Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 55 Fyrirmyndin Cosby er hættur að púa á skerminum. Bill Cosby: Til fyrirmyndar á skerminum og líka heima hjá sér Allir vita að Cliff Huxtable er fyrirmyndarfaðir í sjónvarps- þáttunum, en hvemig skyldi Bill Cosby standa sig í föðurhlutverkinu í raun? Víst er að hann þarf á allri sinni þolinmæði og kunnáttu að halda, því hann á 5 böm, 4 stelpur og einn strák: Eriku, 22 ára, Erinn, 20, soninn Ennis, 17, Ensu, 14, og Evin, 10 ára. Bill Cosby hefur reyndar gefið út bók um bamauppeldi, sem á ensku nefnist „Fatherhood", og hefur sú verið metsölubók í Banda- ríkjunum. Þar gefur Cosby fólki holl ráð, og nefnir dæmi úr eigin reynsluheimi mönnum til eftir- breytni, já, eða til vamaðar. Cosby viðurkennir nefnilega að í örfá skipti hafí hann hækkað róminn, og í eitt skipti gripið til vandarins, nokkuð sem væri alveg óhugsandi hjá hinum geðprúða lækni í „Fyrir- myndarföður“, og hefur sá þó ýmislega mæðu af uppátækjum af- kvæma sinna, eins og allir vita. Þannig er mál með vexti að son- ur Bills, Ennis, var farinn að skrökva grimmt að foreldrum sínum þegar hann var 12 ára gamall, og á endanum missti fyrirmyndarfaðir- inn stjóm á skapi sínu, og hótaði strák flengingu, ef hann hætti þess- um ósið ekki. Þegar Ennis var næst staðinn að ósannindum var ekki um annað að gera en að gera alvöru úr hótuninni, enda er Bill Cosby „prinsipp“maður, og segir að „Þegar maður hefur lofað böm- unum sínum einhveiju, þá á maður að efna loforðið, annars missa þau alla trú á þér.“ Cosby greip til annarrar, og nýst- árlegri, refsiaðferðar, þegar ein dóttirin tók upp á þeim ósið að leggja fjölskyldubflnum í ólöglegt stæði, af því að hún nennti ekki að leita að öðru. Bfllinn safnaði sektum að upphæð yfir 50.000 íslenskum krónum, og Cosby borg- aði sektina, en dró þó dóttur sína fyrir dómara, og krafðist að hún yrði dæmd fyrir heimsku. En þó að Bill Cosby hafi einu sinni eða tvisvar látið skapið hlaupa með sig ( gönur á samanlögðum foreldrisferli sínum, þá er hann staðráðinn í að halda áfram að kenna heimsbyggðinni uppeldis- fræði í gervi Cliffs Huxtables, sem og í bókum og fyrirlestrum. Hann hefur prédikað gegn eiturlyfjum í skólum og í sjónvarpi, og til að sýna góð áform í verki, þá hefur Cosby nú lofað að reyna að vinna bug á nikótín-fíkn sinni. Cliff Huxtable mun alveg hætta að púa á skerminum, en heima fyrir leyfir Bill Cosby sér þó ennþá einn vindil á dag, sem hann verður samt að gjöra svo vel að svæla úti á svölum. Nýtt heimsmet Fimmtíu vestur-þýskir lögreglumenn settu heimsmet nú á sunnudaginn þar sem þeir röðuðu sér í pýr- amída á fimm vélhjólum. Heimsmetið var sett á lögreglusýningu á ólympíuleikvanginum í Vestur-Beriín. \ ■ k Fimmtíu löggur á fimm þjólum - heimsmet! Reuter Ættarmót Námskeið Námskeið eru haldin í stjömukortagerð (Esoteric Astrology), þróunarheim- speki og sálarheimspeki. Stjörnukortarannsóknir, sími 79763. Halldórs Jónssonar og Þórunnar Gunnlaugsdóttur frá Bjamargili, Austur-Fljótum, verður haldið laugardaginn 26. september í Reykjavik. Vinsamlegast látið vita um þátttöku fyrir 20. september í neðangreinda síma: 96-23161 Anna, 96-21948 Bryndís, 91-13609 Dorothea og 91-83588 Kjartan. ROYAL ávaxtahlaup Góður eftirmatur LeysiS upp inni'- hald pakkans í 1 bolla af sjóð- andi vatni. og bœtiS í 1 bolla af köldu vatni. Helli.ð í mót. RIP tUU Verzlurtarráð Háskóli íslands, Félag íslenskra íslands endurmenntunamefnd iðnrekenda ÞEKKINGARKERF1 (,„EXPERT SYSTEMS“) OG NOTKUN ÞEIRRA VIÐ ÁKVARÐANATÖKU í FRAMLEIÐSLUIÐNAÐI OG VIÐ STJÓRN- UN FYRIRTÆKJA OG STOFNANA: Námskeið 21. og 22. september nk. ÞEKKINGARKERFI eru kerfi.þar sem upplýsingar og ákvarðanareglur á tilteknu sérsviði eru settar inn í tölvu með ' kerfisbundnum hætti, þannig að þæreru tiltækarog aðgengi- legar hverjum þeim sem aðgang hefur að kerfinu. Þekkingar- kerfi eru að ryðja sér til rúms um allan heim sem mikilvægt hjálpartæki við ákvarðanatöku. HLUTII: 21. septemberkl. 9.00-13.00. Ætlað yfirstjórnendum auk sérfræðinga og rekstrarstjóra. Þessi hluti ferfram á ensku. „Expert system Application in Dupont. Management Awareness Overview". Umræður. Dr. Örn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Dupont. HLUTIII: 21. septemberkl. 13.00-17.00 og 22. septem- berkl. 9.00-17.00. Ætlað sérfræðingum og rekstrarstjórum. Uppbygging þekkingarkerfa. Framsetning þekkingar. Regludrifin kerfi. „INSIGHT2+‘' hugþúnaður við gerð þekkingarkerfa, forrit- un. Skipulag stærri þekkingarkerfa. Innra samræmi i reglukerfum. Notkun ytri gagna- grunna. Notkunarsviö og takmarkanir reglukerfa. Dr. Oddur Benediktsson prófessor. Skráning á námskeiðin erá aðalskrifstofu Háskólans, sími694306. Frekari upplýsingareru veittará skrifstofu endurmenntunar- stjóra Háskólans, sími 23712 og 687664.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.