Morgunblaðið - 17.04.1998, Síða 18

Morgunblaðið - 17.04.1998, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Fegurðarsam- keppni Vesturlands Ólafsvík - Feg^urðarsamkeppni Vesturlands fer fram á Klifi í Ólafsvík laugardagskvöldið 18. apríl. Keppendur eru 15. Vandað verður til dagskrár og verða ýmis skemmtiatriði auk sjálfrar keppninnar. Heiðar Jónsson snyrtir sljórnar skemmtuninni. Féiagsheimilið á Klifi er eitt hið glæsilegasta á landinu og eftirsótt til skemmt- anahalds. Með dagskrá sem þessari er tryggt að ekki verð- ur í kot vísað á Klifi. Stdlkumar sem taka þátt em: Auðbjörg H. Óttarsdóttir, Ólafs- vík, Hildur í. Þorgeirsdóttir, Rifí, Lára Dóra Valdimarsdóttir, Akranesi, Harpa Einarsdóttir, Búðardal, Björg Ama Elfars- dóttir, Stykkishólmi, Kristín Sig- urðardóttir, Ólafsvík, Dagbjört H. Emilsdóttir, Ólafsvík, Agústa Asbjömsdóttir, Akranesi, Dag- björt D. Thorlacius, Búðardal, Dagný Jónsdóttir, Akranesi, Margrét H. Ríkharðsdóttir, Stykkishólmi, Valdi's Eyjólfsdótt- ir, Akranesi, Elva Ösp Magnús- dóttir, Ólafsvík, Sigrún Gylfa- dóttir, Stykkishólmi og Eva Rán Ragnarsdóttir. Morgunblaðið/Jón Eggertsson STULKURNAR sem taka þátt í Fegurðarsamkeppni Vesturlands. Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason HREFNA Birkisdóttir, Guðmundur Birkisson og Eyjólfur Gísli Garðarsson hafa tekið við rekstri á Vegamótum á Snæfellsnesi. Nýir eigendur að Vega- mótum á Snæfellsnesi NÝIR eigendur opnuðu 8. apríl þjón- ustumiðstöðina á Vegamótum á Snæfellsnesi. Það eru hjónin Hrefna Birkisdóttir og Eyjólfur Gísli Garð- arsson og Guðmundur Birkisson sem fyrir nokkru keyptu reksturinn og húsnæðið og ætla sér að reka öfl- uga ferðamannaþjónustu allt árið. Þau eru frá Sandgerði og Kefla- vík, en hafa tvö síðustu ár búið fyrir vestan. Á Vegamótum hefur verið verslun og veitingar í fjöldamörg ár, en þar hefur verið lokað í vetur. I vondum veðrum á vetrum og þegar færð er tvísýn hefur Snæfellingum þótt gott að geta átt víst húsaskjól á Vegamótum. Það sáu ferðalangar best í vetur, þegar þar var lokað og enga þjónustu að fá. Auk þess að reka verslun, bensín- og veitinga- sölu verða þau með bifreiðaverk- stæði sem Einar Halldórsson frá Dal hefur rekið. Þau eru bjartsýn á reksturinn og telja að ferðamanna- straumur á Snæfellsnes muni aukast mikið með tilkomu Hval- fjarðarganga og aukinni afþreyingu sem boðið er upp á á Snæfellsnesi. Opið verður alla daga á Vegamót- um frá kl. 9-23. Bæta má líðan mígrenisj úkling'a Hveragerði - Á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði hefur að undan- fomu dvalið hópur kvenna sem allar eiga það sameiginlegt að berjast við slæm höfuðverkjaköst, svokallað mígreni. Það era Mígi-ensamtökin og Heilsustofnun sem í sameiningu standa að dvölinni en þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á sér- hæfða meðferðardvöl fyrir mígreni- sjúklinga hér á landi. Meðferðin byggist á fræðslu, slök- un, reglubundinni hreyfíngu og hollu mataræði, með öðram orðum aðstoð við að breyta um lífsstíl. Að sögn Gunnars K. Guðmundssonar endur- hæfíngarlæknis er talið að með breyttum lífsháttum megi bæta líðan mígrenisjúklinga. Þar era ofantaldir þættir afar mikilvægir. „En það má ekki gleyma mikilvægi þess að sjúk- lingarnir miðli hver öðrum af reynslu sinni enda er samtenging og fræðsla stór hluti af meðferðinni hér.“ Þessi fyrsti hópur mígrenisjúk- linga er á öllum aldri og alls staðar að af landinu. Þeim bar saman um það að meðferðin hefði gert þeim gott og að sú dagskrá sem væri í boði nýttist þeim vel. „Helst hefði ég viljað koma hingað til svona dvalar einu sinni á ári,“ sagði ein þeirra að lokum. Morgunblaðið/AIdís Hafsteinsdóttir GUNNAR K. Guðmundsson læknir, Unnur Þormóðsdóttir hjúkrunarfræðingur og fris Judith Svavarsdóttir sjúkraþjálfari, ásamt þátttakendum í hópmeðferð fyrir fólk með mígreni. Þröstur J. Sigurðsson sjúkra- nuddari sá einnig um meðferð en hann var fjarstaddur þegar myndin var tekin. Hafnarframkvæmdir í Stykkishólmi Nýr gos- hver í Reykja- hverfí Laxamýri - Nýr goshver leit dags- ins ljós á Hveravöllum í Reykja- hverfí á dögunum þegar verið var að staðsetja nýja vinnsluholu. Þessi nýi goshver gýs á fímm mínútna fresti og er um 116° heitt vatn að ræða. Þetta var lítil vatns- æð á 12-14 m dýpi sem opnaðist og vatnsmagnið er u.þ.b. 1 sek- úndulítri. Það er Orkuveita Húsavíkur sem stendur að framkvæmdum við hverasvæðið í samvinnu við Jarð- boranir og er ætlunin að ná 130° heitu vatni. Þetta er hluti af 700 millj. kr. framkvæmd Orkuveitunn- ar en ætlunin er að leggja 400 mm rör til Húsavíkur á næsta ári og hefja orkusölu til iðnaðar. Nýi goshverinn, sem fengið hefur nafnið Tuddi, gýs tugi metra upp í loftið og að sögn Hreins Hjartar- sonar orkuveitustjóra er ekki hægt að segja til um hve lengi það verður. Það mun geta verið frá einni viku upp í 100 ár. i Morgunblaðið/Atli Vigfússon GOSHVERINN Tuddi á Hvera- völlum. Stykkishólmi - Fyrir nokkru var byrjað á allmiklum hafnarfram- kvæmdum í Stykkishólmi. Svoköll- uð Litla bryggja verður hækkuð svo að bryggjugólfíð verði lárétt og í götuhæð. Þá verður Litla bryggja líka lengd um helming og verður um 15 m á breidd með steyptu gólki. Næst landi verður fyllt upp í svæðið milli Stóru bryggju og Litlu bryggju og nær sú fylling fram á 33 m. Fyrir framan fyllinguna verður hægt að leggja smábátum. Að fram- kvæmdum loknum mun öll aðstaða fyrir smábátaútgerð í Stykkishólmi stórbatna. Áætlaður kostnaður við fram- kvæmdirnar er 30 milljónir. Upp- fylling millil bryggjanna var boðin út og var samið við lægstbjóðanda, Stefán Björgvinsson í Stykkis- hólmi, og miðar verkinu hjá honum vel. Morgunblaðið/Sigrún ELÍN Heiðarsdóttir, útibús- stjóri ÁTVR á Höfn. ATVR í stærra húsnæði Hornafjörður - ÁTVR á Hornafirði hefur nú flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði. Að sögn Elínar Heiðars- dóttur útibússtjóra er nýja húsnæð- ið helmingi stærra og í alla staði betra. Á gamla staðnum gat við- skiptavinurinn ekki skoðað að vild úrvalið því afgreitt var yfir borðið og á annatímum myndaðist oft löng biðröð eftir afgreiðslu, en nú er þetta úr sögunni. Áfram verða sömu starfsmenn og sami afgreiðslutími og var fyrir breytinguna. Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason VERIÐ er að breyta hafnaraðstöðunni í Stykkishólmi og er áætlað að verkið kosti um 30 milljónir króna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.