Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 55 MINNINGAR + Karl Teitsson fæddist á Bergs- stöðum á Vatnsnesi, V-Hún., 27. apríl 1905. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 12. apríl síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Ingibjarg- ar Árnadóttur, f. 25. ág. 1863, og Teits Halldórssonar, f. 26. sept. 1856, bónda á Bergsstöðum. Þau hjónin hófu búskap í Dalkoti 1882, flutt- ust að Skarði 1888 og að Bergs- stöðum árið 1897. Teitur lést 31. mars 1920 og Ingibjörg 22. októ- ber 1957. Þau hjónin eignuðust 15 börn. Þau eru auk Karls: Da- víð, f. 24. jan. 1881, Helga Marsi- Karl Teitsson +átti nær 93 ár að baki þegar hann lést. Hann var fæddur í sveitinni, ólst upp við sveitastörf og voru þau rauði þráð- urinn í lífshlaupi hans öllu. Hann fór snemma að vinna eins og títt var um börn þess tíma. Skólaganga var nær engin en þeim mun meira lagt upp úr því að kunna til starfa og vinna samviskusamlega og skila góðu verki. Karl var næstyngstur systkina sinna og var 15 ára þegar faðir hans lést en þá hætti móðir hans búskap. Hann fór í vinnu- mennsku í sveitinni til að byrja með en síðan fór hann að koma sér upp bústofni þvf hvorttveggja var að hann hafði gaman af kindum og hann vildi vera sjálfs síns hús- bóndi. Karl fékk jarðnæði á Bergs- stöðum og leigði landspíldu til tún- ræktar, einnig fékk hann leyfi til að byggja fjárhús og hlöðu. A bænum gekk búsmalinn sam- an og á veturna skiptum við strák- arnir og Karl því í hlutfalli við bil, f. 10. júm' 1883, Daníel, f. 28. nóv. 1884, Guðríður Anna, f. 27. des. 1885, Sigurbjörn, f. 26. júlí 1887, Hólm- fríður Margrét, f. 3. okt. 1888, Einar, f. 21. febr. 1890, Frið- rik, f. 8. sept. 1891, Jóhannes, f. 2. júní 1893, Pétur, f. 31. mars 1895, Baldvin, f. 4. okt. 1896, Guð- rún María, f. 12. des. 1900, Jakobína Kristín, f. 5. mars 1903, og Haraldur f. 1. mars 1907. Öll eru systkinin látin nema Haraldur. Útför Karls fer fram frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. höfðatölu búfjárins hvað marga daga hvor aðili gætti fjárins þegar beitt var en þá var fjárbeit á vetr- um nýtt til hins ýtrasta því oft voru hey af skornum skammti. Voru skiptin þannig að það hallaði oftast meira á Karl þegar við skiptum dögunum niður. Hann vildi gjarnan hafa það þannig enda var alltaf mjög gott samkomulag í þessu efni. Á sjöunda áratugnum fluttist Karl til Hvammstanga. Sigurbjörn bróðir hans hafði byggt sér hús á Bergsstöðum og hafði Karl keypt húsið. Hann flutti það með sér til Hvammstanga og fékk að setja það niður í landi Mellands en þar bjó Marsibil systir hans og hennar maður. Þar kom Karl sér upp að- stöðu til að vera með kindur og fékk í nágrenninu land til ræktun- ar og heyskapar. Var hann með nokkrar kindur allt fram á síðustu stund þótt siðustu árin yrði hann að treysta á aðstoð góðra vina til að geta sinnt fénu eins og þörf var á. En hann gat ekki hugsað sér að missa kindurnar, þær voru hans líf og yndi. Hann hafði innangengt í fjárhúsið og naut þess að dekra við kindumar sínar á meðan kraftar leyfðu og hjá þeim var hugurinn. Karl var um margt sérstæður. Ég held að hann hafí aldrei skuld- að neinum neitt. Hann hafði alist upp við fátækt og nauðsynina á nýtni, vinnusemi og sparsemi. Hann rétti þó oft hjálparhönd þeg- ar því var að skipta. Búskapurinn var hans aðalstarf en hann vann þó við ýmis störf önnur til að drýgja tekjumar. Hann vann stundum í vegavinnu og á Hvammstanga var hann um tíma bréfberi. Á fyrstu ámnum vann hann úr ullinni, lærði að vefa og óf vaðmál til klæða. Á Bergsstöðum var oft róið til fiskjar og tók Karl þátt í því þótt honum félli aldrei að stunda sjóvinnu. Karl var alla tíð einhleypur og átti ekki afkomendur. Hann var traustur vinur og mat hinar góðu gömlu dyggðir. Hann var mjög sjálfstæður og vildi vera það, var ákveðinn í skoðunum og lét ekki af þeim án gildra raka. Systkinin 15 frá Bergsstöðum em nú öll látin að undanteknum yngsta bróðumum, Haraldi sem nú er 91 árs. Þegar fór að halla undan fæti fyrir Karli naut hann aðstoðar og hlýju margra sem ekki verða upp taldir. Þó vil ég geta Sesselju syst- urdóttur hans og fjölskyldu hennar sem bjuggu í næsta húsi og hjálp- uðu honum við ýmis störf og vora vakandi yfír velferð hans í hví- vetna. Sú umhyggja átti stóran þátt í því hve lengi hann gat þrauk- að og dvalið í húsi sínu sem var honum mikils virði. Við frændfólk Karls þökkum þá miklu umhyggju sem honum var sýnd og við þökk- um öllum þeim sem reyndust hon- um vel og léttu honum lífið uns yfir lauk. Við kveðjum aldinn heiðursmann með þökkum fyrir farsæla samleið og biðjum honum blessunar á nýj- um vegum. Páll V. Daníelsson. KARL TEITSSON + Ragnar Finns- son fæddist í Sólheimatungu, Stafholtstungna- hreppi, Mýrum, 20. maí 1910. Hann lést 7. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans vom Guðbjörg Stefáns- dóttir, f. 24.2. 1876, d. 25.7. 1953, og Finnur Skarphéð- insson, f. 12.10. 1884, d. 23.5. 1920. Þau eignuðust sex börn, en einn son átti Guðbjörg fyrir, Valdimar Davíðsson, f. 11.11. 1899, d. 1974. Lilja, f. 17.9. 1905, d. 19.3. 1998, Ragnar, Skarphéð- inn, f. 8.12. 1913, d. 1934, Agúst, f. 6.9.1915, d. 1967, Þóra Stefan- fa, f. 20.6. 1917, d. 1929, og Atli Eyþór, f. 16.3. 1920, d. 1929. Það kemur margt í hugann þeg- ar ég minnist tengdaföður míns, Ragnars Finnssonar. Fyrir 47 ár- um fór ég að venja komur mínar á Flókagötuna til að heimsækja Erlu, elstu dóttur þeirra Ragnars og Margrétar. Þar áttu þau glæsi- legt heimili, sem gott var að koma á. Þá kynntist ég Ragnari, þessum háa og glæsilega manni. Hann var glaðlyndur, hlýr og hjálpsamur öll- um sem leituðu til hans. Mikið var gott að vera í návist hans og mynd- uðust mjög góð kynni milli okkar sem aldrei féll skuggi á. Ragnar ólst upp í Borgarfirðin- um á ýmsum bæjum. Tólf ára kom hann að Stóra-Kroppi og sagði hann mér að það hefði verið það besta sem gat komið fyrir hann. Þar eignaðist hann sinn besta vin Eiginkona Ragn- ars var Margrét Sveinsdóttir, f. 16.12. 1913, d. 7.4. 1985. Foreldrar liennar voru Sveinn Helgason, prentari í Reykjavík, f. 22.4. 1891, d. 18.12. 1964, og kona hans Björg Sigríður Þórðar- dóttir, f. 25.11.1890, d. 23.12.1943. Ragn- ar og Margrét eign- uðust fimm dætur. Þær em Erla, f. 25.10. 1934, m. Ingv- ar Benjamínsson, Sigrún, f. 13.7. 1942, Björg, f. 5.9. 1945, Sjöfn, f. 25.4. 1947, og Guðbjörg Ragna, f. 6.6. 1951, m. Samúel Örn Erl- ingsson. Útför Ragnars fór fram í kyrrþey 15. apríl. og uppalanda, Einar Kristleifsson. Ragnar kom til Reykjavíkur nítján ára gamall. Móðir hans var búin að útvega honum nám í söðla- smíði, en það brást. Hún þekkti múrara að nafni Einar Sveinsson og hjá honum lærði hann múrverk. Ragnar varð síðan múrarameistari og stóð fyrir mörgum stómm byggingum í Reykjavík. Oft var vinnudagurinn langur, því Ragnar vildi ekkert spara til heimilisins. Þau hjón vom mjög gestrisin og oft var mikill gestagangur. Ragnar var góður hestamaður og átti hann hesta og hesthús í Víðidal og fór oft í reiðtúra í frí- tíma sínum. Ég átti því láni að fagna að fara með Ragnari í mörg ferðalög um Borgarfjörðinn ríð- andi. Á þeim ferðum veitti hann mér mikinn fróðleik og gleymi ég aldrei þeim minningum. Oft var glatt á hjalla í réttarferðum og var þá Ragnar í essinu sínu þegar sungið var. Hann var náttúmbarn og hafði yndi af fallegri tónlist. Eitt sumarið fóram við ríðandi norður Kjöl og niður í Borgarfjörð og var þá Óskar, systursonur hans, með í för. Oft heimsóttum við Lilju, syst- ur Ragnars, í þessum ferðum, en hún bjó á Sauram í Hraunhreppi. Mikið var gaman að sjá hlýjuna og glettnina í augum þeirra og mikið var spjallað. Ragnar kvæntist 29.9. 1934 Margréti Sveinsdóttur. Þau vora fallegt par, sem gaman var að vera með á ferðalögum og á þeirra glæsilega heimili. Þegar kona Ragnars veiktist af erfiðum sjúk- dómi kemur í ljós hvem mann hann hafði að geyma. Hann hætti að vinna og annaðist hana upp frá því. Þegar hún dó flutti Ragnar á Elli- og hjúkranarheimilið Grand. Þar andaðist hann 7. apríl, á dánar- degi konu sinnar. Ég kveð nú ást- kæran tengdaföður og vin og þakka honum fyrir allt sem hann hefur gefið mér og mínum. Guð blessi minningu hans. Ingvar Benjanúnsson. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingai- um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. RAGNAR FINNSSON + Eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, STEFANÍA MAGNÚSDÓTTIR, Fagrahvammi, Blesugróf, andaðist á Hrafnistu Reykjavík miðvikudaginn 15. apríl. Þorgeir Jón Einarsson, börn, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær faðir okkar, sonur, bróðir og afi, HELGI SIGURÐUR ÞÓRISSON frá Fellsenda, Langholtsvegi 3, Reykjavík, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu mánu- daginn 6. apríl, verður jarðsunginn frá Lang- holtskirkju mánudaginn 20. apríi kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hans, eru beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Inga Dóra Helgadóttir, fris Björg Helgadóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, PÉTUR PÁLMASON, Norður-Gröf, Kjalarnesi, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju laugar- daginn 18. apríl kl. 10.30. Elfn Þórunn Bjarnadóttir, Jónas Tryggvi Pétursson, Þórunn Aldís Pétursdóttir, Grímur Pétursson, Margrét Björg Pétursdóttir, Hörður Þorbergur Garðarsson, Sigrún Bryndís Pétursdóttir, Gunnar Þór Ólafsson, Pálmi Hannes Pétursson, Þórdís Anna Pétursdóttir, Kristinn Pétur Benediktsson, Bjarni Þór Pétursson og barnabörn. + Útför ástkærs vinar míns, föður okar, tengda- föður, afa og langafa, ELÍASAR SIGURJÓNSSONAR, Ásvallagötu 69, sem lést á Landspítalanum föstudaginn 10. apríl sl., fer fram frá Dómkirkjunni mánu- daginn 20. apríl kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. Sigrún Eiðsdóttir. Hallfrfður F. Elíasdóttir, Guðmundur Haraldsson, Þóra E. Elíasdóttir, Stefán Guðbjartsson, Ólöf Elíasdóttir, Jenný Sigrún Elíasdóttir, Elfas Elíasson, Kristján Elfasson, Jens Elíasson, Aðalsteinn Elíasson, Margrét Elíasdóttir, Marína Elíasdóttir, barnabörn oc Svava Eyland, Katrín Björk Eyjólfsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Þorfinnur Jóhannsson, barnabarnabörn. + Við þökkum allan þann stuðning og vinsemd, sem okkur var sýnd, við andlát og útför okkar hjartfólgnu eiginkonu, móður okkar, tengda- móður og ömmu, ÖNNU BERTU EINARSDÓTTUR, Hverfisgötu 101, Reykjavík. SérStakar þakkir sendum við sönghóp Krossins, Hliðarsmára. I Ingibergur Guðveigsson, Kristjana G. Ingibergsdóttir, Páll K. Konráðsson, Sigurveig H. Ingibergsdóttir, Einar Eiríksson, Erla B. Ingibergsdóttir, Sigurður Long og barnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.