Morgunblaðið - 16.09.1987, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 16.09.1987, Qupperneq 29
V8ei flaaMarías :öt fluoAauaivaiM .GiaAjavíuoflOM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 29 Jan Salvesen, flugstjóri norsku Orion-vélarinnar, heldur á málmstykki sem brotnaði úr einum hreyflin- um við áreksturinn og rauf gat á skrokk vélarinnar. Áreksturinn yfir Barentshafi: Sovéski flugmaðurinn þverbraut allar reglur - segir flugmaður norsku Orion-vélarinnar Nýr Lúxus CAVÍAR ICY kavíar með ristuðu brauði eða kexi, sýrðum rjóma eða smjöri. - Pað gera Rússarnir. ENN er ekki vitað hvort um viljaverk var að ræða er flugmaður sovéskrar orustuþotu flaug á norska flugvél af gerðinni Orion er hún var í eftirlitsflugi í alþjóðlegri lofthelgi yfir Barentshafi á sunnudag. Daginn eftir birti norska dagblaðið Aftenposten frásögn flugmanns norsku vélarinnar og fer hún hér á eftir stytt og endursögð. „Við heyrðum bresti og flugvélin hristist óskaplega. Mælamir sýndu ekkert óvenjulegt og það var ekki fyrr en aðstoðarflugmaðurinn hróp- aði að ég tók eftir að stórt stykki hafði brotnað úr ysta hreyflinum á hægri vængnum," segir Jan Salve- sen, flugstjóri norsku vélarinnar. „Þegar ég hafði drepið á mótom- um sá ég að málmstykki úr hreyflin- um hafði gengið í gegnum skrokk flugvélarinnar og mölbrotið skáp að baki okkar,“ bætir hann við. Salvesen er 25 ára gamall og hefur flogið Orion-flugvélum í rúm fjögur ár. „Við fengum fyrst upplýsingar frá ratsjárstöðinni í Vardö um að flugvél nálgaðist okkur á mikilli ferð. Ég hækkaði flugið og flaug ofar skýjum og sá þá sovésku or- ustuþotuna. Ég sá strax að hún var af gerðinni „Flanker", en svo nefna sérfræðingar NATO orustuþotur af gerðinni Sukhoy-27.“ Að sögn Salv- esens flaug sovéska vélin þrívegis fast upp að norsku vélinni. I annað skiptið var fjarlægðin innan við þrír metrar. „Þá var mér nóg boð- ið,“ segir Salvesen. Hann minnkaði hraðann og setti niður lendingarhiól flugvélarinnar til að draga enn frek- ar úr honum. „Þannig tókst okkur að hrista sovéska flugmanninn af okkur, en hann kom strax aftur.“ Áreksturinn varð eftir að sovéska flugvélin hafði flogið nokkra stund undir hægri væng Orion-vélarinnar. „Skyndilega jók hann ferðina og ljrfti vélinni. Þá varð áreksturinn. Vinstri hlið þotunnar rakst í hreyfil númer fjögur,“ segir Salvesen. Hann kveðst ekki vera í neinum vafa um að sovéska flugmanninum hafi orðið á mistök. „Þetta var brot á öllum þeim reglum og venjum sem gilda við aðstæður sem þessar,“ segir hann. „Ég hugsaði fyrst og fremst um að halda flugvélinni á lofti," segir Salvesen, sem hefur ekki áður komist í hann krappan á ferli sínum. „Síðar tóku taugarnar að segja til sín og hjartslátturinn var mikill.“ Sjö klukkustundum eft- ir atburðinn kvaðst hann ekki enn hafa jafnað sig. Yfirmönnum flugmannsins ber saman um að hann hafi brugðist Rust ekkí náðaður í bráð - segir ritsljóri Prövdu París, Reuter. VIKTOR Afanasyev, ritstjóri Prövdu, málgagns sovéska kommúnistaflokksins, sagði í gær að hann teldi útilokað að Vestur-Þjóðveijinn Mathias Rust, sem hæstiréttur í Moskvu dæmdi í fjögurra ára dvöl í þrælkunarbúðum fyrir að lenda flugvél sinni á Rauða torginu, yrði náðaður á næstunni. „Rust er ekki tólf ára. Hann á að hátíð franska kommúnistaflokksins, bera ábyrgð á gerðum sínum og af- sagði að loku væri þó ekki skotið fyr- plána að minnsta kosti eitt eða tvö ir það að Rust yrði náðaður síðar: ár,“ sagði Afanasyev, sem situr í „Foreldrar Rusts hafa beðist vægðar. miðstjóm Sovétríkjanna. Ritstjórinn, Eg er ekki lögfræðingur og allt gæti sem er í París til að vera viðstaddur gerst," sagði Afanasyev. rétt við. „Það er mikilvægt að hann skyldi setja niður lendingarhjólin, þannig var sovéska flugmanninum gert ljóst að hann væri hættulega nærri vélinni," segir Helge Stölan, foringi flugsveitar Salvesens. Mótmælum hefur verið komið á framfæri við Sovétstjómina og hef- ur sendiherra hennar í Noregi heitið skjótum svörum. HEILDSÖLUDREIFIN G: DUGGUVOGUR 1B - 104 REYKJAVlK SÍMI 687441 Og hárið er aftur á sínum stað. Einföld lausn áviðkvæmu vandamáli. Persónuleg þiónusta í algerum trúnaði. Leitið upplýsinga. 1. stig. 2. stig. vjptptUa 2 Laugavegl 24 Síml: 17144 Nýbýlavegi 22 - Sími: 46422 Kóp. Fyrlr «6gorft.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.