Morgunblaðið - 17.04.1998, Page 68

Morgunblaðið - 17.04.1998, Page 68
68 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga spennumyndina Red Corner. í aðalhlutverkum eru Richard Gere, sem leikur lögfræðing sem kemst í kast við kínverska réttarkerfið, og kínverska leikkonan Bai Ling. Leikstjóri er Jon Avnet. JACK (Richard Gere) í höndunum á harkalegum löggæslumönnum kínverska alræðisins. LÖGFRÆÐINGUR hans (Bai Ling) fylgir honum í réttinn og lendir upp á kant við yfirvöld. I kínversku fangelsi Frumsýning RICHARD Gere leikur Jack Moore, lögfræðing banda- rísks sjónvarpsfyrirtækis, sem er á ferðalagi til Kína í því skyni að ganga frá risastórum samningi um sjónvarpsréttindi. Pegar hann er að halda upp á vel- gengni sína við samningaborðið í lok ferðarinnar hittir hann gullfal- lega, unga, kínverska konu og morguninn eftir vaknar hann upp við hlið hennar látinnar. Hann er sakaður um nauðgun og morð. Jack Moore situr fastur í gildru réttarkerfis þar sem menn njóta ekki þess réttar að teljast saklausir uns sekt er sönnuð og á sér enga von aðra en þá að kín- verski lögfræðingurinn, sem trúir á sakleysi hans (Lin Bai), geti forðað honum frá dauðadómi. Asamt henni verður Moore að komast að rótum þess samsæris sem hefur fangað hann í vef sinn. Leikstjórinn Jon Avnet, sem áð- ur hefur m.a. leikstýrt Fried Green Tomatoes, Up Close and Personal og Risky Business, lenti í vanda- málum í Beijing þegar hann var að kynna sér aðstæður með kvik- myndatökur á staðnum í huga. Vopnaðir verðir komu í veg fyrir að hann tæki ljósmyndir í dómhúsi í borginni. Avnet segist hafa verið hlutlaus gagnvart málefnum Kína þegar hann kom til landsins en eftir dvöl- ina var hann sannfærður baráttu- maður gegn alræðisstjórninni. I Red Corner eru meðal annars notaðar fréttamyndir frá opinberri aftöku í Kína og myndir af fram- ferði stjórnarhersins á Torgi hins himneska friðar þar sem 1.000 ung- menni voru skotin til bana og kramin undir beltum skriðdreka. í nýlegri umfjöllun í bandaríska tímaritinu Business Week er því haldið fram að kínversk stjórnvöld hafi tekið við af Sovétríkjunum sem óvinur Hollywood nr. 1. Þá er vísað til allra myndanna sem gerð- ar hafa verið um hernám Tíbets undanfarið, mynda á borð við Seven Years in Tibet og Kundun. Pað fer vel á því að færa í tal Tíbet og Kína þar sem Richard Gere er annars vegar. Gere er op- inber talsmaður Dalai Lama, hins útlæga leiðtoga andlegs samfélags Tíbeta, í Bandaríkjunum. Árið 1993 vakti Gere heimsat- hygli þegar hann mis- notaði tækifæri það sem honum gafst til að afhenda Óskars- verðlaun í beinni út- sendingu til milljarðs manna og notaði það tilefni til að vekja at- hygli á hernámi Kín- verja í Tíbet og hvetja fólk til þess að sjá í gegnum tilraunir kín- versku alræðisstjórn- arinnar til að koma sér í mjúkinn hjá bandarískum stjórn- völdum. A sínum tíma var talið að Gere yrði útskúfað fyrir uppátækið en síðan hafa hlutirnir þróast honum í hag og nú er mál- staður Tíbeta í mikilli tísku í Hollywood. I Red Corner er hvergi minnst á Tíbet en Richard Gere segir að engu að síður séu tengslin augljós og að hann hafi leikið í myndinni til að vekja athygli á málstaðnum. „Þetta er nýtt sjónarhorn á Tí- bet-málið,“ sagði hann í viðtali við Boston Herald. „Þegar menn eru að segja sögu af réttarkerfinu í Kína er um leið verið að segja sögu af ástandinu í nýlendum Kínverja. Ef ástandið er svona slæmt í Kína, ímyndaðu þér þá hvernig það er í Tíbet.“ Gere, sem iðkar innhverfa íhug- un að hætti búddista a.m.k. tvisvar sinnum á dag í fjörutíu og fimm mínútur í hvort skipti, talar einnig um að það hafi verið sér andleg reynsla að sitja tímunum saman nakinn í fangaklefa meðan á tökum stóð. „Það voru þau atriði sem ég naut einna mest að vinna við þrátt fyrir allt. Mér leið vel, þetta var eins og að dvelja í kytru munks,“ segir leikarinn, sem alla marsmánuði dvelst í Indlandi við andlega iðkan undir leiðsögn Dalai Lama. „Þetta er það sem ég hef verið að reyna í minni andlegu ástund- un, að afklæðast venj- um, varpa af mér eins og klæðnaði frægðinni og öllum þessum ytri táknum, sem skipta engu máli.“ Gere, sem er stjama kvikmynda á borð við An Officer and a Gentleman, American Gigolo, Pretty Woman og slðast Jackal, segist vera búddisti fyrst og leikari síðan. Búddisminn og mál- staður Tíbeta sé köllun hans í lífinu en leiklistin lifibrauð, sem færi honum það vald og þá opinberu at- hygli sem hann þarf til að sinna köllun sinni af krafti. Með hlutverk verjanda hins nauðstadda banda- ríska lögfræðings í myndinni fer hin kínverska Bai Ling, lítið þekkt leikkona, sem er sögð hafa verið ein mótmælendanna á Torgi hins himneska friðar. Hún er nú sögð súpa seyðið af þátttöku sinni í myndinni og í við- tölum sem tekin voru við frumsýn- ingu myndarinnar segist hún búast við því að verða gerð brottræk úr heimalandi sínu fyrir aðild að henni. Jon Avnet leikstýrir Red Corner. NONAME ' COSMETICS----------- Snyrtivörukynning í dag kl. 14-18. Silla förðunarfræðingur kynnir HoSame andiit ársins og gefur ráðleggingar. SPES, HÁALEITISBRAUT 58-60, SÍMI 581 3525 AFFL Stórdansleikur um helgina Hljómsveitin Svartur ís leikur með aðalsöngvara Platters í broddi fylkingar fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld. Missið ekki af þessu tækifæri. Sigrún Eva, Þórir og Þröstur halda uppi fjörinu á sunnudagskvöld. Heitasti staðurinn í bænum! KVIKMYNDIR/STJÖRNUBÍÓ hefur tekið til sýninga spennandi gaman- mynd, 8 Heads in a Duffelbag með Joe Pesci, Kristy Swanson, David Spade, Andy Comeau, Dyan Cannon og George Hamilton í aðalhlutverkum. Höfuðlausn leigumorð- ingjans Atvinnuglæpamaðurinn og leigumorðinginn Tommy Spinelli (Joe Pesci) þarf að vinna rútínuverk. Hann þarf að mæta til guðföðurins síns með sönn- unargögn um að hann hafí lokið við átta síðustu verkefnin sem hann tók að sér. Venju samkvæmt pakkar hann höfðum fórnarlambanna niður í poka og kaupir sér flugfar. Hann segist ekki vera með neinn farang- ur, aðeins handfarangur en starfs- fólk flugfélagsins heimtar að hann skilji pokann við sig. Þá byrja vandræðin. Sessunautur Tommys í flugvélinni er skólastrák- urinn Charlie (Andy Comeau), sem talar og talar á leiðinni. Þegar vélin lendir í San Diego gerist það svo að Charlie tekur pokann með hausun- um í misgripum og heldur með hann í farangrinum til móts við kærustuna sína (Kristy Swanson) og foreldra hennar (Dyan Cannon og George Hamilton) en með þeim ætlar hann í frí til Mexíkó. Nú er Tommy í vondum málum en hann hefur upp á herbergisfélög- um Charlies (David Spade) og heimtar það sem honum ber, annars fái fleiri hausar að fjúka. Leikstjóri og handritshöfundur- myndarinnar heitir Tom Sehulman. Aðalleikendurnir eru góðkunnir. Joe Pesci hefur slegið í gegn í TOMMY (Joe Pesci) pakkar niður fyrir flugferðina örlagaríku til San Diego. HERBERGISFÉLAGAR Charlies, David Spade og Todd Louiso lenda í vondum málum þegar Tommy leitar að Charlie og týndu hausunum. myndum á borð við My Cousin Vinny, Private Eye og GoodFellas. David Spade lék í Sex, lies and vid- eotape og White Palace svo eitthvað sé nefnt. Gömlu brýnunum Dyan Cannon og George Hamilton bregð- ur þarna einnig fyrir ásamt smá- stiminu Kristy Swanson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.