Morgunblaðið - 17.04.1998, Page 20

Morgunblaðið - 17.04.1998, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 MORGUNB LAÐIÐ GSM-samband við Bandaríkin innan skamms YFIR 45 þúsund manns eru nú áskrifendur að GSM-kerfínu á Is- landi og sífellt fleiri bætast í hóp- inn. Þeim löndum fjölgar einnig þar sem viðskiptavinir Landssíma Islands geta notað GSM-kortin sín. Innan skamms geta þeir kom- ist í samband í Bandaríkjunum. Landssíminn er að semja við fyrirtækið Omnipoint í Bandaríkj- unum sem er með þjónustu á austurströnd Bandaríkjanna s.s. í New York, Boston, Fíladelfíu, Washington og á Miami. Þaðan verður hægt að hringja með ís- lensku korti með því að nota sér- staka tegund GSM-sima sem Landssíminn mun hafa til leigu. I Bandaríkjunum er notuð önnur tíðni en í Evrópu fyrir GSM-síma og þess vegna er ekki hægt að nota sömu símana á svæðunum, að því er fram kemur í frétt frá Landssímanum. Nýlega komst á samband við Búlgaríu og fljótlega munu Kýpur, Moskva, Malasía og Astralía bætast í hóp þeirra svæða þar sem hægt er að nota GSM-kort frá Landssímanum. GSM-kerfið nær nú til um 90% landsmanna. Sífellt stækkar það svæði landsins sem kerfíð nær yf- ir og nýlega bættust Þórshöfn og Raufarhöfn í hóp þeirra þéttbýlis- staða þar sem hægt er að nota GSM-síma. Þá verða á næstu mánuðum settar upp stöðvar í Búðardal, á Hólmavík og Þing- eyri. Einnig verður hægt að hringja úr GSM í Hvalfjarðar- göngunum og samband á hring- veginum verður bætt. Undanfarið hafa skilyrði á höfuðborgarsvæð- inu einnig verið bætt, s.s. í Kvos- inni, Austurbænum og í Garðabæ. Vinir og vandamenn Viðbót við GSM-kerfið, svokall- að GSM-1800, verður fljótlega tek- ið í notkun á höfuðborgarsvæðinu en sent er á 1800 megariðum í stað 900. Kerfið er fyrst og fremst ætl- að til notkunar í þéttbýli sem við- bót við núverandi kerfi þar sem álagið er mest. Til að nýta nýju sendana þarf síma sem notar bæði 1800 og 900 megarið en viðskipta- vinurinn verður ekki var við hvort kerfið er notað. Með nýju reikningagerðarkerfi Landssímans sem tekið verður í notkun í sumar, verður hægt að bjóða upp á fjölbreyttara úrval af áskrift í GSM-kerfinu en hingað til. Fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Landssímanum að á döf- inni er m.a. að gefa kost á því sem nefnt hefur verið vinir og vanda- menn („friends and family“). Við- skiptavinir velja þá nokkur númer sem þeir geta hringt í gegn lægra gjaldi en annars gildir. VIÐSKIPTI Meyado International Ltd. vekur athygli Býður fjármálaráðgjöf án endurgjalds Morgunblaðið/Ásdís Gísli Örn Lárusson aðstoðarforstjóri og Martin Edward Young for- stjóri Meyado fjármálaráðgjafarfyrirtækisins sem hyggur á aukna landvinninga í framtíðinni. BRESKA fjármálaráðgjafarfyrir- tækið Meyado International Ltd. hefur vakið athygli fyrir nýstárlega hugmyndafræði í starfsemi sinni, þar sem fólki gefst kostur á að nýta sér þjónustuna endurgjaldslaust. Bresk-ættaður stofnandi þess og forstjóri, Martin Edward Young, var staddur hér á landi í vikunni og ræddi við Morgunblaðið, ásamt Gfsla Emi Lámssyni, nýráðnum að- stoðarforstjóra, um starfsemina, áherslur og framtíðaráform fyrir- tækisins og hvernig íslendingar geta notfært sér þjónustuna í fram- tíðinni fyrirhafnarlítið. Hugmynd Youngs að stofnun Meyado kviknaði er hann starfaði sem yfirmaður verðbréfadeildar fyrir alþjóðlega fjármálarisann, Meril Lynch í Bandaríkjunum á átt- unda áratugnum. Hann taldi raun- hæft að stunda fjármálaráðgjöf- og þjónustu á öðrum forsendum en al- mennt tíðkast, þar sem ráðgjafar- fyrirtækin leggja oft meiri áherslu á að selja þjónustu sína til neytand- ans, heldur en að sinna sínu raun- verulega hlutverki sem snýr að því að ráðleggja fólki hvemig það best geti ávaxtað sparifé sitt. Þess í stað væri báðum aðilum í hag ef þeir sætu sömu megin borðsins og besta sparnaðarráöstöfunin hveiju sinni væri hámarkandi fyrir báða aðila. Ókeypis ráðgjöf Útkoman varð stofnun Meyado sem hóf starfsemi fyrir fimm ámm og byggist á því að þeir aðilar sem leita eftir fjármálaráðgjöf fá slíka þjónustu sér að kostnaðarlausu en Meyado þiggur síðan greiðslu frá því fyrirtæki sem viðskiptavinurinn kýs að notfæra sér. Young telur það í þágu allra málsaðila að færa greiðsluna fyrir ráðgjafarþjónust- una frá þeim aðilum sem leita eftir þjónustu ráðgjafarfyrirtækjanna, yfir á fjármálastofnanirnar sem verslað er við. Þannig skapist bæði meira traust á milli ráðgjafans og viðskiptavinarins en ella auk þess sem þetta fyrirkomulag verki hvetj- andi á fjármálastofnanir að því leyti að þeir sem best standa sig njóti mestra viðskipta. Útibú hérlendis ekki á dagskrá Umsvif Meyados nú em aðallega í Evrópu en fyrirtækið hefur ný- lega opnað útibú í Brasilíu og Argentínu og stefnt er að því að eiga umboðsmenn í öllum heims- liornum innan fárra ára. ísland er þó undanskilið þeirri hnattvæðingu þar sem sum þeirra fyrirtækja, sem forsvarsmenn Meyado telja álitleg- an kost fyrir viðskiptavini sína, eru utan Evrópska efnahagssvæðisins og yrðu því öll að starfrækja útibú hér á landi sem þykir of kostnaðar- samt og í reynd óþarfi í því við- skipta- og samskiptaumhverfi sem við búum við. Þeir einstaklingar hérlendis sem óska eftir þjónustu Meyados geta nálgast hana á ein- faldan hátt í flestum nágrannalönd- um okkar. Fyrirtækið rekur útibú í London sem Gísli stýrir og hyggst opna skrifstofur í Svíþjóð og víðar á Norðurlöndum á næstunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.