Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 39 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna BORGARSPÍTALINN Lausar Stðdur Skurðhjúkrunar- fræðingar Lausar eru tvær stöður aðstoðardeildar- stjóra á skurðdeild við eftirtalin sérsvið: 1. Heila- og taugaskurðlækningar 2. Háls-, nef- og eyrnalækningar. Aðstoðardeildarstjóri ber m.a. ábyrgð á hjúkrun þeirra sjúklinga sem koma til aðgerð- ar ásamt þjálfun annars starfsliðs. Viðkom- andi þarf að hafa frumkvæði að þróun hjúkrunar á skurðstofu. Gott úrval fagtíma- rita og bóka er á bókasafni spítalans sem auðveldar símenntun. Umsóknarfrestur er til og með 18. septem- ber 1987. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu hjúkrunarforstjóra, s. 696600 (363). Hjúkrunarfræðingar Staða hjúkrunarfræðings við slysa- og sjúkravakt er laus til umsóknar nú þegar. Starfið er mjög fjölbreytt og krefjandi og felst í hjúkrun við slysa- og bráðamóttöku og 8 rúma gæsludeild. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist á þar til gerðum eyðu- blöðum til skrifstofu hjúkrunarforstjóra. Starfsfólk Einnig vantar starfslið til aðstoðar við að- hlynningu og ýmis önnur störf. Nánari upplýsingar gefa hjúkrunarstjóri slysa- og sjúkravaktar, Lilja Harðardóttir sími 696650 og hjúkrunarframkvæmdastjóri Kristín Óladóttir, sími 696357. Fóstra — starfsstúlka Fóstru eða starfsstúlku vantar í 100% starf á skóladagheimili Borgarspítalans nú þegar. Vaktavinna. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 696700. Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara í sjúkraþjálfun Borgarspítalans er laus staða aðstoðarmanns. Nánari upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari í síma 696366. Nóaborg Stangarholti 11 Fóstrur og aðstoðarfólk óskast til starfa nú þegar. Upplýsingar hjá forstöðumanni í síma 29595. Útgáfufélagið Bros Framkvæmdastjóri Óskum eftir að ráða framkvæmdastjóra. Leitum að vel menntuðum, hugmyndaríkum og samviskusömum aðila, með haldgóða reynslu úr viðskiptalífinu. Tölvuþekking er skilyrði. Starfið felur í sér stjórn útgáfu, fjár- málastjórn, starfsmannahald, umsjón bókhalds og gerð rekstraráætlana. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu vorri á Oðinsgötu 7, 3. hæð, sími 623433. Matreiðslumaður óskar eftir vinnu. Getur byrjað strax. Góður starfskraftur. Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl. sem fyrst merkt: „Kokkur — 4541“. Lögfræðingar Laus er staða löglærðs fulltrúa við embætti bæjarfógetans í Keflavík, Grindavík og Njarðvík og sýslumannsins í Gullbringusýslu. Laun skv. launakerfi BHM. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar undirrituðum fyrir 1. október 1987. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 92-14411. Bæjarfógetinn íKefiavík, Grindavík og Njarðvík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu, Jón Eysteinsson. Teiknari! Leiktjaldamálari/skiltagerðarmaður óskar eftir vel launuðu starfi eða tímabundnu verkefni. Upplýsingar í síma 688906 eftir kl. 17.00. Vinntími samkomulag Duglegur, lipur og reglusamur starfskraftur óskast til afgreiðslu o.fl. Þarf að hafa bílpróf og góða framkomu. Upplýsingar í síma 44290 í vinnutíma og 44936 á kvöldin. Tannsmiður óskast Góð vinnuaðstaða. Laun skv. samkomulagi. Upplýsingar gefur Sigurbjörn í síma 22350 á daginn og síma 76811 á kvöldin. Farið verður með viðtöl sem trúnaðarmál. Tannsmíðamiðstöðin sf., Hátúni 2a. nmr MJÓLKUFSAMSALAN Bitruhálsi 1, pósthólf 635, 121 Reykjavík. Mjókursamsalan óskar að ráða starfsfólk við vöruafgreiðslu. Um framtíðarstörf getur verið að ræða. Umsækjendur þyrftu að geta hafið störf sem fyrst. Góð vinnuaðstaða og mötu- neyti í nýjum og glæsilegum húsakynnum á Bitruhálsi 1. Nánari upplýsingar gefur Þórður Jóhannsson í síma 692200. Kennarar — gott tækifæri! Tvo kennara vantar við Heiðarskóla sem er í 20 km fjarlægð frá Akranesi. Er um al- menna kennslu að ræða í 3., 4. og 5. bekk. Hentugt fyrir hjón, því í boði er stórt raðhús ásamt sauna, hvíldarherbergi og sturtum í kjallara. Húsaleiga er mjög ódýr og hiti frír. Mötuneyti er á staðnum og fæðiskostnaður mjög lágr. Skólinn er sérlega vel búinn kennslutækjum og bekkjarstærðir hentugar. Góð aðstaða er fyrir börn á staðnum. Ef þú hefur áhuga, hringdu þá í skólastjóra í síma 93-38926 og 93-38920. Verslunarstjóri Við óskum eftir að ráða verslunarstjóra fyrir aðalverslun félagsins á Hvolsvelli. Starfið felur í sér almenna verslunarstjórn, innkaup og fleira. Leitað er að manni með staðgóða reynslu og þekkingu á starfinu. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist kaupfélagsstjóra eða starfs- mannastjóra Sambandsins, sem veita frekari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 25. þessa mánaðar. Kaupfélag Rangæinga Hvolsvelli Uppá hár Viljum ráða sem allra fyrst hárgreiðslumeist- ara og hárskurðarsveina. Við vitum uppá hár að einhvers staðar eru hárgreiðslumeistarar og hárskurðarsveinar sem langar til að vinna á góðum vinnustað með góðu fólki á góðum launum. Hársnyrting Villa Þórs í Ármúlanum er léttur og skemmtilegur vinnustaður vegna þess að starfsfólkið er frábært, vinnuaðstaða góð og viðskiptavinirnir alveg dásamlegir. Komdu og spjallaðu við okkur eða hringdu. Hársnyrting Villa Þórs, Ármúla 26, sími34878. „Thermopane" á íslandi Glerverksmiðjunni Esju hf., Mosfellssveit, vantar strax fólk til framleiðslustarfa. Mikil vinna. Góð laun. Matur á staðnum. Upplýsingar í síma 666160. Fiskbúð Norðurbæjar Miðvangi 41 — Hafnarfirði óskar eftir að ráða strax góða manneskju til afgreiðslustarfa hálfan daginn. Vinnutími frá kl. 14.30-18.00. Góð laun í boði fyrir hæfa manneskju. Upplýsingar á staðnum. Atvinna óskast Reglusamur fjölskyldumaður, liðlega fertug- ur, óskar eftir starfi strax. Hefur reynslu í bókhaldi og endurskoðun, enskum bréfaskriftum, tollskýrslum, skulda- bréfum o.fl. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Bókari — 6491“. Stýrimaður — vélavörður Stýrimann og vélavörð vantar á 150 tonna bát frá Austfjörðum sem fer á síldveiðar. Æskilegt að stýrimaður geti leyst skipstjóra af. Upplýsingar í símum 97-51115 og 51303. Starfskraftur óskast í söluturn. Vinnutími frá kl. 12-17, mánudaga til föstudaga. Engin helgarvinna. Góð laun fyrir ábyggilegan starfskraft. Upplýsingar í síma 75760 frá kl. 16.00-20.00. iimnii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.