Morgunblaðið - 17.04.1998, Page 26

Morgunblaðið - 17.04.1998, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuters Clinton í Chile BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, kona hans Hili- opinbera heimsókn til Chile í gær. Clinton mun einnig ary og Eduardo Frei, forseti Chile, hlýða á banda- í förinni sitja ráðstefnu Ameríkuríkja sem haldin ríska þjóðsönginn leikinn við komu Clinton-hjónanna í verður í landinu nú um helgina. Ráðamenn í fran óttast vaxandi spennu í landinu Khamenei hvetur landsmenn til samstöðu Teheran. Reuters. Eldsneytis- tönkum Boeing-737 verði breytt Washington. Reuters. BANDARÍSKA loftferðaeftirlitið (FAA) fyrirskipaði í gær flugfélög- um um heim allan að gera ýmsar breytingar á eldsneytistönkum Boeing-737 farþegaflugvéla til að koma í veg fyrir hugsanlega íkveikju í eldsneyti. Verður að framkvæma breytingamar innan árs en áaetlað er að þær kosti 2,6 milljónir íslenskra króna á flugvél. Flugleiðum höfðu ekki borist til- mælin er leitað var viðbragða fé- lagsins í gær. Breytingarnar eru lagðar til í framhaldi af því er Boeing-747 breiðþota bandaríska flugfélagsins TWA splundraðist á flugi skömmu eftir flugtak í New York sumarið 1996. Eldsneytistankur milli vængja hennar sprakk með þeim af- leiðingum að allir sem um borð voru, 230 manns, fórust. Samkvæmt tilmælum FAA ber flugfélögum að einangra eldsneytis- mælibúnað tanka flugvélanna frá Örðum raflínum til að draga úr lík- um á rafspennumyndun og koma fyrir blossagleypum og jafnþrýsti- lokum í loftrásum elds- neytistankanna til að hindra að ut- anaðkomandi logar geti sogast inn í tankana. Breytingarnar ná til allra tegunda Boeing-737 nema nýjustu meðlima þessarar flugvélafjölskyldu. Verður að gera þær á undirtegundunum 737-100, -200, -300, -400 og -500 sem eru allar með eldsneytismælibúnað sömu gerðar og 747-breiðþotumar. AIls er um að ræða 2.800 þotur í heiminum öllum. Öryggisstofnun ssamgöngumála í Bandaríkjunum (NTSB) hefur, vegna tilgátunnar um að neista- myndun í eldnseytismælibúnaði hafi grandað TWA-þotunni, lagt að FAA að knýja á um breytingar á elds- neytisbúnaði Boeing-flugvéla. Sagði FAA í dag, að tilskipun sín um breytingar á tankbúnaði 737-flug- vélanna ætti rætur að rekja til TWA-slyssins og óútskýrðar sprengingar í 737-300 þotu á jörðu niðri á Filippseyjum 11. maí 1990. ALI Khamenei, einn valdamesti maður í íran, skoraði í gær á lands- menn sína að standa saman og styðja jafnt ríkisstjómina sem dómskerfið en þessar tvær greinar ríkisins hafa deilt hart að undanfomu. Baráttan í íran stendur í raun á milli hófsamra manna og harðlínu- manna, sem reyndu að klekkja á þeim fyrrnefndu með þvi að hand- taka borgarstjórann í Teheran, Gholamhossein Karbaschi. Er hann mjög vinsæll meðal borgarbúa en harðlínumenn saka hann um vest- rænan hugsunarhátt. Karbaschi var látinn laus í fyrradag og fagnaði því mikill mannfjöldi. í ræðu, sem Khamenei flutti við upphaf sérstakrar hátíðar shíta- múslima, sagði hann, að landsmenn yrðu að styðja allar stofnanir ríkisins í mikilvægum störfum þeirra. Með honum við þetta tækifæri voru þeir Mohammad Khatami, forseti írans, og stuðningsmaður Karbaschis, yfir- maður dómskerfisins og forseti þingsins. Segja íranskir fjölmiðlar, að Khatami hafi fengið Khamenei til að láta hann lausan og báðir sögðu þeir, að um mál borgarstjórans yrði að fjalla á hlutlægan og eðlilegan hátt. Fréttaskýrendur segja, að ráðamenn í Iran óttist vaxandi spennu í landinu og vilji því umfram allt reyna að lægja öldumar. Baráttan milli harðlínumanna og hófsamra er farin að snúast um Kar- baschi og á þriðjudag kom til átaka milli lögreglunnar og námsmanna, sem kröfðust þess, að honum yrði sleppt. I gær, eftir að hann hafði verið lát- inn laus, safnaðist mikill mannfjöldi saman fyrir utan heimili hans og þar ítrekaði Karabaschi að hann væri saklaus af ákærum harðlínumanna. Sagði hann, að hugsanlega mætti finna einhverjar villur í bókhaldi borgarinnar en þar væri ekkert sak- næmt á ferðinni. Blessun- arorð og byssu- hvellir PAUL Patton, ríkisstjóri í Kentucky í Bandaríkjunum, ætlaði að undirrita ný lög í gær en samkvæmt þeim verður prestum í fyrsta sinn leyft að bera byssu innanklæða í kirkj- um. Það vom nokkrir sveitaklerkar, sem fóra fram á þetta vegna margra rána að undanförnu, og voru nýju lögin samþykkt með miklum mun á ríkisþinginu. Aðrir prestar flestir em hins vegar æfareið- ir. „Hvernig getum við kennt bömunum, að byssan leysi ekki allan vanda, þegar prest- urinn, fulltrúi friðar og sátta, er tilbúinn til að draga hana upp og drepa? Jafnvel her- prestar í fremstu víglínu eru vopnlausir. Þetta gerir okkur að algerum fíflum,“ sagði Mamcy Jo Kemper, fram- kvæmdastjóri kirkjuráðsins í Kentucky. Áhyggjur af ofvirknilyfí LYFIÐ Ritalin, sem milljónir ofvirkra bama taka reglulega, hefur um margt líka verkun og kókaín og getur hugsanlega ýtt undir fíkniefnanotkun síðar meir. Kom þetta fram í banda- ríska tímaritinu New Stientist í gær. Ofvirk böm eiga mjög erfitt með að einbeita sér nema í fáar sekúndur í senn en lyfið vinnur gegn því með því að auka tiltækt magn af tauga- boðefninu dópamíni í heila. Engar beinar sannanir era fyr- ir því, að Ritalin auki hættu á kókaínneyslu síðar. Havel í annan uppskurð VACLAV Havel, forseti Tékk- lands, mun gangast undir ann- an uppskurð eftir sex vikur en það er venjulegur gangur í sjúkdómstilfellum af þessu tagi. í aðgerðinni á þriðjudag voru 30 sm af digurgirninu fjarlægðir en í síðari aðgerð- inni verður gömin saumuð saman aftur. Er Havel sem óð- ast að ná sér. Ofviðrið ban- aði fjórum SKÝSTRÓKAR æddu yfir Suðurríki Bandaríkjanna í gær og urðu þeir fjórum mönnum að bana í Tennessee og Arkansas. í fyrri viku varð skýstrókur 33 mönnum að ald- urtila í Alabama. * Urskurður á alnetið HÆSTIRÉTTUR í Massach- usetts hefur ákveðið, að úr- skurðurinn í mál bresku barn- fóstrannar Louise Woodward verði kynntur á alnetinu þegar þar að kemur. Það átti einnig að gera þegar kveðinn var upp dómur í málinu á lægra dóms- stigi en þá mistókst það. Þá var Woodward dæmd í 279 daga fangelsi, sem hún hafði þegar afplánað, en saksóknarar vilja fá þeim dómi hnekkt. Cóð heilsa - gulli betri Heilsudagar í Útilífi! Frábær tilbob á nýjum vörum 14. - 18. apríl HLAUPASKOR. Nike Air Levity. Verð 5.250,- á heilsudögum 3.990,- Adidas Falcon, verð 5.950,- á heilsudögum 4.640,- HJÓLA- 0G HLAUPAFATNAÐUR frá Berghaus; kynningartilboð 20% afsláttur ÚTIVISTARJAKKI; Kynningartilboð, Cintamani „Allround" jakki, með mikilli vatnsheldni og góðri öndun. Verð 24.800,- á heilsudögum 19.840,- AS0L0 GÖNGUS0KKAR; Verð 1.390,- á heilsudögum 990,- GÖNGUSKÓR; Meindl Burma dömuskórog Meindl Olymp herraskór, leður og rúskinn með Gore-Tex vatnsvörn, verð áður 14.700,- á heilsudögum 9.900,- ÍÞRÓTTAGALLAR; Adidas Firebird íþróttagalli fullorðinsstærðir. Verð 6.670,- á heilsudögum kr. 5.336,- Njóttu ráólegginga fagfólks - Ykkar frítími er okkar fag! Marta Ernsdóttir leiðbeinir við val á hlaupa- skóm föstudaginn 17. apríl kl. 15 -16.30 Útivist kynnir starfsemi sína og spennandi ferðir föstudaginn 17. apríl milli kl. 16 -18 og laugaraginn 18. apríl milli kl. 12 -14. Starfsmenn Máttar mæla blóðþrýsting miðvikudag milli kl. 17 -18, föstudag milli kl. 17 -18 og laugardag milli kl.12 -14 og gefa ráðleggingar varðandi heilsurækt. Haraldur Örn Ólafsson Suðurskautsfari leiðbeinir við val á útivistarfatnaði föstu- daginn 17. apríl kl. 15 -18 Jónas Jónasson verður með sýnikennslu í fluguhnýtingum föstudaginn 17. apríl kl. 17 -18 og laugardag kl. 12 -14. 10% afsláttur af öllu öðru! 'Gildir ekki með öðrum tilboðum Glæsibæ • Sími 581 2922 V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.