Morgunblaðið - 17.04.1998, Síða 76

Morgunblaðið - 17.04.1998, Síða 76
Jiewuát -setur brag á sérhvern dag! Sparcxðu tíma, sparaðu peninga ^LINAÐARBANKINN |F traustur bankí MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Breytingar hjá rikisstjórninni Halldór stað- gengill Davíðs DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra kynnti Alþingi í gær ráðherraskipt- in í ríkisstjórn Islands. Friðrik Sophusson baðst lausnar frá emb- ætti fjármálaráðherra og Geir H. Haarde tók við. Þá tilkynnti forsætisráðherra þingheimi þá ákvörðun ríkisstjórn- arinnar, sem hann sagði fordæma- lausa eða fordæmalitla, að framveg- is skuli utanríkisráðherra verða staðgengill forsætisráðherra í for- föllum hans og forsætisráðherra staðgengill utanríkisráðherrans í forföllum hans. Fram að þessu hef- ur Friðrik Sophusson verið stað- gengill forsætisráðherra. Davíð Oddsson er því nú einnig starfandi utanríkisráðherra þar sem Halldór Ásgrímsson hélt til Bandaríkjanna síðdegis í gær. „Friðrik Sophusson hefur gegnt embætti sínu í tæp sjö ár með mikl- um ágætum og góðum árangri. Honum eru þökkuð góð störf og óskað velfarnaðar," sagði forsætis- ráðherra og óskaði jafnframt Geir H. Haarde allra heilla og velfarnað- ar i nýjum störfum. Olafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, færði fráfarandi fjánnála- ráðherra Friðriki Sophussyni, þakkir fyrir samstarfið á umliðnum árum. Jafnframt færði Ólafur Geir H. Haarde ámaðaróskir í nýju og umfangsmiklu starfi. ■ Viss auðmýkt/4 Morgunblaðið/RAX FRIÐRIK Sophusson afhendir Geir H. Haarde lyklavöldin að fjánnála- ráðuneytinu í Arnarhváli síðdegis í gær. Sverrir Hermannsson Alþingi létti bankaleynd SVERRIR Hermannsson ætlar að fara fram á það við Alþingi að það létti bankaleynd af Landsbanka Is- lands hvað varðar risnu, ferðalög og laxveiðar þrjátíu ár aftur í tímann. Sverrir sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að hann vildi ekki lengur una því að vera sagður hafa brotið reglur um risnu í Lands- bankanum af ríkisendurskoðanda, bankaráði Landsbankans og ákveðnum alþingismönnum. „Enginn getur létt þessari leynd af Landsbankanum nema Alþingi sjálft. Nú er það eindregin krafa mín að líldð verði grafið upp og það kruf- ið þrjátíu ái’ aftur í tímann. Þannig munu menn sjá hvað tíðkast hefur um laxveiði, risnu og ferðalög í ára- tugi og sjá þar með inn í hvaða bú ég gekk,“ sagði Sverrir Hermannsson. ■ Bankaleynd/6 Morgunblaðið/Egill Egilsson Flateyri. Morgunblaðið. ÞAÐ var seinnipart dags sem þokuslæða læddist inn með Ön- undarfirði og smátt og smátt breiddi þokuslæðan úr sér yfír Brimnesveginum og kalt hafís- loft máði í burtu hitann sem Hafísþoka á vordegi ríkt hafði fyrr um daginn. Morguninn eftir lá þokan yflr hrimköld og ummerki nætur- frostsins gat að líta á bílum og gróðri sem voru héluð eftir nóttina. Könnun á fíkniefnaneyslu og afstöðu til hennar Meirihluti vill leyfa hleranir, húsleitir og upplýsingakaup FÍKNIEFNANEYSLA íslendinga á öllum aldri var könnuð í fyrsta sinn í nóvember sl. en áður hafði hún aðeins verið könnuð í afmörk- uðum aldurshópum. I ljós kom að 18,6% aðspurðra sögðust einhvern- tíma á ævinni hafa prófað kannab- isefni og 1,6% aðspurðra sögðust hafa neytt slíkra efna undangengna sex mánuði. Flestir í aldurshópnum 18-29 ára sögðust einhverntíma hafa prófað kannabisefni hér á landi eða tæp 30% og fer hlutfallið lækkandi eftir því sem aldur aðspurðra hækkar. Samanborið við hin Norð- urlöndin er næstmest neysla fíkni- efna hér á landi en mest er hún í Danmörku. I könnuninni kom í ljós að Is- lendingar líta fíkniefnavandann al- varlegum augum og þegar spurt var hvaða tegund glæpa fólk teldi skapa mestan vanda nefndu lang- fiestir fíkniefnaglæpi. Að sama skapi telur fólk fíkniefnaneyslu helstu ástæðu þess að fólk leiðist út í glæpi. íslendingar telja, líkt og Danir og Svíar, að neysla fíkniefna sé meira þjóðfélagsvandamál en áfengisneysla. Viðhorf til heimilda lögreglu til að beita óhefðbundnum aðferðum við að upplýsa fíkniefnamál var kannað og reyndist afgerandi meirihluti vera fyrir því að leyfa húsleitir, símahleranir, herbergja- hleranir og upplýsingakaup. ■ Islendingar teIja/38 Sigurvegarinn í Ford-keppninni Fermist um næstu helgi EDDA Pétursdóttir, 14 ára stúlka, sigraði í Ford-fyrir- sætukeppninni sem haldin var á Broadway í gærkvöld. Edda á að fermast um næstu helgi. I öðru sæti varð Dagbjört Helgadóttir, sem er 13 ára, og i því þriðja Sara Jakobsdóttir. Alis Allen, sem er fulltrúi Ford Models í New York, kom og krýndi sigurvegarann. Ford- fyrirsætukeppnin er haldin í samvinnu við Eskimó módels. Sigurvegarinn verður fullti-úi Islands í keppninni Super Model of the World í sumar. FAA gefur fyrirmæli um breytingar á eldsneytistönkum Boeing 737 þota Islensku flugfélögin ætla að breyta flugvélum sínum ÍSLENSKU flugfélögin þrjú, sem reka Boeing-737 flugvélar, fara jafnan eftir flughæfisfyrirmælum bandarísku flugmálastjórnarinnar (FAA). Þau munu því gera fyrir- hugaðar breytingar á búnaði elds- neytistanka flugvéla sinna, sem FAA lagði í gær til að gerðar verði til að draga úr hættu á neistamynd- unum í mælitækjum og tankspreng- ingu. Kom það fram í samtölum Morg- unblaðsins við fulltrúa Atlanta, Flugleiða og Islandsflugs. „Það er stefna okkar að fara alltaf eftir þeim flughæfistilmælum sem frá bandarísku flugmálastjórn- inni eða Boeing-verksmiðjunum koma. Með því viljum við tryggja öryggi farþega okkar sem best,“ sagði Einar Sigurðsson, aðstoðar- maður forstjóra Flugleiða í samtali við Morgunblaðið. Ellert Eggertsson, gæðastjóri hjá íslandsflugi, sagði einnig að fé- lagið myndi fara að fyrirmælum FAA. Hafþór Hafsteinsson, flug- rekstrarstjóri Atlanta, sagðist ekki geta tjáð sig um fyrirmælin fyrr en hann hefði séð þau en þó mætti gera ráð fyrir að farið yrði eftir þeim strax og unnt væri. Hvorki Flugleiðum, Atlanta né íslandsflugi höfðu borist tilmæli FAA þegar haft var samband við flugfélögin þrjú í gær. Flugleiðir eru með fjórar 737-400 þotur í rekstri, Atlanta þrjár 737-200 og 737-300 og íslandsflug eina 737-200. Samkvæmt ákvörðun FAA er lagt til að félögin láti framkvæma breytingar á eldsneytismælibúnaði og loftlokum eldsneytistanka innan árs. Reiknað er með að kostnaður á hverja vél verði 36.000 Bandaríkja- dollarar, eða jafnvirði 2,6 milljóna íslenskra króna. Akvörðun FAA kemur ekki til framkvæmda strax. Boeing-verk- smiðjurnar og flugrekendur hafa 45 daga frest til að segja álit sitt og kemur fram á heimasíðu Boeing á Netinu, að verið sé að hanna búnað sem koma muni til móts við fyrir- mælin. Þar segir að hverfandi líkur séu á að bilun af því tagi geti átt sér stað í 737-þotunum sem fyrirmæl- unum sé ætlað að útiloka. ■ Eldsneytistankur/26

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.