Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 Orðið geymir þjóðernis- vitund, sögu og framtíð eftir Knut Ödegárd Hér birtist í heild ræða, sem Knut Ödegárd, forstjóri Nor- ræna hússins, flutti við upphaf Bókmenntahátíðar Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, hefur beðið mig að skila kærum kveðgum og segja að henni þyki leitt að geta ekki verið við- stödd þessa opnun þar sem hún er erlendis í opinberum erindagerðum. Hún segist vera stolt yfír að þessi mikla og merka bókmenntahátíð skuli haldin á íslandi. Við sem höfum undirbúið hátíð- ina erum einnig stolt yfír þeim sigri hins lifandi orðs sem Bókmennta- hátíðin merkir. En einkum erum við þakklát fyrr það að rithöfund- amir vildu koma hingað og fyrir alla hjálp sem okkur hefur verið veitt til þess að gera það fram- kvæmanlegt og fjárhagslega kleift að halda hátíðina. í upphafí var orðið segir guð- spjallamaðurinn Jóhannes. Orðið varð hold og blóð og varð Manns- sonurinn. I hinum stórkostlegu myndlíkingum Gamla testamentis- ins skapaði Drottinn manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans og þannig varð maðurinn lifandi sál. Orðið, sálarlífíð, er forsenda þess að maðurinn verði maður. Fyrir daga Freuds gáfu draumamir manninum skarpa sjón að hann gat séð samhengi sem meðvitund dags- ins sá ekki. Nokkrir eiga enn drauma og sýnir. Nokkrir sjá enn inn í aðra veröld eins og Ólafur Ástuson í Draumkvæðinu. Gæti það verið að orðið, sýnin, andlegir kraftar, já orðið í skáld- skapnum, verði eftirleiðis trygging þess að maðurinn fái haldið lífí sem maður. Að í öngþveiti háværra, sjálfumglaðra radda kaupahéðna með hugmyndafræði og hagfræði, vopna- og tölvusala verði skáld- skapurinn, hljóð orð hans með bamsandlit, framvegis sá kraftur sem tryggi okkur það að bjarga lífínu sem menn. Því hvað er þetta orð. Það er meira en miðlun staðreynda. Orðið geymir sögu okkar, persónulega sögu okkar og sögu þjóðar okkar og forsögu okkar. Orðið var Guð og varð maður segir bróðir okkar Jóhannes. Orðið geymir goðsagn- imar sem útskýra líf okkar í veruleikanum en það geymir einnig efnið sem goðsagnimar eru smíðað- ar úr og eftiið sem sprengir þær. Með öðrum orðum samtímis rætur niður í hyldýpi sögunnar, skýringar samtíðar og smíði framtíðar þar sem lífíð skal halda áfram, ef til vill. Hlutverk okkar er hið mesta: Að halda manninum lifandi með því að halda orðinu lifandi. Fyrsta bókmenntahátíðin var haldin 1985. Þegar ég fékk hug- myndina að svo breiðri uppstillingu skáldskaparins var mér það strax ljóst að Norræna húsið gat ekki staðið fyrir slíku á eigin spýtur. Ég leitaði því hjálpar íslenskra rit- höfunda, bókmenntamanna og stofnana og sett var á fót sérstök, sjálfstæð nefnd bókmenntahátíðar- innar. í framkvæmdanefnd bókmennta- hátíðarinnar í ár sitja auk mín: dr. philos. Ámi Siguijónsson, Einar Kárason rithöfundur. Halldór Guð- mundsson útgáfustjóri, Ingibjörg Bjömsdóttir fulltrúi, Sigurður Val- geirsson útgáfustjóri, Thor Vil- hjálmsson rithöfundur og Ömólfur Thorsson bókmenntafræðingur. Jón Karl Helgason bókmenntafræðing- ur var ráðinn sérstakur starfsmaður nefndarinnar. Ég færi þeim öllum mínar bestu þakkir fyrir prýðilegt samstarf. Fyrsta bókmenntahátíðin var til- einkuð ljóðagerð. Á bókmenntahá- tíðinni í ár er mest af efninu í óbundnu máli. Það kemur nokkuð í einn stað niður hvor grein skáld- skaparins er í boði, mestu máli skiptir að góður skáldskapur sé í boði. Bæði 1985 og í ár sitja nor- rænar bókmenntir í fyrirrúmi og við vildum skipa þann sess að vera norræna bókmenntahátíðin mikla. Við trúum á gildi samstöðunnar. Við trúum á hugmyndina um Norð- urlönd sem menningarsvæði, á hlut Norðurlanda að vera hvorki Ameríka né Sovjet heldur Norður- lönd sem hafa þróað mannúðar- stefnu þar sem sífellt er haft í huga gildi einstaklingsins. Ekki Norður- lönd vegna þess að við séum lík, — því að svipmótið breytist á leiðinni frá dönskum komökrum að græn- lenskum jökulbreiðum, — heldur Norðurlönd sökum þess að við höf- um játast reglunni um réttinn til þess að vera hvert með sínu móti. Að við getum komið auga hvort á annað, að við getum horft hvort á annað, getum séð bróður í mannin- um sem ekki líkist honum eða henni sem við sjáum í speglinum. Ljóðið er að sjá það sem líkt er á þeim stöðum sem það fellur ekki saman, sjá samband þar sem við töldum okkur viss um að ekkert samband væn. ísland er skáldalandið. Þetta er bæði margþvæld fullyrðing og stað- reynd. Vegna þess að þetta er staðreynd höfum við fundið nor- Knut Ödegárd rænu bókmenntahátíðinni stað hér — sem viðbót við það sem alltaf hefur verið í hávegum haft hér á landi en aldrei einangrað — orðið í skáldskap, frásagnarlistina, — ætíð með glugga opinn móti hinum Norð- urlöndum og annan glugga móti menningu heimsins þannig að í húsi skáldsins rúmast allt mann- legt. Við setjum ekki heldur traust okkar á það sem norræna stefnu að Norðurlönd einangri sig og reisi um sig múra. Norræn menning og sl.apandi list verður því aðeins áfram lifandi að við höldum sam- bandi við heiminn fyrir utan. Því er þessi norræna hátíð einnig al- þjóðleg. Kveikjumar að utan em nauðsynlegar. Norræn bókmennta- samvinna er ekki nógu góð. Við lesum ekki nægilega hvorir við aðra og ein ástæðan er sú að það vantar fjárráð og markvissa stefnu að þýða bókmenntir nágrannalandanna. Það ætti að minnast kosti að koma af sjálfu sér sem föst regla að þýdd yrðu rit þeirra sem hljóta bók- menntaverðlaun Norðurlanda. Við vonum að Bókmenntahátíðin verði fundarstaður norrænna þjóða innbyrðis en einnig norrænna þjóða og umheimsins. Ekki til þess eins að þiggja heldur til þess að marka okkur skýrari stað í alþjóðlegum '* bókaheimi. Orðið geymir þjóðemisvitund, sögu og framtíð. Fólk án sögu, án eigin þjóðemis er óskadraumr harð- stjórans. Málið felur í sér sjálfvit- undina, bróðemið, þjóðina og þjóðemið og teygist út yfír landa- mæri til meiri sameiningar. En sameining er einskis virði ef ein- staklingurinn reiknast ekki, ef hann eða hún er ekki maður í krafti máls og sjálfsvitundar. Málið ber okkur jaftiframt því að við bemm málið. Og í þessu liggur hin mikla ábyrgð okkar — við emm málber- endur, við varðveitum það sem nær út yfír okkur sjálf. Við bemm ábyrgð strax frá fæðingu. Ef við svíkjum málið svíkjum við móður- málið. Svíkjum við móðurmálið, svíkjum við föðurlandið. Móðurmál, föðurland. Það er þungi eins og úr Gamla testamentinu yfír þessum orðum og bergmál þeirra máttugu afla sem bijótast um í íslendinga- sögum: Örlagasverðið. Svíkir þú móður þína og föður skal þér ekki lengi vært í landi. Þá skaltu átt- hagalaus reika um sem útlagi yfír endalaus hraun, flakka um sand- auðnir, dvelja í köldum hellum og útskúfunin fylgi þér dag og nótt, hveija stund. Og þú formælir svik- um þínum en það er of seint og refsandi sverðið nær þér. Eða: Það elta þig uppi tikkandi, blikkandi vélamar og köld ljós sem sprengja okkur inn í nýja forsögulega tíma, tíma eðlanna, tíma skordýranna, ef til vill, ef til vill lifa skriðdýrin af. Það er styrkur íslendinga að vita hveijir við erum því að orðin eru full af merkingu, bera þjóðemi, miðla sögulegri vitund. Þau eru ekki hluti af óljósri sameignar- menningu sem grundvallast á falskri, alþjóðlegri múgmenningu með málfarslegri uppgjöf og hröm- un. Heldur skýr orð og upprunaleg, því heyrist rödd íslands og því get- ur það einnig lagt sitt af mörkum í stærri heild. Óánægja í Einingn með óein- ingu Á FJÖLMENNUM fundi í trúnað- armannaráði Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri, sem hald- inn var miðvikudaginn 9. septem- ber sl., var staðan i kjaramálum VMSÍ rædd mjög ýtarlega. í framhaldi af þeim umræðum var eftirfarandi ályktun sam- þykkt samhljóða. Fundur trúnaðarmannaráðs Verkalýðsfélagsins Einingar, hald- inn á Akureyri 9. sept. 1987, lýsir vonbrigðum sínum yfír því að ekki skuli hafa náðst full eining innan Verkamannasambandsis um kröfu- gerð og annan undirbúning þeirra sem nú eru að hefjast. Fundurinn skorar á öll félög inn- an Verkamannasambandsins að sameinast einhuga að baki þeirri kröfugerð sem mótuð var á for- mannafundi þess 7. þ.m. og mæta sem samstíga heild innan samn- ingaviðræðna. Jafnframt leggur fundurinn áherslu á að ljúka þeim fastlauna- samningum sem eftir er að gera sem fyrst. Þá felur fundurinn formanni og öðrum stjómarmönnum að starfa fyrir félagsins hönd að samninga- gerðinni eftir því sem þörf verður á, á hveijum tíma. Bókmenntahátíðin 1987 Raunsæi af ýmsu tagi Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Bókmenntahátíðin 1987: Dag- skrá í Gamla biói. Höfundar: Poul Borum, Einar Kárason, Erwin Strittmatter, Kaari Utrio, Fay Weldon. Poul Bomm frá Danmörku er þekkt Ijóðskáld, en líklega kunn- ari fyrir gagnrýni sína sem oft er vægðarlaus, jafnvel úrillskuleg. í Gamla bíói las hann úr væntan- legri ljóðabók þar sem fjallað er um mann sem er þannig lýst að „um leið og hann hverfur inn í sig/ er hann með sjálfum sér“. Þetta vom ljóð í hefðbundnum nútímastíl. Einnig kynnti Bomm söngva eftir sig sem m.a. leiddu í ljós að hann hefur gott skop- skyn. Skop var einnig að fínna í dæmisögunum sem Bomm las. En frá skopi Bomms er stutt í kaldhæðnina. Kaari Utrio frá Finnlandi er sagnfræðingur og hefur lagt stund á að kanna sögu fínnskra kvenna og bama og skrifa um það áhugamál sitt. Eftir þeim sögukafla að dæma sem hún las er hún eins konar ævintýraskáld sem sækir yrkisefni til miðalda. Hátíðarhöldum í Turku árið 1505 var lýst á litríkan hátt, gleði og skelfíng héldust í hendur. Fram- lag Kaari Utrio var nokkuð Kaari Utrio Poul Borum sérstakt borið saman við annað efni bókmenntadagskrárinnar. Með allt öðmm hætti ljallar enski rithöfundurinn Fay Weldon um hugðarefni sín sem era eink- um vandi kvenna f samtímanum. Fay Weldon er kunn hér á landi, tvær skáldsögur eftir hana hafa komið út í íslenskri þýðingu: Prax- is og Ævi og ástir kvendjöfuls. Að mínu mati er Weldon forvitni- legur höfundur, ekki fyrst og fremst vegna listrænnar fram- setningar heldur vegna þess að hún er órög við að bijóta til mergj- ar viðkvæm og vandmeðfarin efni og gerir það með þeim hætti að hún nær til margra. Og kannski hjálpar hún einhveijum lesendum sem eiga við líkan vanda að glíma og persónur hennar. í því sem hún flutti í Gamla bíói komu fram öll helstu einkenni hennar, ekki síst lagði hún áherslu á að ná til áhey- renda með samblandi af fjarstæðu og háði. Erwin Strittmatter frá Austur- Þýskalandi er sagður fulltrúi sósíalraunsæisins alræmda. Þetta kom fram í bókarkafla sem lesinn var í íslenskri þýðingu. Eftir kaf- lanum að dæma er breiður og nákvæmur stíll einkennandi fyrir Strittmatter og hann á til gaman- semi sem nýtur sín vel í frásögn- inni. Skemmtilegir vom þættimir um ferðalag þeirra Strittmatters og Bertolts Breehts um Holland og Belgíu. Einar Kárason las nýja smá- sögu sem hann kallar Sorgarsögu. Það helsta sem fínna má að smá- sögum Einars Kárasonar er að þær em í lengra lagi, að minnsta kosti fyrir bókmenntadagskrá af því tagi sem boðið var upp á í Gamla bíói. En Sorgarsaga er dæmi um að smásagan er að sækja í sig veðrið á ný. Þetta er raunsæileg saga eins og fleiri sög- ur Einars, saga drengs sem verður fyrir mikilli sorg og hvemig hann bregst við. Því má velta fyrir sér hvers vegna æðahnútar em orðn- ir jafn ásækið söguefni íslenskra höfunda og raun ber vitni. Meira máli skiptir að í Sorgarsögu nær Einar Kárason á köflum mögnuð- um tökum á söguforminu. Við bíðum eftir Söng villiandarinnar og fleiri sögum sem væntanlegar em í haust. Fyrmefnd bókmenntadagskrá í Gamla bíói var að mínum dómi alltof löng. Hér var á ferð athygli- svert efni og að mörgu leyti vel að kynningunni staðið, en ekki má ofgera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.