Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 17.04.1998, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sigríður Sæ- mundsson fæddist í Reykjavík 6. febrúar 1908. Hún Iést á Landakoti 8. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Árni Thorsteinsson, tón- skáld, f. 15. október 1870, d. 16. október 1962, og kona hans Helga Einarsdóttir, f. 22. október 1873, d. 16. febrúar 1959. Árni faðir Sigríðar var son- ur Árna Thorsteins- sonar landfógeta og konu hans Soffíu Kristjönu Hannesdóttur. Foreldr- ar Helgu voru Einar B. Guð- mundsson, stórbóndi á Hraunum í Fljótum, og kona hans Kristín Páisdóttir, sálmaskálds í Viðvik. Systkini Sigríðar voru Soffía Ric- hards, fædd 7. ágúst 1901, d. 15. júní 1996, maður hennar var John Richards, bankastjóri í Bretlandi, d. 27. febrúar 1962, Jóhanna, f. 23. ágúst 1903, d. 31. ágúst 1992, Ami, lögfræðingur, f. 28. apríl 1917, d. 27. mars 1948. Hinn 27. maí 1933 giftist Sigríð- ur Jóhanni Sæmundssyni, yílr- lækni og prófessor, f. 9. maí 1905 á Elliða í Staðarsveit. Jóhann lést Elsku amma Dídí. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gieymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Takk fyrir allt, elsku amma, þín Sigrún Drífa. Nú er síðasta rósin hans Ama Thorsteinssonar, tónskálds, og konu hans Helgu Einarsdóttur horfin burt yfir móðuna miklu. Ég kynntist Sigríði Sæmundsson um það bil hálfu ári áður en ég kynnt- ist Gyðu, dóttur hennar, sem síðar varð mágkona mín, og strákunum hennar, Jóa og Jara, systrum Sigríð- ar, Soffu og Jönnu. Sigríður kom á stofuna til mín, en þar hófust okkar fyrstu kynni. Nett og kvik í hreyfing- um, þrátt fyrir bæklun í mjöðm. Hár- ið svart og glansandi eins og hrafn- tinna, en þeim háralit hélt hún til dauðadags. Andlitið slétt og fagurt. Eftir nokkrar heimsóknir á stofuna sagði hún mér að hún væri ekkja, maður hennar Jóhann Sæmundsson, læknir, lést aðeins 50 ára að aldri. Þau eignuðust tvær dætur, Helgu og Gyðu. Sigríður talaði um dætur sínar, einkum Gyðu, sem var búin að vera ein í nokkur ár með sonum sínum, en nú væri kominn viðkunnanlegasti maður inn í líf hennar. Aldrei minnt- ist hún á nafn hans. Um haustið komu Gyða og strákamir á heimilið okkar. Jólin nálguðust. Móðir okkar, Frið- finna Hrólfsdóttir, sem þá var á lífi, bauð Gyðu, strákunum og móður hennar, Sigríði, á jóladag. Mikil var undrun mín er ég opnaði fyrir þeim og sá tilvonandi téngdamóður bróður míns standa þarna. Hún brosti til mín sínu Ijúfa brosi eips þg hún vildi segja: Grunaði þig ekkert? Pannig hófust til skiptis heimsóknh- á Mel- haga 11 og Laugalækinn. Melhagi 11 var eitt stórt heimili á fjórum hæðum, fyrsta hæð Soffa og Jönna, önnur hæð frú Sigríður, kölluð af vinum sín- um Dídí, þriðja hæð Helga og Jón M. Samsonarson og dætumar fjórar, fjórða hæð Gyða og Haukur Viktors- son og synir Gyðu, Jói og Jari. Þama vom allar dyr opnar, bæði fyrir háum sem lágum. Það var ævintýri líkast að hlusta á þær systur minnast gömlu daganna hjá fóðurafa og -ömmu þeirra, Ama Thorsteinssonar, landfó- geta, og Soffíu, en þau bjuggu í Ausi> urstræti 20, þar sem seinna var Hressingarskálinn. Sigríður minntist oft á dvöl sína í Englandi, en þá var hún ógift. Er heim kom giftist hún 6. júní 1955. Foreldrar Jóhanns voru Sæ- mundur Sigurðsson, oddviti, og kona hans Stefanía Jónsdóttir. Eftir andlát Jóhanns starfaði Sigríður á göngudeild Landspít- alans þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Dætur Sigríðar og Jóhanns eru: 1) Helga, þjóðlagafræð- ingur, f. 28. desember 1935, maki Jón Marinó Samsonarson, hand- ritafræðingur, f. 24. janúar 1930. Dætur þeirra eru: Heiðbrá, stærðfræð- ingur, f. 25. júní 1954, Svala, myndlistarkennari, f. 17. júlí 1957, Hildur Eir, viðskiptafræðingur, f. 4. desember 1971, Sigrún Drífa, sálfræðinemi, f. 14. október 1974. 2) Gyða, skólastjóri, f. 27. aprfl 1944, maki Haukur Arnar Vikt- orsson arkitekt, f. 21. maí 1935. Synir Gyðu af fyrra hjónabandi eru Jóhann Ámi Heigason, tölvu- fræðinemi, f. 11. september 1971, Jón Ari Helgason, nemi í grafískri hönnun, f. 22. október 1973. Utför Sigríðar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Jóhanni Sæmundssyni, lækni. Dvöldu hjónin ásamt dætrum sínum hér heima eða erlendis um árabil. Elsku Gyða, mikið ert þú búin að standa vörð um fjölskylduna og halda henni vel saman, þrátt fyrir mikla örð- ugieika og veikindi innan hennar. Við systur samhryggjumst innilega „ömmu Dídíar bömum“, en við getum lika glaðst yfír að nú h'ður henni vel, komin til eiginmannsins Jóhanns, sem hún naut svo stutt, og systranna Soffú og Jönnu. Elsku Dídí, vænst þykir okkur um að hafa fengið að kynnast þér og njóta samvista við þig og þína. Kveðjum þig með þakldæti og sökn- uði. Sigrún og Viktoría. Hún amma mín er dáin, mér er eiginlega orða vant, einhvem veginn var hún eitt af því sem alltaf var til staðar alveg frá því ég man eftir mér og ég hafði ímyndað mér að hún yrði alltaf þarna. Þetta er mjög skrítin tilfínning, að hugsa til þess að ég sjái hana ekki aftur, að minnsta kosti ekki í þessu lífí. Við bræðurnir bjuggum á efstu hæð húss á Melhaganum, systir mömmu og hennar fjölskylda á næstu hæð og amma þar fyrir neðan og í kjallaranum bjuggu tvær systur hennar, þetta var því eitt stórt fjöl- skylduhús og samgangur mikill á milli hæða. Á hverjum degi beið okkar bræðra matur í hádeginu hjá ömmu þegar við komum heim úr skólanum Og þegar við veiktumst var amma dug- leg að halda okkur í rúminu og færði okkur flóaða mjólk með hunangi, en á henni hafði hún tröllatrú, reyndar við lítinn fíjgnuð okkar bræðra. Jólin voru líka í fóstum skorðum, en þau skyldi fjölskyldan halda saman hjá ömmu. Það var auðvitað byrjað á borðhaldi og kaffí á eftir, því næst var dansað í kringum jólatréð og sungin jólalög en að öllu þessu loknu mátti opna gjafimar, ég man að bið- in gat verið ansi erfið. Seinna þegar við börnin á Melhaganum eltumst fluttum við bræður burt af Melhag- anum og gátum nokkuð séð um okk- ur sjálfir á daginn og hittum ömmu því ekki lengur daglega, en samt héldu sér hefðirnar í kringum jólin og mannfagnaði og amma var eins- konar ættmóðir sem alltaf hálfstýrði öllu en í bakgrunninum án þess að maður áttaði sig á því að hún gerði það. Seinna fluttist ég aftur á Mel- hagann í kjallarann, þar sem amma átti tóma íbúð, ásamt kærustunni minni, Þóru Einarsdóttur, og nú hitti ég og hún Ömmu Dídí á hverjum degi, og þó það væri nokkuð frá- brugðið því sem áður var var það kunnugleg tilfinning. Meðan við bjuggum þar eignuðumst við son, Einar Helga, sem varð strax augna- yndi langömmu sinnar, sem ég held að hafi þótt leiðinlegt að geta ekki verið með hann líkt og okkur bræð- urna áður, sökum aldurs og heilsu- leysis. Amma var aldrei mikið fyrir að kvai-ta þrátt fyrir að hafa lifað við stöðug óþægindi vegna heilsubrests og það tók mig og Þóru langan tíma að fá hana til að leyfa okkur að hjálpa sér með innkaup og annað smálegt sem hún átti orðið erfitt með, en þannig var hún bara. En nú er hún farin á vit feðranna og vonandi hittir hún afa þama fyrir handan en honum kynntist ég aldrei, hann dó langt fyrir aldur fram og amma jafnaði sig aldrei alveg á því. Það er með söknuði að ég kveð þig nú amma mín og verst þykir mér að sjálfsagt kemur sonur minn ekki til með að muna eftir langömmunni sem hann átti alltaf til bros handa og var eitt af fáum hlutum sem þú gladdist sérlega yfir þegar þú sást hann. Bless í bili, sjáumst fyrir handan. Jóhann Ámi Helgason og íjölskylda. Nú er hún amma Dídí farin frá okkur. Við stöndum eftir með sökn- uð í hjarta en jafnframt ótal minn- ingar sem ylja okkur um hjartaræt- ur. Systir ömmu, hún Janna, kvaddi okkur haustið 1992 og Soffa um vor- ið 1996 og finnst mér nú eins og við séum að kveðja þær allar þrjár syst- umar sem skipuðu svo stóran sess í lífi okkar. Amma ólst upp í Reykjavík hjá foreldrum sínum ásamt þremur systkinum sínum. Þetta var mikið menningarheimili og amma var sann- kölluð Reykjavíkurmær. Ung giftist hún stóru ástinni í lífi sínu, afa mín- um Jóhanni, sem var læknir. Þau dvöldu um tíma í Danmörku og Sví- þjóð og átti amma margar góðar minningar þaðan sem hún leyfði okk- ur að deila með sér. Því miður lést afi fyrir aldur fram árið 1955 og söknuð- ur ömmu var mikill, en minning hans hefur lifað með fjölskyldunni. Þegar afi lést voru þau amma að reisa sér hús við Melhagann sem síð- an hefur verið sannkallað fjölskyldu- hús. Amma og systur hennar tvær bjuggu þar árum saman ásamt tveimur dætrum ömmu, þeim Helgu og Gyðu, og fjölskyldum þeirra. Við bömin vorum mjög heppin að eiga þarna í húsinu hvorki meira né minna en þrjár ömmur. Amma var mjög glæsileg og sið- fáguð kona og töluðum við fjölskyld- an stundum um að hún amma væri fædd „lady“ og held ég að hún hafi bara verið það. Hún var hógvær og barst ekki mikið á en allt í kringum hana var svo fallegt. Hún var vel klædd og átti einstaklega fallegt heimili þar sem ríkti mikill friður og alltaf var jafngott að koma til ömmu. Ég hugsaði stundum um það þegar ég sat í eldhúsinu hjá henni og horfði á hana vinna hvað hún gerði það fal- lega. Hún var ekkert að flýta sér heldur var eins og hún bæri virðingu fyrir hverri athöfn, hversu hvers- dagsleg sem hún var. Rafmagnstæki hennar voru mörg hver áratuga gömul, vandaðir hlutir sem voru alltaf eins og nýir, enda umgekkst hún þá einnig af virðingu. Við syst- urnar saumuðum t.d. ófáar flíkur á Husquarna-saumavélina hennar, sem orðin er hálfrar aldar gömul en eins og ný. Amma var mikil fjölskyldumann- eskja og höfum við öll átt margar ógleymanlegar stundir með henni í stofunni á Melhaganum. Ég minnist þess þegar ég sem bai-n bjó í Dan- mörku og við komum heim á sumrin og bjuggum hjá ömmu. Við fjölskyld- an fengum gott herbergi, en við syst- umar, sem þá vorum tvær, sváfum til skiptis inni hjá ömmu og var það alltaf tilhlökkunarnefni. Á fimmtu- dagskvöldum sátum við öll saman á fallegum sumarkvöldum í stofunni hjá ömmu og hlýddum á útvarpsleik- ritið. Þetta voru kyrrlátar stundir og það var svo gott að vera saman. Jól- unum fíjgnuðum við saman hjá ömmu öll fjölskyldan þar tii fyrir þremur árum og undir það síðasta voru samankomnar fjórar kynslóðir. Öll vonim við jafn sannfærð um að okkar jól væru þau alskemintileg- ustu og hátíðlegustu sem til væru í öllum heiminum og aldrei vai’ gengið til náða fyrr en í morgunsárið. Þegar afi lést hóf amma störf á Landspítalanum en það hafði áður verið vinnustaður afa. Hún hafði gaman af því að ganga og gekk oft í vinnuna. Vinkonur mínar höfðu stundum orð á því hvað hún gengi greitt þessi fína og glæsilega kona. Á spítalanum eignaðist hún marga góða vini og var gaman að sjá þær móttökur sem hún fékk í þau skipti sem hún þurfti síðar að leggjast inn á spítala. Alltaf hitti hún þar fyrir gamla starfsfélaga og urðu fagnaðar- fundir. Ég held að það hafi verið henni mjög dýrmætt. Afi barðist á sínum tíma ötullega fyrir almenn- ingstryggingarkerfi og fannst mér stundum eins og amma héldi þeirri baráttu áfram þó að það væri ekki á opinberum vettvangi. Fátt gat reitt hana til reiði eins og þessi niður- skurður í heilbrigðiskerfinu og fannst henni að þarna væri verið að rífa niður kerfi sem afi og fleirí hug- sjónamenn höfðu unnið ötullega við að byggja upp. Amma hafði sterka réttlætiskennd og fyrir henni voru allir menn jafnir. Á góðviðrisdögum settust amma og systur hennar oft með kaffibolla út á svalir hjá ömmu og spjölluðu. Ömmu fannst ósköp gott að láta sól- ina aðeins skína á sig og varð strax kolbrún. Við hin öfunduðum hana af þessum fallega litarhætti hennar en amma hló bara og minntist þess í bernsku þegar mamma hennar reyndi að skrúbba af henni litinn, sem hún hélt að væru óhreinindi, og sagði: „Ósköp ertu mórauð stelpa". Þegar hún Helga mín fæddist fyrir m'u árum bjuggum við um tíma á Mel- haganum hjá ömmu. Það var svo gam- an að sjá þau tengsl sem mynduðust milli þeirra og varð amma stundum sjálf eins og lítil stelpa í návist við bamið, hló og flissaði og mátti ekki á milli sjá hvor skemmti sér betur. Hinn fyrsta apríl síðastliðinn heimsótti ég ömmu á spítalann og rifjaði upp þegar yngri systur mínar og frændur stunduðu það árum sam- an á þessum degi að senda ömmu upp til mömmu og mömmu niður til ömmu með þau skilaboð að þær vildu tala hvor við aðra. Þær tóku alltaf þátt í leiknum og hlupu apríl börnun- um til mikillar skemmtunar. Þó að amma hafi verið mjög máttfarin og segði lítið sá ég að hún brosti að minningunni og hlýnaði mér um hjartarætur. Nú er amma ekki lengur hjá okk- ur og langar mig að rifja upp orð Helgu minnai’ þegar Janna dó. Hún sagði: „Nú hlýtur Guð að vera glaður af því að Janna er komin til hans.“ Ég veit að það verða fagnaðarfundir þegar amma bætist í hópinn. En við sem eftir lifum minnumst hennar með virðingu og þakklæti fyrir allt. Svala. Þegar ég kveð elskulega tengda- móður mína, Sigríði Sæmundsson, fædd Thorsteinson, koma upp í huga mér orð skáldsins Tómasar Guð- mundssonar. I dag felldu blómin mín blöðin sín. Og húmið kom óvænt inn til mín. Eg hélt þó að enn væri sumar og sólskin. Ég kynntist Dídí, eins og hún var kölluð af þeim sem stóðu henni næst- ir, þegar ég kvæntist Gyðu, yngi-i dóttur hennar, og bjuggum við á Mel- haga 11 fyrstu hjúskaparár okkar. Díddí var glæsileg kona, gullfalleg með hrafnsvart hár, blá augu og ein- staklega kvenleg. Hún var hæglát í fasi og bar ekki sorgir sínar á torg en gladdist í góðra vina hópi. Við urðum góðir vinir og sagði hún mér oft frá æskuárum sínum. Hún ólst upp í faðmi ástríkra foreldra og þriggja systkina. Heimili foreldra hennar, þeirra Árna Thorsteinsonar tón- skálds og konu hans Helgu, var mikið menningarheimili og listir í hávegum hafðar. Það var öllum opið, þangað vildu allir koma, ungir sem aldnir. Henni vai’ð einnig tíðrætt um heimili afa sín og ömmu, Árna landfógeta og Soffíu konu hans. Hún naut þess að heimsækja ömmu sína, en afi hennar lést ári áðm- en hún fæddist. Veganesti Dídíar úr föðurhúsum var meðal annars fyrirmyndin af hamingjusömu hjónabandi. Um Ömmu hennar, Soffíu, segir í Sögu SIGRÍÐUR SÆMUNDSSON Reykjavíkur að hún hafi verið kona hamingjusöm. Hún vissi alltaf hvar maður hennar var. Ef hann var ekki í vinnunni þá var hann úti í garði og hlúði að trjám og gróðri . Mörgum Reykvíkingum er enn i fersku minni minningin um Árna tónskáld og konu hans Helgu þegar þau leiddust um götur Reykjavíkur háöldruð en ávallt eins og nýtrúlof- uð. Þannig greiptist hornteinn far- sæls hjónabands í huga tengdamóð- ur minnar, það er ástríki og gagn- kvæm virðing. Af kynnum mínu við Dídí var einnig augljóst að þannig hafði henn- ar hjónaband einnig verið. Hún kynntist manni sínum, Jóhanni Sæ- mundssyni, ung að aldri og að sögn systra hennar, Soffu og Jönnu, vann hann hug hennar og hjarta þegar í stað. Jóhann unni konu sinni heitt og voru þau hjón mjög samrýnd. Jó- hann var prófessor, og læknir af köllun eftir því sem mér hefur verið tjáð. Hann lét mikið að sér kveða í þjóðmálum. Hann barðist fyrir upp- byggingu almannatrygginga ásamt öðrum hugsjónamönnum. Honum var mjög annt um sjálfstæði íslands og lýsti því bæði í ræðu og riti. Áf kynnum mínum af fjölskyld- unni hef ég heyrt að þrátt fyrir um- fangsmikla þátttöku í þjóðmálum var hann mikill fjölskyldumaður, kátur, hygginn og sérstaklega næmur á þarfir annarra. Minning hans er enn mjög sterk í huga fjölskyldu hans. Hann dó langt um aldur fram aðeins fimmtugur að aldri og hlýtur sökn- uður Dídíar að hafa verið sár. Þann söknuð bar hún ein. Hún miðlaði hins vegar dætrum sínum og tengda- sonum, mér og Jóni, mikilvægi hjónabandsins, það er að segja ást og gagnkvæmri virðingu. Dídí viðurkenndi störf Gyðu og hafði fullan skilning á áhuga hennar á framhaldsnámi. Henni þótti hins vegar lítið til þess koma þegar Gyða þurfti að fara tO útlanda vegna starfa sinna án þess að ég færi með. Þá var Dídí vön að segja: „Mikið vildi ég að Haukur gæti farið með þér, þið eigið að fara saman.“ Gleði hennar var augljós í þau fáu skipti sem ég ákvað að hitta konu mína í þessum ferðum Hún hafði ánægju af að sjá okkur uppábúin á leið á mannamót. Ef til vill minnti þetta hana á liðna daga með Jóhanni? Áður en Jóhann lést hóf hann að byggja fjögurra hæða fjölskylduhús á Melhaga 11. Hann sá aldrei áform sín rætast, Dídí hélt verkinu ófrauð áfram ásamt Helgu dóttur sinni og Jóni. Þau fluttu á Melhagann. Síðar, eftir lát foreldra hennar, flutti Jó- hanna systir hennar í kjallarann og enn síðar Soffía, þá ekkja frá Englandi. Dídí bjó 1. hæð, þá Jón og Helga og dætur þeirra. Við Gyða, Jóhann og Jari bjuggum á efstu hæðinni, en í kjallaranum bjuggu Janna og Soffa. Þetta var eitt stórfjölskylduhús og vai’ Dídí ættmóðirin, sem sá um að allt væri í lagi. íbúð hennar stóð allaf opin öllum og var samgangur mikill á milli alfra hæða og voru krakkarnir alltaf velkomnir. Ymsar venjur varð- veittust frá fyrri tíð, eins og sunnu- dagstedrykkja hjá Jönnu og Soffu, og sameiginlegt jólahald hjá ömmu Dídí þar sem gengið var í kringum jólatréð og sungið langt fram á nótt. Eftir að við Gyða fluttum af Mel- haganum kom Dídí oft í heimsókn og dvaldi nokki’um sinnum hjá okkur yfii’ styttri tíma. Vai’ þá oft setið framefth’ og spjallað um heima og geima. Þess- ar heimsóknir tengdamóður minnar voru mér mikis virði og fannst mér að það væri gagnkvæmt. Þegar Jói og Jari komu í heimsókn og shenýflask- an var tekin upp varð þeim að orði: „Mikið er gaman að amma er komin, þetta er alveg eins og áður.“ Langömmubörnin voru henni sér- staklega kær. Síðustu árin voru það einkum þau sem löðuðu fram breið- asta brosið á andliti hennar. Þau eru Helga dóttir Svölu, Soffía og Einar Baldvin, böm Heiðbrár og Einars Baldvins eiginmanns hennar. Tinna dóttir Jara og Ingu kærastu hans og Einar Helgi sonur Jóa og Þóru, kær- ustu hans. Dídí miðlaði fjölskyldunni kærleik, reisn og hógværð. Eiginleikar sem höfðu gengið kynslóð fram af kyn- slóð. Blessuð sé minning hennar. Haukur Á. Viktorsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.