Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 3H*fgtmÞlaMto Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baidvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 55 kr. eintakiö. Furðuskrif um hvalamálið Alnæmispróf utan áhættuh Ókeypis handbók um alnæmi auglýst í ísrael. egar Ame Treholt var handtekinn um árið fyrir njósnir var frá því skýrt hér í Morgunblaðinu, að hann hefði snemma á áttunda áratugnum rætt við nokkra fulltrúa íslands á þingi Sameinuðu þjóðanna. Bar þá meðal annars á góma hvemig best yrði unnið að fram- gangi þeirrar stefnu að losa um vamarlið Bandarílq'amanna á íslandi. Eftir að frá þessu var sagt hér í blaðinu varð töluvert fjaðrafok yfir málinu, einkum í Tímanum. Var röksemdafærsla framsóknarmanna eitthvað á þá leið, að ekki hefði verið upplýst hvaðan Morgunblaðinu bámst upplýsingar um fund íslensku vinstrisinnanna og Treholts og því væm einhvetjir jafnvel enn verri en norski njósnarinn hér á landi. Snerist Treholt-málið síðan um þetta aukaatriði í Tímanum og hjá einhveijum fleirum. Því er þessi saga rifjuð upp hér og nú, að svo virðist sem umræðan um hvaladeiluna sé að fara í einhvem furðulegan farveg hjá þeim Tímamönnum. Þannig mætti ætla, að það sé andstætt íslenskum hagsmun- um að segja frá því, hvemig viðræður Islendinga og Banda- ríkjamanna gengju fyrir sig úti í Ottawa, þar sem dr. Anthony Calio, formaður bandarísku sendinefndarinnar, lagði fram tillögur að lausn málsins. Einnig mætti ætla, að hvaladeilan sner- ist um flotastefnu Bandarílqa- stjómar á Norður-Atlantshafí. Eins og þeir vita, sem fylgst hafa með umræðum um þessa flotastefnu meðal annars hér í blaðinu undanfarið, era menn alls ekki á einu máli, hvers eðlis hún er eða hvort og hvenær henni verður hrandið í fram- kvæmd. Þá stenst sú skoðun ekki gagnrýni, að auknar loft- vamir hér á landi séu hluti af hinni „nýju“ flotastefnu Banda- rflcjanna. A árinu 1985 gaf Öryggismálanefnd út skýrslu um Keflavíkurstöðina eftir Gunnar Gunnarsson, þar sem segir um vamarliðið og flota- stefnuna: „Það kemur ekkert fram í heimildum, sem bendir til þess að áætlanir og fram- kvæmdir er varða Keflavíkur- stöðina tengist þeirri steftiu að hafa styrk til sóknaraðgerða inn á Noregshaf." Sú árátta að gera allt sem snertir vamarliðið tortryggilegt hefur þannig tekið á sig jafn undarlega mynd í hvalamálinu eins og spumingin um fund íslensku vinstrisinnanna og Tre- holts í Treholt-málinu. Það er fráleitt að unnt sé að heimfæra kenninguna um einhvem undir- lægjuhátt í vamarmálum yflr á þá, sem era ósammála Halldóri Ásgrímssyni vegna hvaladeil- unnar. Þannig hefur Þjóðviljinn ekki horfíð frá þeirri stefnu, að ísland eigi að vera vamarlaust, en vill samt, að öllum hvalveið- um sé hætt. Þjóðviljamenn hafa þannig gengið í lið með um- hverfíssinnunum og náttúra- vemdarmönnunum, sem þrýsta á stjómvöld í Bandaríkjunum og annars staðar í því skyni, að hvalir verði friðaðir. Eins og bent hefur verið á hér á þessum stað hefur Halldór Ásgrímsson ekki getað talað í nafni íslend- inga heldur íslenskra stjóm- valda í málinu. Og afstaða þeirra Þjóðviljámanna í hvalamálinu er þeirra mál án þess neinn hafí leyfí til að afgreiða hana sem óþjóðlega stefnu á viðkvæmu augnabliki í deilum við bandarísk stjómvöld eða skrif- ræðishyggjumenn í Washington. Það er í raun leiðinlegt, að framsóknarmenn skuli hafa hrakist í þá stöðu í umræðunum um hvalamálið að þurfa að upp- hefja sig sem betri íslendinga á kostnað annarra. Þessi gamli hugsunarháttur er lífseigur og kannski landlægur. Opið bréf Geirs Hallgrímssonar til Þórar- ins Þórarinssonar sýnir, að málflutningur af þessu tagi á lítið skylt við vilja og viðleitni til að ræða um málefni og máls- meðferð á þann veg, að leitað sé að hinu rétta og sanna. Um leið og menn taka sér fyrir hend- ur í tilvikum eins og hér um ræðir, að saka viðmælendur sína um óþjóðhollustu era þeir ekki lengur viðræðuhæfír. Því var hreyft í Morgunblað- inu síðastliðinn sunnudag, að utanríkismálanefnd Alþingis léti semja skýrslu um gang hvala- málsins, til að þingmenn gætu betur áttað sig á því, sem betur mætti fara við afgreiðslu alvar- legra utanríkismála. Er full ástæða til að ítreka þessa hug- mynd í ljósi þess, sem haldið er á loft til dæmis : Tímanum um fundahöldin í Ottawa. Deilur um aukaatriði á að setja niður með því að upplýsa allar hliðar mála. Mestu skiptir að sjálfsögðu að hvaladeilan er að leysast þrátt fyrir dylgjumar og furðuskrifín. BANDARÍSK stjórnvöld hafa til- kynnt að frá og með 1. desember næstkomandi verði hægt að meina fólki sem haldið er alnæmi landvist í Bandaríkjunum. Þeir sem sækja um innflytjendaleyfi munu þurfa að gangast undir allumfangsmikla læknisrann- sókn og reynist þeir haldnir smitsjúkdómum verður þeim synjað um ieyfið. Ronald Reagan Bandarilgaforseti hefur lýst þeirri skoðun sinni að fólki beri að gangast undir alnæmispróf áður en það gengur í hjónaband. I Sovétrikjunum má samkvæmt nýlegri tilskipun sækja fólk til saka og dæma það til fangelsis- vistar sýki það meðbræður sina af alnæmi. Tilskipanir þessar og ráða- gerðir byggja allar á þeirri grundvaUarhugmynd að unnt sé að framkvæma áreiðanleg al- næmispróf. Rannsóknir sýna að mótefnaprófanir eru mjög áreið- anlegar en þær hafa hingað til verið nánast bundnar við ákveðna þjóðfélagshópa, áhættu- hópana svonefndu. Þetta fólk er síðan hægt að hvetja til að taka upp breytta lifnaðarhætti til að forða öðrum frá sýkingu. Nú er- á hinn bóginn rætt um að gera prófanir á fóiki, sem stendur utan hefðbundinna áhættuhópa og vaknar þá sú spuming hvort það sé lagalega, siðferðisiega og iæknisfræðilega veijandi að skylda fólk að gangast undir slik próf þar sem í ljós hefur komið að niðurstöður þeirra eru ekki öldungis áreiðanlegar. Eftirfar- andi grein, sem birtist í The New England Journal of Medicineog birtist hér allmikið stytt og end- ursögð, fjallar um hugsanlegar skekkjur og frávik í alnæmis- prófum sem reynast jákvæð þ.e.a.s um tilfelli þar sem í ljós hefur komið að viðkomandi ein- staklingur er ekki sýktur þó svo að niðurstöður prófana bendi til þess. Höfundamir, þeir Klemens B. Meyer og Stephen G. Pauker, sem báðir starfa við New Eng- land Medical Center í Boston í Bandaríkjunum, telja fjöimargt hindra það að unnt verði að gera fuUkomnlega áreiðanlegar al- næmisprófanir á fólki utan áhættuhópa og benda jafnframt á siðferðisleg og tæknileg vanda- mál sem því em samfara. Menning samtímans er skylduð til að gangast undir próf. Þvag manna er rannsakað til að ganga úr skugga um hvort viðkomandi hafi neytt eiturlyfja. Með því að fylgjast með svitaútsteymi manna má kanna hvort þeir eru £ið segja satt eða skrökva. Því kemur það tæpast á óvart að mannsblóð sé rannsakað til að greina alnæmis- sýkingu. En áður en ákveðið er að hefía alnæmisprófanir á fólki sem stendur utan áhættuhópa verður merking niðurstaðnanna að liggja Ijós fyrir. Það virðist einkenna al- næmispróf, þar sem reynt er að greina móteftii sem mannslíkaminn myndar gegn alnæmisveirunni, að tíðni jákvæðra niðurstaðna, sem síðan reynast rangar, er fremur lág miðað við mörg önnur hliðstæð próf. Þrátt fyrir þetta er engan veginn öruggt að einstaklingur utan áhættuhópa, sem reynist ítrekað Jákvæður" við prófun, sé í raun smitaður af alnæmi þar sem sá möguleiki er fyrir hendi að niður- staðan sé röng. Aukin tíðni rangra niðurstaðna í skipulögðum alnæm- isprófum gæti að auki haft geig- vænlegar afleiðingar fyrir þjóðfé- lagið. Hvað svo sem segja má um rétt- mæti þeirra er það stjómarfarsleg staðreynd að hafnar eru víðtækar alnæmisprófanir. Blóð úr blóðgjöf- um er rannsakað, og bandaríski herinn lætur rannsaka blóðsýni bæði úr nýliðum og starfandi her- mönnum. Hið sama er gert við starfsmenn bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, sem starfa erlendis osfrv. Brátt verða innflytjendur, sakamenn í fangelsum og hugsan- lega uppgjafahermenn einnig látnir gangast undir slík próf. Bams- hafandi konum hefur verið ráðlagt að fara í alnæmisrannsókn á þriðja og sjötta mánuði meðgöngu. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hefur lagt til að þeir sem hyggjast ganga í hjónaband verði skyldaðir til að gangast undir alnæmisrannsókn. Rangar niðurstöður Þegar settar eru fram áætlanir um mótefnaprófanir á tilteknum þjóðfélagshópum gleymist oft að gera ráð fyrir þeim möguleika að einhverjir þeirra sem rannsakaðir eru kunni að vera ósýktir þótt þeir mælist ,jákvæðir“. Þegar mótefna- mælingar á blóðskömmtum úr blóðgjöfum hófust fyrir tveimur árum var þörfin brýn. Þess vegna var réttlætanlegt að áætla sem svo að með staðfestingarprófum væri unnt að greina flestar, eða alltjent nógu margar, rangar niðurstöður undangenginna mótefnarannsókna. En áður en sú stefna er tekin að láta fara fram víðtækar alnæmis- prófanir er vert að huga að því hvort sömu viðmið eigi við prófanir innan veggja blóðbanka og þær sem fara fram á öðrum vettvangi þjóð- félagsins. Ef ekki er tryggt að niðurstöður rannsókna séu nánast algjörlega óyggjandi geta þær vald- ið hraustu fólki gífurlegri og með öllu ástæðulausri hræðslu. Niður- stöðumar kunna að vera Jákvæð- ar“ án þess að viðkomandi sé sýktur ef ekki er tryggt að tíðni frávika í ,jákvæðum“ alnæmisprófum sé því sem næst engin. Hvaða afleiðingar geta rangar niðurstöður haft á líf alheilbrigðs fólks? Munu víðtækar mótefnarannsóknir breyta ein- hveiju um útbreiðslu alnæmisfar- aldursins? Er unnt að réttlæta einstakar rangar niðurstöður slíkra prófana með tilvísun til þess að ávinningurinn sé meiri þar sem unnt sé að greina fleiri sýkta ein- staklinga? Framkvæmd prófana Alnæmispróf fara þannig fram að í fyrstu er leitast við að greina mótefni, sem mannslíkaminn mynd- ar oftast gegn veirunni ef hún kemst inn í líkamann. (Þetta hefur einnig verið nefnt skimpróf á íslensku). Komi í ljós að viðkom- andi reynist ,jákvæður“ þ.e. bendi niðurstöður til þess að hann hafi tekið veiruna, er mótefnaprófíð end- urtekið og ef niðurstaðan er hin sama er gripið til sérstakra stað- festingarprófa og eru þau bæði seinlegri og viðameiri. Reynist við- komandi enn ,jákvæður“ er litið svo á að hann hafi smitast af alnæmi. Staðfestingarprófunum er ætlað að greina rangar niðurstöður mót- efnaprófa þannig að eftir standi þeir einstaklingar sem í raun hafa tekið alnæmisveiruna. í þessu til- felli er jafnvel ennþá mikilvægara að ekki komi fram veruleg frávik. Algengasta staðfestingarprófið hef- ur verið nefnt „Westem Blot". Það er bæði vandasamt og tímafrekt. Enn hafa ekki verið settir staðlar um framkvæmd þess og ekki liggja fyrir tölur um fjölda frávika, sem fram hafa komið í hinum ýmsu rannsóknarstofum. Niðurstöður þess eru túlkunaratriði og forsendur túlkunar eru eru síbreytilegar þar eð þær hafa ekki verið skilgreindar. Fjölmargar rannsóknir sýna að skimprófanir á fólki sem stendur utan áhættuhópa eru gífurlega vandasamar. Niðurstöður þessara rannsókna gefa til kynna að þörf sé á frekari prófunum reynist tiltek- inn einstaklingur í þessum hóp sýna merki sýkingar. Þrátt fyrir að örð- ugleikamir séu æmir hafa rann- sóknarstofnanir, sem mótefnamæla blóðgjafa og nýliða í her Banda- ríkjanna, náð mjög góðum árangri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.