Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDÁGUR 17. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stórtiðindi I islenska hankflhpimmum: NÆSTI banki, „minn tími er komin“ ... Kaupin á Samsölubakaríi * Urskurður um niánaða- mótin ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn- ismála hefur nú til meðferðar áfrýj- un Myllunnar-Brauðs hf. vegna þess úrskurðar samkeppnisráðs að kaup fyrirtækisins á Samsölubakaríi hf. hafí verið óheimil og hefur áfrýjun- arnefndin frest til 1. maí næstkom- andi til að úrskurða í málinu. Ákvörðun samkeppnisráðs um að yfirtaka Myllunnar-Brauðs hf. á Samsölubakaríi hf. hafi verið óheim- il var gefin út 19. febrúar síðastlið- inn og hafði Myllan-Brauð hf. fjórar vikur til að áfrýja úrskurðinum, en áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur sex vikur til að fjalla um áfrýj- unina. Kolbeinn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Myllunnar-Brauðs hf., sagðist ekki geta tjáð sig um það á þessu stigi hvort málinu yrði vísað til dómstóla ef áfrýjunamefndin staðfesti niðurstöðu samkeppnis- ráðs. Hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps Skilyrt samþykki við brúarsmíði HREPPSNEFND Reykholts- dalshrepps samþykkti á fundi í fyrrakvöld að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi á hluta Borg- arfjarðarbrautar samkvæmt þeim lagagreinum skipulagslaga sem heimila framkvæmdir utan óskipulagðs svæðis. Að sögn Gunnars Bjamasonar, oddvita Reykholtsdalshrepps, var einnig samþykkt að veita heimild til smíði brúar yfir Flóka- dalsá, enda verði sú veglína farin sem fram kemur á aðalskipulags- uppdrætti frá 1998-2010, sem sveitarstjómin hefur samþykkt að senda í auglýsingu. Par er um að ræða svokallaða sáttaleið, eða leið 3a, sem sveitarstjórnin hefur lagt áherslu á að farin verði. Svæðisskipulag norðan Skarðsheiðar var staðfest 19. febrúar síðastliðinn með þeirri undantekningu að frestað var staðfestingu á vegstæði Borgar- fiarðarbrautar milli Flókadalsár og Kleppjámsreykja, og er því skipulag ekki fyrir hendi hvað varðar þann hluta brúarinnar yfir Flókadalsá sem er í Reykholts- dalshreppi. Vegagerðin sendi hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps bréf um síðustu mánaðamót þar sem þess var farið á leit að hreppsnefndin heimilaði Vegagerðinni byggingu brúar yfir Flókadalsá ásamt nauðsynlegum tengingum við nú- verandi veg, en sérstaklega er tekið fram í bréfinu að ráðgerð staðsetning og lega brúarinnar geti fallið að öllum þeim hug- myndum sem uppi hafa verið um legu Borgarfjarðarbrautar um Reykholtsdalshrepp, og því ætti umbeðin leyfisveiting ekki að hafa áhrif á frekari framgang málsins. NI HEIM • UM LAND ALLT Atvinnumiðstöðin formlega opnuð Tengsi náms- manna við at- vinnulífíð efld Ragnheiður Kristiansen Atvinnumiðstöðin verð- ur opnuð formiega í Félagsstofnun stúd- enta í dag klukkan 17. Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra flytur ávarp og lýsir starfsemina hafna og þá verða flutt ýmis ávörp. Ragn- heiður Kristiansen er nýráð- inn rekstrarstjóri Atvinnu- miðstöðvarinnar. - Hvernig starfsemi verð- ur í Atvinnumiðstöðinni? „Atvinnumiðstöðin er ein rekstrareining undir Félags- stofnun stúdenta. Stúdenta- ráð hefur rekið Atvinnumiðl- un námsmanna síðastliðin 20 ár um það bil 4-5 mánuði á ári. Sú þjónusta hefur ekki fullnægt þörfum nemenda og atvinnulífs og staðið hefur til í nokkurn tíma að stofna at- vinnumiðstöð sem starfar allt árið.“ - Hvernig verður starfseminni háttað? „Við munum reyna að miðla störfum þannig að þau hæfi þekk- ingu og reynslu námsmanna og nýtist atvinnurekendum sem best og að þeir fái tækifæri til þess að þjálfa framtíðarstarfsfólk sitt. Miðstöðin opnar nú á sama tíma og Atvinnumiðlunin hefði tekið til starfa og því munum við koma til með að sinna miðlun sumarstarfa til þess að byrja með. Það sem við stefnum hins vegar á er að reyna að nýta þekkingu nemendanna betur þannig að þau fái að beita henni í starfi og öðlist starfs- reynslu í sínu fagi. Það vill brenna við að fólk í 3-4 ára námi vinni við það sama á sumrin, eitthvað óskylt því sem það er að læra, og útskrifist með fína gráðu og góðar einkunnir en enga starfsreynslu. Þessu viljum við breyta.“ - Hvað munið þið gera utan sumartíma þegar námsmenn eru í skólanum? „Við stefnum að því að setja á fót verkefna- eða gagnabanka þar sein við söfnum saman hugmynd- um að verkefnum, til dæmis frá nemendum. Síðan geta fyrirtæki sem vantar fólk í tiltekin verkefni leitað til okkar og við reynum þannig að tengja námsmenn við atvinnulífið. Þetta geta verið alls kyns rannsóknaverkefni, loka- verkefni, jafnvel verkefni í nokkra daga, litlar kannanir eða nokkurra mánaða vinna. Aðalatriðið er að þeir afli sér reynslu.“ - Mun þessi banki nýtast nem- endum í öllum námsgreinum að þínu mati, til dæmis í Háskólan- um? Já, ég sé það fyrir mér í flestum greinum." - Hversu margir starfsmenn verða hjá Atvinnumiðstöðinni og hvaða breytingar hafa verið gerð- ar? „Atvinnumiðlunin hafði tvo starfsmenn sem við munum gera líka en þrjá á sumrin. Atvinnumið- stövar af þessu tagi eru til við flesta háskóla í Banda- ríkjunum, á meginlandi Evrópu og eitthvað er um þær á Norðurlönd- unum. Þangað á ég eft- ir að fara til þess að skoða starfsemina og viða að mér þeim hugmyndum sem hægt er.“ - Hver borgar reksturinn? „Félagsstofnun rekur Atvinnu- miðstöðina í samstarfi við sex fyr- irtæki og nokkra styrktaraðila og síðan munum við koma til með að innheimta þjónustugjöld af fyrir- tækjunum. Stofnkostnaðurinn er ► Ragnheiður Kristiansen fæddist á Hvolsvelli árið 1952 þar sem hiín ólst upp til 12 ára aldurs. Hún hóf nám í Kvenna- skólanum í Reykjavik 13 ára gömul og lauk prófi þaðan árið 1970. Að því loknu stundaði hún nám í snyrtifræði í tvö ár og öldungadeild Menntaskólans við Hamrahh'ð. Hún fluttist til Sví- þjóðar árið 1976 og Iauk menntaskóla þar árið 1978. Þá lauk hún cand. phil. prófi í starfsmanna- og vinnumarkaðs- fræðum frá Háskólanum í Stokkhólmi árið 1986. Að námi loknu starfaði Ragnheiður í Sví- þjóð í sjö ár, við starfsmanna- hald og síðar sem starfsmanna- stjóri. Hún kom heim árið 1993 og starfaði sem rekstrarstjóri á Fjölskyldugarði til hausts árið 1996 þegar hún flutti sig til Vinnumiðlunar Reykjavíkur- borgar. Ragnheiður hefur verið rekstrarstjóri Atvinnumiðstöðv- ar frá því í mars á þessu ári. auðvitað einhver en líklega mun starfsemin kosta um sex milljónir á ári. Við rennum hins vegar svo- lítið blint í sjóinn.“ - Hver verða þjónustugjöldin og hvernig verður þjónustunni háttað? „Þjónustunni má skipta í fjögur stig, allt frá því að afhenda fyrir- tækjum lista úr skrá yfir mögulega starfsmenn upp í það að taka viðtöl við þá og velja úr. Lágmarkskostn- aður er 4.000 krónur og hámarks- kostnaður 25.000 krónur." - Er þjónustan fyrir alla náms- menn og hvernig geta þeir komið sér á framfæri? „Nemendur geta skráð sig sjálf- ir á netinu ef þeir fara inn á heimasíðu Félagsstofnunar eftir slóðinni www.fs.is og við erum þegar komin með tæpa 500 á skrá. Einnig munum við setja inn upp- lýsingar um laus störf og stutta lýsingu." - Hvaða nemendur geta nýtt sér þjónustu Atvinnu- miðstöðvarinnar? „Aðild að miðstöðinni eiga Stúdentaráð, BISN, INSÍ og Félag framhaldsskólanema. Það eru því allir fram- haldsskólanemendur frá 17 ára aldri sem geta ski’áð sig.“ - Hver eru helstu markmið ykkar? „Við viljum vera þekkt fyrir fljóta og góða þjónustu og setja rétt fólk á réttan stað. Aðalatriðið er að auka tengsl námsmanna við atvinnulífið.“ Nemendur útskrifast gjarnan án starfsreynslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.