samnefndri kvikmynd. Hann lék einnig nýlega í myndinni Borrowers, sem er væntanleg í kvikmyndahús hér innan tíðar. Donald Sutherland er einn fjöl- hæfasti og afkastamesti kvik- myndaleikari undanfarins aldar- fjórðungs og hefur leikið í meira en 90 kvikmyndum leikstjóra allt frá Hitchcock, Louis Malle, Oliver Stone og Barry Levinson til Fellini og Bertolucci. Þekktustu myndir þessa kanadíska leikara eru t.d. MASH, Klute, Casanova og A Time to Kill og er þá fátt eitt talið. Embeth Davidtz er ung leikkona, langþekktust sem þjónustustúlka Ralph Fiennes í Schindler’s List. Playboy-kanínur Hugh Hefners ► HUGH Hefner, sem stofnaði og gefur út karlatímaritið Playboy, var umkringdur núverandi og fyrrverandi „leikfélögum" þegar hann hélt upp á 72 ára afmæli sitt hinn 9. apríl í Los Angeles. Svokallaðir „leikfélagar“ eru stúlkur mánaðarins sem prýða forsíðu blaðsins og fá veglegri umfjöllun og myndabirtingu umfram aðrar fyrirsætur blaðsins. Stúlkurnar færðu Hefner svarta kanínu í afmælisgjöf en kanínan er frægt tákn Playboy-veldisins. Hefner var fátækur textahöfundur árið 1953 þegar hann gerði íjárfestingu upp á 600 dollara og mynd af Marilyn Monroe að einu mesta útgáfuveldi í heimi. Skautadrottn- ingin Kwan ger ir samning við Disney ► DISNEY hefur gert fjögurra ára samning við bandarísku skautadrottninguna Michelle Kwan um að koma fram í ýmsum sjónvarpsþáttum á ABC-sjón- varpsstöðinni. Hefur þegar verið ákveðið að hún komi fram í fjórum vinsælum framhaldsþáttum. Kwan er 17 ára og vann til silfurverðlauna á síðustu Ólympíuleikum í listdansi á skaut- um. Hún hafði verið talin sigurstrangleg- ust á Ólympíuleikunum en hin 15 ára gamla Tara Lipinski, sem einnig er frá Bandaríkjun- um, stal senunni og jafnframt gullinu. „Eitt af höfuðmarkmiðum ABC-sjón- varpsstöðvarinnar er að vera aðeins í samstarfi við þá sem eru framúrskarandi til þess að tryggja áhorfend- um stórkostlega dagskrá, og enginn skarar meira fram úr en Michelle Kwan,“ sagði Stu Bloomberg, stjórnarmaður ABC Entertainment. „Ég hef alist upp með Disney," sagði Kwan. „Nú er tími til kominn að draumurinn um að tilheyra Disney-fjölskyldunni ’ rætist.“ Kwan hefur áður komið fram í hlutverki Péturs Pan í Hir „Disney’s Greatest Hits on Ice“ og „Skating Romance 111“ þar sem hún lék á móti gullverðlaunahafa af Ólympíúleikunum, Brian Boitano.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.