Morgunblaðið - 17.04.1998, Síða 67

Morgunblaðið - 17.04.1998, Síða 67
FOLK I FRETTUM MORGÚNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 67 „Karlkyns- þungun“ ► NÝ sýning var opnuð á Vís- indahátíð Edinborgar á dögunum og mátti finna þar ýmislegt liarla óvenjulegt. Dr. Tom Pringle er hér með gegnsæju „karlkyns- þungunina“ sem hann hannaði í tilefni sýningarinnar. Sýningin kallast „Dr. Bunliead’s Chem- istry of Love“ og er ætlað að fjalla um mikilvæg félagsleg mál sem tengjast bamsburði. FÖSTUDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA MYND KVOLDSINS: Stöð 2 ► 20.55 Klikkaði prófessorinn (The Nutty Professor ‘96). Sjá umfjöllun í ramma. Sjónvarpið ►21.10 Kavanagh lögmaður: Blóðpeningar (Kavanagh Q.C. - Blood Money) (‘97). Frumsýning á sjónvarpsmynd í myndaröð um lögmanninn Kavanagh. Sækir mál fyrir konu sem missti mann sinn í skurðaðgerð. Sjónvarpið ► 22.30 í leit að réttlæti (Quest for Justice) (‘97) fannst eftir mikla leit undir nafninu Passion for Justice: The Hazel Brannon Story, á einum stað, IMDb. Enginn notandi hafði lagt dóm á þessa sjónvarpsmynd, sem er ein af nokkrum sem James Keach (bróðir Stacey) hefur leikstýrt með konu sinni, Jane Seymour, í aðalhlutverki. Hér leikur hún blaðakonu sem flækist í óþægileg mál sem varða kynþáttamisrétti í Suðurríkjunum á sjöunda áratugnum. Ég veðja ekki á hana. Stöð 2 ► 22.40 Auga fyrir auga (Eye for an Eye) (‘96). Það örlar ekki á fomri frægð leikstjórans, Johns Schlesingers, í nýjustu myndinni hans. Sally Field fer með aðalhlutverk ósköp venjulegrar konu sem missir áttirnar þegar dóttur hennar er nauðgað og hún myrt. Gerist refsivöndur réttlætisins. Illþolandi mjmd með góðum mannskap (Ed Harris, Joe Mantegna), sem fer í súginn. ★★ Sýn ► 23.30 Spennumyndin Samtökin (Cartel) (‘90) fær vonda dóma í All Movie Guide sem gefur ★. Michael O’Keefe leikur fyrrverandi hermann í útistöðum við Mafíuna. Kunnuglegt. Með tveimur, góðum Hollywoodskúrkum frá fyrri tíð; William Smith og Don Stroud. Stöð 2 ► 0.35 Enn ein endursýning í loft upp (Blown Away) (‘95), um refskák írsks hryðjuverkamanns (Tommy Lee Jones) og sprengjusérfræðings lögreglunnar í Boston (Jeff Bridges). ★★% Stöð 2 ► 2.35 Síðasta mynd kvöldsins, Við rætur eldfjallsins (Under the Volcano) (‘84) ★★★, er ein af athyglisverðari seinni myndum Johns Hustons. Við AI segjum m.a. í Myndbandahandbókinni: „Það á ekki illa við að hinsta dag útbrunninnar fyllibyttu, menntamanns og ræðismanns hans hátignar í bæ í Mexíkó (Albert Finney), ber uppá allra heilagra messu - dag hinna dauðu. Kona hans (Jacquline Bisset) er komin til hans aftur og reynir hvað hún getur, ásamt bróður hans (Anthony Andrews), að stöðva þennan virðulega drykkjurút á hraðferð hans til glötunnar. Huston tókst það sem flestir töldu ógerlegt, að kvikmynda þetta kunna verk Malcolms Lowrys. Vissulega er handritið bókmenntalegt en fumlaus leikstjórn og afburðaleikur Finneys gera myndina að eftirminnilegri sorgarsögu um fagra drauma, sokkna i tequila, og sjálfseyðingarhvöt svo sterka, að jafnvel ástin fær engu áorkað.“ Sæbjörn Valdimarsson Spaugari í sjö gervum Stöð 2 ►20.55 Gamanmyndin Klikkaði prófessorinn (The Nutty Professor ‘96) er endurgerð myndar með sama nafni, sem sprellarinn Jerry Lewis skrifaði, leikstýrði og lék í aðalhlutverkið árið 1963. Þá breyttist prófessorinn í poppstjömu. Eddie Murphy, með hjálp kraftaverka nútíma kvikmyndatækni, bætir um betur og leikur heila hjörð persóna. Fyrst og fremst feitan og feiminn prófessor sem kemst yfir töfraformúlu sem breytir honum í andstæðu sína, tággrannt stertimenni og kvennabósa. Murphy lætur ekki þar við sitja, heldur leikur hann m.a. allar persónumar í fjölskylduboði. Myndin er oftast fyndin, Murphy er mikil hermikráka og alltaf skemmtilega kotroskinn. Hann hefur þægilega framkomu og er einkar létt að fíflast með smitandi árangri, en hefur því miður tæpast leikið í myndum honum samboðnum í árafjöld. Þessi mynd hífði hann aftur upp úr meðalmennskunni og færði honum aðalhlutverkið í endurgerð Dr. Doolittle, sem vafalaust verður einn af sumarsmellunum í ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.