Morgunblaðið - 17.04.1998, Side 27

Morgunblaðið - 17.04.1998, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 27 Við söknum raddar Islands í Evrópu íslandsvinurinn og ritstjórinn Bent A. -----------------------/ -------- Koch frá Danmörku telur að Islendingar hafi mikið fram að færa í Evrópu á mikl- um breytingatímum. Urður Gunnarsdóttir ____ræddi um norrænt og evrópskt_ samstarf við Koch. Morgunblaðið/Ásdís BENT A. Koch lítur á Island sem sitt annað föðurland. VIÐ söknum raddar íslands í Evrópu. Ég er ekki endi- lega að hvetja til þess að ísland gangi í Evrópusam- bandið en nú eru að verða svo miklar breytingar í Evrópu að ég teldi mik- ilvægt fyrir Island að iáta rödd sína heyrast," segir Bent A. Koch, fyrr- um ritstjóri Fyens Stiftstidende. Koch telst án nokkurs vafa til ís- landsvina, hann hefur komið til ís- lands tæplega þrjátíu sinnum, situr í fjölda nefnda og ráða sem varða samvinnu landanna og síðast en ekki síst beitti hann sér ötullega fyrir því að dönsk stjórnvöld skiluðu íslend- ingum handritunum. Koch er staddur hér á landi í boði sjóðs Kay og Selmu Langvads við Háskóla Islands, en sjóðnum er ætl- að að efla menningartengsl Islands og Danmerkur. Flutti Koch fyrir- lestur í Norræna húsinu sem hann nefnir „Norðurlönd undir aldamót". Hann segir menninguna það sem sameini löndin fyi’st og fremst og að hana megi ekki vanmeta. „Hin nor- ræna menning lifir, hún er öflug og menn líta á hana sem sjálfsagðan hlut, sem segir meira en mörg orð um stöðu hennar. En það er vissu- lega rétt að samstarfið á pólitíska vettvanginum á erfiðar uppdráttar nú en áður. Það eru ekki Norður- lönd, heldur Evrópa, sem ráða um- ræðunni, t.d. í Danmörku." Höfum meiri áhrif en stærðin segir til um Koch segu- hinn norræna vettvang ekki nægja lengur. „Það hafa orðið geysilegar breytingar í Evrópu á undanförnum árum og tækifærið sem okkur gefst til að tryggja frið, öryggi og jöfnuð í Evrópu er ein- stakt. I Evrópuumræðunni söknum við raddar Islands. Þið hafið mikið að gefa, búið yfir mun meira en stærð ykkar segir til um. Danir eru einnig lítil þjóð á evrópskan mælikvarða en við höfum mun meiri áhrif innan Evrópu en stærðin gefur til kynna. Ég er ekki endilega að hvetja til þess að Island gangi í Evrópusambandið en nú eru að verða svo miklar breyt- ingar í Evrópu að ég teldi mikilvægt fyrir Island að láta rödd sína heyr- ast,“ segir Koch. En víkjum aftur talinu að Norður- löndum. Á íslandi, Grænlandi og í Færeyjum heyrast raddir um að áherslan í norrænni samvinnu hafi færst um of til austurs, til Eystra- saltsríkjanna og Rússlands, á kostn- að fyrrnefndu landanna? „Já, það er langt frá Reykjavík til Riga. Þessi lönd eru ekki beinlínis hluti Norðurlandanna en þau eru ná- grannar okkai- og okkur ber skylda til að aðstoða þau. Það má vel vera að vestnorrænu löndin falli að ein- hverju leyti í skuggann en því fer fjarri að þau gleymist. Það er enda skylda okkai- Dana að sinna Islandi, Færeyjum og Grænlandi og aukin fjárframlög danskra stjórnvalda til dönskukennslu hér á landi eru gott dæmi um það.“ Ótti við að tapa einkeniiunum Koch hefur í ræðu og riti fjallað um þjóðarvitund og þjóðerniskennd, mikilvægi þess að hún þroskist með þjóð, og jafnframt að hún verði ekki öfgakennd. „Þjóðarvitundin hefur náð jafnvægi, þroska, með norrænu þjóðunum, einni af annarri. Islend- ingar urðu fullburða þjóð er þeir fengu handritin afhent. En skömmu eftir að norrænu þjóðirnar voru loks fyllilega tilbúnar að standa styrkum stoðum í samstarfi við aðrar þjóðir, lauk kalda stríðinu og evrópsku vandamálin fóru að skyggja á þau norrænu. Breyttum tímum fylgir breytt heimsmynd. Nú er svo komið að hugtökin hægri og vinstri eru ekki lengur til eins og við þekktum þau, önnur gildi skipta almenning máli en áður. Umhverfís- og innflytjendamál hafa tekið við af efnahagsmálum og hinn stóri vandi framtiðarinnar er þau siðferðilegu vandamál sem skjóta upp kollinum með örum fram- fórum í vísindum og tækni, styttri vegalengdum og upplýsingaflóði sem er okkur áminning um að sá á kvöl- ina sem á völina. í þessu flóði öllu eykst hræðsla einstaklinga og þjóða við að tapa ein- kennum sínum, því það kemur á dag- inn að við eigum ekki svo margt sameiginlegt lengur, sameiginlegum gildum fækkar, lífssýnin breytist. Við lifum á tímum einstaklings- hyggju. En það skiptir óskaplega miklu að við missum ekki sjónar á lýðræðinu í þessum öru breytingum, að okkur takist að nýta framfarirnar til að styrkja það.“ Því fer fjarri að Bent A. Koch sé sestur í helgan stein þótt hann starfi ekki lengur sem ritstjóri. Hann skrifar enn leiðara og greinar í Fyens Stifttidende og situr, eins og áður segir, í mörgum stofnunum, sjóðum og félögum, sem mörg tengj- ast samskiptum íslendinga og Dana. Þar má nefna Dansk-íslenska sjóð- inn, sem stuðlar að samskiptum á sviði menningar og skólamála og styrkir m.a. gagnkvæmar heimsókn- ir danskra og íslenskra skólabarna, sem Koch telur afar mikilvægar. Þá segir hann það gleðiefni að áhugi danskra ungmenna á Islandi hafi aukist á undanförnum árum. Heillaðist algerlega Sjálfur hefur Koch sýnt íslending- um mikla tryggð í fjóra áratugi. Það vai- þó ekki sjálfgefið að hann fengi áhuga á landi og þjóð, því á æsku- heimili hans féllu mörg styggðaryrði í garð Islendinga fyrir að hafa sagt sig úr ríkjasambandinu við Dan- mörku. En er Koch gerðist blaða- maður, réð hann til starfa ritstjóri sem hafði hrifist mjög af séra Frið- riki Friðrikssyni og sendi Koch til Islands. „Ég heillaðist algerlega, skrifaði fimm langar greinar undir heitinu „Sagaeyjan á atómöld“, og hellti mér út í baráttuna fyrir því að Danir skiluðu handritunum. Islands- heimsóknunum fjölgaði, þær eru orðnar á þriðja tuginn, hér á ég fjöl- marga vini og lít nú á landið sem mitt annað fóðurland." BMW 3 línan FRAMÚR- SKARANPI BMW 3 línan með spólvöm / læstu drifi ~ # © B&L Suðurlandsbraut 14, sími 575 1210 Nýtt verð á GIRA Standard. Gæöi á góöu verði. S. GUÐJÓNSSON ehf. Lýsinga- og rafbúnaður Auðbrekka 9-11 • Sími: 554 2433 •hyundm Þú ert ekki bara að kaupa merkið... þó það sé óneitanlega stór plús ti HBPi ...heldur líka öryggi . og þjónustu! Hyundai 200 mmx Intel Pentium 200 MMX • 32 mb SRAM vinnsluminni • 5I2 kb pipeline Burst Cach skyndiminni • 2.I GB Ultra DMA hardur diskui I6 bita hljódkort • 24 hrada geisladrif • 50W hátalarar • 2mb ATI Mach64 skjákort • 3,5" diskiingadrif • Hnappaborð og Logitec mús • Windows 95 • 33,6 „fax/voice” mótald • Internetáskrift í 4 mánuði Fermingar tilboð aðeins kr. Tæknival Skeifan 17 • 108 Reykjavík • Sími: 550 4000 Reykjavíkurvegur 64 • 220 Hafnarfj. • Sími: 550 4020 Opnunartími: 9 - I9 virka daga og I0 - I6 laugardaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.