Morgunblaðið - 17.04.1998, Side 30

Morgunblaðið - 17.04.1998, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998__________________________ LISTIR MORGUNBLAÐIÐ GUNNLAUGUR Stefán Gíslason opnar sýningu á vatnslitamyndum í Gallerí Fold á laugardaginn. / Arstíðir Gunnlaugs í Gallerí Fold GUNNLAUGUR Stefán Gíslason opnar sýningu á vatnslitamynd- um í baksal Gallerís Foldar við Rauðarárstíg, laugardaginn 18. apríl kl. 15. Sýninguna nefnir listamaðurinn „Arstíðir". Gunnlaugur Stefán er fæddur í Hafnarfirði árið 1944. Hann stundaði nám við Myndlista- og handfðaskóla íslands. Hann hef- ur um langt árabil kennt vatns- litamálun, m.a. við Myndlista- skólann í Reykjavík og Mynd- lista- og handiðaskóla Islands. Þetta er 12. einkasýning Gunn- Iaugs, en hann hefur tekið þátt í samsýninguin hér á Iandi og er- lendis. Gallerí Fold er opið dag- lega frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-17 og sunnudaga frá kl. 14- 17. Sýningunni lýkur sunnudag- inn 5. maí. Karlakór- ar syngja KARLAKÓR Reykjavíkur eldri félagar og Karlakórinn Þrestir eldri félagar syngja saman í Digraneskirkju sunnu- daginn 19. apríl kl. 16. Kórarnir syngja hvor í sínu lagi og saman í lokin. Stjórn- endur eru Kjartan Sigurjóns- son, organisti í Digi-aneskirkju, og Halldór Óskarsson, org- anisti í Víðistaðakirkju. Undirleik á píanó annast Bjarni Þór Jónatansson og Hörður Bragason. Sungin verða lög eftir innlenda og er- lenda höfunda, lagasyrpur og þjóðlög. Suzukitónleik- ar í Laugar- neskirkju TÓNLISTARSKÓLI íslenska Suzukisambandsins stendur fyrir tónleikum í Laugarnes- kirkju sunnudaginn 19. apríl kl. 17. Fimm ungir einleikarar á fíðlu, píanó og selló koma fram og leika með strengjakvartett kennara. Einnig leikur hljóm- sveit yngri nemenda skólans. Efnisskráin verður fjölbreytt. 5 frábærir leikir fylgja Fuji Photonex 10 Sjálfvirkt flass bw|r Sjálfvirkur ^ fókus APS ')} ifilmukerfið. mmm Nett og ^skemmtileg vél ALVÖRU SJÓNVARP TIL FRAMTÍÐAR Svona virkar APS filmu- kerfið 28" Black FST 2 scarttengi S-VHS inngangur Inng fyrir myndbands- í tökuv. Tengi f. 1 heyrnatól. NTSC ’ 2*20W Nicam Stereo Textavarp 90 klst rafhlaða 2,7 tímar í tali Símanúmerbirting 130 númera símaskrá Sendir/móttekur SMS Vegur 187 gr. Tengjanlegur I við tölvu 3110 233 Mhz Pentium II m/AGP, bj ■ ■ góður turn kassi, 15" skjár, 64 MB SDRAM, Maxtor Diamond 4.3 MB Ultra-DMA diskur, Diamond 4000 ^ AGP 4MB skjákort, Creative Voodoo 8mb þrívíddar- hraðall - sá besti í dag, 24x geisladrif, Soundblaster 64, 280W hátalarar, Win 95 lyklaborð og mús, Windows '95 uppsett og á CD, Frábær forritanlegur stýripinni fylgir, 33.6 fax mótald með símsvara, 6 mánuðir á netinu hjá Margmiðlun ofl. 5 frábærir leikir fylgja Starcraft • Incoming G-Police • Ultimate Race Pro Actual Soccer 2 Skeifan 11 • 108 Rvk • Sími: 550-4444 • Póstkröfusími: 550-4400 Reuters LJÓSMYNDARI The Los Angeles Times hlaut verðlaun fyrir myndröð um börn áfengis- og eiturlyfjasjúklinga. Þessi mynd er af dreng sem reynir að útiloka ókvæðisorð unnustu föður hans. KATHERINE Graham hjá The Washington Post fagnar Pulitzer-verð- laununum sem hún hlýtur fyrir ævisögu sína. Pulitzer-verðlaunin afhent The New York Times hlýtur þrenn verðlaun New York. Reuters. RITHÖFUNDURINN Philip Roth hlaut í vikunni bandarísku Pulitzer- verðlaunin fyrir skáldsögu sína „American Pastoral“, sem segir frá því hvernig maður á miðjum aldri bregst við er dóttir hans gengur í sértrúarsöfnuð og verður hryðju- verkamaður. Pulitzer-verðlaunin eru veitt árlega fyrir bókmenntir, tónlist, blaðamennsku og ljósmynd- un. Að þessu sinni hlutu blaðamenn við stórblaðið The New York Times flest verðlaun, þrenn talsins. Katherine Graham, formaður framkvæmdastjórnar The Wash- ington Post, hlaut verðlaun í flokki ævisagna fyrir ævisögu sína, „Per- sonal History“, en þar segir hún m.a. frá þeirri ákvörðun útgefenda blaðsins að afhjúpa Watergate- hneykslið. Þá hlaut Jared Diamond verðlaun í flokki verka almenns eðl- is fyrir „Guns, Germs and Steel: The Fates of Human Societies". Paula Vogel hlaut verðlaun fyrir leikrit sitt „How I Learned to Drive“, sem fjallar um sifjaspell. Vogel hefur hlotið mikið lof og verð- laun fyrir verkið, sem hefur verið sýnt á Broadway í 15 mánuði. Verð- launin fyrir ljóðabók féllu Charles Wright í skaut. Tónlistarverðlaunin hlaut að þessu sinni Aaron Jay Kemis fyrir „Strengjakvartett no. 2, Musica Instrumentalis" en auk þess var tónskáldsins Georges Gerswins minnst sérstaklega. Sumarið ‘37 ÁÐUR en sýning hefst á Sumrinu ‘37 eftir Jökul Jakobsson, í kvöld föstudaginn 17. apríl, mun Jón Við- ar Jónsson leikhúsfræðingur og gagnrýnandi flytja erindi um stöðu Jökuls í íslenskri leikritun. Hann mun fjalla um helstu leik- verk Jökuls með sérstakri áherslu á Sumarið ‘37 og þeim viðtökum sem verkið hlaut þegar það var frumsýnt í Iðnó fyrir þrjátíu árum. Jón Viðar þekkir vel til verka Jökuls, hann annaðist heildarút- gáfu þeirra og bjó þau til prentun- ar árið 1994. Kynningin fer fram á Leynibar Borgarleikhússins og hefst kl. 19, en aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Að lokinni sýningu mun Jón Við- ar stýra umræðum og verður Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri meðal þátttakenda. VERK eftir Pétur Gaut. Pétur Gautur opnar sýningar í APRÍLMÁNUÐI mun Pétur Gaut- ur sýna á Jómfrúnni, Lækjargötu, og Jóni Indíafara í Rringlunni. Á Jóm- frúnni eru eldri myndir og hefur sýn- ingin hlotið nafnið „Danskar uppstill- ingar“, þar sem allar myndimar eru málaðar í Danmörku. Á loftinu á Jóni Indíafara eru síðan til sýnis nýrri verk listamannsins. Jómfrúin er opin frá kl. 11-22 alla daga en Jón Indíafari á sama tíma og Kringlan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.