Morgunblaðið - 17.04.1998, Page 38

Morgunblaðið - 17.04.1998, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ i i | 1 ! í } STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. RAÐHERRASKIPTI ÍRÍKISSTJÓRN RÁÐHERRASKIPTI urðu í ríkisstjórninni í gær, þau fyrstu frá því samsteypustjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks var mynduð vorið 1995. Friðrik Sophusson lét af embætti fjármálaráðherra og við því tók Geir H. Haarde, sem gegnt hefur for- mennsku í þingflokki sjálfstæðismanna. Friðrik hefur verið fjármálaráðherra í tveimur ríkis- stjórnum samfellt frá árinu 1991 og hefur gegnt því embætti lengur en nokkur annar. Hann mun sitja áfram á Alþingi auk þess að gegna störfum varafor- manns Sjálfstæðisflokksins. Á ýmsu hefur gengið í ráð- herratíð Friðriks í efnahagsmálum þjóðarinnar, mikill efnahagssamdráttur á fyrri hluta tímabilsins, en mikil gróska síðustu árin. Mikil umskipti hafa orðið í ríkis- fjármálum, en þegar Friðrik tók við embætti hafði rík- issjóður verið rekinn með miklum halla um margra ára skeið. Á síðasta ári var tekjuafgangur á ríkissjóði í fyrsta sinn í langan tíma og svo verður aftur í ár sam- kvæmt fjárlögum. Geir H. Haarde hefur notið trausts og vinsælda í störfum þingflokksformanns og er vel að embætti fjár- málaráðherra kominn. Hann er hagfræðingur að mennt og starfaði um skeið sem blaðamaður við Morgunblað- ið, síðar í Seðlabankanum og sem aðstoðarmaður tveggja fjármálaráðherra árin 1983-1987. Hann hefur átt sæti á Alþingi fyrir Reykvíkinga frá 1987. Sem þingmaður hefur hann látið að sér kveða í utanríkis- málum, m.a. sem formaður utanríkismálanefndar, í Norðurlandaráði og Alþjóðaþingmannasambandinu. Geirs H. Haarde bíða mikilvæg verkefni og gamlir samstarfsmenn hans á Morgunblaðinu óska honum vel- farnaðar í nýju og vandasömu starfí. SAMKEPPNISHÆFNI ATVINNUVEGANNA HAGSÆLD og velferð í landinu ræðst að stærstum hluta af samkeppnishæfni og verðmætasköpun ís- lenzks atvinnulífs. Til þess eru þau verðmæti sótt, sem bera uppi lífskjör fólks - og hvers konar velferðarþjón- ustu, s.s almannatryggingar, félagslega aðstoð, heil- brigðiskerfíð, skóla- og menningarmál. Það er því fátt mikilvægara en að tryggja samkeppnishæfni atvinnu- vega okkar. Islenzkur atvinnurekstur og íslenzk fyrirtæki verða að geta keppt við umheiminn á jafnréttisgrundvelli. Það er því fagnaðarefni að í skýrslu UNICE [Samtaka atvinnu- og iðrekenda í Evrópu], sem VSÍ hefur kynnt, er samkeppnisstaða íslands sögð um margt viðunandi. Ljóst er engu að síður að betur þarf að gera til að festa samkeppnisstöðu okkar og hagsæld í sessi. Meðal þess sem huga verður að er: 1) Langtímavextir eru hér háir samanborið við í öðrum Evrópuríkjum. 2) ísland er í hópi þeirra iðnríkja sem hvað minnst leggja til rannsókna og þróunar. 3) Hér starfa um 20% vinnandi fólks hjá því opinbera en 18% í ríkjum ESB, 15% í Bandaríkjunum og 10% í Japan. Vinnuafl er hvarvetna arðbærara í einkageira en hjá því opinbera. 4) Reynsla þjóðanna sýnir að hagvöxtur er meiri þar sem skatt- byrði er haldið í skefjum - og lágir tekjuskattar hafa reynzt vinnuhvetjandi. 5) Bætt viðskiptaumhverfí, auk- ið frjálsræði, minni kvaðir á fyrirtæki, virk samkeppni og sveigjanleiki eru forsendur fyrir góðum hagvexti, vaxandi framleiðni (sem hér er í minna lagi) og atvinnu- uppbyggingu. Eftir bakslag samdráttaráranna 1986 til 1994 hefur íslenzkt atvinnu- og efnahagslíf þróast til frjálsræðis, markaðsbúskapar og samkeppni með tilheyrandi hag- sæld. Ef festa á „góðærið“ í sessi fram á nýja öld þarf að halda áfram á þessar braut - tryggja samkeppnis- hæfni íslenzkra atvinnuvega og stöðugleikann í efna- hagslífinu til langrar framtíðar. Könnun á ffkniefnaneyslu fslendinga og viðhor AÐDRAGANDINN að gerð könnunarinnar var sá að norræna ráðherranefndin fór árið 1990 af stað með rannsóknarverkefni þar sem meta átti álit almennings á Norðurlöndum á fíkniefnamálum, mæla fíkniefna- neyslu og kanna viðhorf til ýmissa aðferða við að uppræta vandann. Að sögn Helga tóku íslendingar ekki þátt í þessu verkefni. Hann kannaði árið 1989 og aftur 1994 afstöðu ís- lendinga til afbrota í samvinnu við Félagsvísindastofnun og var í nóv- ember sl. að fara af stað með þriðju mælinguna. Þá hafði hann fengið í hendur niðurstöðu norrænu rann- sóknarinnar og ákvað að setja inn sumar af þeim spurningum sem þar var spurt, til að fá samanburð við Norðurlöndin, auk þess að spyrja um ýmislegt sem honum fannst eiga erindi inn í könnunina en ekki var spurt um á hinum Norðurlöndunum. Fíkniefnanotkun allra aldurshópa könnuð Með könnun Helga var í fyrsta sinn leitað upplýsinga um fíkniefna- notkun í öllum aldurshópum en úr- takið var 1.500 manns á aldrinum 18 til 80 ára. Svarhlutfall var 72% og endurspegla svarendur kynskipt- ingu, aldursdreifingu og búsetu þjóðarinnar. Fyrri kannanir hafa miðast við afmarkaðri aldurshópa, aðallega unglinga, en þó kannaði Ómar Kristmundsson fíkniefnanotk- un í aldurshópnum 16-36 ára árið 1984. 18,6% sögðust einhverntíma á æv- inni hafa prófað kannabisefni á Is- landi og 1,6% á síðustu sex mánuð- um. Islendingar lenda á milli Dana, sem skera sig úr með 30,1% og 4,1%, og hinna Norðurlandaþjóð- anna þar sem 7,3-11,4% sögðust einhvemtíma hafa prófað að nota kannabisefni og 1,1-1,8% á síðustu sex mánuðum. Telja vímu- efnaneyslu helstu ástæðu glæpa Tæp 30% 18-29 ára hafa prófað Svör voru einnig flokkuð eftir ald- urshópum og kom í ljós að í aldurs- hópnum 30-39 ára var hæst hlutfall þeirra sem einhvem tíma sögðust hafa prófað kannabisefni, alls staðar nema á íslandi þar sem hlutfallið var hæst í aldurshópnum 18-29 ára. Aft- ur lendir Island á milli Danmerkur, þar sem hlutfallið var hæst í öllum aldurshópum, og hinna Norðurland- anna. Hér sögðust 29,6% 18-29 ára hafa prófað, 26,9% 30-39 ára, 21,1% 40-49 ára, 2,7% 50-59 ára og 2,1% 60 ára og eldri. í Danmörku voru þessar hlutfallstölur 45,6%, 46,7%, 26,5%, 11% og 4% og í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð 11,5-14,8% (18-29), 13,1-21% (30-39), 4,5-6% (40-49), 0,5-4,8% (50-59) og 0-1,1% (60 og eldri). Langflestir í „tilraunaneyslu" Könnunin leiddi einnig í ljós, að sögn Helga, að kannabisneysla var algengari meðal karla en kvenna og var kynjamunurinn mestur í Dan- mörku og á íslandi og minnstur í Noregi. „Svo virðist sem neysla þessara ólöglegu efna sé mestmegnis tii- raunaneysla sem á sér stað í yngri aldurshópum þar sem menn em að prófa ýmis efni, sérstaklega kanna- bis. Það virðist vera háð tískusveifl- um hvað neyslan er almenn. Flestir gefa þetta svo til alveg upp á bátinn þegar kemur á fullorðinsár. Miðað við könnun Ómars Kristmundsson- ar, sem sýndi að 23,6% ___________ 16-36 ára hefðu prófað kannabisefni, þá virðist í fljótu bragði hafa orðið aukning en hún er ekki tölfræðilega marktæk," sagði Helgi. Hann sagðist Dr. Helgi Gunnlaugsson, aflbrotafræðingur og dósent í félagsfræði við Háskóla Islands, ✓ hefur kannað fíkniefnaneyslu Islendinga og afstöðu þeirra til hennar, áfengisneyslu, af- brota og fleiri þátta og borið niðurstöðurnar saman við norræna könnun, Hann sagði Grétu Ing-þórsdóttur frá helstu niðurstöðum sínum en þær verða kynntar á ráðstefnu í Finnlandi í næstu viku og síðan birtar í norrænu fagtímariti. ur sama röð í ljós. í Dan- mörku hafa 17% 10. bekkinga notað fíkniefni, 10% íslenskra jafnaldra og 5-6% 10. bekkinga í Noregi, Svíþjóð og Finn- landi. Það er athyglis- vert að löndin raðast eins, bæði hjá ungling- unum og hjá þjóðinni allri,“ segir Helgi. Helmingur telur fíkniefnanotkun mestan vanda Aðeins brot sem ekki hættir neyslu þó vilja benda á að sú staðreynd að hlutfall þeima sem hefðu prófað kannabis- efni væri hæst í yngsta aldurshópn- um hér væri vísbending um að fíkni- efnaneysla væri að aukast hraðar hér en á hinum Norðurlöndunum. „Ef maður ber saman sambæri- legar kannanir sem gerðar hafa ver- ið meðal 15-16 ára unglinga þá kem- Eins og árin 1989 og 1994 spurði Helgi í könnun sinni í nóvember sl. hvaða tegund glæpa fólk teldi vera alvarlegastan vanda í þjóðfélaginu. í öll skiptin hafði fíkniefnanotkun vinninginn en árið 1989 töldu 40% svarenda hana meiri vanda en aðra teg- und glæpa, 31% árið 1994 Helgi Gunnlaugsson og 50% nú. í fyrstu könnuninni komu kynferðisglæpir næst en þá töldu 25% svarenda þá alvarlegri vanda en aðra glæpi, 21% 1994 og 12% 1997. Árið 1989 nefndu 14% ofbeldisglæpi, 30% árið 1994 og 28% árið 1997. 17% nefndu viðskiptasvik árið 1989 sem alvarlegastan vanda, 8% árið 1994 og 5% á síðasta ári. Þjófnaði og innbrot töldu 4% svarenda alvarlegustu glæpina árið 1989, 10% árið 1994 og 5% á síð- asta ári. „Þessar niðurstöður sýna vel að fíkniefna- neysla er skynjuð sem alvarlegt vandamál. Annað, ekki síður at- hyglisvert, er að ef maður skoðar eftir ald- urshópum hvaða afbrot menn telja vera alvar- legust þá telja flestir hinna eldri fíkniefna- neyslu alvarlegasta en í yngsta aldurshópnum er hún ekki nefnd eins oft. Árið 1997 segja t.d. 33% 15-29 ára að fíkni- efnaneysla sé alvarlegust en 64% þeirra sem eru 50 ára og eldri. Það er kannski vegna þess að unga fólkið óttast ekki þennan vanda eins og eldra fólkið. Yngra fólkið hefur hins Meirihl leyfa u ingal vegar prófað efnin og virðist því ekki skynja hættuna á sama hátt. Einnig er athyglisvert að konur nefna fremur kynferðisbrot en karl- ar og sýnir það hvað reynsla eða skynjun á reynslu hefur mikil áhrif. Konur óttast þau afbrot meira en karlar enda eru þær oftar fórnar- lömb,“ segir Helgi. Helgi leitaði eftir skoðunum á því

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.